Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 1
VELHEPPNUÐ LENDING Á TUNGLINU ALÞINGI SvofeJld fréttatilkynning banst frá forsætisráðuneytinu i gær: „Forseti fslands hefur samkv. tillögu forsætisráðiherra kvatt Al- þingi til framhaldsfundar, þriðjn daginn 16. janúar 1968. kl. 14,00“ Áreiðanlegar heimildir í Moskvu sögðu í kvöld, að hópur þrjátíu og fimm þekktra sovézkra rithöfunda, listamanna og vísindamnna hefði fariC þess á leit við dómsyfirvöldin að þau heim Ui almenningi aðgang að réttarhöldunum yfir rithöf- undunum fjórum, sem nú standa yfir þar í borg. Það hefur vakið mikla gremju víða um heim, að réttarhöld in eiga opinberlega að heita opin, hverjum sem er, en í reynd er því öfugt farið. Sagt er að afrit af bæna skjalinu hafi verið sent aðal ritara Kommúnistaflokksins, Brésnev, forsætisráðherran- um Kosygin og Podgorny forseta. Framhald á bls. 14. Tveir af fimm „hjarta mönnum“ eru enn lifandi NT!B-New York, miðvikudag. Læknamir á Maimonides-sjúkra húsinu í New York voru þreyttir og vonsviknir í dag, er þeir höfðu tapað ha1'ðri baráttu fyrir lífi fimmta „hjartamannsins“, Louis Block, en hann Iézt snemma i morgun. Hann vai- slökkviliðsmað ur á eftirlaunum, fimmtíu og átta ára að aldri. í morgun var grsett í hann hjarta úr tuttugu og níu ára gamalli konu, og gekk sjálf aðgerðin vel. En þegar á reyndi, kom í ljós, að nýja hjartað, sem var helmingi minna en það gamla, var of lítið til að geta dælt blóð- inu um Iíkamann. Þær átta stund ir, sem Louis Block lifði eftir að- gerðina, va1-ð að hlaupa undir bagga með nýja hjartanu og dæla blóðinu með þar til gerðum heli- umdælum. Læknirinn, sem stjórn aði aðgerðinni, var dr. Kantro- witsz, einn helzti hjartasérfræðing ur Bandaríkjamanna. Hann stjórn aði einnig misheppnaðri aðgerð á ungbarni fyrir rúmum mánuði síðan. „Hjartamemn“ eru nú orðnir fimm talsins. Fyrst var Louis Washkansky heitinn, þá ungbarn- ið bandaríska. þvi næst Blaiiberg og síðam þeir Kasperak og Block. Aðeins tveir eru á lífi af þessum fimm manma hópi. þeir Blaiberg og Kasperak. Sá síðarnefndi er þó svo þungt haldinn, að honum er vart hugað lif. Þó segja lækn- amir á sjúkrahúsinu í Kaliforníu, þar sem aðgerðin var gerð, að hann sé nú við heldur skárri líð- an en í gær. Hjartað slær þó ör- ugglega og vinnur starf sitt vel en Kasperak er hrjáður af ótai sjúkdómum öðrum en hjartveiki, og tefur það bata hans mjög. Frá Suður-Afríku berast æ b'erri fréttir af Blaiberg. hann er á batavegi og engin merki sjást þess, að líkami hans mumi snúast gegn hjartanu. f morgun hafði hann smávegis særindi í hálsi, en dr. Barnard, sá sem stjórnaði að- gerðinni, sagði á fundi með blaða mönnum i dag, að það stafaði sennilega af öllum ávöxtunum, Framhald á bls 15. NTB.Pasadena. miðvikudag. Bandaríska geimfarið ..Survey- or sjöundi" lenti mjúklega á tjjngl inu i nótt, og tókst för þess mjög vel. Tunglfarið lenti aðeins tveim kílómetrum frá áætluðum lend. ingarstað sínum, rétt hjá Tycho- gígnum mikla á „suður-helmingi“ tunglsins. Tycho.gígurinn er fjög- urra kflómetra djúpur og áttatíu kflómetrar í þvermál. Sjónvarps- m.vndavélar í Surveyor sjöunda náðu ágætum myndum af gígn- um og yfirborði mánans og sendu þær til jarðarinnar. Tók það sjö og hálfa klukkustund að senda alls 1.225 myndir og voru vísinda menn i Pasadena-stöðinni að von- um harla glaðir að fá þessar af- braðs myndir. Flestar eru mynd- irnar samsettar af 60 línum. til samanburðar má geta þess að sjónvarpsstöðvar senda út á nokk Framhald á bls 5. Þessi mynd var teldn af uppskipunarvinnu við Gullfoss í gær. Talið frá vinstri er Ólafur Halldórsson, sem verður sjötugur á þessu ári, og Run óifur Jónsson, sem er áttatíu og sjö ára. (Tímamynd GE) SJÖTUG- UMSAGT AÐ HÆTTA EJ-Reykjiavík, miðvikudag. Það kom fram í viðtali blaðs ins við Guðmund J. Guðmunds son hjá Dagsbrún í dag, að undanfarið hefur töluvert bor ið á tíþpsögnum á verkamönn- um yfir sjötugt. Jafnframt sagði hann, að skipafélög hefðu ákveðið að segja upp öllum mönnum yfir sjötugt frá og með 1. júlí næstkomandi. Væri þetta miklum mun alvar- legri þjóðfélagsbreyting, en menn gera sér grein fyrir. Guðmundur sagði, að verka- menn yfir sjötugt væru ail mikill hópur manna. „Þessir gömlu menn hafa yfirleitt ver Framhald < bls. 15. KREFJAST AÐGANGS AÐ RÉTTAR HÖLDUNUM NTB-Moskva, miðvikudag. Þessi mynd er af rithöfundunum þremur, sem nú eru fyrir lokuðum rétti f Moskvu, talið frá vinstri Yuri Galanskov, Alexei Dobrovolsky og Alex Ginzburg. OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Tveir íslendingar gerðu sex ránstilraunir í Kaupmanna- liöfn í síðustu viku. Tókst þeim ekki að hafa fé af nema nokkrum þeirra sem þeir réð- ust á. Annar maðurinn sem stóð að ránunum var handtek- inn í Kaupmannahöfn í gær. Er hann 30 ára að aldri og hefur hann viðurkennt að hafa tekið þátt i ránunum. Hinn maðurinn kom til íslands s.l. sunnudag, en dönsku lögregl- unni er fullkunnugt hver hann er. Hefur lögreglan í sínum fórum ijósmynd af manninum, sem tekjn er af blaðaljósmyndara, sem þeir Cé lagar ætluðu að ræna s. L laug ardagskvöld. Sá sem flúði til íslands er 25 ára að aldri og virðist hafa verið höfuðpaur- inn í ránunum .Hann hef’w dvalið um eins árs skeið i Kaupmannahöfn og hvorki stundað nám eða vinnu. í nokkrum tilfellum otuðu íslendingarnir byssu að fón- arlömibum sínum, og sögðu þeim að þetta væri vélbyssa. Siðar kom 'í ljós að um til- tölulega meinlaoisa loftbyssu var að ræða. Dönsku blöðin gerðu mikið úr þessu máli s.l. mánudag og birtu öll ljósmyndina af ræn- Framhald á bls. 14 íslenzkir þjófar „brillera" í Höfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.