Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1968, Blaðsíða 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 11. janúar 1968. r lllræmdur félagsskapur flytur Indverja og Pakistani til Bretlands hópum saman, þar sem þeir eru ofurseldir lífstíðar þrældómi laun. Peninga eiga þeir ekki, en þeir eiga einh'verja starfs- orku, og þeir skuldtoiada sig til að greiða „smyglurunum“ bróðurpartimn (af tekjuinum, sem þeir munu f;á í hinu nýja landi, og smyglararnir eru klók dr menn og útséðir, og óhætt er að kalla þessa þokkalegu iðju þeirra, — brúna þrælasölu. Þessir fátæku, ómenntuðu Indverjar og Pakistainar, sem oft eru vannærðir og veikir, ímynda sér Bretland sem nokk urs konar Paradís á jörðu og vilja leggja svo til allt í sölurn- ar til að komast þangað. En þegar til fyrirheitna landsins er komið, eru þeir glataðir, seldir í líístíðar þrældóm. Þetta byrjar yfirleitt í litlum og afskekktum þorpu mí Ind- landi og Pakistam. Stórum amerískum bíl er lagt við torg- ið og út stígur glæsilegur og vel búinn maður, Sahoud Khan að nafni. Hann er framkvæmda stjóri þess hóps smyglara, sem sækir „varmimg sinn“ í þenn- an heimishluta. Hann ræðir við bændur og búalið, bregður upp dásamlegri og stórkostlegri mynd af velferðarríkinu Bret- landi, þar sem götur og torg séu gulli þakin. Hann segist skulu sjá um, að þeir komist þangað, og þeir þurfi ekki að greiða einn einasta eyri fyrir það, ekki enmþá að miinnsta kosti. Þeir skuli bara krot? nöfn sín undir samning. það sé allur galdurinn. Þetta er í rauninni nokkurs konar afborg unarskilmálar, sem skuldbind- ur fólkið til að standa straum af greiðslu farmiðans til Bret- lands. Ungá fólkið hefur að skiljan- legum ástæðum áhuga að kom- ast eitthvað í burtu frá fátækt, Frá alda öðli hefur smygl verið mjög vinsæl iðja í litl- um hafnarbæjum við strendur Bretlands. Á þessu hefur ekk- ert lát orðið á síðustu árum, en smyglararnir hafa brugðið örlítið út af venjunni, og smyglvarningurinn er nokkuð amnars eðlis en hingað til hef- ur tíðkazt. Þar er ekki lengur um að ræða tollfrítt áfeingi, tóbak, úr og skartgripi, heldur hafa smyglararnir uppgötvað, að fólksmygl er miklu gróða- vænlegra. Einkum er það fólk frá Ind- landi og Pakistan, sem smyglað er inn, bæði menn og konur. Vegna hinma nýju ákvæða og takmarkana á innflytjendaleyf- um er þeim ókleift að komast til Bretlands á löglegan hátt. Farartækin eru dálitlir bátar og þangað er hrúgað eins mörgum og smyglurunum framast er unint. Farmiðinn frá Frakklandi til Englands kostar um 25 þús. krónur fyrir manninn. H)vernig fara þessir dökku, fátæku innflytjendur að því að greiða svo hátt verð fyrir far- miðanin? Seninilega hafa fæstir þeirra nokkurn tíma haft svo mikið sem 500 krónur í viku- r • /1 tkkt Smyglarabáturinn Esmeralda: Á slíkum farkostum eru innflytjendur frá Austurlöndum fjær fluttir yfir ErmarsundiS til Bretlands, þar sem þeirra bíSur eilífur þrældómur. Elias Mahmoud. Hans hlutverk er aS sjá um innheimtur hjá inn- flytjendunum. eymd, flugum og hungri, og það lætur ekki segja sér tvisv- ar að skrifa nöfn s'íin á áður- nefnt skjal. Þegar fólkið hef- ur skrifað undir, gerir Hhan því skiljanlegt, að verði ekki staðið við gerða samninga, muni það koma niður á að- standendum þeirra. Þeir