Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 11. janúar 1968. TÍI¥IINN ÚLAFDR RAGNAR GRÍMSSON OÐAPOLITIK Um áratugaskeið haía vand- ræði efnahagslífsins verið hiinn ríkjandi þáttur í þjóð- miálaumræðum á fslandi og hver ríkisstjórnLn á fætur ann arri hefur talið þau höfuðverk efni sitt. Þótt þau hafi á stund um birzt í mismunandi mynd um hefur heildariheit óskapn- aðarins verið hið marg fræga tízkuorð íslemzkra stjórnmála um áraraðir: Óðaverðibólga. Gylliiboð valdhafanna hafa öll beinzt í þá átt að losa þjóð- ina undan oki þessarar ófreskju og óðaverðbólgan hef ur í semn verið upphaf og end- ir allra stjómmálaumræðna á íslandi. Þrátt fyrir mikið og margs konar brambolt hefur frumor saka efnahagsvamdræðanna aldei verið leitað út fyrir svið fjármála, kaups og fjárfesting- ar. Það virðist aldrei hafa hvarflað að neinum. að rótin kynni að liggja í sjálfu stjóm- kerfinu, viðhorfum og bar- áttuvenjum íslenzkra stjóm- mála. Gæti ekki verið, að hiin sífellda endurtekning sömu vandamálanna og næstum óbrigðult árangursleysi allra úr ræða stöfuðu af grundvallar- meðhöndlun þessara mála, hvernig hugsað væri um vamd- ann og bvaða mati væri beitt til að velja leiðir og menn til forystu og framkvæmdar. Það er vel þess vert að varpa því fram að orsök þess, að íslend- ingar hafa ætíð verið flæktir í vítaihring sama vandamáls- Lns, óðaverðbólgunnar, kymni að felast í starfsháttum og stíl stjórnmálanna, sjálfu stjóm- kerfinu. Sé stjórnmálakerfi hér á landi borið saman við ná- grannaþjóðir, kemur í Ijós, hve gífurlega Íslendingar eru frábrugðnir öllum lýðræðisiþjóð um Vestur-Bvrópu í einu meg- inatriði: Hvergi í þessum rikj- um em áhrif stjórnmálaflokk- anna.eins rík né víðátta stjónn málabanáttunnar í þjóðlífinu í heild eins mikil. Hér eru menn í daglegu lífi á marg- brotinn hátt háðir valdhöfum og stjómmálaflokkum . Leiðir til bæði framfærslu og frama liggja í gegnum hið pólitíska berfi og fulltrúar flokkanna eru æðstu dómendur um at- hafnir og hæfileika mamnfólks ins. í hverri opimberri stofn- un sitja fulltrúar fiokkanna og gæta hagsmuna valdhafanna og sendimenn ráðherranna ávallt í meirihluta. Menn em ekki metnir eftir eigin verðleikum né málefni eftir eðli þeirra heldur em úrslitaáhrifin í sér hverri ákvörðun sprottin frá hagsmunasjónarmiði ákveðins valdahóps, flokks, eða ríkis- stjómar. Lánveitingar til margháttaðra framkvæmda, hvort sem það eru verksmiðju- byggingar, fiskvinnsla eða jarð rækt fara sjaldnast eftir efna- hagslegu mati eða þjóðhagslegri hagkvæmni, heldur em veitt í samræmi við pólitíska gróða- von viðkomandi ráðherra eða sendimanna hans. Lóðum er ekki úthlutað eftir þörf eða byggingarmöguleikum umsækj enda heldur gæðamati flokks- skírteina. Þannig hefur Reykja víkurborg oft afhent einkagæð ingum Sjálfstæðisflokksins tug milljóna verðmæti, sem laun fyrir dygga fylgisspekt og góð an stuðning við „flokk frelsis og lýðræðis“. Starfsskipun fer sjaldnast eftir hæfileikum, menotun eðaj reynslu heldur ræður mestu hollusta við flokk viðkomandi ráðherra. Jafnvel úthlutun styrkja til skiálda og listamanna og ótal margt ann- að sem í öðrum löndum er gersamlega fráskilið áhrifum stjórnmiálaflokkanna er hér meðal styrkustu stoða fylgis þeirra, meginvopn valdhaf- anna í atkvæðabaráttunni. Dæmin skipta þúsuindum og sérhver íslendingur, sem kominn er til vits og ára, gæti rakið þau hvert af öðru. Hinir póiitísku valdhafar hafa á undanförnum áratugum tröllriðið íslenzku þjóðfélagi. Þeir hafa innleitt á öll svið hið pólitíska hagsmunamat og allt frá stofnun innlends ráðherra- dóms smátt og smátt byggt upp kerfi, þar sem pólitískum valdhöfum er liðið að vasast í hverri félagslegri athöfn og jafnvel í einkalífi manna, hafa ítök blátt áfram í einu og öllu. Þegar erfiðleikar blasa við og vandamál krefjast úrlausn- ar eru