Tíminn - 11.01.1968, Page 6

Tíminn - 11.01.1968, Page 6
FIMMTUDAGUR 11. janú&r 1968. TfMINN Bæjarstjóri athugar framkvæmdir viS hltaveituna. (Ljósm. St. Petersen) Hið mikla og fagra Skagafjarð- arhérað, sem skáldum verður yrk- isefni á upphafningarstundum, flestir ferðamenn hrífast af og Skagfirðingar elska meira en ann að á jörðu, er mjög breiður dal- botn að meginhluta. Bn einhvern tíma í fyrndinni hefur báran gjálfrað við sanda og sær biikað iþar sem nú er hið mikla, flata og grösuga eylendi. En þar er land svo fiatt, að í Béraðsvötnum er engimn foss eða flúð á þessu svæði og engi og bakkar neðan við Varmahlíð, meira en 20 km frá sjó, er aðeins fáum metrum hærra en sjávarborð. Ég varð stórhrifinn af Skaga- firði í fyrsta sinn, sem ég fór þar um, hef ekki losnað undan þeim áhrifum síðan og nýt þess í hvert sinn, að fara þar um. Hin víðiáttumikla byggð með um- lukt tignarlegum og margbreyti- legum fjallahring, skiptist í 14 sveitarfélög með 4 þúsund manns. Þar af er eimm kaupstaður, Sauð- árkrókur. Á langri og hafnlausri strönd eru þrír verzlunarstaðir, Hofsós, Haganesvík, auk Sauðárkróks, sem hefur tekið forystuna í þessu byggðarlagi og er nú óumdeilam- legur höfuðstaður þess ■ og sá byggðakjarni héraðsins, sem lík- legastur er til mikils vaxtar. Hér aðið er sögufrægt að fornu og nýju, íbúarnir frjálslyndir, söng- vinnir, glaðir, hestmargir, hafa sína sæluviku og þykir hún ekki of löng, eru margir ágætir bænd- ur og hafa með hjálp samvinnu- félags síns rutt mörgum steinum úr vegi. En það væri þó mjög of- mælt, að allir Skagfirðingar séu samvinnumenn, því að margir þeirra eru mjög miklir einstákl- ingshyggjumenn í orði og athöfn. En þegar þeir bindast sínum sam tökum og það verða þeir að gera, þegar mikils þarf með, hafa fram kvæmdir stundum farið í handa- skolum og eru margar kollsteyp ur slíkra samtaka landskunnar frá því héraði. Tvær höfuðleiðir liggja til Skagafjarðar á landi, önnur frá Eyjafirði um Öxnadal, hio um Vatnsskarð. Þegar Öxnadalsleið er valin opnast mönnum þröngur dalur, Nbrðurárdalurinn, sem mörgum sýnist, hrjóstugur. - En þegar komið er af Vatnsskarði til Skagafjarðar, opnast ein hin feg ursta útsýn, sem um getur og flestum vekur fögnuð í brjósti. Andstæðurmar sem þessar eru raunar táknrænar fyrir héraðið í heild, svo fjölbreytilegt er það að landslagi og öllum staðháttum. Pyrir landi skarta þær Drang- ey og Málmey. Innsiglingin þykir stórfengleg og fögur í senm. Einn góðan nóvemberdag lagði ég leið mína til höfuðstaðar Skag firðinga, Sauðárkróks, sem fyrst byggðist fyrir nálega 100 árum en nú telur um 1400 íbúa. Eftir að hafa ekið um kaupstaðinn og leitt augum þau mannanna verk, sem báru svip þess að vera ný eða í sköpun, brá ég mér inn á hótelið og fékk mér kaffi, en bankaði síðan upp á hjá bæjar- stjóranum, Hákoni Torfasyni. iSkagfirðingar ganga skjótt til dyra og opna meira en í hálfa gótt þegar gesti ber að garði og svo var hér, þótt Hákon sé raun ar Vestfirðingur. Ég bar þegar upp erindi mitt, spurði hvort svo væri, sem sýndist, að hér væri verið að.þyggja .öU,. ósköp. B.