Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 8
8
Miövikudagur 29. mars 1989
Frá Ketildölum
til Kópavogs
Rútur Valdemarsson ásamt núverandi bæjarstjóra Kristjáni Guð-
mundssyni.
gaf fyrirmæli um það af sérþekk-
ingu á prentlistinni, sem ekki tjáði
móti að mæla. Sjálfur skrifaði
hann helst ekki stafkrók í blaðið
en stjórnaði því. Mottó
hans var að einu vinnutækin, sem
góður ritstjóri ætti að þurfa,
væru skæri og stór ruslafata.
Hann sagði fyrir um hvað ætti að
skrifa og hvernig ætti að setja það
fram, þannig að eftir því væri tek-
ið, og það lesið. Stíllinn átti að
vera einfaldur hnitmiðaður og
auðskilinn. Ef mál var ekki þann-
ig sett fram, að það væri einfalt og
auðvelt fyrir lesandann að taka
afstöðu, var sökin ekki lesandans,
heldur eitthvað ábótavant við
hugsun þess, sem skrifaði.
Alþýðuflokkurinn vann mik-
inn kosningasigur 1934 eftir
breytingar á kosningalöggjöf og
kjördæmaskipan, sem kom í veg
fyrir að Framsóknarflokkurinn
gæti framvegis unnið meirihluta
þingsæta út á fylgi þriðjungs
kjósenda. Hann gekk til stjórnar-
samstarfs við Framsóknarflokk-
inn, og Alþýðublaðið varð nú höf-
uðmálgagn og málsvari ríkis-
stjórnarinnar á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem blöð Framsókn-
ar voru máttlaus og höfðu litla út-
breiðslu. Ráðstafanir þessarar
ríkisstjórnar urðu margar um-
deildar, eins og Mjólkursölulög-
in, en í kjölfarið fylgdu dæmigerð
íslensk ‘bombumál“ eins og
kollumálið, sem eru því heiftúð-
ugri sem þau hafa minni snertiflöt
við raunverulega pólitík. Finn-
bogi Rútur afhjúpaði þetta pólit-
íska samsæri svo vægðarlaust í
Alþýðublaðinu, að eina hugsan-
lega málsvörn andstæðinganna
hlaut að verða meiðyrðamál. En
til þess treystust þeir ekki, því að
allur málflutningur Alþýðublaðs-
ins var byggður upp á lögreglu-
skýrslum um feril aðalvitnanna í
málinu. Þvi er þetta mál nefnt hér,
þótt það væri dæmigert, inni-
haldslaust, pólitískt æsingamál
þessa tíma, að þar kom glöggt
fram vopnfimi og herstjórnarlist
hins pólitíska ritstjóra: Væri hann
egndur til bardaga var beitt leift-
ursókn með öllum tiltækum her-
afla og hergögnum í einu, og
engum hlíft.
Starf ritstjóra pólitísks mál-
gagns stjórnmálaflokks er aldrei
líklegt til vinsælda. Geri hann svo
öllum líki hlýtur hann að vera
með dautt blað í höndunum. Á
flokksþingum er gjarnan nöldrað
um „blaðið". Einum líkar ekki
tónninn, öðrum mislíkar stóryrði
og persónulegar ádeilur, sá þriðji
þolir ekki að sjá í blaðinu sínu
skoðanir sem ekki falla við hans
eigin. Finnbogi Rútur stefndi
hvorki í starfi sínu við Alþýðu-
blaðið né nokkurn tíma síðar að
almennum vinsældum. Tæki
hann að sér starf krafðist hann
fulls umboðs og athafnafrelsis.
Hann gat ekki hugsað sér að ger-
ast framkvæmdastjóri ákvarðana
eða fundasamþykkta, sem brutu
gegn hans eigin sannfæringu.
Vissulega var hann jafnan reiðu-
búinn að bera meiriháttar ákvarð-
anir undir viðeigandi fundi og
svara til ábyrgðar fyrir ráðs-
mennsku sína. En hann lagði
jafnan líf sitt undir.
En þegar urðu pólitísk og per-
sónuleg vinslit þeirra manna, sem
ráðið höfðu hann til ritstjóra-
starfa, Jóns Baldvinssonar og
HéðinsValdimarssonar, treystist
hann ekki til samstarfs við nýja
forystumenn. Þegar hann skildi
við Alþýðublaðið var það talið
jafnoki Morgunblaðsins að út-
breiðslu. Hann lagði gögn um
vöxt þess og viðgang í sinni rit-
stjórnartíð í skrifborðsskúffuna
og gekk út.
