Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. mars 1989 7 Úr œvi Finnboga Rúts Valdemarssonar FRÁ KETILDÖLUM TIL KÓPAVOGS Það var á heimsstyrjaldarárun- um fyrri, að bændur í Dalahreppi við Arnarfjörð höfðu rekið sam- an fé sitt hausttíma í Austmanns- dalsrétt. Menn höfðu haft fregnir af að Nikulás Rússakeisari hefði farið með stríð á hendur ná- frænda sínum Vilhjálmi Þýska- landskeisara og fengið náskyldan ættingja þeirra beggja, Englands- konung, í lið með sér. Menn leit- uðu fregna hjá Valdimar á Bakka, sem „hélt blöðin“, eins og það var kallað. „ Þið skuluð eiga um það við drenginn þarna“, ansaði Valdimar bóndi. Og unga snáðan- um, Finnboga Rúti, var lyft upp á réttarvegginn og rakti þar fyrir mönnum upphaf og gang styrj- aldarinnar til þessa, eins og sú saga hafði verið rakin í íslenskum blöðum. Nú, sjötíu og fimm árum síðar, er þessi ungi sveinn allur og hefur marga hildi háð um ævina. Því fer þó fjarri að hann beri klofna brynju og rofinn skjöld í sína hinstu för. Þótt oft væri baráttan tvísýn og við ofurefli að etja varð hann hvorki beygður né bugaður, heldur bar sigur af hólmi og sat á friðstóli hin síðustu æviár. Kannski fundust honum þau ár heldur daufleg, eins og forföður hans, Agli Skallagrímssyni, og hefði kannski kosið að áorka ein- hverju því, sem fengi þingheim til að berjast. Finnbogi Rútur var sprottinn beint úr lífsbaráttu þessarar þjóð- ar, þar sem hún var hörðust. Ekki veit ég hvort foreldrar hans, Valdi- mar og Elín, voru fátækari en gengur og gerist um kotbændur á Vestfjörðum, sem voru öðrum þræði sjósóknarar, en þau brutust hart um í fátækt sinni og reyndu fyrir sér nokkuð víða. Búskap hófu þau árið 1895 á Eiríksstöð- um í Ögurhreppi, því býli á Vest- fjörðum, sem hvað lengst er frá lífsbjörg sjávarins. Þá fluttu þau að Strandseljum, á sjávarbakk- ann í mynni Laugardals og bjuggu þar í 2 ár. Þar höfðu áður búið all- lengi Baldvin og Halldóra, for- eldrar Jóns Baldvinssonar, for- seta Alþýðusambands íslands. Og við jörðinni tóku af þeim Valdi- mar og Elínu Guðríður Hafliða- dóttir frænka hennar, þær voru bræðradætur, og maður hennar Ólafur Þórðarson, og bjó sú fjöl- skylda þar í nærfellt hálfa öld. Þaðan fluttu þau Valdimar að Fremra-Arnardal við Skutuls- fjörð, og bjuggu þar í 15 ár. Þá fluttu þau að Bakka við Arnar- fjörð. Þangað hafði flutt af Seltjarn- arnesi syðra árið 1901 Jón Hall- grímsson ásamt konu sinni Guð- nýju Jónsdóttur og stórri fjöl- skyldu. Þrír synir þeirra hjóna urðu síðar þjóðkunnir menn og einn raunar víðkunnur utan Iand- steinanna, Guðmundur Kamban. Hinir voru Björn Blöndal stýri- maður, sem þekktur varð á bann- árunum sem „þefari“ fyrir land- stjórnina; hafði það hlutverk með höndum að þefa uppi landabrugg og hella því niður, og Gísli Jóns- son, alþingismaður, löngum kenndur við Bíldudal. Jón Hall- grímsson hafði verið búinn að ákveða að flytja til Ameríku með alla fjölskyldu sína. Áður en til brottfarar kom hafði hann þó fengið af því