verði látnir sæta pyntingum, jaf-nvel hryllilegum dauðdaga. En fólk ið er yfirleitt svo ákaft eftir að komast burtu frá viður- styggðinni og eymdinni heima fyrir, að það gerir sér enga grein fyrir því, sem það er að gangast undir. Skömmu síðar er ferðim hafin. Sumir áfangarnir eru farnir í áætlunarbílum, aðrir með gripavögnum og flugvél- um, og áfram er haldið unz komið er til einhvers hafnar- bæjar í Evrópu og þar er beð ið eftir tækifæri til að komast í einhverja brezka höfn, þar sem löggæzla er engin. Þetta vesaliings fólk lætur flækj-a sér frá einum stað til annars, án þess að segja eitt æðruorð og það verður að niðurlægja sig á ýmsan hátt áður en loka- áfanganum er náð. Menn og konur verða að láta alla blygð- uinarkennd lönd og leið, þegar þau verða að nota saman sal- erni og hírast 150 saman í hálf ónýtum áætlunarbíl, sem ætlað- ur er 30 farþegum. Maturinn, sem það fær á leiðinni, er væg ast sagt illa af hendi reiddur og oft skemmdur. En innflytjendurnir eru ró- legir og æðrulausir og hugga sig við sína forlagatrú. Þeir trúa því statt og stöðugt, að þeirra bíði Paradís, Paradís Stóra-Bretlands. Áður en innflytjendur-nir yf- irgefa heimkynni sín hafa þrælasalarnir látið taka af þeim passamyndir, sem síðan eru sendar til fulltrúa í Bret- landi, en þeir láta útbúa fölsk vegabréf fyrir fólkið. í hafnar- bæjum og borgum á norðan- verðu Frakklandi, Hollandi og __________SSSSfflívsSkx_______ _ Harry Smithson forsprakki félags skaparins. Hann hefur nú flutzt búferlum til Suður-Ameríku, en veitir flokknum þó enn forystu. Belgíu er fólkið kyrrsett i nokkra daga og látið dúsa á andstyggilegum hótelum. Bráð lega er það þó flutt í hraðbát- um yfir Ermiasundið til Eng- lands. Upp á síðkastið hafa nokkrir slíkir smyglarabátar fundizt við strendur Danmerkur, og nýlega fannst smyglarabátur- inn Esmeralda við Englands- strendur. Eigandi hans heitir Peter Thompson frá Newhaven, 50 ára gamall og mun ^era einn þeirra mest dugandi í hópi smyglaranna. Danskur blaðamaður spjallaði lítils hátt ar við Thompson á krá einni í Dieppe og hann ræddi eins og um væri að ræða kolaflutninga eða hænsnasölu væri að ræða. — Já, já, — ég smyglaði inn hálfdauðum og skítugum brún ingjum og hef gert það um tveggja _ ára skeið, — sagði hann. Ég hef ekkert á móti því að segja yður frá því, þvi að ég ætla mér ekki heim, og á því ekkert á hættu. — Ég hugsa að ég hafi grætt alls rúmar 5 milljónir á þessu, svo að þér sjáið, að þetta er fjári arð-vænlegt. Þér skuluð ekki halda, að ég sé eini bátseig- andinn, sem hefur stundað þetta, ætli við séum ekki einir 20. En mér finnst ég hafa grætt nóg á þessu og ætla að draga mig í hlé. Innflytjendayfirvöld- in eru farin að gera okkur dá- lítið erfitt fyrir. Það getur svo sem vel verið, að aðstæður skáni, og þá byrjar maður kannski á nýjan leik. Yfirleitt er brezku lögregl- unni tilkynnt nokkrum sinnum i mánuði um dularfulla fólks- flutninga til brezkra stranda að mætunþeli, og það hendir oft, að innflytjendurnir eru gripnir glóðvolgir, þegar þeir eru að koma sér í land með sínar fá- tæklegu pjönkur. Þeir eru tekn ir til yfirheyrslu, og oft enda ævintýri þeirra þannig, að þeir eru sendir til sfns heima á Framhald á bís. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.