Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 13
( FIMMTUDAGUR 11. janúar 1968. TÍMiNN ÍÞRÓTTIR 13 Sigur gegn þreyttum Pólverjum jr Methafar Armanns Eins og skýrt var frá á íþrótta- síðunni settu boðsundssveitir Ár- manns nokkur íslandsmet. Ljós- myndari Tímans, Gunnar, kom við á æfingu hjá Ármenningum í Sundhöllinni í fjrrakvöld og smellti myndum af sveitunum og birtum við 2 þeirra í dag. / A efri myndinni er kvennasveit sundi og 4x50 m bringusundi. Tal ið frá vinstri: Ellen Ingvarsdóttir, Ilrafnhildur Kristjánsdóttir, Matt hildur Guðmundsdóttir og Sig- rún Siggeirsdóttir. Á neðri myndinni er karlasveit in, sem setti met í 4x100 m bringusundi. Talið frá vinstri: Guðmundur Gíslason, Reynir Guð mundsson, Bi'ynjólfur Jónsson og Alf—Reykjavfk. — Tilraun landsliðsnefndar tókst og tókst ekki í gærkvöldi. Tilraunalands- liðinu tókst sem ég að sigra Pól- verjana, en þriggja marka sigur- inn, 24:21, er hvorki glæsilegur né eftirminnilegur fyrir þá sök, að tilraunalandsliðið lék gegn ör- þreyttum Pólverjum, sem þarna léku sinn fimmta leik á fimm dögum og léku þar af leiðandi langt undir getu. En þnátt fyrir það, örlaði á nokkrum ljósum punktum. Við getum hrópað húrra fyrir hinum unga Víkings-leikmanni, Jóni Hjaltalín Magnússyni, sem skoraði 7 af mörkum ísl. liðsins með hörkuskotum. Við getum verið nokkuð ánægð með frammistöðu Birgis Finnbogasonar í markinu í fyrri hálfleik, og eflaust hefði sigur ísl. liðsins orðið öruggari, hefði hann staðið í markinu einn Lg í síðari hálfleik. Guðmundur Gunnarsson var nefnilega ekki í „stuði“ og varði sáralítið. • En ef við snúum okkur að sókn arleik ísl. liðsins í heild, var hann alls ekki nógu sannfaerandi. Allt byggist á einstaklingsgetunni, sem getur brugðið til beggja vona. Völlurinn var illa nýttur — og línuspil cr að hljóta sömu örlög og Geirfuglinn. Sem sé, of fá- breytilegur sóknarleikur, sem skortir alla undirstöðu. Gegn ó- þreyttum Pólverjum hefði ísl. lið- ið tapað með þessari spila- mennsku. Yfirleitt hafði ísl. liðið forystu. Staðan í hálfleik 11:8 og tvisvar í síðari hálfleik skildu fjögur mörk á milli. Pólverjum tókst hvað eftir annað að minnka bilið Framhald á bls. 15. Myndakvöld hjá FH-ingum N.k. laugardag, 13. janúar, verð- ur mynda- og skemmtikvöld á vegum Handknattleiksdeildar FH í Sjálfstæðishúsinu 1 Hafnarfirði. Myndir úr Danmerkurferð verða sýndar. Dansað á eftir. Fengu einnig skell Júgóslavnesku meistaramir í handknattleik, Partizan Bjelovar, mótherjar Fram í 1. umferð Bv- rópubikarkeppninittar, léku gegn pólsku meisturunum, Slask, í 2. umferð. Leikar fóru svo, að Júgó- slavarnir unnu Pólverjana með yfirburðum, 24:16, í fyrri leik lið anna, sem fram fór í Póllandi. Má því segja, að Júgóslavamir séu ömggir í 3. umferð, því að hæpið er, að nokkuð lið vinmi þá á skautasveUinu heima í Júgó- slaviu. Ferenovaros sld Liverpool út! Ungverska liðið Ferencvaros, sem lék hér á landi fyrir nokkr- um árum, hefur slegið Liverpool út úr Borgakeppni Evrópu — og það á mjög sannfærandi hátt, því Ungverjarnir sigruðu í báðum Icikjum — en að vísu var aðeins eitt mark skorað í hvorum leik. Síðari leikurinn var háður á An- field Road í Liverpool á miðviku- dag og tókst leikmönnum Ferenc varos miklu betur að ná saman á hálum veUinum, sem auk þess var þakinn snjó. Ferencvaros — sem lék án Flor ian Alhert „Knattspyrmumað- ur Evrópu 1967“ og Matrai. tókst fljótlega að skora mark og þar sem liðið hafði sigrað í fyrri leiknum í Budapest viku áður með 1—0, eimbeittu leikmenn liðs ins sér við að halda því fonskoti, sem náðst hafði. Liverpool sótti ákaft, en vönn Umgverjanna átti svar við öllu, sem Bretarnir reyndu. Ferencvaros er þar með komið í átta liða úrslit, og meðal liða sem náð hafa svo langt í keppn- inni má nefna skozku liðim Rarng- ers og Dundee Utd., og miklar líkur eru til, að Leed? Utd., kom.