Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 11. janúar 1968. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og IndriSi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímui Gislason Ritstj.skrifstofur ' Eddu- búsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti ? Af- greiSslusimi: 12323 Auglýsingastmi- 19523 ASrar skrifstofur. sími 18300, Ásikriftargjald kr. 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Landbúnaðurmn og gengisfellingin Við þriðju umræðu fjárlaganna fyrir 1968, fluttu al- þingismennimir, þeir Stefán Valgeirsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ásgeir Bjarnason og Páll Þorsteinsson, til- lögu um, að ríkisstjóminni yrði heimilað: „1. Að greiða úr ríkissjóði þá verðhækkun á kjarn- fóðri, sem orðið hefur eða verða kann á tímabilinu 24. nóv. 1967 til 1. júní 1968, vegna gengisbreytingar- innar. 2. Að greiða það sem á vantar til að bændur fái verð- lagsgrundvallarverð fyrir útflutta ull og gærur af fram- leiðslu ársins 1966- < 3. Að taka að sér fyrir hönd ríksisjóðs greiðslu á þeim hluta stofnlána ræktunarsambanda og vinnslustöðva landbúnaðarins, sem svarar til þeirrar hækkunar lánanna í íslenzkum krónum, sem gengisbreytingin hefur í för með sér“. Ekki náðu þær ráðstafanir, senj í þessum tillögum felast, samþykki að þessu sinni, hvað sem síðar kann að verða. En í glöggri framsöguræðu gerði Stefán Valgeirs- son grein fyrir þeim rökum, sem fyrir því eru, að slíkar ráðstafanir yrðu gerðar. Stefán sagði, að heimsmarkaðs- verð á ull og gærum hefði í úrskurði yfirnefndar verið reiknað með gengisbreytingarálagi en ekki eins og það var 1 íslenzkum krónum í sept., þegar verðlagningin átti að fara fram. Af þessum ástæðum væri kjötverð orðið lægra en ella og væri því þarna um að ræða niður- greiðslu á kostnað bænda, sem þeir yrðu að fá endur- greidda í einhverju formi. y Hann sagði ennfremur, að eins og kunnugt væri hefði yfirnefnd nú ákveðið bændum svo að segja sama verð- lagsgrundvöll og í fyrra. En samkomulag um verðlags- grundvöllinn í fyrra hefði byggzt á hliðarráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefði heitið bændum þá, og fram- kvæmt t d. svonefnt framleiðnisjóðsfé. Hinum óbreytta verðlagsgrundvelli nú ætti því, ef rétt væri að far;$. að fylgja nýjar hliðarráðstafanir, sem jafngiltu hinum eldri, frá í fyrra. Það fé, sem bændur ættu þannig inni, af tveim fyrmefndum ástæðum, kvað Stefán eftir atvikum nú, heppilegast að greiða þeim á þann hátt, sem mælt var fyrir um í tillögum þeirra fjórmenninganna. Hann sagði, að bændum hefði í haust verið ráðlagt að setja á kjarnfóður,' sem nú væri mun dýrara en þá. Bændur hefðu orðið fyrir verulegum tekjumissi vegna þess, að það ullar- og gæruverð, sem byggt var á verðlagsgrund- velli í fyrra, hefði ekki staðizt. Að lokum gerði Stefán grein fyrir því, að ýmis ræktunarsambönd og vinnslu- stöðvar landbúnaðarins væru nú að komast í greiðslu- þrot vegna gengishækkunar erlendra lána, sem þau hefðu tekið sem verðtryggingu á lánsfénu hjá Búnaðarbank- inum. Stefán tók sérstaklega fram, að jafnvel þótt verð- hækkun kjarnfóðurs yrði færð inn í verðlagsgrundvöll- inn (sem nú mun hafa verið gert), vantaði samt allmikið á. að bændum yrði bætt upp verðhækkunin á þann hátt, þar sem kjarnfóðurnotkunin væri í verðlagsgrundvelli yfirnefndarinnar ekki áætluð nema helmingur þess, sem ætla mætti að hún yrði vegna heyskorts víða um land. ERLENT YFIRLIT Hefjast viðræður milli stjórna Bandaríkjanna og N-Vietnam ? Utanríkisráðherra Norður-Vietnam birtir mikilvæga yfirlýsingu VAXANDI orSrómur er nú um það, að innan tíðar kunni að hefjast viðræður um friðar- umleitanir í Vietnam milli stjórna Banaríkjamna og Norður-Vietnams, og ef til vill einhvefra fleiri aðila. Orðrómur þessi komst á kreik, þegar utanríkisráðfcerra Norð- ur-Vietnam, Nguyen Duy Trinh lýsti yfir því í nýársboðskap sínum, að stjóm Norður-Viet- nam væri reiðubúin til að setj ast að samningaborði með stjóm Bandaríkjanna, ef Bandaríkin hætta loftánásum og öðram hernaðaraðgerðum gegn Norður-Vietnam. Þetta er í fyrsta sinn, sem slík yfirlýs- ing hefur verið birt opinber- lega af hálfu stjórnarinnar í Norður-Vietnam, en U Thant, Kosygin og fleiri hafa um all- langt skeið lýst þeirri skoðun sinni, að stjórn Norður-Viet- nam myni fús til að hefja samningaviðræður, ef Banda- ríkin hættu loftárásunum