Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 5
/ FIMMTUDAGUR H. janúar W68. TÍMINN Almannatrygging- arnar Landfara hafa borizt tvö bréf, þar sem vikið er nokkuð að almannatryggingum og Trygg- ingastofnun níkisins. Fyrra bréf ið er frá „Afa í Kópavogi“ og er þannig: „Almannatryggmgamar láta margt og mikið gott af sér leðia. Sjálfsagt er eðlilegt, að á þeim séu ýmsir misbrestir, sem og á öðraim mannanna verikum. Vegna þess, sem á eftir fer, ætla ég lítillega að víkja að nokkrum atriðum. Binstæðar mæður, foreldra- laus böm og barnmargar fjöl- skyldur á að styrkja myndar- lega og betur en nú er gert, en það er til skammar að greiða uppeldisstyrk með 1—2 böm- um, sem eru í umsjá heil- brigðra foreldra. Þetta er póli- tískt flagg, þjóðfélagsform, sem ekki veitir heilbrigðum foreldr um á „normal“-tímum mögu- leika til að ala upp 2 börn (endurnýja sig) á ekki rétt á sér. Og nú kemur lítM jóla- saga. Sá, sem þetta ritar, er 65 ára að aldri og fyrrverandi berklasjúklingur með skemmd í báðum lungum, og hefur auk þess verið undir lækniseftir- liti vegna æðaþrengsla síðasti. 7 ár, og notar stöðugt dýr meðul vegna þess. Hann vinn- ur lágt launaða erfiðisvinnu 10 tíma á dag. Hve þetta draslast lengi veit ég ekki. Konan er 66 ára og er öryrki að miklu leyti. Við höfum alið upp barn dóttur okkar, sem frá fæðingu þess var lengst af heilsulaust (öryrki). Faðirin var amerísk ur og meðlag hans vegna hef- ur verið greitt gegnum Trygg Sjónvarpstækin skila afburða hijóm og mynd FESTIIÍAL SEKSJOIM Þetta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig með FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. — Me5 öryggis- iæsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. ingannar. Dóttir okkar fékk ekki mœðrastyrk þrátt fyrir til- raunir til þess- Hún er látin fyrir 3 árum. Afinin og amman hafa alið upp barnið á háifu meðlagi. Vegna heilsuleysis ömmu þess, urðum við að koma !því í fóstur og skóla í öðrum landsfjórðungi í 2 síðastliðin ár. Nú er það af sömu ástæð- um í gagnfræðaskóla í sveit. Kostnaður verður sennilega ekki undir 30 þúsundum kr. Þetta á að greiðast af erfiðd gamals manns, og heilsulausrar konu. Mér skilst nú að lagaleg skylda hvíli ekki á afan-um og ömmunni til að ala upp barna- böm sín. En hvers er þá skyld- an? Við höfum ekki fengist um þetta ,þar til að sýnilegt var að kostnaður yrði ofviða, ef barnið ætti að njóta sömu rétt- inda til menntunar og undir- búnings undir lífið og önnur börn. Þvi ekki eru nú miklar líkur til að 14 ára unglingur vinni sér mikið inn yfir sumar- ið. Síðastliðið vor fór ég svo fram á að tryggingarnar greiddu meðlag vegna látinnar móður barnsins (fyrir því mun vera fordæmi þrátt fyrir þenn- an svívirðingarblett á trygging arlögunum). Því var þá neitað. Seinna kvöddu þeir mig að fyrrabragði til að sækja um aftur og töldu að hægt væri að greiða þá hærri örorkustyrk til ömmu þess, og létta undir á þann hátt. Nú er sumarið og haustið liðið og komið fram yfir jól og ekki hafa þessir góðu menn rumskað enn. Þetta verður hér með útrætt frá minni hendi. Ég hef ekki skap til að eltast frekar við Trygg- Skólavörðust. 13 ÚTSALAN er hafin • Aldrei meira vöruvai • Aldrei meiri afsláttur ingarnar. Þetta verður að fara sem fara vill og barnið þá að líða fyrir handabakavinnu þess opinibera. Þessir menn, sem vinna hjá Tryggingunum hafa eflaust erfiða aðstöðu samkvæmt lag- anna bókstaf, en þeir áttu ekki að gefa ádrátt og jafnvel hvetja til að sækja um affcur. Ef þessar línur yrðu til að ýta við einhverjum háttvirtum þingmanni, og hann teldi ómaksins vert að taka þetta soramark á tryggingariögunum til athugunar og gerast mál- svari þessara útlaga, sem nóg er af í þjóðfélaginu, þá er mínum tilgangi náð. Kópavogi, 6. jan. 