viðbrögð þeirra ekki fyrst og fremst að leita ein- beittir að kjarna þeirra og meta kosti og galla hverrar úr- bótaleiðar á hlutlægan og efn- islegan hátt, heldur er umfram allt kannað hvernig hægt sé að ’ finna beztu málamiðlun milli bráðabirgðalausnar vand- ans og valdahagsmuma ráða- mannanna sjálfra og gæðinga þeirra. Hinir pólitísku hags- munir eru ávallt æðsta lögmál- ið og ákveðinni leið til lausn- ar viðkomandi vanda í sam- ræmi við þjóðarheill er því að- eins fylgt, að hún brjóti ekki í bága við það lögmál. Efnahagsvandræði íslend- . inga, óðaverðbólgan, hafa hald ið áfram' að biíva fyrst og fremst vegna skorts á efnislegu og hlutlægu mati. Só skort- ur hefur sprottið frá stjórnkerf inu sjálfu, hiinni pólitísku hringiðu, sem lengi hefur þjak að þessa þjóð og helzt mætti kalla: ÓÐAPÓLITÍK: Astand, þar sem þekking, reynsla. hæfni og hagkvæmni verða á- vallt að beygja sig fyrir hverf- ulu og skammsýnu gæðamati pólitískrar valdaklíku oftast ráðandi ríkisstjórnar og aftaní ossa hennar, sem hafa sölsað undir sig flest svið þjóðlífsins Þegar stjórnarkerfið. sem er grundvöllur allra þjóðfélagsað gerða, hefur æ meir orðið eyð- Lngareldi óðapólitíkurinnar að bráð, hverfur það aðhald, sem stjórnendum er ávallt nauðsyn legt. Þeir sigla þá sinm eigimn hagsmunasjó og skiptir engu stefna þjóðarskútunar, svo lengi sem þeir njóta valdaað- stöðu skipstjórnarinnar. Fram tíðarstefna og skipulögð störf verða algert aukaatriði. Lög- mál óðapólítikurinnar er að- eins eitt: Valdahagsmunir séu úrslitaorð allra ákvarðanna og athiafina. Óðapólítíkin endurspeglast í ófrjóum stjórnmálaumræð um, þar sem klippingar úr gömlum ræðum andstæðing anna og óforskammaðir útúr- snúningar eru taldir helztu kostir og sá er mestur, sem oftast grefur upp úr rykföllr- um ALþingistíðindum að fyrir ævalöngu sagði einhver eitt- hvað sem er öðruvísi en sami eða aðrir segja nú. Eðli sjálfra vandamálanna, mat á gögnum og hlutlægar upplýsingar, rök- semdir með eða móti og á- kveðnar ítarlegar tillögur em eitur í beinum boðbera óða- pólítíkurinmar, valdhafanna i landin-u. Sjálfur æðstiprestur óðapóli tíkurinnar er meistari skæra stjómmálanna, útúrsnúning anna og hins marklausa kjaft- háttar, forsætisráðherra við reisnarinnar, Bjami formað- ur Benediktsson, sem í póli- Framhald á bls, 5. FISKUR Á FERÐALAGI Þið hafið kannske ekki einu sinni tekið eftir því í skipafréttunum í annarri viku desember, þegar útvarpsþulur inn sagði: „Jökulfell lestar á Austfjarðahöfnum." Þetta var raunar tilkynnimg um það, að Jökulfellið hefði hafið hring- ferð sína um land til að lesta frystan fisk fyrir Ameríku- mankað. Tíu dögum seinna mátti heyra: „Jökulfell fór í dag frá Reykjavík áleiðis til Camden“. Næstu tíu dagana var Jökulfellið á leið Jtil Camd- en, en ef þið hefðuð lagt við eyrun á aðfangadag, sem ég efast um þið hafið haft tíma til, hefðuð þið heyrt: „Jökul- fell_ kom til Camden í dag.“ Áður en Jökulfellið byrjaði að lesta, var búið að vinna heilmikið undirbúningsstarf heima. Það þurfti að ákveða, hvaða fisk þyrfti að senda vest ur og hvar ætti að taka hann. Til þess þurfti vita nákvæml. hvaða fiskur væri til í hverju frystihúsi. Nákvæmni varð svo að beita við lestunina en allt getur orðið all flókið, þegar það er tekið með í reikning- inn, að ekki munu vera færri en um 50 pakkningar og stærð arflokkar, sem framleiddir eru fyrir Ameríkumarkaðinn. Strax og skipið var fuillest- að, var sent út hingað skeyti með uipptaLningu á farmoum og hófst þá undirbúningsstarf- ið hér. Hluti farmsins hafði verið fyrirfram seldur, — ánnan hluta þurfti að selja áður en skipið tæki höfn. Stærsti hlutinn færi svo í vinmslustöðina hér til ferkari úrvinnslu. Það þurfti að út- vega frystivagna til flutning- anna. og ákveða hvaða fiskur færi á hvaða vagn. Þegar skips skjölin og lestarteikningin