Enn var þó ekki komið að
skilnaði hans og Alþýðuflokks-
ins. Hann flutti sig um set upp á
efstu hæð Alþýðuhússins og veitti
þar forstöðu nýstofnuðu Menn-
ingar- og fræðslusambandi al-
þýðu. Þar var komið upp Alþýðu-
bókasafni og í tengslum við það
rekinn alþýðuskóli Reykjavíkur,
sem raunar hafði verið stofnaður
þegar árið 1932. Jafnframt var
þetta umsvifamikið bókaforlag,
gaf út yfir 30 bækur og dreifði i
stórum upplögum.um allt land.
Eins og jafnan þar sem Rútur
lagði hönd á plóg var þarna ekki
skrifstofubákninu fyrir að fara.
Vinur hans, Þórarinn Sigurðsson,
háseti á Esjunni, sá um að koma
bókabögglum í hendur á trúnað-
armönnum verkalýðsfélagsins á
staðnum. Sjálfur minnist ég þess
sem barn að hafa borið út bækur
til áskrifenda á ísafirði og annast
innheimtu fyrir MFA. Þarna tók
höndum saman valinn hópur
manna: Ármann Halldórsson,
sálfræðingur, Guðni Jónsson,
prófessor, Bjarni Vilhjálmsson,
þjóðskjalavörður, Kristján Eld-
járn, Magnús Ásgeirsson.skáld og
Vilmundur landlæknir. Þarna
komu líka Sigurður Jónasson,
forstjóri, Árni Pálsson, prófessor,
Karl ísfeld, skáld og blaðamaður,
og svo sjálfur yfirbókavörður Al-
þýðubókasafnsins, Steinn Stein-
arr.
Og i kringum þetta forlag var
stofnuð prentsmiðja, sem starfar
enn í dag og heitir prentsmiðjan
Oddi, einhver fullkomnasta
prentsmiðja á Norðurlöndum.
Raunar var byggt yfir hana hús í
landi Marbakka í Kópavogi og
þjónaði það um stund sem skóli
fyrir nágrennið, en varð svo verk-
smiðjuhús Málningar h.f. þar til
það brann í hitteðfyrra.
En nú tók við nýtt tímabil í
sögu Finnboga Rúts. Honum
hafði löngum verið hugstæð sú
þrá tómthúsmannanna i bernsku
sinni að komast yfir land og bát.
Hermann Jónasson fól honum
ásamt Arnóri Sigurjónssyni að
semja frumvarp til laga um nýbýli
og samvinnubyggðir. Samkvæmt
þessum lögum var árið 1936 byrj-
að að úthluta nýbýlajörðum og
ræktunarblettum úr landi ríkis-
jarðanna Digraness og Kópavogs í
nágrenni Reykjavíkur. þetta áttu
að vera hvort tveggja í senn jarðir
undir sumarbústaði og garðlönd,
þar sem menn gætu drýgt tekjur
sínar með ræktun og búskap. I
samráði við Huldu konu sína
ákvað Rútur að taka tilboði Her-
manns um að fá þarna sjálfur
land og til að byrja með fluttu þau
þangað Iítinn kofa, sem síðan hef-
ur verið prjónað utan um eftir því
sem fjölskyldan stækkaði, líkt og
gerðist með marga aðra frum-
byggja á þessum slóðum. Svo fór
að þau ákváðu að flytja þangað
alfarin 1940 og settu þarna upp
smábú með kýr, svín og hænsni.
Hulda vann af fullum krafti við
búið, stundum með nokkurri að-
fenginni hjálp, en verkstjórn ann-
aðist Rútur með öðrum störfum
og vann líka við ræktun og hey-
skap og leigði oft öðrum út þær
vélar sem hann aflaði til búrekst-
ursins. En þarna vantaði allt til
alls, ekkert vatn, ekkert rafmagn
og samgöngur stopular við höf-
uðstaðinn. Og svo vantaði skóla
þegar börnin uxu úr grasi.
Það mynduðust því fljótlega
andstæður milli frumbyggjanna á
Kópavogshálsi og hinnar gamal-
grónu byggðar úti á Seltjarnar-
nesi, en þeim hreppi tilheyrði
Kópavogurinn frá fornu fari. Sá
er eldurinn heitastur er á sjálfum
brennur og áður en varði voru
Rútur og Hulda komin á kaf í fé-
lagsmál við hlið hinna frumbyggj-
anna um að koma skipulagi á
byggðina og vísi að samfélags-
þjónustu. Nýbyggjarnir komu á
Framfarafélagi og unnu meiri-
hluta í hreppsnefnd. Þá fóru
Seltirningar fram á að hreppnum
yrði skipt og Kópavogur gerður að
sjálfstæðu sveitarfélagi. Það varð
hann 1. janúar 1948. Þann 18.
janúar fóru fram fyrstu kosning-
arnar í hinu nýja sveitarfélagi.
