Alþýðublaðið - 29.03.1989, Page 1

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Page 1
A Iþýðuflokksfélag Reykjavíkur Magnús Jónsson kosinn formaður Ný stjórn var kosin á aðal- fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, sem haldinn var á þriðjudag fyrir páska. Magnús Jónsson veðurfræð- ingur var kosinn formaður, en Jón Ármann Héðinsson gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Aðrir í stjórn með Magn- úsi eru: Ásgerður Bjarna- dóttir, Ámundi Ámundason, Haukur Morthens, Hlín Daníelsdóttir, Stefán Frið-" finnsson og Tryggvi Jónsson. Vaxtalœkkun VALDBOÐ RÁÐHERRA KEMUR TIL GREINA Forsœtisráðherra telur að raunvextir þurfi að lœkka talsvert. Viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra í viðrœðum við Seðlabanka. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra standa um þessar mundir í viðræðum við Seðlabankamenn um möguleika þess að lækka vexti. í samtali við Alþýðu- blaðið neita bæði Jón og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að til standi að beita ákvæðum nýju Seðlabankalaganna til að þrýsta niður vöxtun- um — með handafli, en útiloka þann möguleika heldur ekki. „Það er ekki hægt að meta fyrr en að á það reyn- ir. Ég hef reyndar aldrei skilið þetta handaflshug- tak og varpa ég skilgrein- ingunni á því til þeirra sem það nota. Ríkið er mjög mikilvægur aðili á mark- aðinum og Seðlabankinn getur beitt sínum áhrifum þar, þannig að ég vil ekki fyrirfram gera því skóna að þarna þurfi að reyna á ein- hverja valdstjórn“ sagði viðskiptaráðherra í gær. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vera með áætlun í gangi um lækkun vaxta í samningum við líf- eyrissjóði, banka og aðra. „Ef það gengur ekki upp verður náttúrlega að nota þær heimildir sem eru í þessum lögum um Seðla- banka. Ég vildi gjarnan sjá að það þyrfti ekki að grípa til þessara laga, en til þess eru þau fengin, að beita þeim ef þörf -krefur. Bank- arnir hafa ekki sýnt þann skilning hingað til nema að litlu leyti, raunvextir hafa lækkað lítillega, en þeir þurfa að lækka töluvert meira“. Hin sérstaka áætlun rikisstjórnarinnar sem ýta á undir vaxtalækkun felur í fyrsta lagi í sér samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 6. febrúar. Þar er gert ráð fyr- ir því að ríkisstjórnin beiti sínum áhrifum á sviði rík- isfjármála og með útgáfu ríkisskuldabréfa. Annar „hlekkur" áætlunarinnar var að fá þá lagabreytingu samþykkta að Seðlabank- inn með samþykki við- skiptaráðherra hefði á því sjálfstætt mat hvað telja megi hóflega raunvexti, meðal annars með tilliti til þess hve raunvextir eru í löndunum í kring. Um Ieið og vextir lækka á ríkisskuldabréfum er við það miðað að Seðlabank- inn beiti sér fyrir því að raunvextir í bankastofnun- um breytist með hliðstæð- um hætti. Síðan koma til álita ýmis skilyrði útgáfu ríkisskuldabréfa og sam- keppnisstaða þeirra, meðal annars hvort þau eru talin með til lausafjárstöðu bankanna, hvaða skilyrði eru fyrir útgáfu banka- bréfa og fleira. Rækja notuð við lyfja- framleiðslu Sérstakt efnasamband sem finnst í rækju úr Norðurhöf- um er talið geta bylt allri lækningu og meðferð á lang- varandi sárum og kaunum. Við meðferð í nokkra daga þá losnar og hverfur dautt hold, sárið verður hreint og fínt og meðferðinni fylgja hvorki sviði né heldur önnur óþægindi. Þetta hefur komið fram í umfangsmiklum rann- sóknum sem fram hafa farið í nokkur ár í samvinnu Svía og Norðmanna. Sjá meira um rækjumálið á Sjávarsíð- unni bls. 9. Ódýrari króna Næstu daga verður látin í umferð ný krónu mynt með breyttu