Tíminn - 13.01.1968, Page 9

Tíminn - 13.01.1968, Page 9
9 LAUGAKDAGUR 13. janúar 1968. TIMINN Otgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórj- Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Krtstjánsson Jón Beleason og IndriOl G. Þorsteínsson Fulltrúi ritstjóraar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri■ Steingrimui Gíslason Ritstj.skrlfstofui ' Eddu- búsinu slmai 18300—18305 Skrifsofur Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Ásikriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. f. Fyrir skömmu var birt hér í blaðinu grein eftir dansk- an ritstjóra, sem vinnur á vegum dönsku sparisjóðanna. Grein hans fjallar um það efni, að aukin tækni og hag- ræðing í þjónustu atvinnuveganna stórauki fjármagns- þörf þeirra. Hann bendir t. d. á að fyrir nokkrum árum hafi það verið áætlað, að það kostaði um 50 þús. kr- fjár- festingu að sjá einum manni fyrir atvinnu í iðnaði, en nú sé ekki óalgengt að það kostaði 200 þús. kr. Nú eru af- köstin hinsvegar meiri, en það breytir ekki því, að fjár- magnsþörf iðnaðarins hefur margfaldazt. Hinn danski ritstjóri ræðir í þessu sambandi um reynzlu Svía. Hann segir, að „samkeppnishæfni sænsks iðnaðar sýni, að launakjörin ráði ekki úrslitum um rekst urinn í jafn ríkum mæli og fjárfestingarmöguleikarnir“. Styrkur Svía liggur í því, að þeir ráða yfir miklu fjár- magni, sem þeir veita í vaxandi mæli til atvinnuveganna. Það er ekki aðeins að sparifjársöfnun sé þar veruleg, heldur eiga sér stað miklar sjóðamyndanir. Hinn almenni lífeyrissjóður í Svíþjóð nemur orðið um 18 milljörðum sænskra króna og hefur atvinnurekendum verið lánaðar rúmlega þriðjungur af því fé. Mörg samtök eiga einnig gilda sjóði og er unnið að því jafnt af atvinnurekendum jg verkalýðsfélögum, að þessir sjóðir láni atvinnuveg- unum. Síðast, en ekki sízt, er að nefna það, að afskriftaregi- ur eru hagstæðar í Svíþjóð og fyrirtækjunum þannig auð- veldað að safna eigin fé. Það er sorgleg staðreynd, að þeir aðilar, sem hafa ráðið mestu hér á landi um efnahagsmálin seinustu 10 árin, hafa lokað augunum fyrir þessari staðreynd, hinni sívaxandi fjármagnsþörf atvinnuveganna vegna tækninnar og hagræðingarinnar. Aðalstefna Seðla- bankans hefur verið að „frysta" sem mest af hinu takmarkaða sparifé þjóðarinnar í stað þess að veita því til atvinnuveganna. Áratugur er liðinn slðan Fram sóknarflokkurinn hóf baráttu fyrir stofnun almenns lífeyrissjóðs, en ríkisstjórnin hefur svæft málið hing- að til. Afskriftareglunum hefur ekki verið breytt með tilliti til hins nýja viðhorfs. Þannig mætti lengi telja. Þetta er ein meginskýring þeirrar hörmulegu öfug- þróunar, að meðan framleiðni atvinnuveganna hefur aldrei aukizt meira í nágrannalöndum okkar en eftir 1960, hefur hún nokkurn vegin staðið í stað hér á landi, þegar síldveiðarnar eru undanskildar. Þó er hér um að ræða mesta góðæriskaflann í íslenzkri sögu og hefur því aldrei gefizt betra tækifæri til að vinna stórvirki á þessu sviði. í stað þess höfum við ekki gert meira en standa í stað sökum blindu ráðamannanna. Svo fullkomin hefur blinda þessara manna verið, að þeir hafa kallað það ábyrgðarleysi, þegar sparifjárfryst- ingin hefur verið gagnrýnd. Og seinast í fyrradag er Vísir að deila á Helga Bergs fyrir þá tillögu hans að verja nokkrum hluta gjaldeyrisvarasjóðsins til hagræðingarlána í stað þess að eyða honum til innflutnings á kexi og skrani. Það er von, að atvinnuvegirnir séu í erfiðleikum, þeg- ar skammsýnustu íhaldsjálkar, sem ekkert fylgjast með þróuninni, ráða mestu um mál þeirra. Vaxandi fjármagns- þörf atvinnuveganna Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Það er hægt að semja um frið, án skilyrðislausrar uppgjafar Talsmenn stjórnarinnar grípa