Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 29. mars 1989 MÞYBUBUÐIÐ Útgefandi: Blað hf. FramKvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguróur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið FINNBOGI RUTUR VALDEMARSSON I dag verður til moldar borinn Finnbogi Rútur Vaide- marsson, fyrrum alþingismaður, bankastjóri og ritstjóri Alþýðublaðsins. Finnbogi Rútur tók við ritstjórn Al- þýðublaðsins 29. október 1933 Þá „hélt nútíminn inn- reið sína í íslenska blaðamennsku“ eins og réttilega hefur verið komist að oröi. Næstu fimm árin dafnaði blaðið undir leiðsögn ritstjórans og varð með eftir- minnilegum hætti alvörufréttablað, sem fullsæmt væri að enn í dag. Það hélt uppi merkjum lýðræðisjafnaðar- stefnunnar á tímum kreppu en líka hugsjóna. Finnbogi Rútur settist aðeins 26 ára í ritstjórnarstól Alþýðublaðsins. Hann hafði öðlast lífsreynslu sem var sprottin úr vestfirskum jarðvegi, stundað nám við er- lendar menntastofnanir, kynnst straumum og stefnum í pólitík og sjálfur gerst sósíaldemókrat. Upp hingað flutti Finnbogi Rúturútlenskastraumajafnaðarog rétt- lætis og klæddi þá íslenskum veruleik. Alþýðublaðið varð í höndum ritstjórans málsvari alþýðunnar gegn burgeisum þess tíma. Ritstjórnarferi11 FinnbogaRútsvaraðeinsfyrsti kapít- uli á löngum ferli litríks stjórnmála- og hugsjóna- manns. Þegar hann yfirgaf ritstjórastólinn hóf hann út- gáfu alþýðuritaog bóka. Alþýðusamband íslands hafði ályktað um nauðsyn þess að koma á fót menningar- og fræðslusambandi líkt og tíðkaðist meðal alþýðuflokka í grannlöndum. Næstu árin jók Finnbogi Rútur ásamt öðrum gáfumönnum við upplýsingu um allt land með bókum og bæklingum frá MFA. Finnbogi Rúturvar landnemi í andlegum og veraldleg- um skilningi þess orðs. Hann efldi hugsjón með þjóð- inni jafnt utan garðs sem innan. Hann og kona hans Hulda numu land í Kópavogi og gerðust fyrstu bæjar- stjórar þar. Fyrir margháttuð störf fyrir bæjarfélagið voru þau hjónin kosin heiðursborgarar Kópavogs. Finnbogi Rúturvar bankastjóri Útvegsbankans í hálf- an annan áratug og sat á Alþingi 15 þing, fyrst sem landskjörinn alþingismaður í áratug en 1959-1963 sem alþingismaður Reykjaneskjördæmis. Á Alþingi lét Finnbogi Rútur jafnan utanríkismál mikið til sín taka. Samherjar Finnboga Rúts jafnt sem andstæðingar virðast sammála um að hann var slyngur stjórnmála- maður. Hann vann glæsta sigra þar sem gáfna hans naut við, en hann var líka þátttakandi í erfiðu stríði jafn- aðarmanna og „rétttrúaðra“. Stjórnmálasaga tuttug- ustu aldar verður ekki skráð framhjá Finnboga Rúti Valdemarssyni. ÖNNUR SJÓNARMID Heimir Pálsson: Engin trygging fyrir þvi að komandi kynslóðir segi ekki: „mér iangar i nammi", þó að við þekkjum rétt „frumlags- ígildi“. HEIMIR Pálsson ritar þrjár miklar greinar um íslenskt mál í Morgunblaðið í síðustu viku. Tilefnið eru sjónvarpsþættir Eiðs Guðnasonar, fyrrum fjöl- miðlamanns. Á skírdag (i síð- ustu grein Heimis) er röðin komin að menntamálaráð- herra, sem svarar stjórnanda, sem „með alvörusvip og ábúð- armiklum“ spurði mennta- málaráðherra, hvort það væri rétt stefna að leggja minni áherslu á málfræðikennslu en áðurvar. Menntamálaráðherra „lét veiðast" segir Heimir, og heldur áfram: „Síðan lét hann (mennta- málaráðherra) að þvi liggja að menntun kennara í þessu efni væri langt í frá fullnægjandi.