barst í póstiinum, var lögð síð- asta hönd á undirbúninginn. Á anman jóladag hófst upp- skipun í Camden, sem er í New Jersey-fylki, við Delavare fljótið andspænis Plhiladelp- hia. Að minnsta kosti 75% verkamannanna, sem skipa upp fiskinum, eru svertingjar. Þið haldið náttúrulega, að þeir hafi beðið í röðum eftir að fá vinnu við skipið, illa klæddir og kaldir, í allri fátæktinni. Þessu var þó ekki þanmig var- ið, því aðeins um þriðjumgur tilskilinna manna mætti til vinnu þennam dag, og aðrir fengust ekki í staðinn. Daginm eftir tókst að útvega nægan mannskap, til að hægt væri að skipa upp úr þremur lestum samtímis. Uppskipunin fer þannig fram, að fiskinum er skipað upp á pöllum, sem hífðir eru niður á hafnargarð- imn. Þar tekur gaffallyfta þá og ekur þeim í stóra skemmu. Þar taka minni lyftarar við og pallamir eru flokkaðir eftir tegundum fisksins. Brátt verð- ur líflegra í skemmunni. Gafal lyftur á fleygiferð, verkstjórar sprangandi, svertingjar bölv- aadi. Allt snýst kringum þorska frá Þorlákshöfn, hum- ar af Hornafirði. karfa úr Keflavík. skarkola frá Sauðár- krókl og ýsu úr Ytri-Njarðvík. Eyravinnukarlamir í Camd- en hafa ekki oíð á sér fyrir að vera sérstök prúðmenni. Mátti finna margam skuggaleg an blámaaninn í þeim hópi, sem handlék íslenzka fiskinn úr Jökulfelliifu milli jóla og mýárs. Það er reyndar ekki rétt að segja, að þeir hafi handleikið h-ann, því þeir beittu sínum alræmdu krókum óspart, og virtist lífsháski að koma nærri, þeim. Klæddir voru þeir eins og leiðangurs- menn úr heimsskautsferð, ó- eðlilega bústnir í vatteruðum hlífðarfötum. Það veldur oft vandræðum, hve góðan smekk þeir hafa á fiskmeti, og lend- ir stundum margur humarinn úr Hornafirði í blámannsmaga í Camden frekar en í hefða- frúarmaga í Miami. Virðast hinir hvítu verkstjórar og reddarar smeykir við að ganga í berhögg við hina vígalegu hafnaverkamenn í Camden, þegar íslenzkur fiskur er ann- ars vegar. Farmurinn úr Jökulfellimu var lestaður á tvo járnbrautar- fryistivagna og um 40 frysti- vagna dregna af bifreiðum. Járnbrautarvagnarnir taka um 60—70 tonn, em frystivagnarn ir 15—20. Fór lestunin fram eftir kunnstarinar reglum og varð enn að beita nákvæmni, svo skakkur fiskur færi ekki á skaikkan vagn. Á þriðja degi rigndi, svo os un var hætt eftir um klukku- stundarvinnu. Þótti strákun- um á Jökulfellinu blámennirn ir fljótir að leggja niður vimn una brátt fyrir allan hlífðar- fatnaðinn. Svertingjarnir undr- uðu sig aftur á móti stórlega á því, hve léttklæddir strákarn ir voru, og gátu ekki skilið, af hverju þeir væru ekki löngu búnir að fá lungnabólgu bg deyja. Það var ekki fyrr en að kveldi fjórða dags, að losuninni var lokið. Var fiskurinn brátt allur kominn á frystivagna, en sjálfur ætlaði ég að taka mér far með síðasta vagninum til Hanrisiburg. Farmurinn, sem Jökulfellið átti að taka heim, var kominn í skemmuna, og lestun hafði hafizt í eina lestina fyrr um daginn. Þama voru tugir tonna af hveiti og þúsundir kassar af gulum hálfbaunum, líklega fyrir sprengidaginn. Þegar ég stóð fyrir framan þennan feiknar baunahlaða. blessaði ég hann í huganum, eins og biskupar myndu hafa gert til foma, og færði fram þá ósk löndum mínum til handa, að alls staðar yrði nóg af saltkjöti að sjóða með öll- um þessum baunum. Kvaddi ég nú skipverjana, sem enn einu sinni voru bún- ir að stýra þessu happaskipi yfir Norður-Atlantshafið í há- skammdeginu til að flytja fisk inn á markaðinn, svo þjóðim gæti keypt gular hálfbaunir að sjóða með saltkjötinu sínu. Svo klifraði ég upp í frysti- vagninn og bílstjórinn ók af stað með þorskinn frá Þorláks- höfn, humarinn af Hornafirði. karfanm úr Keflavík, skarkol- ann frá Sauðárkróki, ýsuna úr Ytri-Njarðvík og einn Vestur- bæing úr Vesturbænum. Þórir S. Gröndal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.