til furðulegra blekkinga í frjúlsu lýðrtæðislandi þekkj ast ýmsar aðferSir til að trufla kerfið og ónýta, og eru ekki einu sinni allar ólöglegar. Það er lagabrot að múta kjósend- um, troða aukaseðlum í at- kvæðakassana eða fals taln- ingu. Þeir, sem slíkt fremja geta átt von á að lenda í fang- elsi, ef upp um þá kemst. Ens til eru fágaðri aðferðir til að bafa rangt við án þess að brjóta lögin, og eru sumar hverjar meira að segja taldar viðhlítandi. Og þó stefna þær að eyðileggingu innsta kjarn- ans í starfsemi lýðræðiskerfis- ins. Einna algengust þessarra aðferða er að ganga með ö’.lu framhjá öflugustu andstæðing unum í rökræðum og snúa málfærslu sinni og rökleiðslu þe9s í stað að þeim andstæð- ingum, sem minnst eru virtir og veikastir eru fyrir. Við höfum inú fyirir augum mjög ljóst dæmi um þessa mis notkun lýðræðislegrar mál- færslu. Demokratarnir. sem fylkja sér um Johnson, eru að reyna að þrengja deiluna ura styrjöldina í Vietnam unz hún virðist einungis standa milli fremstu og virtustu stuðnings manna þeirra annars vegar, (svo sem Eisenhowers hers- höfðingja), og hinsvegar sund urleits samsafns „hippía" frið kaupenda, bremnenda kvaðn- ingarskírteina, hlutleysingja umboðs- og stuðningsmanna Hanoimanna, Pekingmamna og Moskvumanna, ofbeldissinn aðra negra o.s. frv. ÞETTA er að hafa rangt við í lýðræðissamfélagi. Það er innsti kjarni og eðli lýðræðis- skipulagsins, að frjálsar rök- ræður veiti ríkisstjórninni að hald. Ekki er unnt að koma sér saman um sannleikanm. draga hann fram i dagsljósið og ákveða stefnu, sem eining er um, með öðru móti en frjáls um rökræðum, Eigi þetta að fara vel úr hendi þurfa hinir beztu memn einir að leggja hönd á plóginn og hinir snjöll ustu talsmenn að túlka hvert sjónarmið ef rökleiðslan á að verða ósvikin, leiða sannleik- ann í ljós og tryggja viður- kennda, rétta niðurstöðu. Ráðist ríkisstjórnin að veik- ustu andstæðingunum og forðí ist fangbrögð við þá öflugustu eyðileggur hún þessa aðferð frjálsrar þjóðar til þess að finna sannleikann og koma sér saman um. hvað rétt sé. RÖk- ræðurnar eru eyðilagðar með því, að beina málfærslu sinni að þeim andstæðingum, sem Theodore Roosevelt forseti nefndi „hið hálfgeggjaða kög- ur“. Hin málefmalega deila er eyðilögð þegar látið er í veðri vaka, að hún standi ekki við Mansfield, Fulbright, Thrust- on Morton, John Sherman Coo per, Hatfield, eða hershöfð ingja eins og Ridgway, Gavin og Shoup. samfélög hásKÓla- manma víðsvegar um landið frá Harward til Berkley og fjöldann allan af prestum hinma ýmsu kirkjudeilda. Þegar forseti Bandaríkjanna talar eins og andstæðingar hans heima fyrir séu aðeims „fcröfuspjaldaberendur", sem margir hverjir hefðu brýna þörf á að fara í bað og láta klippa sig, hefir hann undan- brögð í frammi og hliðrar sér hjá hita rökræðnanna. Hann flýr málefinið sjálft. VIN’SÆLAjSTA leiðin til að skjóta sér undan heiðarlegum rökræðum og falsa þær á styrj aldartímum er að grípa til hinna látnu hermanna. Sé unnt að láta líta út fyrir. að gagnrýnendur styrjaldastefn- unnar séu að vanvirða hina dánu, eða láti sem þeir viti ekki af föllnu hermönnunum og bregðist þeim, verður naum ast um frekari rökræður að tala. Johmson forseti hefir grip ið til þessara aðferða nokkr- um sinnum, einkum þegar hann hefir verið að sæma látna menn. Og nú er gefið í skyn, að sakir um svik við hina föllrnu hermenn nái einn- ig til þeirra, sem vilja heyja styrjöldina með öðrum hætti en gert er, ásamt þeim, sem miæla með samnimgaviðræðum og eru reiðubúnir að semja um miál, sem ríkisstjórnin te!