“ Heimir tekur ráðherra i svo- litla kennslustund. Hvað á ráð- herra við með „málfræði- kennslu"? Kennsla í málfræði dugirskammt,ef henni er beitt umhugsunarlaust, skrifar Heimir. Og þvi ekki víst að af- komendur þeirrar kynslóðar sem „telur sig komna til vits og ára“ viti að sögnin að langa taki með sér „frumlagsígildi í þolfalli": „Það er þá býsna undarlegt að börn þessarar kynslóöar skuli oftar en ekki segja „mér langar i nammi“ í staðinn fyrir „mig langar í sælgæti“. Stað- reyndin virðist nefnilega vera sú að kennsla á málfræðiregl- um dugir alls ekki til þess að menn beiti þeim umhugsunar- laust.“ Langar ráðherra í málfræði- kennslu — eða þig. Greinar Heimis Pálssonar eiga eftir að vekjatil umræðu. „Tungumálið afhjúpar okkur.“ FJARMOGNUNAR- GREIFARNIR eru hrifnir af húsbréfum félagsmálaráð- herra. í „Fjármálum" sem er mánaöarrit Fjárfestingarfé- lagsins skrifar framkvæmda- stjóri félagsins í leiðara um ágæti bréfanna: „Margt bendir til að hús- bréfakerfi það sem nú er flutt frumvarp um á Alþingi geti orðið tímamótamál þrátt fyrir að ýmsir haldi hinu gagn- stæða fram vegna daufs skiln- ings eða sérhagsmuna.“ Ekki er Ijóst hverjir gæti „sérhagsmuna", en höfundur' segir húsbréfin munu hafa mikla þýðingu fyrir fjármagns- markaðinn, „sérstaklega ef dregið yrði úr hólfun á honum, t.d. kaup- skyldu lífeyrissjóðanna á bréf- um Húsnæðisstofnunar vegna gamia húsnæðislána- kerfisins en hólfunin samhliða niðurgreiddum vöxtum veldur háum raunvöxtum á öðrum hlutum fjármagnsmakraðar- ins. Með minni kvöðum lífeyr- issjóðanna fengju þeir frjáls- ari hendur til að ráðstafa fé sínu og nýta það markvissar með þeim árangri að raun- vaxtalækkun fylgdi fljótt í kjöl- farið. Þá má benda á, að með húsbréfakerfinu kemur fram nýtt sparnaðarform á markað- inn en það mun stuðla að auknum sparnaði og ráðdeild í landinu.“ STEFÁN Ingólfsson, fyrrum ráðgjafi félagsmálaráðherra í húsnæðismálum, er hins veg- ar ekki eins hrifinn af bréfun- um. Þau muni rýra kjör þeirra sem verst eru settirog i kjölfar bréfanna verði að fylgja stór- felldar byggingar félagslegra íbúða. „í mörgum löndum eru greiddir húsaleigustyrkir. Þeir þekkjast ekki hér á landi og leigjendur njóta ekki skatta- lækkunar. Með húsbréfakerf- inu verður engin breyting á því. I kerfinu er ekki svigrúm fyrir félagsleg sjónarmið fremuren á fjármagnsmarkaði. Félags- legt húsnæði er af skornum skammti. Minnkuð kaupgeta mun auka ásókn í félagslegar íbúð- ir. Til að mæta henni verður ár- lega að byggja fleiri íbúðir en hingað til. Þörfin mun varla aukast um minna en 250 ibúðir á ári. Byggingakostnaður þeirra er yfir 1.100 þúsund krónur. Engin áform hafa verið kynnt um hvernig brugðist verði við þeim vanda.“ EINN MEÐ KAFFINU Eitt sinn var þekktum þing- manni boðið í kvöldverð hjá sparsömum hjónum. Kvöldverð- urinn sem fram var borinn var bæði bragðdaufur og rýr. Að málsverði loknum var borið f ram kaffi. Gestgjafinn sagði við þingmanninn: „Þú verður að koma sem fyrst aftur í mat til okkar.