Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. mars 1989 3 FRETTASKYBING Verkfallsboðanir farnir að hafa áhrif Rikisstjórnin býður skammtimasamning Ríkið er í lykilhlutverki í samningaviðræðun- um. Enn hefur ekkert miðað í viðræðum en fjár- málaráðherra boðaði í gær að skammtíma- samningur kæmi til greina. BHMR telur hins- vegar samningstímann eiga að vera niðurstöðu samninganna. ASÍ og VSÍ bíða átekta. EFTÍR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Indridi H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins og Ólafur Ragnar Grimsson, fjármálaráðherra, setjast aö samningaborði með viðsemjendum sinum í gær. A fund- inum kom fram aö Ólafur telur nú skynsamlegast að semja til skamms tíma með það í huga að langtímasamn- ingur taki þegar gildi þegar sá skammi rennur sitt skeið. Lítið virðist miða í samningaátt í þeim við- ræðum sem aðilar vinnu- markaðarins eiga í um þessar mundir. Fyrir pásk- ana virtist svo sem tillaga frá Starfsmannafélagi rík- isstofnana um flata krónu- töluhækkun og 50.000 kr. lágmarkslaun hefði hleypt einhverju skriði á viðræð- urnar en í Ijós hefur komið að ríkið telur þessar kröfur allt of háar. Miðað var við 6.500 krónu hækkun á öll Iaun en ríkið býður ekki hærra en 2000 krónur. Ríkið í aðalhlutverki Ljóst er að hið opinbera er í lykilaðstöðu hvað þessa samningagerð varðar. Ekki einasta virðast átökin hörðust hjá þeim verka- lýðsfélögum sem semja beint við ríkið, heldur virð- ist allt framhald á öðrum vettvangi ráðast af fram- göngu ríkisstjórnarinnar og þeirra efnahagsráðstaf- ana sem hún kann að grípa til í náinni framtíð. As- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Al- þýðublaðið að það væri nokkuð augljóst að ekki yrði mikil hreyfing á mál- um hjá ASÍ, fyrr en Ijóst væri hvaða stefnu málin tækju hjá hinu opinbera og þeirra viðsemjendum. „Mér sýnist það hljóti að koma fram á næstu tveim- ur til þremur dögum hvern- ig þetta skipast.“ Ásmund- ur lagði hinsvegar áherslu á að samningsgerðin mætti ekki dragast lengi úr þessu, þó vissulega væri enn timi til stefnu þar sem samning- ar væru enn ekki lausir hjá öllum. Samningar við rikið ganga ekkert Hingað til hafa samn- ingar við rikið ekkert geng- ið en nú virðist sem skriður gæti komist á, enda eru verkföll 12 BHMR félaga á næsta leiti ef ekki semst, aðeins rúm vika þar til þau eiga að hefjast. Bæði Ög- mundur Jónasson, for- maður BSRB, og Páll Hall- dórsson, formaður BHMR, létu hinsvegar lítið af þeim viðræðum sem þegar hafa farið fram við hið opinbera. Ögmundur talaði um samningaþóf af hálfu ríkisins og botnlaust óraunsæi af hálfu fjár- málaráðherra við tilboði Starfsmannafélags ríkis- ins. Páll sagði að óhætt væri að segja að enn hefði ekkert miðað í þeim við- ræðum sem BHMR og að- ildarfélög þess hefðu átt i við ríkið. Páll Halldórsson: „Það er alveg óhætt að segja að ekkert hafi miðað. Það eru enn ekki farnar í gang nein- ar alvöru viðræður. Ef ekki fer að komast skriður á samningaviðræðurnar sé ég ekki annað en að verk- föllin vofi yfir. Hinsvegar er ég ekki svartsýnn, mað- ur er það aldrei en auðvitað getur brugðið til beggja vona ef ekkert fer að breyt- ast. En til þess þarf ríkið að komast út úr þeim farvegi að tala stöðugt um kaup- mátt fyrsta ársfjórðungs og fara að ræða við okkur um nýjan kjarasamning. Þeir vita það alveg að þetta er alveg út í loftið sem nú er að gerast.“ Skammtíma-___________ samningur með________ tryggingu lausnin? Af hálfu margra verka- lýðsfélaga hefur verið áhugi á því að samið verði til skamms tíma með ör- uggum tryggingum. Oftast tala menn um til næsta hausts og að vorið og sum- arið verði notað til að semja nánar um önnur at- riði sem varða kjör fólks, skattamál, vaxtamál, verð- lagsmál og fleiri atriði sem geta talist kjarajafnandi fyrir launafólk. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, hefur lýst því yfir að þetta sé ekki nægur tími til að semja um slíka pakka. Hinsvegar virtist hann vera að draga í land í gær og féllst á að fara leið skammtímasamnings með langtímasamning í huga þegar sá fyrrnefndi rynni út. Ögmundur Jón- asson sagði að innan BSRB ætti hugmyndin um skaihmtímasamning mikið fylgi og menn þar stefndu að því sem hann kallaði bráðabirgðsamkomulag með tryggingu en tíminn fram á haust yrði notaður til að ræða nánar félagsleg atriði. En það eru ekki öll félög á þeirri skoðun að semja eigi til skamms tíma, t.d. er viðhorfið nokkuð annað hjá BHMR. Páll: ‘Samn- ingstíminn ræðst algerlega af því hvað í samningunum felst og hvað þeir kosta mikla vinnu. Ef að samn- ingar kosta mikil átök verða þeir að halda eitt- hvað. Samningstíminn verður að vera afgangs- stærð, niðurstaða þess sem i samningnum felst. Hver tryggingin verður, sem er stórt atriði og hvað hann kostar." FRETTIN BflK VIÐ FRETTINA AÐ STANDA VÖRÐ UM TJÁNINGARFRELSIÐ Miklar umræður hafa farið fram um sjón- varpsmyndina Lífsbjög í norðurhöfum og þær umræður sem fram fóru í sjónvarpssal í kjölfar sýningar á myndinni. Hafa mörg stóryrði verið látin falla og þá sérstaklega í garð þeirra sem ekki reyndust vilja fallast á það einhliða al- menningsálit á starfsaðferðum grænfriðunga sem myndin skapaði. Raunar byrjuðu þessar umræður áður en frumsýningin fór fram í sjón- varpi þvi grænfriðungar reyndu að koma i veg fyrir sýningu hennar. Allir voru sammála að ekki skyldi orðið við svo ósvífinni kröfu því með henni væri reynt að vega að tjáningafrelsi í landinu. Sumir líktu kröfum græn- friðunga við tilraunir mú- hameðstrúarmanna til að stöðva sölu á bókinni Sálmar satans. Það eina sem vantaði til að full- komna þennan samanburð var að grænfriðungar hafa ekki kveðið upp opinberan dauðadóm yfir Magnúsi Guðmundssyni eins og þeir múhameðstrúarmenn hafa gert yfir Salman Rustie. Nú er það svo að fæstir íslendingar sem fordæma herferðina á hendur Rustie og bókar hans hafa lesið þessa sálma sem svo mjög hafa ýft skap áhangenda Múhameðs. Enda eru menn ekki að taka afstöðu með eða á móti bókinni sem slíkri, heldur að verja tjáningarfrelsið. Á sama hátt hafa einstaka menn gagnrýnt sitt hvað í mynd Magnúsar, en þeir hafa ekki mælt á móti sýningu hennar. í báðum þessum tilvikum er það mjög auð- velt fyrir okkur að berja okkur á brjóst og fordæma þá sem ekki eru jafn ein- lægir boðberar skoðana- og tjáningarfrelsis og við íslendingar. Móðganir Rustie í garð Múhameðs koma okkur hvort sem er ekkert við og í Lífsbjörg- inni erum við í hópi góðu mannanna sem reyna að verja hendur sínar gagn- vart yfirgangi illþýðisins í samtökum grænfriðunga. Man nokkur ,,Dauða prinsessunnar“ Um mitt ár 1980 ákvað sjónvarpið að sýna mynd sem var nefnd „Dauði prinsessunnar”, en hún hafði þá verið sýnd víða um lönd og vakið athygli og umtal. Breskur sjón- varpsmaður var höfundur þessar leiknu heimildar- myndar sem byggðist á sönnum atburðum er áttu sér stað í Saudi-Arabíu. í stuttu máli hafði það gerst að prinsessan Mashall var talin hafa orðið uppvís að hórdómi og var hálshöggv- in á torgi í Jeddah ásamt ástmanni sínum. Strax og Saudi-Arabar fréttu af gerð þessara heim- ildarmyndar urðu þeir æfir og hótuðu þeim illu sem dirfðust að taka myndina til sýningar. Ýmsar sjón- varpsstöðvar sem höfðu keypt sýningarréttinn hættu þá við að taka myndina á dagskrá og þá einkum í þeim ríkjum sem höfðu mikilla hagsmuna að gæta vegna viðskipta við olíufurstana i Saudi- Arabíu. Önnur ríki létu hótanir sem vind um eyru þjóta og voru Bretar þar á rneðal með þeim afleiðing- um að þeir urðu að kalla heim sendiherra sinn í Saudi-Arabíu. Nú stóð svo á hér á landi að Flugleiðir voru með um- fangsmikla pílagríma- flutninga frá nokkrum mú- hameðstrúarríkjum til Jeddah vissan tíma ársins. Þessir samningar voru Flugleiðum rnjög mikils virði og þá ekki síst í Ijósi þeirra gífurlegu erfiðleika