1968“. Jólaglaðningur gamla fólksins Þá hefur Landfara borizt bréf frá Orra, sem var heldur betur fyrir vonbrigðum, þegar hann sótti — eins og hann kall ar það — „jólaglaðning gamla fólksins" í Tryggingarstofnun- ina. „Ég er gamall maður, kom- inn fast að áttræðu, og hættur að geta unnið. Ég fór í Trygg- ingarstofnun ríkisins í dag (bréfið er skrifað fyrir jól), en brá heldur en ekki í brún, þegar ég fór að telja aurana mina, en þeir voru aðeins 16 kr. hærri — segi og skrifa 16 kr. — en síðast. Þetta er jólaglaðningur okkar gamla fólksins. Ég held jafmvel, að mér hefði þótt betra, að þess ar „hundsbæt.ur hefðu engar verið“. Ég hef verið svo heimskur fj — hef staðið í þeirri meiningu, £ að við ættum að fá 5% upp- 1 bætur núna fyrir jólin. Ein- hver staðar held ég að komið - hafi fram, að gjöld til hita- veitunnar eigi að hækka um 18%, þótt ylurinn fari stöðugt minnkandi á ofnunum í íbúð- inni hjá mér. 18% hækkun, og maður á að skjálfa sér til hita. Því miður reikna ég með að vera kominn undir græna torfu þegar kosið verður næst — en ef svo verður ekki, fá þessir herrar, sem stjórna nú. ekki atkvæðið mitt. Jæja, en nóg um það. Ég held, að það séu fleiri en ég, sem hafa orðið fyrir vonbrigð- um með þessi mál. Það var enginn gleðivottur í andlitum gamla fólksins, þegar það fékk „jólaglaðning“ Tryggingarstofn unarihnar". ÓÐAPÓLITÍK Framhald af 8. síðu tískum verkum beitir hinu fornkveðna, að ekkert mann- legt sé honum, flokknum né valdaklíkunni óviðkomandi. Vikulega birtir hann í bréfum sinum boðskap hins alsjáandi auga og gefur flokksmiönnum og landslýð öllum línuma um hin ólíklegustu efni: Verk ung skálda. erjur menntaskóla- stráka, trúmáladeilur, ævisög- ur, málverkasýningar, útgerð og aflabrögð, vexti og lána- stefnu, ferðalög fyrirman.na styrjaldir og byltingar tvist og bast um veröldina, verðbólgu og vísitöluuppbætur, skepnu- hátt og ósvífni andstæðing- anna, „kölkun" Einars Olgeirs sonar, „hollustu" Hannibals og urmul af öðru, nánast flest milli himos og jarðar. Það er skírasta dæmið um vamþróun íslenzkra stjórnmála drottnum óðapólitíkurinnar á íslandi að í hásæti ríkisstjórn- arinnar skuli sitja valdasjúkur Tumi þumall, sem alla ævi hef ur barizt miskunnarlaust fyrir flokkshagsmunum og flokks mati á öllum sviðum og vill ef hægt er berja bókstaflega alla til hlýðni við pólitískan vilja sinn. hvort sem það eru þimgmenn eða skáld, forstjór- ar eða erlendir ferðamenn, fræðimenn eða emfoættissjúkir ungpólitíkusar. Eigi fslendingar einhvern tíma að ná út úr vítahring sí- eindurtekinna erfiðleika og búa sjálfum sér trausta og ör- ugga framtíð, verður að endur skapa sjálfan grundvöll þjóðfé lagsaðgerðanna, stjómkerf- ið í landinu, venjur þess, starfshætti og stíl. í ríki óða- pólitíkurinnar hlýtur óðaveró- bólgan ávallt að verða óhjá- kvæmileg. fslemdingum mun aldrei takast að koma efnahags RAFVIRKJUN Nýiagnn og viðgerðir — Sím: 41871 — Þorvaldur Hafberg rafvirk.iameistarl. I málum sínum í heilbrigt horf eða leysa til framfoúðar hin margvíslegu félagsvandamál, nema inmleiddir verði nýir stjórnbættir, sem hafi hlut- lægar, frjálsar og opinberar um ræður að höfuðeinkenmi og skapi skilyrði til þess, að hver maður verði ávallt látinn njóta krafta sinna, hæfni og þekking ar til fullnustu án tillits til flokkstengsla og framkvæmir og f jármálaaðgerðir verði metn ar á kvarða hagkvæmni og efnahagslegs öryggis en ekki á reizlu ríkjandi pólitískrar valda klí’ku. Höfuðforsendan fyrir framibúðariausn íslenzkra vanda mála er að í stað trylltrar ó- ðapólitíkur verði heilforigt efnismat hafið til vegs og virð ingar. VELHEPPNUÐ LENDING « Framihald af bls. 1 ur hundruð línum, og verður skýr- leiki myndarinnar því meiri, sem línurnar eru fleiri .Sumar mynd- anna sýna jörðina, eins