Tíminn - 13.01.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. janúar 1968. TÍMINN 3 Flugumferðin hér hefur fjórfaldazt á 17 árum Hannibal Valdimars- son 65 ára Hianinibal Valdimarsson, forseti Alþý'ðusambands íslands, er 65 ára í dag. Hann fæddist 13. jan- úar 1903 í Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð í Norður-ísafjarðar- sýslu, en foreldrar hans voru Valdimar Jónsson, bóndi og koma hens Elín Hiannibalsdóttir. Hann lauk prófi frá gagnfræða- skólanum á Akureyri 1922 og keninaraprófi frá Jonstrups Stats- seminarium 1927. Hann stundaði mikið kennslustörf á ísafirði og Súðavík og var skólastjóri Gagn- fræðaskóla ísafjarðar 1938—“54, en þá baðst hann lausnar frá því embætti. Hain-nibal heíur verið alþingis- maðu-r frá 1946, fyrst fyrir Al- þýðuflokkinn, en hann var for- maður hans, og ritstjóri Alþýðu- blaðsins, árin 1952—‘54. Formað- ur Alþýðubandalagsins hefur hann verið frá 1956, og forseti Alþýðusamibandsins frá 1954. Gengdi hann embættum heilbrigð is- og félagsmálaráðherra í stjórn Bermanns Jónassonar 1956—‘58. Hannibal e-r kvæntur Sólveigu Sigríði _ Ólafsdóttur frá Strandselj um í Ögursveit. Hainn verður að heiman í dag. MIKIL HÁLKA Á VEGUM OÓ-iReykjavík, föstudag. Gífurleg hálka er á öllum vegum landsins í dag, og verst á fjallvegum. Víða sér ekki í vegina fyrir svelli. Mikil hláka var um allt land í.gær og í nótt fraus aftur og mynd uðust þá svellalög, sérst-ak- lega þar sem snjór ha-fði troð izt niður í vegina. Færð hefur verið sæmileg í dag um Þrengsli og Suður- landsundirlendið, sama er að segja um vegi í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Nokkrir vegir þar voru lokaðir í gær en opn- uðust aftur í dag. Fært er vest ur í Gilsfjörð. Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar er fær. Fært er út á Siglufjörð og austur til HúsaVíkur. Á Vestfj'örðum er mikii ó- færð, einkum norðantil. Eru þar aðallega snjóskriður sem loka vegunum og verða þei-r því oftast ófærir strax eftir að rutt er. Á Austfjörðum er ástandið í umferðamálum svipað og verið hefur undanfarna daga. FB-Reykjavík, föstudag. I skýrslu, sem blaðinu hefur borizt frá Flugmálastjóra um þró un flugumferðarinnar hér á landi, og um flugumferð árið 1967 kemur fram, að mikil aukning hefur orðið á flugumferð um ís- lenzka úthafs-flugstjórnarsvæði á tímabilinu 1950—1967. Árið 1950 fóru 5500 vélar um þetta svæði, en á síðasta ári um 22.700 vélar. Nú síðustu árin eru farþegaþot- urnar, sem um svæðið fara, fjöl- mennastar, t.d. árið sem leið um 12 þúsund talsins. 8% au-kning var á flugi fa-r- þegaflugvéla um úthafs- 'flugumferðarsvæðið á síðasta ári, og 15% aukniing á flugi her- flugvéla um það svæði. Flugvél- ar, sem fóru um Reyikjavíkurflug- völl síðasta ár, (inn-anlandsivéla), voru 10.580 eða 8% flei-ri en ár- ið ‘66. Smáflugvélar þriggj-a sæta eða færri voru 8.088 talsims og er það 10% minna en árið áður. Farþegafiugvélar — millilanda voru 590 og e-r það 14.5% fænri vélar en árið 1966 og herflugvél- ar voru 64, ein þa-r er um 33% aukniagu að ræða. Þannig fóru 19.322 véla,r um flugvöllinn á ár- inu, og varð sú tala 0.5% lægri en árið 1966. -(Hreyfingar (flugtök og lending- SÆBJÖRG DREIFING- ARAÐILI TK-Reykjavík, föstudag. Fiskbúðin Sæbjörg hefur beðið blaðið að geta þess í sambandi við ummæli, sem Tíminn hafði eft ir einum a-f fisksölum borgarinn- ar í gær, að Sæbjörg væri dreif- iingaraðili á fiski og seldi fisk til fisksala. Hefði sú togaraýsa, sem Þorkell Máni kom með að landi í fyrradag farið í samtals 52 sölu- staði frá Sæbjörgu og að auki í 5 búðir Sæbjargar, sem eru víðs- vegar um borgina. Drukku fyr- ir 9 þús. kr. OÓ—Reykjavík, föstudag. Þrír ungir pienn gáfu út falskar ávisanir að uppih-æð níu þúsund krónur s. 1. mánudag. Á þriðjudag voru þeir handteknir og viður- kenndu þegar að hafa gefið út ávísanirnar. Mennirnir voru á níusýningu í Austu-rbæjarbíói s. 1. sunnudags kvöld. Þar fann einn þeirra pen ingaveski liggjandi á gólfinu, og í því ávísanahefti. Á mánudags- miorgni hófust þeir félagar svo handa við að gefa út ávísanir úr heftinu. Þeirra fynsta verk var