fregnir, að ekki drypi sjálfkrafa smjör af hverju strái í henni Ameríku og ákváðu hann og vinafjölskylda hans þá að venda sínu kvæði i kross og festa kaup á tveimur jörðum í Dala- hreppi í Arnarfirði og flytja vest- ur. Veldi Péturs Thorsteinssonar á Bíldudal stóð þá á hápunkti og að komast yfir góðs sjávarjörð í því plássi þótti engu óvísari kostur en að eignast part í óbyggðum Amer- íku. Nú var Jón Hallgrímsson tek- inn að þreytast, elstu börnin upp- komin og farin að heiman, og hugðist snúa sér að verslun á Flat- eyri og vildi því leigja jörðina og var ráð fyrir því gert að það gæti orðið til frambúðar. En Jón Hall- grímsson komst fljótlega að því að tími frjálsrar verslunar var enn ekki runninn upp í Iitlum sjávarp- lássum á íslandi: Verslun þurfti að tengjast öðrum atvinnurekstri, hafa fólk í „innskrift", greiða því daglaun með vöruúttekt. Jón Hallgrímsson gaf því þetta áform sitt upp á bátinn og sneri aftur að Bakka vorið eftir. Valdimar og Elín fluttu sig um set og hugðust bíða uns hentugt jarðnæði losnaði í hreppnum. Fyrst fóru þau að Görðum, hjá- leigu frá Kirkjubóli í Fífustaða- dal, lítið kotbýli með niðurnídd bæjarhús af torfi og grjóti. Það hafði þó þann kost frá sjónarmiði hinna fróðleiksfúsu systkina, að þaðan var bara steinsnar að Aust- mannsdal, þar sem Guðjón bók- bindari geymdi Lestrarfélag Dala- manna, auk þess sem hann hafði undir höndum margvíslegar bæk- ur til bókbands. Þar komst Finn- bogi Rútur meðal annars í kynni við fræði Krópotkins fursta um „strategíu" eða herstjórnarlist. Áhugi hans á þeim fræðum dofn- aði ekki til hinstu stundar og reyndar fannst mörgum martn- inum síðar hann hugsa pólitík líkt og herforingi stríðið. Enn mátti þó þoka um set; að þessu sinni að Melstað, litlu grasbýli frá Selár- dal, með nýlegu, snotru timbur- húsi. Tveimur árum síðar var það boðið til kaups. Þá bjó á þriðja hundrað manns í hreppnum og komust færri að en vildu. Nú býr þar innan við 20 manns. Valdimar átti forkaupsrétt að jörð, en hafði afsalað sér honum sökum efna- leysis hálftíma áður en boð bárust frá formanni hans, Gísla á Fífu- stöðum, að hann skyldi ganga í ábyrgð fyrir greiðslum. Enn tók fjölskyldan sig upp og nú aftur vestur að Djúpi, fyrst til Hnífs- dals og síðar Isafjarðar, þar sem Valdimar lést árið 1921, 55 ára gamall. Það gefur auga leið að við þess- ar aðstæður urðu börnin snemma að sjá fyrir sér sjálf, hjálpa til eftir bestu getu við að sjá heimilinu farborða. Væri þeirra ekki brýn þörf heima fyrir voru þau gjarnan íánuð á aðra bæi til hjásetu og annarra vika. Strax og drengirnir urðu liðtækir við árina fóru þeir að róa að sumarlagi, oft með gamalmennum, sem ekki voru lengur til stórræðanna, en gátu skotið báti fram fyrir vörina með aðstoð liðléttinga, kennt þeim áralag og önnur handtök og aflað í soðið. Rútur minntist þess oft við mig hversu samræður hinna Ólafur Hannibalsson skrifar fullorðnu snerust einatt um börn- in. Hvernig þau gætu brotist út úr vítahring