Tíminn - 13.01.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.01.1968, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 13. janúar 1968. TIMINN Frá blaðamannafundi borgarstjóra: Innheimta borgargjalda nú mikfu lakari en í fyrra AK-Reykjavík, föstudag. — Á mánaðarlegum blaðamannafundi Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra í Reykjavík í dag, var mjög rætt um innheimtu borgargjalda á s.l. ári og gaf borgarstjóri þær upp- lýsingar, að samkvæmt niðurstöðu Gjaldheimtunnar hefði innlieimta staðið mun verr um áramót en í fyrra, en þá var hún nokkru lægri en árið 1965. Hallast þannig æ meira á í þessum efnum, og eru að þessu nokkur vandkvæði fyrir borgina, þar sem hún hefur allt að 30 millj. kr. minna handbært fé til framkvæmda síðari mánuði ársins a.m.k. en væri, ef innheimt an gengi eins og var fyrir nokkr. um árum. Innheimtan var um áramótin um 4% lafcari en um áramótin 1966—1967, eða að meðaltali á útsvörum og öðram tekjuskðttum einstaMinga og félaga um 80% á móti 84% í fyrra. Þá sést einnig, að innheimta gjailda hjá félögum, sem í flestum tilfeíllum era at- vinnufyrirtæki, hallast þó enn meira á, því að innheimta hjá þeim var að^ins 73,5% gjalda um áramótin á móti 81,9% um áramót ífyrra, en er 82% af gjöldum ein- stafcHinga á móti 84,8% í fyrra. TTmc vegar hefur komið í ljós, að eftirstöðvar innheimtast betur hj'á félógum en einstafclingum, þó að ver innheimtist hjá þeim á hverju yfirstandandi ári. Borgarstjóri fcvaðst telja, að þessar versnandi fjárheimtur stöf uðu af minnfcandi peningum, er menn hafa handa á milli, og þó sérstaklega af versmandi afkomu irefcstrar á árinu. Þá sagði borgar- stjóri, að á s.l. ári hefðu verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að auka lausafé borgarinnar að hefðu þær borið þann árang ur, að staða borgarinnar við lána stofnanir og skuldheimtumenn væri mun betri en um næstsíðustu áramót. Innheimtan var svipuðu hlutfalli á , eftir allt árið, eða 3—4%. Það ylli bæjarfélögunum að sjálfsögðu miklum erfiðleik- um, hve gjöld ársins kæmu seint inm, t.d. kæmi úm fjórðungur inn í desember einum. Þá væri fram- k.væmdartíminn liðinn að mestu og helztu útgjöld borgarinnar önnur áfallin fyrir löngu. Hamn kvaðst binda nokkrar vonir við frumvarp það. sem nú liggur fyr- ir þinginu um að útsvar fyrra árs verði því aðeins frádráttarbært við álagniingu næsta árs, að til- skyldar og lögmætar forgreiðslur, eða sem svwar helmingi gjalda fyrra árs, yrði að hafa verið innt ar af hendi fyrir 1. júlí Gert væri ráð fv-ir ið fumvarn bet.ta yrði að lögum nú í vetur og þessi skilyrði mundu þa gilda a þessu ári og verða tekið tillit til þeirra við álagningu gjalda á árinu 1969. Lokið við 806 íbúðir. Þá gat borgarstjóri þess, að á fundi byggingannefndar fyrir nokkrum dögum hefði verið lögð fram skýrsla byggingafulitrúa um húsbyggingar í Reykjavík á s.l. ári. Samkvæmt henni hefði verið lokið við 806 íbúðir í Reykjavífc á árinu 1967 en 765 íbúðir árið 1966. Af þeim voru tveggja her- bergja íbúðir 153 (130), þriggja herbergja íbúðir 217 (180), fjög- urra herbergja íbúðir 260 (222) og fimm herbergja ibúðir 122 (103) Tölurnar í svigunum sam- anburður frá áriinu 