Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. mars 1989 11 NIÐURLÆGING ÞEGAR HEIM KEMUR UTLÖND Þrátt fyrir lúðrasveitir og hátíðahöld við heimkomu sov- éskra hermanna frá Afghanistan, hvort sem þeir eru særð- ir eða heilbrigðir, fer það ekki milli mála, að í heimalandi þeirra vilja menn helst gleyma þessu óvinsæla striði. Nú undanfarið hafa þúsundir sovéskra hermanna snúið heim frá Afghanist- an. Móttökur hins opinbera hafa verið hátíðlegar, en þrátt fyrir það er ekki lit- ið á þá sem neinar hetjur af almenningi nema síður sé. Þeir virðast hljóta sömu örlög og bandarískir hermenn sem börð- ust í Víetnam. Fólk vill helst ekkert af þeim vita því stríðið var óvinsœlt. Þessir hermenn virðast hljóta sama hlutskipti og bandarísku hermennirnir, sem börðust í Viet- nam. Engin hrifning þó þessir menn hafi verið að berjast í nafni „frelsis“, nánast þvert á móti. Það sem beið margra fyrrverandi her- manna frá Vietnam, þegar þeir komu til síns heima var: Félagsleg einangrun, drykkjusýki og erfið- leikar við að geta lifað hversdags- legu lífi, þ.e. að fá vinnu, lifa fjöl- skyldulífi og eignast heimili. „Við sendum þá ekki í þetta stríð“, eru dæmigerð viðbrögð sovéskra borgara. í stað þess að njóta heiðurs og virðingar fyrir að berjast í stríðim, sem Leonid Bres- njef og hans nótar sendu þá út í bíður niðurlæging þessara manna. Þrátt fyrir að Sovéskir embættj ismenn vísi því á bug, að hægt sé að líkja saman Vietnamstríðinu og stríðinu í Afghanistan, eiga sovéskir hermenn við sömu vandamál að stríða og starfs- bræður þeirra bandarískir, þegar þeir, fyrir 15 árum komu heim til að lifa eðlilegu lífi. Um 35.000 'þús. þeirra sem særðust í Afghan- istan eru illa settir. Skortur er á gervilimum, lyfjum og sjúkrahús- rými. Einnig eru erfiðleikar í hús- næðismálum sem bætast ofan á andlega vanliðan. í heimildar- mynd frá Usbekistan, sem nýlega var sýnd í sovésku sjónvarpi, kom fram, að hinir fyrrverandi her- menn, eiga margir hverjir erfitt um svefn, hugsa þá til félaga sinna sem fórust og til hvers þeir voru eiginlega að þessu öllu saman. Talið er, að um 13.000 þús. sovéskir hermenn hafi fallið í Afghanistan, og ekki vantar að þeir hafa hlotið orður og minn- ingarræður, en samt liggur það í loftinu, að núverandi sovéskir leiðtogar, vilja helst að stríðið falli í gleymsku, eins og margt annað frá Bresnjev tímabilinu. í síðastliðnum mánuði, kallaði Michail Gorbatsjov innrásina í Afghanistan í desember 1979, „syndir fortíðarinnar“. Bandarískir uppgjafahermenn frá Vietnam, bjóða nú fram hjálp til handa hinna rússnesku starfs- bræðra sinna. Þetta óvenjulega samstarf, hófst á árinu sent leið, þegar bandarískir hermenn, sem börðust í Vietnam, heimsóttu Moskva og Leningrad og höfðu samband við „afghanasty" — heimkomnahermenn frá Afghan- istan. Bandaríkjamennirnir sáu nákvæmlega sömu vandamálin hjá „afghantsy“ og hjá heirn- komnu hermönnunum frá Viet- nam. Erfiðleikar við að fá atvinnu og halda henni, drykkjuskapur og mikið um skilnaði frá eiginkon- um og unnustum. Leiðtogi uppgjafahermanna í New York, Gene Gitelson, segir það sameiginlegt með uppgjafa- hermönnum frá Vietnam og Afghanistan, að þeir voru ungir að árum, meðalaldur 19 ár. Báðir hóparnir börðust í stríði, þar sem iítið var uih hernaðarlega sigra. Jack Smith, sem er ráðgjafi uppgjafahermanna, segist hafa verið boðinn, ásamt 18 öðrum uppgjafahermönnum til Sovét- ríkjanna í október og desember á sl. ári. Þessi hópur hefur sérhæft sig í meðferð á andlegum og lík- amlegum fylgjum stríðs, sérstak- lega er hætt við vandamálum þeg- ar stríð hafa verið óvinsæl í heimalöndum mannanna. Forsvarsmenn sovéskra