Fram að þessu höfðu nýbyggjarn-
ir staðið saman um mál sín án af-
skipta pólitískra flokka. Nú varð
Alþýðuflokkurinn fyrstur til að
skerast úr leik, að vísu ekki með
hreinan flokkslista, en efsti mað-
urinn á listanum var yfirlýstur Al-
þýðuflokksmaður, Þórður á Sæ-
bóli, sem síðar var skipaður
hreppstjóri i hinum nýja hreppi.
Framfarafélagið vann þó yfir-
burðasigur, fjóra af fimm hrepps-
nefndarmönnum. í alþingiskosn-
ingum árið eftir tók Rútur þá
ákvörðun að bjóða sig fram í
Gullbringu- og Kjósarsýslu á lista
Sósíalistaflokksins með sérstöku
samkomulagi, sem gerði skýrt, að
hann gengi ekki í flokkinn, en
starfaði með þingflokki hans
næði hann kjöri. Enn kemur hér
fram sjálfræði hans að ganga til
leiksins á eigin skilyrðum auk þess
sem hann vildi vera óflokksbund-
inn og freista þess að varðveita
sem best einingu íbúanna um sitt
Framfarafélag, án tillits til flokks-
pólitískra markalína. En um leið
var hann kominn í opinbera and-
stöðu við varaformann Alþýðu-
flokksins, Guðmund í. Guð-
mundsson og keppni um kjör-
fylgi. Athæfi sem seint varð fyrir-
gefið á þeim bæ. Segja má að þar
með hafi teningunum verið kast-
að og full vinslit orðið með hon-
um og Alþýðuflokknum.
Við sveitarstjórnarkosningarn-
ar 1950 var Sjálfstæðisflokkurinn
mættur til leiksins með sérstakan
lista og fékk einn mann kjörinn,
en Framfarafélagið hélt meiri-
hluta sínum. í janúar 1954 skyldu
fara fram sveitarstjórnarkosning-
ar um land allt. Ágreiningur varð
i Kópavogi um Iistabókstaf. Kjör-
stjórn hafði úthlutað Framfarafé-
laginu D, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn gerði kröfu til og fékk. Kosn-
ingunum var frestað til 14. febrú-
ar, sem gaf stjórnmálaflokkunum
svigrúm til að einbeita sér að
kosningunum í Kópavogi sérstak-
lega. Allt kom þó fyrir ekki.
Framfarafélagið hélt enn meiri-
hluta sínum. Alþýðuflokkurinn
kærði kosninguna, þar sem að-
eins munaði einu atkvæði á hon-
um og Framsóknarflokknum, og
tvö utankjörstaðaratkvæði höfðu
verið lýst ógild vegna formgalla.
Kosningarnar voru úrskurðaðar
ógildar og lagt fyrir að kjósa aftur
16. maí. Nú höfðu í fyrri kosning-
unum orðið svo miklar útstrikanir
á A-listanum, sem skipaður hafði
verið samkvæmt prófkjöri, að Al-
þýðuflokksfélag Kópavogs klofn-
aði og lýstu allir nema þrír á list-
anum því yfir að hann væri sér
óviðkomandi, en gátu þó ekki far-
ið af honum, þar sem kjósa skyldi
með óbreyttum listum. Nú greip
ritstjóri Álþýðublaðsins, Hanni-
bal Valdimarsson, inn í og birti
daginn fyrir kjördag yfirlýsingu,
sem túlka mátti sem stuðning við
lista Framfarafélagsins. Varð úr
þessu meiriháttar fjaðrafok innan
flokksins og leiddi til þess, að
Hannibal var felldur frá for-
mennsku um haustið. Það hafði
þær afleiðingar að í baráttu fyrir
pólitísku lífi sínu náði Hannibal
meirihluta með Sósíalistum á
þingi ASÍ þá um haustið og má
rekja þann þráð allt til þessa dags.
En þessar seinni kosningar
breyttu engu um það, að enn hélt
Framfarafélagið meirihluta sínum
í Kópavogi.