1966. Borgar- stjóri sagði, að þessi tala iokinna íbúða á árinu 1967 væri ofan við það mark, sem talin væri nauð- synleg íbúðaaukning á ári í borg- inni. Heildarmagn bygginga í rúm- metram varð þó heldur minna á s.l. ári en 1966, og þýðir það, að nokkru minna hefur verið byggt af verzlunar- og atvinnuhúsnæði en árið 1966. Um áramótin voru í smíðum 1577 íbúðir í borgimni, þar af 821 þeirra orðin fokheld eða komin lengra. Talið er, að byrjað hafi verið á 1297 íbúðum á s.l. ári og er það nær þrefalt meira en byirjað var á 1966. Með- alstærð þeirra íbúða, sem iokið var 1967 var um 350 rúmmetrar, svo að íbúðir fara alltaf fremur stækkandi. Þá var borgarstjóri spurður um atvinnuástand i - borginni, en harnn kvað þá um hádegið hafa verið skráða 69 atvinnulausa, þar af 45 verkatnenn en hitt iðnaðar- og verzlunarmenn. Ekki yrði þó hægt að draga sérstakar ályktan- ir af þessum tölum eða hvert at- vinnuleysi yrði í vetur, fyrr e.n vertíð væri hafin. Borað að Reykjum. Þá var rætt nokkuð um hita- veitumál og spurzt fyrst fyrir um boranir. Borgairstjóri sagði, að rekstur stóra gufuborsins kostaði! um 2 millj. á mánuði, og ekki væri talið hagkvæmt að hefja bor- anir, fyrr en áætlun og verkáætl- un hefði verið gerð og fjármasn tryggt tii eins áns starfs. Ýmsir hefðu spurt, hvers vegna bo.ran- ir hefðu legið niðri svo iengi, en til þess væru ýmsar ástæður, bæði sú sem áður getur og eins hitt. að sérfræðingar hefðu varia verið tilbúnir að ákveða borstaði, fyrr en fuilreyndar hefðu verið eldri borholur í borginni, en ekki hefði fyrr en í haust verið unnt að reyna þær samtímis með dæl- ingu. Ekki væri hægt að segja. að fullreynt væri enn, hvort sam- band væri mjlli þessara djúpu KOMIÐ ÚT FJÖLMÆLI Komið er út á vegum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs, ' ritið Fjöl- mæli, eftir Gunnar Thoroddsen, sendiherra íslands í Ka-upmanna- höfn. Lagadeild Háskóia fsiands hefur tekið rit þetta gilt til dokt orsprófs, og er fyrirhugað, að doktorsvörn fari fram laugardag- inn 24. febrúar n.k. Ritið fjallar um æru manna og vernd hennar ærumeiðingar og viðurlög við þeim. Ritið Fjölmæli er 471 bls. að stærð, prentað í prentsmiðjunni Odda. borhola, þanmig að ein taki vatn frá annarri, en líkur þættu nú benda til, að slíkt væri í óveru- legurn mæli. Borgarstjóri sagði, að á þessu ári yrði meðal annars borað á Reykjum til þess að sjá, hvort unnt væiri að auka varma- afl þar, og einmig hefði Kópavogs kaupstaður beðið um, að borað yrði a.m.k, ein hoia þar, en starf andi væiri samvinnumefnd Reykja víkur og næstu bæjarfólaga um hitaveitumál. Þá var borgarstjóri spurður um skemmdir í húsum og á hitalögn urn í kuild.akastinu á dögunum, og kvað hann kvartanir hafa bor izt til hitaveitunnar frá 150 hús- um, og hefði komið í Ijós leki í fjórðungi til þriðjungi þeinra til felia, sums staðar mjög lítill. Reynt hefði verið að aðstoða alla. Könnun færi fram á því, hvort skemmdir væru að kennn iiitnv°ii unmi eða lélegum frág. hitakerfa í húsum, t.d. ónógri einangrun leiðsla. í tveim húsum, þar sem um miklar skemmdiir var að ræða hefði t.d. komið í ljós, að not- hæfir katlar voru í sambandi en ekki hafði verið sinnt tilmælum hitaveituninar um