málminnihaldi. Nýja krónan verður mun ódýrari í framleiðslu, og kostar um 1,20 stykkið, en væri 40% dýrari i óbreyttum málmi. Frá gjaldmiðilsskiptum árið 1981 hefur krónumyntin verðið slegin úr kopar/nikk- eli, en krónur með ártalinu 1989 og þær sem síðar kunna að verða slegnar verða úr nikkelhúðuðu stáli. Útlit og stærð nýju krón- unnar er að öllu óbreytt frá því sem verið hefur, en hún er aðeins léttari eða 4 grömm í stað 4,5 gramma áður. Verslunarráðið uggandi VERSLUNARSKOLINN TEKINN EIGNARNÁNII? Verslunarráð Islands er mjög uggandi um þessar mundir vegna draga að frumvarpi um framhalds- skóla, sem nú er til skoðunar hjá þingflokkunum og Svav- ar Gestsson menntamálaráð- herra hyggst leggja fram á Alþingi. Telur ráðið að ákvæði í frumvarpsdrögun- um jafngildi því að Verslun- arskólinn yrði tekinn eignar- námi með því að ráðið yrði svipt meirihluta í skóla- nefnd. í frumvarpsdrögunum er ákvæði um skólanefndir í framhaldsskólum. í þeim eiga að sitja 7 menn. 2 full- trúar starfsmanna, 1 fulltrúi nemenda, 3 fulltrúar við- komandi sveitarfélaga og 1 fulltrúi ráðherra. Fyrri ríkis- stjórn gerði ráð fyrir svipuðu ákvæði, en að Verslunarskól- inn og Samvinnuskólinn yrðu undanskyldir ákvæðinu að því leyti að eignaraðilarn- ir, Verslunarráðið og sam- vinnuhreyfingin, hefðu áfram meirihluta. í núver- andi frumvarpsdrögum er hins vegar gert ráð fyrir að skólanefndir þessara skqla verði skipaðar eins og gildir um almenna framhaldsskóla. Verslunarráðið og sam-' vinnuhreyfingin hefðu þá ekki lengur 4 af 5 skóla- nefndarmönnum, heldur 3 af 7, þar sem þeirra væru full- trúar sem sveitárfélögin hefðu annars. „Ég hef ekki fengið það á hreint hvort ætlunin sé að leggja þessi drög fram ó- breytt.en í þeim drögum sem ég hef séð er ákvæði sem fel- ur í sér að skólinn er hrein- lega tekinn af Verslunarráð- inu, sem á skólann og ber ábyrgð á honum. Ég hef ekki trú á því að frumvarp verði lagt fram með þessum hætti, þar sem meirihluti skóla- nefndar er tekinn af okkur. Rekstur skólans er þjónusta sem við veitum og ríkið kaup- ir með því að greiða ákveðið gjald fyrir hvern nemenda. Verslunarskólinn er sjálfs- eignarstofnun á ábyrgð Verslunarráðsins og að svipta ráðinu meirihluta í skóla- nefnd jafngildir í raun eign- arnámi. Ég hef bent ráðu- neytinu kurteisislega á þe^tta og ég trúi ekki öðru en að um misskilning sé að ræða,“ sagði Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslun- arráðsins í samtali við Al- þýðublaðið. Jón Sigurðsson skólastjóri Samvinnuskólans sagðist ekki hafa fengið frumvarps- í annarra höndum en sam- vinnuskólinn er orðinn sér-' drögin til umsagnar, en tók vinnuhreyfingarinnar. „Það skóli á háskólastigi og getur undir að óeðlilegt væri ef sem hins vegar gerir stöðu því ekki fallið undir slikt meirihluti skólanefndar væri okkar sérstaka er að Sam- frumvarp“ sagði Jón. Einar Ólafsson, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, á fundi samninganefndar rikis- ins. Tillögur Starfsmannafélagsins sem fram komu fyrir helgi hleyptu nýju blóði i samninga- viðræður. Verkfallsboðanir hafa áhrif Ríkið býður skammtímasamning Ný staða hefur komið upp í samningamálum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, bauð í gær upp á skammtímasamn- ing. Greinilegt er að fyrir- huguð verkföll félaga innan BHMR setja nú verulega pressu á samningamálin. Ríkið býður þó aðeins óveru- legar kauphækkanir, um þriðjung þess sem Starfs- mannafélag ríkisstofnana hafði stungið upp á. Sjá fréttatilkynningu bls. 3. 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.