sjálfsþurftarbúskapar- ins, sem krafðist stórs barnahóps, en varð strax að óþolandi ómegð um leið og á bjátaði. Sumir sáu helst framtíð í því að eignast jörð eða bát með eljusemi og dugnaði, aðrir lögðu áherslu á skólagöngu og menntun sem Ieiðina út úr ógöngunum, til að ná tökurn á lífi sínu, losna úr innskriftinni og skuldabaslinu og höfðu hvorir tveggju til síns máls nokkuð. Valdimar og Elín hölluðust að seinni leiðinni og hvöttu börnin til að brjótast til mennta eftir bestu getu. Þau blésu þeim kjark í brjóst og glæddu með þeim sjálfs- traust og trú á sjálf sig. Annan og meiri fararbeina gátu þau naum- ast veitt þeim. Strax í unglingaskóla á ísafirði reyndist Rútur slíkur námsgarpur, að athygli vakti. Ýmsir urðu því til að greiða götu unglingsins til mennta. Hann las heima með fullri vinnu, tók gagnfræðapróf frá Akureyri og síðan stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1927. En þá strax kom í ljós að maðurinn var ekki aldæla. Þótt hann hefði einhverj- ar alglæsilegustu einkunnir, sem sést höfðu á klöddum skólans frá aldamótum átti að neita að af- henda honum stúdentsprófsskír- teini á þeim forsendum, að hann hafði í prófritgerð sinni í íslensku gert svæsna árás á íslenskukenn- ara skólans, sem hafði lagt nteiri stund á að boða spíritisma í tím- um, en þau fræði, sem honum hafði verið falið að miðla nem- endum. Stóð í stappi með að af- henda honum skírteinið, sem hann ekki fékk fyrr en unr haust- ið. Ekki lét Rútur þetta lengi á sig fá. Eftir stuttan stans sem þingrit- ari næsta vetur hóf hann nám við Sorbonne háskóla í París í þjóðar- rétti og alþjóðastjórnmálum. Þaðan lá leið hans fljótlega til Genfar. Þar hafði á vegum Þjóða- bandalagsins verið komið upp tveimur árum fyrr rannsóknar- og kennslustofnun í þjóðarrétti og alþjóðasamskiptum í tengslum við Þjóðabandalagið gamla. Þessi stofnun hét Institut Uni- versitaire de Hautes Etudes Inter- nationales. Þangað vistaðist hann síðla árs 1929 og var á hennar veg- um við nám og störf til 1933. Frá Genf fór hann síðan sérstakar námsferðir, m.a. til Berlínar 1930-31 og Rómar 1931-32 og ferðaðist vítt og breitt um Evrópu. Þegar á þessum árum lágu sam- an leiðir Rúts og Alþýðublaðsins. Hann sendi heim greinar undir dulnefni, sem þegar vöktu athygli fyrir rökvísi, skarpskyggni og djúpsæja greiningu á stjórnmála- fyrirbærum samtímans í Evrópu. Fræg er grein hans frá 9. apríl árið 1932 undir fyrirsögninni: HIND- ENBURG verður kosinn — en HITLER hefur sigrað. í greininni færði hann fyrir því rök, að þrátt fyrir sýndarósigur í forsetakosn- ingurn hafi nasisminn sigrað í Þýskalandi; ný heimsstyrjöld sé því óumflýjanleg innan sjö ára. Á sama tíma höfðu flest áreiðanleg- ustu og virtustu stórblöð heimsins komist að gagnstæðri niðurstöðu og meira að segja eftir að sigur bófaforingjans var orðinn stað- reynd, héldu helstu stjórnmála- menn heimsins áfram að heim- sækja hann og friðmælast við hann nreð því að afhenda honum hvert landið af öðru. Gott ef Chamberlain