Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. mars 1989
9
SJÁUARSÍÐAN
Rœkjumál íslendinga
Er lyfjaframleiðsla lausnin?
virkni sinni og breyttist i græð-
andi verkun. Þessi uppgötvun var
vægast sagt bylting í meðferð á ■
sárum sent ekki vildu gróa.
Markaðssetningin verður
mjög stór
Enzymið, sem meðal annars
inniheldur mjög sérstakt trypzin,
verður markaðssett innan ekki
mjög langs tíma sem læknislyf.
Þörfin fyrir efnið er mjög mikil,
til dæntis í Svíþjóð einni eru um
eða yfir 50 000 manns sem þurfa
á meðhöndlun með efninu að
halda, mest eru þetta konur með
opin sár á fótum.
Hráefnið er ekki vandamál
Vandamál við aðföng á hráefni
er alls ekki til staðar. Rækja finnst
í ómældu magni í norðurhöfum.
Til þessarar lyfjaframleiðslu er
notaður skrokkur rækjunnar sem
er ávallt kastað við vinnslu rækj-
unnar þannig að möguleikarnir
eru enn rneiri þar sem að einnig er
hægt að markaðssetja rækjuna
sjálfa þrátt fyrir eftirvinnslu
skrokksins til lyfjagerða.
Rækjan flutt frá Japan til
Sviþjóðar
Rækjan sem notuð hefur verið
til rannsóknanna hefur verið flutt
djúpfryst til Svíþjóðar frá Japan.
Það er eingöngu rækja úr norður-
höfum sem nothæf er í þessa
framleiðslu. En af hverju rækja úr
norðurhöfum? Ef til vill hefur
hafið skapað þetta efni í rækjunni
til þess að geta eytt dauðri rækju
á hinum köldu, stuttu sumrum í
norðurhöfuin.
SIGURÐUR PÉTUR
HAROARSON
Jafnvel skotsár verða
undan að láta
Efnasambandið hefur reynst
rnjög vel við meðferð á fótasár-
um, legusárum, skotsárum og sár-
um eftir skurðaðgerðir sem ekki
hafa viljað gróa, sérstaklega hjá
eldra fólki. Efnið hreinsar öll sár
mjög vel og hefur auk þess veru-
lega græðandi áhrif á allt lifandi
hold. Hefur verið hafin tilrauna-
framleiðsla á efninu í Svíþjóð og
hefur hún gefið mjög góða raun.
Efnið hefur verið reynt á mörg
hundruð sjúklingum í átta há-
skólum víðs vegar um Evrópu og
allsstaðar er sömu sögu að segja,
hreint frábært efni.
Fannst fyrir tilviljun
Rannsóknir á þessu efni hófust
1983 í Noregi við löndun rækju.
Komust menn þá að því að um
að í meltingarvegi rækjunnar
fannst svokallað enzyrn sem var
þessu valdandi. Við uppgötvun á
þessu enzym sem verkaði svona
vel á dauðan vef í rækju, væri þá
ekki rétt að reyna það á dauðum
vefi i manninum, því ávallt hafa
verið vandamál við lækningu á
vissum tegundum af sárum. Eftir
þetta var hafist handa við rann-
sóknir með öðrum enzymum með
nokkrum árangri.
Efnið vinnur án óþaeginda
Rækjuenzymið er rnikið áhrifa-
nteira en önnur efni sem áður hafa
verið notuð. Sárin sem hafa feng-
ið meðhöndlun með efninu hafa
orðið algjörlega hrein á einni
viku, í stað fleiri mánaða með áð-
ur þekktum efnurn. Meðferð með
efninu er óþægindalaus með öllu,
meðferðinni fylgir hvorki sviði né
kláði.
Efnið skaðar ekki lifandi
hold
Efnið var reynt í upphafi á
rannsóknarstofum á dauðutn
bandvefi. Verkunin á bandvefinn
var vægast sagt frábær. Auk þess
að efnið verkaði svona vel á dauð-
an vef þá komust rannsóknar-
nienn að því að um leið og efnið
komst í santband við lifandi vef
þá hætti efnið hinni eyðandi
Raekjur nýtast vel til manneldis og einnig til lyfjaframleiðslu. Ekki hefur reynt á hvernig hanastél frá A. Han-
sen í Hafnarfirði virkar gegn legusárum.
Sérstakt efnasamband sem finnst í rækju úr norðurhöf-
um, hefur fundist í umfangsmiklum rannsóknum sem fram
hafa farið i nokkur ár í samvinnu á milli Svía og Norð-
manna, getur bylt allri meðferð og lækningu á langvarandi
sárum og kaunum. Við meðferð í nokkra daga þá losnar og
hverfur dautt hold, sárið verður hreint og fínt og meðferð-
inni fylgja hvorki sviði né heldur önnur óþægindi. Er þetta
samkvæmt greinum sem birtust í Svenska Dagbladet í
fyrra og þótti vel við hæfi að birta þær hér, í framhaldi af
þeirri umræðu sem rækjumál íslendinga hafa fengið upp
á síðkastið.