æjar stjóranum virðist rósemi í blóð borin og svaraði á þann veg, að fleiri vekefni biðu óleyst en þau sem nú væri að unnið. Fyrir hve marga nemendur er- uð þið að byggja gagnfræðaskóla? I þeim áfanga, sem nú er ver ið að byggja, verður rúm fyrir 150 —180 nemendur. Byggingin hófst fyrir nokkrum árum. Ennfremur haustið 1966 og var haldið áfram í sumar og er nú húsið orðið fok helt. Verður haldið áfram vinnu við það ef fjármagn fæst til þess. Stærðin er 6 þús. rúmmetrar en grunnflötur 1,737 fermetrar. Ég sé að þið hafið unnið nokk uð að gatnagerð? M, við unnum dálítið að varan legri gatnagerð og í því skyni voru blandaðir hér 1500 rúmmetr ar af olíumöl. Nokkur hluti var lagður út í sumar en stærri hlutinn bíður til næsta vors og verður þá vonandi hægt að þekja meiri hlutann af götum bæjar ins með olíumöl. Véltækni h. f. í Reykjavík, framkvstj. Pétur Jónsson, tók þessar framkvæmdir að sér fyrir Sauðárkróksbæ. Tækni legur ráðunautur við verkið voru (verkfæðingamir Haukúr Péturs son og Sigurhjörtur Pálmasop í Reykjavfk. Við höfnina hefur líka verið unnið nú í sumar? Unnið var að því í sumar að fullgera fremsta hluta hafnargarðs ins með því að reka niður 48 (metira langt stállþil meðfram steinnökkva, sem sökkt var þar fyrir nokkrum árum. Ennfremur var sandfangari, sem tefja á sandinnburð í höfniina fylltur með grjóti og steypt hlífðardekk Næsti áfangi er að byggja 360— 500 metra langan fyrirstöðugarð úr grjóti meðfram landi að aust- anverðu og dæla síðan upp fyrir hann 70—110 þús. rúmmetrum af sandi upp úr höfminni, en sand burður inn í höfnina og hafnar svæðið hefur verið mikið vanda mál hér frá fypstu tíð. Um verk ið sá Hafnarmálaskrifstofan í R- vik. Áætlaður kostnaður 1,5—2 ^mjlljójiir, ,kt„ en raunvei-ulegur •kostnaður mun verða allmiklu meiri. Er það ekki bókhlaða, sem verið er að byggja hér í kaupstaðnum? Sumarið 1965 var hafin bygg ing bókhlöðu, sem Sauðárkrókur og Sýslusjóður Skagafjarðar- sýslu byggja í sameiningu. í sum ar var unnið að þvi að innrétta hluta hússins og standa vonir til að hægt verði að flytja sýslubóka safnið í þessi húsakynni á næsta ári. Húsið er tvær hæðir auk kjallara að hluta, grunnflötur 360 fermetrar. En íþróttavöllur og sundlaug? í sumar var unnið við að inn- rétta annan áfanga byggingarinnar sem er kennsluaðstaða, búnings- klefar og snyrtingar. Likur eru á iþví, að þessu verði lokið á næsta ári. I haust var svo hafin gerð íþróttaleikvangs fyrir kaupstað- imn, með því að jafna svæðið sunn an sundlaugarinnar. Fyrirhugað er að skapa þarna aðstöðu til allra útiíþróttaiðkana, en á þessu svæði er gert ráð fyrir knatt- spyrnuvöllum til keppni og æf- inga hlaupabrautum o.s.frv. Er það rétt, að þið séuð að flytja bæjarskrifstofurnar? — Já, það stendur fyrir dyrúm að flytja þær í Búmaðarbankahús ið nýja, efri hæði-na. Þar verða skrifstofur bæjarins og bæjar- stofmana en eins og þú sérð er orðið þröngt hér. Hér hinum meg in við ganginn er tannlæknastofa segir bæjarstjóri um leið og ein- hver gengur um. Tannlæknislaust hefur verið hér í tvö ár, en á þessu er nú ráðin bót og tamrn læknir með fullkomna tannlækn ingastofu setztur hér að. Eru ekki öll hús kaupstaðarins hituð með laugarvatni? útvegum eldhúsinnréttingar og fataskópa eftir máli. Gerum fast verðtilboð. —- Ennfremurt SZEMEHS eldavélasett pHÍIffS ísskápa \ottbre|nsa,fa eldhúsvaska með innbyggðri uppþvottavél (verð frá kr. 7.500.00 compl.) Sérlega hagkvœmir greiðsluskilmálar. irn KIRKJUHVOLI - REYKJAVÍK - SIMI 21718 Skattaframtöl í Reykjavík og nágrenni, annast skattframtal fyrir einstaklinga og ársuppgjör og skattframtal fyrir smærri fyrirtæki- Upplýsingasími 20396 dag lega ki. 18—19.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.