að fara í Áfengisverzlunina og þar keyptu þeir kassa, þ. e. 12 flöskur, af brennivíni. Síðan fóru þeir á ýmis veitingahús í Reykja- vík og í Hafnarfirði og gáfu út ávísanir fyrir því sem þar var keypt. Þegar mennirnir voru handtekn ir á þriðjudagskvöld voru þeir heldur illa til reika og timbraðir, enda búnir að drekka allt brenni vínið og nokkuð að auki. ar) á vellinum urðu samtals 126.425 eða 4.5% færri ein árið 1966. Tölur um radairflug eru sem hér segir: Blindflug 345 eða 43% aukning, æfingaaðflug 434 eða 101% aukning. Farþegaflugvélar — millilanda — sem lentu á Keflavíkurflug- velli voru 2391 ( + 15.5%), flug- tök og lendingar þar urðu 66.168 (13.6%). Þá er g.reint frá lendimgum á níu flugvöllum úti á landi. Fles-t ar eru að sjálfsögðu lendingar á Akureyrarflugvelli, 2.601 talsirs (+4% miðað við árið á undan). Næst eru Vestmannaeyjar með 1387 lendiingar (+8%), Egilsstað ir 926 (4-6%), ísafjörður 738 (+35%), Hornafjörður 421 (-3%), Sauðárkrókur 337 (%5%) Patreksfjörður 270 +1.5%), Norð fjörðu.r 188 (4-32%), Fagurhóls-' mýri 133 (4-11). Fólk hefur fylgzt me8 því síðustu dagana aS unnið hefur verið að því að rífa hið svokallaða Björnshús, sem til þessa hefur staðið í miðjum Dunhaganum. Þegar húsið hverfur verður haegt að aka óhindrað eftir Dunhagan- um, en það hefur ekki verið hægt hingað til. Myndinatók GE, þegar verið var að rífa húsið. Frystihús brenn- ur á Raufarhöfn HIH-Raufarhöfn, föstudag. Um klukkan 20.30 í gærkveldi varð vart við eld í frystihúsi.iu hér á Raufarhöfn, og um níuleyt- ið var húsið að mestu orðið al- elda, einkum logaði mikið í þak- inu. Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang, en þó gekk það nokkuð | erfiðlega vegna snjóþyngsla. I Tókst að hindra að eldurinn færi í nærliggjandi h-ús. Sláturhúis er áfast við frystihús ið, og tókst að verja það. Tókst að slökkva eldinn um kl. 10.3Q. | Frystihúsið má heita gjörónýtt, i en þó brann austurendi hússins, í þar sem frystiklefarnir eru ekki. | Loftið hrundi þó niður á öllu hús inu. Vinnusalirnir og eiin-n stór frystiklefi eyðilagðist algjörlega. Aftur á móti komst eldurinn ekki inn í vélarhúsið. og því va-rð e-kki sprenging í húsinu, eins og marg- ir óttuðust. Verulegt magn af síld og heil- frystum fiski var geymt i frysti- húsinu. en ekki liggurxljóst fyrir hversu mikið af þessu er skemmt. Einnig nokkuð af matvælum, er fólik hér fékk að geyma í frysti- klefa. Erfitt er því að meta enn sem komið er, hversu mikið tjónið er. I dag að meta tjónið, en komust Tryggingamemn áttu að koma í * ekki vegna veðurs. „Út og suður” - nýr skemmtiþattur útvarps A sunnudagskvöldið hefst nýr skemmtiþáttur í hljóðvarp inu og hefur hamn hlotið nafn ið Út og suður. Stjórn- andi þáttarins og höfundur skemmtiefnis er Svavar Gests. og honum til aðstoðar verður Jónas Jónasson. Þáttur þessi verður hálfsmánaðarlega kl. 9 á sunnudagskvöldum til vors. Þeir Svavar og Jónas sögðu frá skemm-tiþætti þessum og ýmsu í sambandi við hann á fundi með fréttamönnum í dag. Kvað Jónas það miklum erf- iðleikum bundið að afla skemmtiefini-s fyrir útvarp, því að þót-t sífellt kæmu fram kröf ur um slíkt efni, væru þeir fáir, sem legðu stund á að sjóða slíkf saman. Þetta er fimmti skemmti- þátturinn, sem Svavar Gests sér um fyrir útvarpið, og það skal tekið fram, að þetta er ekki spurningaþáttur eins og ýmsir fyrri þætti-r hans. I þæR inum verður ýmislegt skemmti efni og tónlist. en ekki verð- ur föst hljómsveit í þættinu heldur munu ýmsar hljómsveit ir koma þar fram. í fyrsta þættinum nú á sunnudágskvöldið leikur Sav- anna-trióið. leikararnir Bessi Bjarnason, Gumnar Eyjólfsson Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson koma fram í gam aniþáttum. Einnig flytja þeir félagar, Svavar og Jónas, lít- imn fréttaþátt, sem þeir nefna Með hljóðnémann í fréttaleit og gerist sá fyrsti á fæðingar- deildinni. Einnig verða í þætt inum viðtöl við börn. Áhorfeindu,r verða í útvarps- sal, þegar skemmtiþættir þess ir verða teknir upp. í þetta sinn eru nemendur úr Mennta skólanum gestir þáttarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.