- ist einnig svo lamgt. Þessi úrslit eru hins vegar mikið áfall fyrir Liverpool, og þó einkum fram- kvsemdastjóra liðsins, Bill Shamk- ley, sem fyrir leikinn á miðviku- daginn, hafði sagt í ensku blöð- unum, að létt yrði fyrir lið hans að vinna upp muninm frá Buda- pest, einkum og sér í lagi, þegar vitað var um forföll Alberts. Sunderland, sem nú er i alvar- legri fallhættu í 1. deild á Eng- landi, keypti á miSvikudaglnn framvörðiinn Gordon Harris frá Burnley fyrir 70 þúsund p^nd. Harris 27 ára og hefur leikið í enska landsliiðnu. Þá er talið víst, að samningar takist milli Tottenham og Souflhampton í sam bandi við Martin Ohivers, sem ver ið hefur á sölulista Southamptoin um tíma, og verðsettnr á 125 þús- und pund, en mesta verð, sem greitt hefur verið fyrir brezkan knattspyrnumann er 1/15 þúsumd pund, en þá upphæð greiddi Manch. Utd., ítalska liðinu Tor- ino fyrir Dennis Law. Tottenham hefur fallizt á að greiða út 80 þúsund pund fyrir hinn 22ja ára Chivers, sem leik- ið hefur í enska landsliðinu, leik- memn undir 23 ára aldri, og vill auk þess láta framherjann Saul á milli en hann er metinn á 45 þúsund pund. Félögin hafa sem sagt samið um þetta, en Ohivers vill athuga hvernig málum er hátt að í London, áður en hann undir- Framhald f> bls. 15. aði að leika með meistaar- tflokki Varð hann íslandsmeist ari með Ármamni á árunum eftir 1950. En 1955 skipti Kari um félag og gekk yfir í KR. Ekki liggja fyrir nókvæmar flöl ur um fjölda meistaraflokks- leikja Karls, en þeir eru á mflli 300—400. Gunnlaugur hóf að leika með meistaraflokki ÍR korn- ungur, 16—17 ára, og lék afe um 260 meistaraflokksleiki með ÍR. Frá 1964, en þá skipti hann um félag og gekk yíir í Fram, hefur hann leikið þar 75 meistaraflokksleiki. Möguleiki fjórmenning- anna, Birgis, Hilmars, Karls og Gunnlaugs, til að ná 300 leikj- um hefur verið svipaður. Hdlmar, Karl og Gunnlaugur tilheyra Reykjavíkur-liðum og hafa femgið fleiri leiki vegna Reykjavíkurmótsins. Hins ber að gæta, að FH er eina liðið, sem alltaf hefur tekið þátt í útihandknattleiksmótumum síðasta áratuginn og aðeins betur, en þátttaka Reykjavík- urfélaganna í þeim mótum hef ur verið misjöfn. Með þessu jafnast aðstöðumunurinn. Hafa allir leikið 300 leiki eða fleirí! Alf-Reykjavík. — Þeir eru ekki margir handknattleiks mennirnir, sem leikið hafa 300 meistaraflokksleiki eða fleiri. Birgir Björnsson náði þcssum merka áfanga á sunnudaginn, en á umdan honum hafa þrír leikmenn, sem við vitum um,, náð þessu marki, ekki aðems Hilmar Ólafsson, Fram, hcldur og þeir Gunnlaugur Hjálmars- son, Fram og Karl Jóhanns- son, KR. Bæði Karl og Gunnlaugur eiga það sammerkt. að þeir Karl Jóhannsson hafi leikið með tveimur félög- um. Þannig hóf Karl Jóhanns- son _ handknattleiksferil sinn hjiá Ármanni og v-ar aðeins 16 ára gamall, þegar hamn byrj- Gunnlaugur Hjálmarsson Birgir Björnsson Hilmar Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.