hélt ekki að Hitler væri séntilmaður. Víglínurnar höfðu verið skýrt dregnar upp í evrópskri pólitík að áliti þessa skarpskyggna unga menntamanns. Forystumenn evr- ópuþjóða voru ekki sama sinnis, þeir reyndu að malla gegnum storminn með moðhausapólitík. Finnbogi Rútur hafnaði því boði um að ganga í þjónustu Þjóða- bandalagsins sem alþjóðlegur di- plómat, en tók boði frænda síns Jóns Baldvinssonar og Héðins Valdimarssonar um að koma heim og taka við ritstjórn Alþýðu- blaðsins. En eins og áður og seinna setti hann sín skilyrði: Hann vildi hafa frjálsar hendur um ritstjórn blaðsins. Þar með hélt nútíminn innreið sína í íslenska blaðamennsku. í nærri heila öld höfðu íslensk blöð Iítið breyst. Þau voru nánast í formi sendibréfs frá ritstjórn til lesenda. Fyrirsagnir einfaldar og oftar en ekki eindálka. Efnið var sett í belg og biðu innan um brul- laupsfréttir og dánartilkynningar og heldur snautlegar auglýsingar frá fyrirtækjum og stofnunum. Forsíðan skar sig lítt úr öðrum síðum, nema þá helst ef heims- styrjöld braust út eða önnur stór- slys urðu. En nú varð heldur betur breyt- ing á. Brot blaðsins var stækkað um helming. Erlendar og innlend- ar fréttir skipuðu öndvegi undir stórum vel völdum fyrirsögnum og undirfyrirsögnum, sem ásamt feitletruðum inngangi sögðu meg- inefni fréttarinnar. Greinin sjálf var þá nánari skýring fyrir fróð- leiksfúsa lesendur og rök fyrir þeim fullyrðingum, sem fram komu í fyrirsögnunum. í staðinn fyrir venjulega trúboðsmærð, vanmetanöldur og skæting kom pólitísk greining. Þegar mikið gekk á í pólitíkinni var forsiðan sett þannig upp að eftir sölu blaðsins var hægt að líma hana upp sem plakat. Um helgar fylgdi Alþýðuhelgin með menningar- legu og alþýðlegu lesefni, þar sem menn á borð við Magnús Ásgeirs- son stýrðu penna, Steinn Steinarr orti ljóð fyrir tíkall stykkið, og dúkristur Snorra Arinbjarnar skreyttu forsíður. Rútur gekk að þessu verki með sama ákafa, ofsa og nákvæmni, sem einkenndi verk hans fyrr og síðar. Hann setti sig inn í allt sem viðkom rekstri blaðsins, hvert smáatriði í prentverki ekki síður en annað. Þá voru ekki sérhæfðir menn, sem önnuðust umbrot, heldur féll það í hendur einhvers prentaranna. En Rútur var mjög nákvæmur um útlit blaðsins og ► Wtr i M4 IIM. ALÞfÐUBlASID fxv&itm. y. « XIX. Xtn tAiXtHM* iisíílLlaiti iira aí sera tejar- ið á Siilallif. í*ta «» 38Cí im t’ H Þntó* »# 3m #*t t tótM'il. SamkofBsiassberfir lílil €ha« ^berlains oy Miífers í fioiesberi *ír aíkv«>R!! t-gc bsrÍBrsiJðraefal A{jjýðuíU*kki»J«$. 1 § 'atfn Ö«»ttr l«wsn vlrblnl vcr»: frtr hmtli r.n nýlar Uotmtlngsr, * t Q ÍCiiamberiílln vlrðlst liaía Rengifl inn & «9 Þýxb lierlnn tnbl Súdctahéruðln atrax á aitt vaM og téklineskl herinn verði á burt Þaðar UVtXXM I » xrtmtmiWA* * *ns * ÍÖi í *»'t ,tl>r M i t*t »tt» r, ktskkccsta* Finnbogi Rútur varð ritstjóri Alþýðublaðsins 1933. „Þó hélt nútiminn innreið sína í íslenska blaðamennsku."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.