og „mána rnenn" myndu sjá hana, en þær eru þó ekki nægilega skýrar til að þar megi greina glöggar út- línur meginlanda og heimshaf- anna. Geimfarið er 286 kíló að þyngd. Auk myndavélanna eru í því tæki til að grafa upp jarðvegssýnis- horn og smáklefi er inni í því þar sem hægt er að efnagreina sýnisihomin á sjálfvirkan hátt,' og sendir Surveyor al'lar upplýsing- amar til jarðar, þar sem nánar verður unnið úr þeim. Efnagrein- ingin byggist einkum á þvd að geislavirkum öreindum er skotið á jarðveginn og „endurskinið" síðan mælt. Tilraun þessi kvað ekki hafa beint hagnýtt gildi, hvað því við- víkur að mannað geimfar lendi þarna,. slíkt kæmi ekki til greina, því að landslag er allt of hrjóst- ugt og óslétt á þessum slóðum. Til dæmis höfðu tölvur reiknað út að aðeins væru 43% líkur á að geimfarið gæti lent þarna óskaddað. Talið er að geimfarið sé ofan í stórri gryfju, þar eð á myndunum sézt að það er um- lukt háum klettum og sjóndeild- arhringurinn er nokkru hærri en eðlilegt mætti telja. Á VÍÐAVANGI Ertn um nýja ræðismanninn Ólafur Haukur Ólafsson, lækn ir, ritar grein í Vísi í gær um ræðismannsmálið svonefnda, þ. e. skipun Hilmars Kristjáns- sonar í embætti ræðismanns íslands í Jóhannesarborg. Segir læknirinn í þessari grein, að ski-an Hi‘-oa s 'f~'s*iánss uar í embættið sé „ekki bara mis- tök hlutaðeigandi ráðherra, heldur vægast sagt afglöp". Þá fjallar læknirinn um við- talið,' sem birtist í Vísi við Hilmar, skömmu áður en hon- um var veitt staðan og álit hans á íslandi og aðra persónu þætti mannsins. sem lesa má úr þessu viðtali. Læknirinn segir: „Hilmar Kristjánsson lætur þess getið í viðtalinu, að hann hafi valið sér hið nýja föður- land eða hvað maður á nú að kalla það, að vandlega hugsuðu máli. Manni leyfist því að álykta að dvöl hans þar sé af honum hugsuð til frambúðar. En — og hér kemur hið stóra en, — hann vill ekki gerast þegn þessa lands. Hann tilgrein ir eina — aðeins eina — ástæðu til þessa. Suður-afrískt vegabréf hefur sums staðar viss óþægindi í för með sér. Hann vill sem sé njóta allra þeirra gagna og gæða, sem landið hefur upp á að bjóða, en þegn þess vill hann ekki vera, það gæti valdið honum einhverjum óþægindum. Svona hugsunarháttur er hvorki runn- inn v undan þessari né hinni skoðuninni á stjórnmálasvið- inu, hann er annars eðlis og á sér sín heiti". Að nota vegabréf Ennfremur segir Ólafur Hauk ur Ólafsson: „En hvað um ríkið í norðri, hvers vegabréf Hilmars Krist- jánsson vill af þægindaástæð- um halda í? Blaðamaðurinn, Þráinn Bertelsson telur sig hafa „enea ástæðu til að draga í efa vilja hans né getu til að verða' ættjörð sinni til gagns og sóma“. Þetta kemur hvergi fram í viðtalinu; það hlýtur þvi að skoðast sem eftirá til- búningur blaðamannsins og af- greiðast sem slíkt. Hilmar Kristjánsson lætur hvérgi í það skína að hann vilji gera fslandi handarvik til gagns eða sóma. Þvert á móti telur hann óbú- andi í landinu fyrir sig og sína líka og kveðst munu í fram. tíðinni forðast það eins og lieit án eldinn. Aðeins vegabréfið viil hann varðveita af fyrr- greindum ástæðum. Það væri napurt háð að óska Suður- Afríku til hamingju með þenn- an nýja fósturson“. Óhæís f lok greianr sinnar segir Ólafur Haukur læknir um skip un Hilmars i embætti ræðis- manns fslands: „Ég tel þetta embættisverk óhæfu og verði hér ekki gerð lagfæring á, skal hlutaðeigandi ráðherra krafinn skila á þeim vettvangi, þar sem ráðherrar verða að standa reikning gjörða sinna. Pólitískar skuldir ein- stakra ráSherra við einhverja ákveðna liðsmenn sína skulu ekki mótmælalaust verða greiddar með þjóðarheiðri“. Tíminn vill trúa því. að þessi s’i’pan Hilmars í ræðis- mannsenibættið hafi verið mis- Framhald á bls 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.