- ur ekki umsemjanleg. Eisenhower hershöfðingi neitaði að heyja bandaríska styrjöld í Vietnam meðan hann sat á forsetastóli, en hef- ir nú lagt að mörkum sinin skerf til blekkiaðferðanma: „Stingi nokkur republikani eða demokrati upp á því, að við hverfum á burt frá Viet- nam og snúum baki við þeim 13000 Bandaríkjamönnum, sem þar létu líf sitt í baráttumni fyrir frelsinu. . .“ , Þetta er ein af þessum hvellu upphrópunum, sem eiga að láta líta út fyrir, að hið umdeilda efni sé sjálfsannað. og er ætlað að ónýta rökræð- urnar. Sé þetta tekið alvarlega sem grunduð yfirlýsing um stefnu Eisenhowers hershöfð- ingja í Víetnam-málinu, nlýt- u.r það að tákna, að bandarísk- ur her geti aldrei hnriið á burt frá Vietnam, þvert ofan í Manila-yfirlýsinguna. Það get ur sem sé aldrei orðið öruggt, — og jafnvel ekki einu sinni verulega senmilegt, — að mál- staður frelsisins sé tryggður. SÉ ekki unnt 'að fullyrða þetta getur nálega hver sem er, nálega hvenær, sem er, haldið fram, að við höfum snú ið baki við hinum föllnu her- mönmum. Þessi rökleiðsla er svo áberandi uppbólgin, að enginn stjórnmálamaður við völd getur { raun og veru sætt sig við hana. En Bandarikjamenm hafa iðkað þessa uppbelgingu mark miða okkar langt úr fyrir hið framkvæmanlega og raunveru- lega í nálega öllum þeim styrj öldum, sem þeir hafa háð á þessari öld. Og þar sem við höfum aldrei getað staðið við hin málskrúðugu fyrirheit, hef ir ávallt mátt halda fram, að við höfum snúið bakinu við föllnu hermönnunum. í heimsstyrjöldinni fyrri ætl uðum við að binda endi á all ar styrjaldir. í síðari heims- styrjöldinni ætluðum við að hefja nýtt friðartímabil undir þrískiptri stjórn Bretlands Ohurchills, Rússlands Stalíms og Bandaríkja Roosevelts. í Kóreustyrjöldinni ætluðum við að sanna, að unnt væri a£ stöðva árás þegar Sameinuðu þjóðirnar legðu hönd á plóg- inm. í Vietnam-styrjöldinni ætl uðum við að mynda og vernda í Suður-Vietnam sjálfsstjórn- arríki, og hafa hemil á K'ín- verjum í framtíðinni. Hafa hermennirnir, sem féllu þessum styrjöldum, fórnað lífi sínu til einskis, og höfum við smúið við þeim baK- inu? Vlð höfum reynt að standa við skrúðmæli fyrirfieitanna og afleiðingarnar venjulega orðið þær, að við höfum talið okkur knúða til að berjast fyr- ir skilyrðislausri uppgjöf óvin ariins. Þegar hann verður að sætta sie vjð auðmvkineu skil- yrðMausrar uppgjafar má í svip líta svo á, að hmir föllnu hafi ekki til einskis látið Iíf sitt. Ein af undantekningun- um frá þessari bandarísku reglu um styrjaldir á 20. öld- inini er einmitt Kóreustyrjöld- in, sem var til lykta leidd þeg- ar Eisenhower hershöfðingi sat á forsetastóli. Þá vair ekki um neina skiljTðislausa upp- gjöf að ræða. Þá var komið á friði með samningum, friði ár þess að sigur ynnist. Eisenhower hershöfðine: ætti að athuga vel og gaum- gæfilega sinn gang aður i. hann skuldbindur sig, flok.K sinn eða þjóðina tii að líta sv, á, að saminm friður, án skil- ( yrðislausrar uppgjafar og án unnins sigur, sé svik við föllnu hermennina þrettán þúsund. Hershöfðineimn ættí einnie að reyna að forðast að ganga í gildruna. sem formælendur styrjaldarinnar eru búnir að leggja. Hún er í því fólgin, að segja þjóðinni, að bandarískur her verði óhjákvæmilega að halda kynru fyrir í Vietnam þar til búið er að koma því í kring, sem er j raun og veru ómögulegt, að setja á laggirn ar í Saigon ríkisstjórn, sem sé andstæð kommúnistum og Kín verjum en hlynnt Bandaríkja- mömnum og geti staðið á eig- in fótum. án stuðnings banda- rískra hersveita. Samkvæmt stefnu Johnsons í styrjöldinni er þetta skilyrði fyrir samning um af hálfu Bamdaríkjanna, en beri leiðtogar Republikana- flokksins nokkurt skyn á, hvað framkvæmanlegt sé í veruleik- anum, — einnig í sambandi við úrslitin í forsetakosningum um árið 1968, — ganga þeir ekki i þessa gildru. Vlð getum gengið út frá því Framhald á bls. 15. P

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.