Sænsk-norsk samvinna
Rannsóknir á þessu efni hafa
verið i höndum prófessors Lars
Hellgren yfirlæknis á húðsjúk-
dómadeild sjúkrahússins í Umeá í
Svíþjóð og hefur hann notið að-
stoðar prófessors Jan Vinsent sem
starfar við sanra sjúkrahús og
Lars og hafa þeir verið í nánu
sambandi við norska prófessor-
inn Viggo Mohr sem starfar við
norska tækniháskólann í Þránd-
heimi í Noregi.
leið og rækjan deyr þá byrjar hún
að leysast upp að vissu rnarki og
kemst nokkuð fljótt í það form að
verða hlaupkennd. Það var sem
sagt eitthvað í rækjunni sem byrj-
aði að brjóta niður hinn dauða
vef. En hvað var það? Við rann-
sóknir komust menn að raun um
Nýjung í efnaframleiðslu
Rækja sem málningaruppleysir
Hver kannast ekki við þau vandamál sem því fylgja að
fjarlægja gamla málningu með málningaruppleysi. Nú
virðist þetta vandamál vera að leysast á mjög auðveldan
hátt með rækju. Það ber ekki að skilja þetta svo að menn
eigi að kaupa eitt kíló af rækju fyrir hvern fermetra sem
þarf að hreinsa og nudda þvi í málninguna. Nei lausnin er
önnur, úr rækjunni er unnið efni eins og frá er greint í
greininni hér að ofan, og er þetta efni fyrirtaks málningar-
uppleysir.
Fornminjar hreinsaðar með
efni unnu úr rækju________
Með enzymi unnu úr rækju var
gömul tafla frá 15. öld hreinsuð
upp í Svíþjóð í fyrra. Taflan sem
er af ávaxtaguðinum Arcimbold-
os var orðin mjög illa farin eftir
margar yfirmálanir í gegn um tíð-
ina. Yfir frummálninguna hafði
verið málað með hörðum brúnum
fernis í kring um 1700. Einhvern
tímann á síðari hluta 18. aldar
hafði verið málað yfir töfluna
með brúnni spartl málningu og
auk þess ýmissi annars konar
málningu. I kring um 1900 hafði
verið málað yfir þessa töflu með
lituðum fernis og var þetta mönn-
um mikil ráðgáta hvernig hægt
væri að kalla fram hina uppruna-
legu liti guðsins án þess að
skemma á nokkurn hátt töfluna.
Miklar rannsóknir á_______
hæfum upplausnarefnum
í gegn um tíðina hafa farið
fram miklar rannsóknir á ýmsum
upplausnarefnum til notkunar
við lagfæringu og varðveislu forn-
minja. Hafa meðal annars verið
unnin efni úr móðir náttúru. Hafa
þau komið úr ýmsum tegundum
blóma, sveppum, svömpum og
einnig hafa verið unnin efni úr
bæði lifur og blóði.
En svo kemur rækjan til
sögunnar______________________
í hálft ár var unnið að rann-
sóknum á ávaxtaguðinum. Hann
var allur kortlagður hátt og lágt,
ljósmyndaður með innfrarauðum
og útfjólubláum geislum, röntg-
enmyndaður, skoðaður í smásjá
auk fleiri hundraða sýna sem tek-
in voru af málningu af honum til
þess að gera sér grein fyrir sam-
setningu hennar og hvernig efnin
úr rækjunni verkuðu á hana. Eftir
allar þessar rannsóknir var ekki
neitt annað eftir en að smyrja
rækjuefninu yfir sem sett hafði
verið í hlaupkennt form.
Árangurinn varð sá að nýtt efní
hafði verið fundið upp, framleitt
úr rækju sem virkaði sem hinn
allra besti málingaruppleysir.
Rækjan skemmir ekki neitt
Uppgötvun á efni var stað-
reynd. Efni sem virkar mjög vel til
upplausnar á máluðum flötum án
þess að skaða á nokkurn hátt hinn
upprunalega hlut. Með aðstoð
L A
Rækjur í hlaupkenndu formi eru hinn besti málningaruppleysir.
rækjunnar hefur fundist efni sem
virkar hraðar og betur en önnur
efni sem áður hafa þekkst sér-
staklega við upplausn á olíumáln-
ingu. Við upplausn á olíumáln-
ingu hefur rækjan hið rétta
ph-innihald sem er 7. Súrara inni-
hald eða alkahólískara hefði í för
með sér meiri hættu á því að
frummyndin hlyti skaða af.
Málningaruppleysirinn
vekur heims athygli
Um allan heim hefur þessi upp-
götvun farið eins og eldur í sinu.
Bandaríkjamenn hafa sýnt þessu
mjög mikinn áhuga og hafa rann-
sóknastofur þar í landi sett sig í
samband við frændur vora Svía
og óskað eftir nánari upplýsing-
um um efnið.
íslendingar hafa sérstöðu
Ekki hafa allar þjóðir jafn góð-
an aðgang að rækju og við íslend-
ingar. Nú á síðustu og verstu
tímum í rækjusölu þá væri athug-
andi, að leysa part af okkar
vandamálum varðandi rækjuna
og framleiða úr því sem áður var
hent, málningaruppleysir og lyf
gegn sárum og kaunum og selja
það síðan til þeirra landa sem
hætt hafa að kaupa af okkur hin-
ar hefðbundnu fVamleiðsIuvörur
okkar frá sjávarsíðunni.