sem félagið var að brjótast út úr auk þess sem píla- grímaflugið veitti mörgum Islendingum atvinnu og góðar tekjur. Forráða- menn fálagsins og starfs- fólk lögðu því fast að út- varpsráði að koma í veg fyrir sýningu myndarinnar á þeim forsendum að sýn- ingin gæti stefnt samning- um um pílagrímaflugið í voða. Ýmsir aðrir aðilar tóku undir þetta sjónar- % mið. Sama dag og „Dauði prinsessu“ var á dagskrá sjónvarps kom útvarpsráð saman og fjallaði um mál- ið. Samþykkt var með sex atkvæðum gegn einu að taka myndina af dagskrá. Meirihlutinn sagðist virða þau sjónarmið sem fram hefðu komið hjá starfs- fólki Flugleiða. Auk þess hefði sýning myndarinnar verið ákveðin fyrst og fremst vegna þess umtals sem hún olli en ekki vegna gæða og því væri hægt að fallast á að hætta við sýn- inguna. En Erna Ragnars- dóttir sagði að tjáningar- frelsi og sjálfstæði Ríkisút- varpsins vægi þyngra en önnur sjónarmið sem fram hefðu komið þótt hún hefði á þeim fullan skiln- ing. Hún greiddi því at- kvæði gegn því að hætta við sýninguna. „ Frelsið hefur margar hliðar Ég skal ekki dæma hvort þáverandi meirihluti ú|g varpsráðs hafi gert rétt þegar hann ákvað að hætt skyldi við sýningu á um- ræddri mynd um hin grimmilegu örlög prinsess- unnar arabísku. En þetta dæmi sýnir að þegar á herðir þá er alltaf hægt að finna ástæður fyrir því að takmarka tjáningarfrelsi. Á hverjum degi eru hinir og þessir að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning fjöl- miðla. Stundum með því að koma fréttum á fram- færi en í öðrum tilfellum að reyna að hindra birtingu frétta eða hafa áhrif á hvernig fréttir af hinum og þessum málum eru með- höndlaðar. Oftast er þó í reynd um nauðaómerkileg mál að ræða sem varða fáa. En það sýnir sig á ummæl- um fjölda fólks um um- ræðuþáttinn í kjölfar Lífs- bjargar að það vill ekki að þeim sé hleypt að sem ekki eru • sömu skoðunar og fjöldinn. Ef útlendingar tækju sig til og gerðu sjónvarpsmynd þar sem þeir þættust^eta sýnt fram á að vísindaveið- ar okkar á hval væru ómerkilegt yfirskin og rök okkar fyrir þessum veiðum tætt í sundur lið fyrir lið, „Ef útlendingar tækju sig til og geröu sjónvarpsmynd þar sem þeir þættust getá sýnt fram á að vísindaveiðar okkar á hval væru ómerkilegt yfirskin og rök okkar fyrir þ'essum veiðum tætt í sundur líö fyrir lið, þá er ég ekki i vafa um að þjóðin krefðist þess að allt verði reynt til að stöðva slíkan lygaáróður áður en hann birtist á skjám hingað og þangað um heiminn," segir Sæmundur Guðvinsson í grein sinni sem fjallar m.a. um viðbrögð viö myndinni Lifsbjörg i Norðurhöfum. þá er ég ekki í vafa um að þjóðin krefðist þess að allt yrði reynt til að stöðva slík- an lygaáróður áður en hann birtist á skjám hing- að og þangað um heiminn. Það er ekki nema mannlegt og eðlileg viðbrögð í hæsta máta. Engu að síður er það svo, að fjöldi manna er þeirrar skoðunar að við sé- um að fara í kringum veiði- bann Alþjóðahvalveiði- ráðsins með þessum vís- indaveiðum. Talsmenn veiíanna halda að með því að koma rökum okkar og góðum ásetningi á fram- færi erlendis getum við unnið almenning þar á okkar band. En í augum fjölmargra Bandaríkja- manna eru hvalveiðar ein- faldlega villimennska og skiptir nákvæmlega engu hvaða heiti við gefum þess- um veiðum. Hvað sem líður hvalveið- um og grænfriðungum, Sálmum satans og Dauði prinsessu þá skulum við horfast í augu við hræsn- ina sem einkennir okkur í þessum málum sem svo mörgum öðrum. Öll höfn- uin við rógi um náungann og viljum ekki taka þátt í slíku athæfi, en engu að síður lifum við og hrær- umst í gróusögum um ná- ungann. Og öll erum við ákafir talsmenn óhefts tjáningarfrelsis þar til hætta er á að það bitni á okkur eða okkar hagsmun- um. Þá ber að takmarka frelsið með öllum tiltæk- um ráðum. Mannskepnan er nú bara einu sinni svona þegar grannt er skoðað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.