Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. mars 1989 5 MINNING Finnbogi Rútur Valdemarsson F 24. september 1906 — D. 19. mars 1989 Andlátsfregn Finnboga Rúts föðurbróður míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherr- ar V-Evrópuríkja settust á rök- stóla í höll Evrópubandalagsins í Brussel — í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús. Mér varð hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orðræðu starfsbræðra minna, í þessari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess, að hér hefði hann notið sín öðrum mönnum betur við að sækja og verja málstað íslendinga í al- þjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarra þjóða, með galdri og kúnst. Hann hefði ekki þurft að nýta neitt túlkunar- kerfi, fljúgandi fær sem hann var í höfuðtungum álfunnar: frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússneskuna). Sérfróður um al- þjóðalög og rétt; lifandi alfræði- bók um sögu og menningu, hugs- unarhátt, hugsjónir, hagsmuni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa við borðið. Menntunar sinnar vegna og hugsjóna var Finnbogi Rútur Evrópusinni, í bestu merkingu þess orðs. Hann nam fræði sín í París, Berlín, Genf og Róm við skóla, sem var alþjóðleg stofnun — rekinn af Þjóðabandalaginu gamla. Lífsskoðun hans var þrauthugsuð og pólitískur vilji hans hertur í eldi einhvers mesta mannraunatímabils í sögu Evrópu. Hugsjón hans var al- þjóðlegt öryggis- og friðargæslu- kerfi, þar sem öfl mannvits og mannréttinda fengju haldið aftur af tortímingaröflum heimsku og ofstækis, sem ævinlega eru reiðu- búin að hleypa veröldinni í bál og brand af minnsta tilefni. Það var því ekki að tilefnis- lausu sem mér varð hugsað til þessa fjölgáfaða og margbrotna frænda míns um leið og ég hlust- aði á fulltrúa hinnar nýju Evrópu reifa ýmsa þætti Evrópuhugsjón- arinnar — í nýrri útgáfu. Þetta eru spennandi tímar. Fámenn þjóð eins og okkar þarf nú sem aldrei fyrr á að halda fleiri mönn- um eins og Finnboga Rút Valdi- marssyni, til þess að sjá fótum sínum forráð i samskiptum við hið rísandi Evrópustórveldi. Og til þess að nema stóru drættina i þeirri nýju heimsmynd, sem smám saman er að verða til fyrir augum okkar. Þversagnirnar í Iífi og starfi Finnboga Rúts hljóta að hafa rek- ist harkalega á, á stundum: Út- kjálkamaðurinn, sem var heims- borgari f'ram í fingurgóma; sér- fræðingur í alþjóðamálum, sem gerðist tribunus populus fátæks fólks í berangri Kópavogs; hinn róttæki vinstrisinni sem fyrirleit kommúnista og alla þeirra fólsku og fordæðuskap; hinn margræði menntamaður og einfari, sem gerðist mesti kosningarsigurveg- ari Iýðveldissögunnar og naut ein- stakrar lýðhylli alþýðufólks. Klassíker, sem gerðist byltinga- maður í blaðamennsku og áróð- urstækni. Hæfileikarnir voru svo miklir og margvíslegir að það var ekki einfalt mál, til hvers ætti að nota þá. Og útilokað að fella þá í einn farveg þar sem þeir gætu streymt fram i friðsæld og lygnu. Að loknu fundaþrasi í Osló, Kaupmannahöfn, Brussel og Strasbourg tókum við Bryndís næturlest til Mílanó og eyddum þremur dögum í litlu miðalda- þorpi á ítölsku strandlengjunni skammt frá Genúa. Einnig þetta umhverfi vakti upp minningar um frænda minn. Á þessum slóðum eyddi hann mörgum sumrum á námsárunum, við þröngan kost en fullur af lífsþorsta og fróð- leiksfýsn. Saga Evrópu verður hvergi betur skilin en frá mið- punkti markaðstorgsins í mið- aldaþorpi við Miðjarðarhafið. „The Glory that was Greece and the Grandcur that was Rome“ — af þeirri rót er það allt saman upp runnið. Af þessum slóðum sneri hann ungur heim, brenndur af suðrænni sól, framandlegur í hugsun og háttum, en ráðinn í að leggja fram sinn skerf í lífsbaráttu þess útkjálkafólks, sem ól hann. Alþýðuflokkurinn og vinstri- hreyfingin á íslandi á Finnboga Rút mikið upp að unna. Það var Jón Baldvinsson sem kvaddi Finnboga Rút ungan heim til starfa í þágu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Finn- bogi Rútur gerði Alþýðublaðið að stórveldi á einni nóttu. Hann ruddi brautina fyrir mesta kosn- ingasigur Alþýðuflokksins fyrr og síðar og þar með fyrir ríkis- stjórn hinna vinnandi stétta, sem vann stór afrek við að létta alþýðu manna lífsbaráttuna á tímum heimskreppu og í aðdraganda heimsstyrjaldar. Síðan skildi leið- ir, en málstaðurinn var hinn sami: Þjóðfélag jafnaðarstefnu, mann- réttinda og mannúðar. Þeint mál- stað þjónum við enn. Og senn liggja allar leiðir til Rómar æsku- hugsjónarinnar á ný. Fyrir hönd Alþýðuflokksins flyt ég ekkju Finnboga Rúts, Huldu Jakobsdóttur, vinum hans, afkomendum og aðdáend- um fjölmörgum dýpstu santúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, l'orinaður Alþýðuflokksins. Finnbogi Rútur og Hulda hjón- in á Marbakka, gáfu byggðinni í Kópavogi þann stíl, sem ennþá einkennir bæjarfélagið. Þau voru landnemar í orðsins fyllstu inerk- ingu. Finnbogi Rútur hafði áræði og kjark til að ráðast i fram- kvæmdir á þessu nánast ónumda landi. Hann greindi möguleika þessa landsvæðis og hafði þá framsýni, að hér gæti dafnað blómlegt mannlíf. Finnbogi Rútur sýndi með gjörðum sínum eftirminnilegt frumkvæði, heimsmaðurinn, ný- kominn frá námi í stórborgum Evrópu. Hann þurfti frelsi og vildi athafnir. Það var í maí 1940, að þau hjónin settust að í Kópavogi. Þá varð Marbakki þeirra höfuðból og seinna miðpunktur hrepps og kaupstaðar. Þarna við innanverð- an Fossvoginn höfðu þau áður átt sumarsetur um nokkurra ára skeið. Þessir frumhverjar áttu eft- ir að setja meira svipmót á Kópa- vog en nokkur annar. Það er ekki ofsögum sagt, að Finnbogi Rútur hafi verið frumkvöðull að skipu- lagi byggðar hér og lagt grunninn að fjölþættu menningarlífi og fé- lagsmálastarfi. Þessi grunntónn brautryðjend- anna var svo öflugur, að ennþá eru aðrar.áherslur á bæjarmálum Kópavogs en nágrannabyggða. Hjónin á Marbakka þekktu allir. Ekki var Finnboga Rúts getið svo Huldu væri ekki einnig minnst. Verkin þeirra blasa víða við. Það er t.d. gleðilegt, að eitt öflugasta og fjölmennasta barnaheintili bæjarins reis í jaðri Marbakka og ber það nafn, minnir á40 ára bar- áttusögu og sé gengið þaðan vest- ur Kársnesið heitir gatan Huldu- braut. Á hátíðisdögum hafa Kópavogsbúar löngum safnast saman á Rútstúni, þar sem Finn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.