Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 29. mars 1989 í MIÐRI VIKU Hinir útvöldu settust snemma að kötlum Kefla- víkurflugvallar í nafni sameiginlegra varnarhags- muna tveggja frjálsra og fullvalda þjóða. En þegar myndarlegar herfram- kvæmdir standa til boða, sem öll þjóðin nýtur góðs af er hrópað upphátt um að selja landið og setja verðmiða á Fjallkonuna og hernám hugarfarsins og þess háttar þvœtting, segir Ásgeir Hannes Eiríksson. „Frá stríðslokum hafa Norðmenn fengið hundruö milljarða króna frá gjald fyrir herstöðvar. Enginn maður nefnir verðmiða í því sambandi á Atlantshafsbandalaginu til aö bæta samgöngur í landi sínu. Portúgalir þeim bæjum. Hvað þá landssölu," segirÁsgeir Hannes Eiríksson m.a. í eru ekki bangnir við að rukka Bandaríkin hraustlega fyrir herstöðvar i grein sinni. Azoreyjum og Spánverjar, Grikkir og Tyrkir eru ekki feimnir viö aö taka JÓN SKRIFAÐU FLUGVÖLL! Einn þekktasti bankamaður landsins er Adólf Björnsson í Útvegsbankanum í Austurstræti. í haustkosningunum 1949 bauð Adólf sig fram til þings í Dalasýslu fyrir Alþýðu- flokkinn. Á kosningafundi í Búðardal spurði hann hæst- virta kjósendur hvað þá vantaði helst í héraðið. Einn fund- armanna nefndi flugvöll og þá sagði Adólf Björnsson þessa frægu setningu við fylgdarmann sinn: Jón, skrifaðu flugvöll! Síðan eru liðin fjörutiu ár og nú er þessi merkilega setning um það bil að eignast stoð í veruleikanum. Okkur stendur nú til boða að eignast heilan varaflugvöll og skrifa hann hjá Atlantshafs- bandalaginu. Að lúta höfði________________ Bretar hernámu þetta land í SVEITARSTJORNARRAÐSTEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS Sveitarstjórnarráö heldur sína árlegu sveitarstjórnarráöstefnu laugardaginn 8. apríl n.k. í félagsheimili Kópavogs. Ráðstefnustjóri: Hulda Finnbogadóttir, bæjarfulltrúi Kópavogs. Hulda Finn- bogadottir. Jóhanna Sig- urðardóttir. Dagskrá: Kl. 10.00 Setning og framsaga, Jóhanna Siguröar- dóttir félagsmálaráðherra og varaformaöur Alþýöu- flokksins. Kl. 10.45 Almennar umræöur um sveitarstjórnarmál. Kl. 11.45 Kosning í stjórn sveitarstjórnarráðs. Kl. 12.00 Hádegisveröur. Kl. 13.00 Málefnahópar: 1. Útgáfu og áróðursmál, umsjón Þráinn Hallgríms- son skrifstofustjóri hjá A.S.Í. 2. Megináhersla í sveitarstjórnarmálum, umsjón Ás- laug Einarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. 3. Verka- og tekjuskiptingafrumvarpið, umsjón Þor- björn Pálsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. 4. Samskipti landsflokks og sveitarstjórnarmanna.um- sjón Helga Kristín Möller, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Þráinn Hall- grímsson. Áslaug Ein- arsdóttir. Kl. 14.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. Framsögu- menn Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýöu- flokksins og utanríkisráðherra, Jóna Ósk Guðjóns- dóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfiröi, Ragnar Hall- dórsson, bæjarfulltrúi í Njarövík. Kl. 15.00 Niðurstöður málefnahópa kynntar og al- mennar umræöur. Kl. 16.30 Ráðstefnuslit. Sveitarstjórnarráð. Helga Kristín Möller. Jón Baldvin Hannibals- son. Jóna Ósk Guðjóns- dóttir. seinni heimsstyrjöld og Banda- ríkjamenn tóku við hernáminu þegar leið á styrjöldina. íslend- ingar hafa alla tið mætt þessum þjóðum eins og herraþjóðum en ekki jafningjum. Við höfum jafn- an