Þá gripu stjórnmálaflokkarnir
til þess einstæða ráðs að knýja
fram á þingi frumvarp um kaup-
staðarréttindi til handa Kópavogi,
án þess að málið hefði verið á dag-
skrá í tvennum kosningum árið
áður, gegn vilja meirihluta
hreppsnefndar og sýslunefndar.
Flutningsmenn voru þingmaður
Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ólaf-
ur Thors, forsætisráðherra, Stein-
grímur Steinþórsson, félagsmála-
ráðherra og Emil Jónsson, fimmti
landskjörinn þingmaður. Þegar
málið kom fyrir efri deild sakaði
Ólafur Thors Rút um að halda
uppi málþófi. Deildarforseti var
Gísli Jónsson, mikill vinur Ólafs
og nátengdur honum. Hann úr-
skurðaði að Rútur hefði farið að
fundarsköpum og í samræmi við
gert samkomulag. Því er á þetta
litla atvik minnst, að hér voru
dregnir saman þrír þræðir frá
Bakka í Dalahreppi. Ólafur Thors
hafði dvalist sumarlangt á Bakka
1905 með vini sínum Guðmundi
Kamban. Fjarlægðirnar í ís-
lenskri pólitík eru ekki meiri en
þetta — að minnsta kosti land-
fræðilega.
Frumvarpið var samþykkt á
þingi og enn var blásið til kosn-
inga 2. október 1955- þeirra sjöttu
á átta árum. Úrslitin urðu glæsi-
legasti sigur Lista óháðra kjós-
enda í Kópavogi fyrr og síðar.
Hann fékk hreinan meirihluta at-
kvæða og fjóra bæjarfulltrúa af
sjö. Rútur varð fyrsti bæjarstjóri
kaupstaðarins, en hætti tveimur
árum síðar, er hann varð banka-
stjóri Útvegsbankans. Hulda Jak-
obsdóttir kona hans tók við af
honum og urðu það ekki mikil
viðbrigði, því hún hafði verið með
honum í allri þessari baráttu af lífi
og sál og í formennsku fyrir mörg-
um mikilvægustu nefndum
byggðarlagsins. Því starfi gegndi
hún til 1962, að þau hjón ákváðu
að gefa ekki kost á sér lengur. Þau
skiluðu af sér góðum grunni að
traustu og vaxandi bæjarfélagi og
hafa fengið margháttaða viður-
kenningu á sínum hlut að upp-
byggingu þess. Þau gáfu bæjarfé-
laginu þær lóðir og lendur, sem
þau áttu utan Marbakka, og þar
hafa risið margháttaðar bygging-
ar til frömunar manndóms og
lista íbúanna.
Eg hef kosið í þessari grein að
rekja aðeins fáa þræði af mörgum
í æviferli þessa sérstæða og heill-
andi frænda míns, og þá einkum
þá, sem snúast saman við feril Al-
þýðuflokksins. Ef vel ætti að vera
yrði að setja saman um hann bók
eða bækur. Það mætti að lokum
velta því fyrir sér, hvort hann hafi
verið jafnaðarmaður, og ef svo
hefur verið, hví hann hafi þá orðið
viðskila við Alþýðuflokkinn? Því
er til að svara að ég held, að ég
hafi aldrei kynnst meiri einstakl-
ingshyggjumönnum í pólitík, en
þeim bræðrum Finnboga Rút og
Hannibal, en jafnframt svo
gersamlega sneidda umhyggju
fyrir eiginhagsmunum. Eigin
hagsmunir vöfðust þó aldrei fyrir
þeim. Þeim var í blóð borið að
berjast fyrir réttindum þess fá-
tæka fólks, sem þeir höfðu alist
upp með, og gegn því ranglæti
sem þeir höfðu kynnst náið í upp-
vextinum og sáu alls staðar í
kringum sig fram eftir allri ævi.
En þeir gátu engum orðið leiði -
tamir. Þeir bundust engri þeirri
tryggð við einstaklinga eða stofn-
anir, að hún yrði ekki að víkja
væri sannfæring þeirra önnur.
Þeir lögðu jafnan pólitiskt líf sitt
að veði með sínum málstað. Með
því móti höfðu þeir jafnan sigur,
sem um leið varð sigur alþýðu
manna.
Árlð 1976 voru Hulda og Finnbogi Rútur gerð að heiðursborgurum i
Kópavogi. Þau höfðu reist nýbýli að Marbakka árið 1940 og bæði gegnt
bæjarstjórastörfum auk fjölmargra annarra trúnaðarstarfa.