“ „Endilega," sagði þingmaður- inn, „hvað með þegar í stað?“ DAGATAL Uppskrift að alíslenskum pistli í dagblað Mér datt í hug að gefa innsýn í tilurð pistla sem þessa. Maður sest niður og hugsar sem svo: Hvað get ég haft í þessum pistii? Sumir skrifa alltaf um það sama, aðrir næstum því alltaf það sama, hinir tveir skrifa stundum um eitt- hvað annað en þeir skrifuðu síð- ast. í versta falli er hægt að skrifa um hnignun tungunnar og hvað það er skítt að fólk skuli segja mér langar en ekki eitthvað annað. I svona pistlum þarf maður svo auðvitað að hafa persónugallerí til að leika sér með. Best er að hafa konuna sína og geta með þeim hætti sýnt fram á hvað maður sjálfur er breyskur. Segja gaman- sögur af konunni en láta hana jafnan standa uppi sem sigurveg- ara í lok hverrar sennu. Sýnir hvað maður er jafnréttissinnaður. Eða maður býr til kunningja. Frænda eða eitthvað þvíumlikt fyrirbrigði sem kemur í heimsókn og er annað hvort yfirmáta heimskur og lætur ginnast af prjálinu sem maður sjálfur sér í gegn um, eða þá að hann er yfir- máta gáfaður og sýnir fram á hversu lítið er í höfðinu á manni sjálfum (auðvitað með þeim und- irtóni að maður sé kannski ekki tregur, bara eins og fólk er flest — það er þægileg tilfinning fyrir fjöldann að hafa). Um leið er þannig hægt að skjóta inn þjóð- málaumræðu undir yfirskini heimsóknarinnar. Svo getur maður hitt einhvern á götu. Þá er gott að það sé gamall félagi úr menntó. Hefur mikið. breyst, er orðinn feitur, sköllóttur, kominn með skegg, hefur glatað hugsjónaeldinum, óforbetranleg fyllibytta, skilinn, giftist aldrei, orðinn öryrki, einstæð móðir ef kona, nýtur álits, virðulegur, vel giftur í úthverfi með tvo bila, sumarbústað og hunda. Hver ein- stök breyting gefur síðan tilefni til vangaveltna um lífið og tilveruna og fallvaltleik veraldlegra gæða eða hvað allt er breytingum háð og undirorpið. Endalaust hægt að spinna einhvern lúinn samtíma úr fortíðinni og koma svo með einn léttan brandara í lokin. Þá er það stílinn. Hann verður að haldast í hendur við innihaldið. Annars er allt glatað. Best að halda í hefðina. Kaldhæðnislegt grín gengur best. Ákveðin fjar- lægð frá viðfangsefninu er líka æskileg. Skrifa að ofan og niður, að utan og inn. Gefa sig út fyrir að hafa yfirsýn og geta hæðst að þeim sem ekki hafa þessa yfirsýn. Sjá fyrirbrigðin og atburðina í nýju ljósi, velta upp nýjum hlið- um. Eftir dálítið af æfingum og svo enn meira af æfingum þá ætti þetta að verða ljóst og pistillinn fullmótaður. Formið er nefnilega ekkert mál. Þá er hægt að byrja: í gær sátum við konan og ég í stofunni og horfðum á sjónvarp- ið. Þá var barið að dyrum. X frændi var kominn í heimsókn eða Y gamli kunningi, sem fer eft- ir því um hvað maður ætlar að fjalla. Hann sagði við okkur eftir að hafa fengið kaffi og heimabak- að, en konan er af gamla skólan- um og bakar mikið og vel, að hann hefði nýlega orðið vitni að atburði. Ég glotti í kampinn, þekkti minn mann... Svo rennur þetta áfram. Augljóslega Ieikur einn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.