forðast að standa uppréttir og horfa í augun á þeim og semja í eitt skipti fyrir öll um samskipti landanna innan Atlantshafs- bandalagsins. Þess í stað höfum við hlaupið eftir ýmsum molum sem hrökkva af borðum þeirra. Stjórnvöld á hverjum tíma hafa svo valið úr nokkra menn til að þiggja molana og þeir bryðja þá hver í sínu horni. Við lögðum innrásarliði Breta til land undir flugvöll á sjálfu miðengi Reykjavíkur í Vatnsmýr- inni á sínum tíma. En þar lögðu Bretar svo flugbrautir frá dyrum Landspítalans að dyrum háskól- ans. Þeir reistu líka bragga ofan í húsagörðum Reykjavíkur um alla borgina og skildu eftir margs kon- ar menjar um allt landið. Að loknu stríðinu greiddum við síðan stórfé fyrir þetta drasl í stað þess að rukka hernámsliðið fyrir að fjarlægja það. Molar á Miðnesheiði Eftir aðildina að NATO-banda- laginu byrjuðu molarnir að hrökkva á Miðnesheiði og hinir útvöldu settust að kötlum Kefla- víkurflugvallar. Síðan höfum við byggt hús yfir herinn og vegi undir hann og ratsjár fyrir hann. Selt honum vöru og þjónustu á borð við matvæli og olíu. Losað hann við úrgang í sölunefndir og svína- fóður. Allt gegn hæfilegu gjaldi. Þetta er gert í nafni sameigin- legra varnarhagsmuna tveggja frjálsra og fullvalda þjóða á jafn- réttisgrundvelli eins og segir á stofnanamáli. í Austurstræti köll- um við þetta hins vegar hermang. En þegar röðin kemur að myndarlegum framkvæmdum sem öll þjóðin nýtur góðs af stendur hnífurinn jafnan í kúnni. Þá er hrópað upphátt um að selja landið og setja verðmiða á fjall- konuna og hernám hugarfarsins og þess háttar þvætting. Hafnir og hraðbrautir__________ íslensk stjórnvöld höfnuðu á sínum tíma boði Bandaríkjahers um að gera stóra hafskipahöfn í Njarðvíkum með 2,5 kílómetra langa hafnargarða. Þau höfnuðu lika tvöfaldri akbraut frá Kefla- víkurflugvelli og upp í Hvalfjörð utan við byggð. Og síðast en ekki síst höfnuðu þau boði Banda- ríkjahers um að leggja tvöfalda hraðbraut frá Reykjavík norður til Akureyrar til að þjálfa verk- Ásgeir Hannes Eiríksson skrifar fræðisveitir hersins í vegagerð við svokallaðar heimskautaaðstæð- ur. Þessu höfnuðu íslensk stjórn- völd öllu saman án þess að drepa tittlinga. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fyrir áratug stóð til að Bandaríkjamenn kostuðu alla nýju flugstöðina á Keflavíkur- flugvelli til að skilja herlíf frá þjóðlífi eins og það heitir. En nið- urstaðan varð sú að íslendingar öxluðu stóran hluta af bruðlinu á þeim bæ. Frá stríðslokum hafa Norð- menn fengið hundruð milljarða króna frá Atlantshafsbandalag- inu til að bæta samgöngur í landi sínu. Portúgalir eru ekki bangnir við að rukka Bandaríkin hraust- lega fyrir herstöðvar á Azor-eyj- um. Þá eru Spánverjar og Grikkir og Tyrkir heldur ekki feimnir við að taka gjald fyrir herstöðvar. Enginn maður nefnir verðmiða í því sambandi á þeim bæjum. Hvað þá landsölu. Jón, skrifaðu flugvöll!________ í dag er allt við það sarna í AI- þýðuflokknum. Að vísu er langt síðan Adólf Björnsson bað Jón að skrifa flugvöll í Búðardal á framboðsferð um Dalasýslu haustið 1949. En Jónar korna þó ennþá við sögu flokksins og líka flugvellir og jafnvel varaflugvellir. Nú skorum við á einn þeirra að taka fram pergamentið og dusta rykið af fjaðurstafnum: Jón Baldvin, skrifaðu varaflug- völl!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.