upp- gjafahermanna hyggja á ferð til Bandaríkjanna á sumri komanda. Ennfremur eru áform um, að áframhaldandi heimsóknir á báða bóga í þeim tilgangi að skiptast á upplýsingum um ráð- gjafaáætlanir, til hjálpar þeim scm hafa beðið sálarlegan skaða við þessa lífsreynslu. (Det fri Aktuelt) t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þorgríms Maríussonar Höfðabrekku 16, Húsavik Guð blessi ykkur öll. • Brynja Þorgrímsdóttir Magnús Kristjánsson Skjöldur Þorgrimsson Þórhildur Hólm Helga Þorgrímsdóttir Hallgrímur Oddsson Sigurbjörn Þorgrimsson Guðrún Þorgrimsdóttir Halldór Ingólfsson Maria Þorgrimsdóttir Bjarni Guðmundsson Jónína Þorgrímsdóttir Guðmundur Sigurmonsson Steinunn Þorgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn + ADALFUNDUR RAUBA KROSS ÍSLANDS Aðalfundur Rauða kross íslands 1989 verður haldinn í Reykjavík 28.-29. apríl n.k. Fundurinn verður settur á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 klukkan 20.00 föstudaginn 28. apríl. Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands Eitt besta ár í sögu Flugfélags Norðurlands Aðalfundur Flugfélags Norðurlands hf. var haldinn á Akureyri, 14. mars sl. í skýrslu Einars Helgasonar, stjórnarformanns, kom fram, að árið 1988 hefði verið eitt það besta í langri sögu fé- lagsins. Verkefni hefðu verið næg og vel af hendi leyst. Þakkaði hann starfsmönnum sérstaklega vel unnin störf í þágu félagsins og viðskipta- vina þess. í reikningum félagsins kom fram að velta ársins 1988 var 144 milljónir króna. Hagnaður var kr. 11.246.000, en þar af nam söluhagnaður af flugvél kr. 6.347.000. Félagið stundar umfangs- mikinn flugrekstur og notar til hans 3 Twin Otter flugvél- ar, 2 Piper Chieftain flugvélar og eina Piper Aztec flugvél. Til flugkennslu notar félagið 2 Piper Tomahawk flugvélar. FN, eins og félagið er gjarnan nefnt, hefur með höndum áætlunarflug til 10 staða og voru á sl. ári fluttir 19.554 farþegar auk 488 tonna af vörum og 202 tonna af pósti á þessum leiðum. Sjúkraflug og leiguflug voru einnig að vanda mikilvægir þættir í rekstrinum. FN annast allt viðhald flug- véla sinna sjálft auk viðhalds fyrir önnur flugfélög og ein- staklinga. Eigið húsnæði við- haldsdeildarinnar er samtals um 2000 m2. Hjá félaginu unnu að jafn- aði 26 manns árið 1988, þ.a. 10 flugmenn og 8 flugvirkjar. STÖÐ2 16.30 Fraeösluvarp. 1. Uppgangur og hnignun Rómarveldis (19. min.). 2. Umræöan — Dagvistun (20. min.). 3. Alles Gute 15. þáttur (15. mín.). 15.45 Santa Barbara. 16.30 Miðvikudagsbitinn. 17.25 Golf. 1800 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Árnýi Jó- hannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.20 Handbolti. 1900 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Hver á að ráða? 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Á tali hjá Hemma Gunn. Hermann Gunnars- son tekur á móti gestum i sjónvarpssal. 21.45 Ævintýramaöurinn (World in his Arms). Clark skipstjóri stundar ólög- legar selveiðar viö Alaska. 19.19 19.19. 20.30 Skýjum ofar (Reaching for the Skies). 6. þáttur. 21.35 Af bæ i borg (Per- fect Strangers). Gaman- myndaflokkur. 22.00 Leyniskúffan (Tiroir Secret). Framhaldsmynda- flokkur. 6. þáttur. 22.55 Viöskiptí. tslenskur þáttur um viðsklpti og efnahagsmál i umsjón Sighvatar Blöndahl og Ólafs H. Jónssonar. 2300 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Ævintýramaðurinn. — Framhald. 23.35 Dagskrárlok. 23.25 Maðurinn i gráu föt- unum (The Man in the Gray Flannel). Myndin fjallar um ungan fjöl- skylduföður sem kemst í vanda þegar honum býðst eftirsóknarvert og krefj- andi starf. 01.50 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.