á Norður-Vietnam. ÞESSI yfirlýsing utanríkis- ráðlherra Norður-Vietnams, hef ur að sjálfsögðu orðið til að herða baráttu þeirra, sem hafa beitt sér fyrir samningaviðræð um í Vietnam. Fyrstur reið U Thant á vaðið og endurnýjaði þá áskorun sína, að Bandaríkin hættu loftárásunum á Norður- Vietnam. Síðan hafa margir bætzt í hópinn. Meðal nýrra aðila, sem hafa bætzt í þenn- an hóp, hefur flokkur sósial- demókrata í Vestur-Þýzkalandi vakið mesta athygli. Stjórn hans, með Willy Brandt utan- ríkisráðherra í fararbroddi, hef ur hvatt Bandaríkin til að hætta loftárásunum á Norður- Vietnam. Hinn stjórnanflokkur- inn í Ve.stur-Þýzkalandi, kristi legir demókratar, hefur hins- vegar tekið fram, að hann sé ekki samþykkur þessari af- stöðu sósíaldemókrata, þvi að hann álíti, að Bandaríkjastjórn eigi að ráða sjálf, hvað hún gerir. Hún hafi bezta aðstöðu til að meta alla málavexti. í Bandaríkjunum hafa hinar svonefndu dúfur gripið tæki- færið til að endurnýja kröfur sínar um að loftárásunum á Norður-Vietnam verði hætt. Mest hefur þar borið á Robert Kennedy, sem lét þess jafn- framt getið, að Bandaríkia- stjórn hefði glatað þremur tæki færum til að hefja samninga- viðræður í Vietnam. Undirtektir hinna svonefndu hauka i Bandaríkjunum, hafa verið á aðra leið. Þeir telja yfirlýsingu Duy Trinhs merki þess, að styrjöldin gangi Norð- ur-Vietnam i óhag og þvi vilji stjórain þar hefja samninga- þóf og vera laus við loftárás- iraar á meðan. Haukarnir telja, að nú eigi þvi að láta hné fylgja kviði og knýja stjórnina i Norður-Vietnam ti! enn meira undanhalds. AF HÁLFU Bandaríkja- DuyTrlnh utanríkisráSherra NorSur-Vietnam. stjórnar hefur yfirlýsingu utan ríkisráðherra Norður-Vietnam verið tekið með varfærni. Hún hefur aðeins lýst yfir því, að hún mun kynna sér til hlítar hvað yfirlýsingin þýðir. Af hálfu Bandaríkjastjórnar hafa jafnan verið sett tvö skil yrði fyrir því, að hún hætti loftárásunum á Norður-Viet- nam. Annað er það, að samn- ingaviðræður verði hafnar. Hiti er það, að stjórn Norður-Viet- nam hætti liðsendingum til S- Vietnam eða a.m.k. auki þær ekki. Þetta síðara atriði hefur stjórn Norður-Vietnam aldrei viljað fallast á. f áðurnefndri yfirlýsingu utanríkisráðherra Norður-Vietnams var tekið fram ,að Bandaríkin yrðu að hætta loftárásunum ssilmála- laust. í tillögum þeim, sem U Thant hefur borið fram um þessi mál, hefur hann gert ráð fyrir því, að í framhaldi ar því að Bandaríkin hættu loft- árásum á Norður-Vietnam og samningar hæfust, yrði leitast við að draga úr styrjöldinni i Suður-Vietnam. Af hálfu ýmissa þeirra, sem eru í nánum tengslum við Johnson forseta, hefur sá ugg- ur verið látin í ljós, að stjórn Norður-Vietnam ætli sér ekk' að semja, þótt hún fallist á samningaviðræður. Hún failist á viðræðurnar til þess eins að losna við loftárásirnar og fá þannig bætta aðstöðu til að herða styrjölina í S-Vietnam. f þessu sambandi er bent á, að samningaviðræður f Kóreu stóðu yfir í tvö ár, án þess að nökkuð gekk eða rak ÞRÁTT fyrir þennan agg, virðist þó ljóst, að Bandankja stjórn hyggist kynna sér til hlítar, hvað vakir fyrir stiórn Norður-Vietnam. Þetta er m.a. dregið af þvi, að sendi- herrar Bandaríkjanna og Kína í Varsjá ræddust við nú í vik- unni. Þá mun Bandaríkjastjórn einnig hafa gert fyrirspurn um þetta efni til stjórnar Sovél- ríkjanna. Ýmis atriði þarf að fá betur upplýst áður en samn ingaviðræður hefjast. m.a. hverjir eigi að taka oátt, • þeim. Eiga viðræðurnar að vera eingöngu milli st]orna Bandaríkjanna og Norður-Viet nam eða eiga t.d. stjóm Suður Vietnam og Vietcong einnig að taka þátt i þeim? Af hálfu stjórnar Suður-Vietnam hefur verið látin í Ijós mikil and- staða gegn því, að Vietcoog taki þótt í slíkum viðræðum. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar lýst yfir því gagnstæða. Þetta getur orðið erfitt deilu- mál milli hennar og stjórnar Suður-Vietnam. Það má hiklaust fullyrða, að engum tíðindum yrði fagnað meira en að samningaviðræð- ur hæfust í Vietnam, jafnvel þótt styrjaldarátökin hættu ekki jafnhliða Fyrsta sporið í friðarátt er vitanlega það, að deiluaðilar byrji að ræðast við. Sá aðilinn, sem. vegna ein- hverra óeðlilegra skilmála, kæmi í veg fyrir samningavið- ræður, mun hljóta þungan dóm allra þeirra, sem vilja vinna að friðsamlegri sambúð • heim inum. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.