kyndingu. Borg arstjóri sagði, að kannaðar yrðu ástæður til skemmd i í hverju ein stöku tilviki, áður en hitaveitan játaðist undir skaðabótaskýldu. Borgarstjóri sagði, að hitaveitu- gjöld nu vævn m'in nema um 66% af oMukyndi'kostnaði, og hitaveitugjöld fylgdu nú sjálf- krafa byggingavísitölu með þvi fororði, að þau mættu ekki fara yfir 80% af hitakostnaði af oliu. Kvaðst hann telja réttmætt. að hitaveitugjöld fylgdu sem mest eftir kostnaði við o:iuky;. i. ,*u i þessu hilutfalli, og vel mætti segja að stjórnarvöld borgarin.nar hefðu ekki gætt þessarar regiu nægilega á liðnum árum. Breikkun Ilverfjsgötu seinkar Þá var rætt nokkuð um viðhald gatna og gatnagerð í sumar. Borg arstjóri kvað ástand gatna nú betra ein i fyrravetur, en þó mætti búast við miklum skemmdum. í fyrra hefðu um 23 milljónir kr. farið í viðhald gatna, en þá hefði verið lagt samfellt slitlag á marg- ar eldri götu.r. Svipuð fjárhæð væri ætluð til viðhalds á þessu ári. Borgarstjóri var spurður um 'það, hvort ekki væri hætta á, að gatnaframkvæmdir og röskun um ferðar af þeim sökum á þeim tíma, sem hægri handar breyting in gerðist, gæti ekki valdið vand- kvæðum, og hvað hann hættu á því. og áreiðanlega væri þörf góðr ar samviinnu þar á milli, enda mundi það verða reynt. Hann kvað ekki mundi verða unnið sð breikkun Hverfisgötu í sumar, nema þa að litlu leyti seint á árinu, eftir því sem samningum við húseigendur og brottflutningi húsa miðaði áfram. Ilann kvað onn ósamið um ein fimm hús við götuna. ^usjlysið í Tímanum Fisldeysið. Loks vair vikið að skortinum á inýjum neyzlufiski í borginni um þessar mundir. Borgarstjóri kvað hafa verið vikið að því í Tíman- um í dag og haft eftir fisksöl- um, að fiski þeim, sem togari Bæjarútgerðarinnair landaði hefði verið ójafnt skipt milli fisksala, og aðallega farið í hendur eins þeirra. Ilann kvað rétt, að Bæjar- útgerðin vildi sýna jaf.nræði um dreifingu þess fisks, sem hún gæti látið á markað, en hún gæti ekki sent fiskinn til hvers smásala og yrði þv>í að skipta við þá, sem hefðu einhverja heildsölu með fisk, eða keyptu hann beiint og greiddu hann. Hún hefði og haft þá reglu, að selja aðeins þeim við skiptavinum, sem væru skuldlaus- ir við fyrirtækið af fyrri kaup- um og greiddu fiskinn þegar. Að þessu siuni hefði fiskurinm farið að mestu til eins fiskheildsala en hann hefði dreift honum til 30 fisksala. Borgarstjóri minnti einnig á fiskdreiifiingarstöð þá, sem stofn- uð var fyrir nokkram áram og fékk lóð í Örfirisey, en það fyrir- tæki varð gjaldiþrota og starf þess féll að mestu niður. Fiskdreifing- armiðstöð er því engin til. VÍTA STJÓRN- VÖLDIN Aðalfundur Skipstjóra og stýri- mannafélagsins Vísis á Suðurnesj um, haldinn 30. des. 1967, sam- þykkir að víta harðlega þær að- gerðir stjónnarvalda að misnota Al'þingi til lagasetninga er miða að þvj að svipta sjómenn hluta af gengisbreytingafé sjávarafurða. sem þeim ber með réttu. Skipstjóra og stýrimannafélagið Vísir, Kefiavík. samþykkt, aS aðalfundur miðstjórnar Framsóknar flokksins yrði haldinn aegana 9.—11. febrúar næstkomandi. — Hefst fundurinn kl. 2 eftir há- dea Framsóknarhús •ni við Fríkirkjuveg. Þei* aðalmenn i mið- stiórn sem ekki geta mæt+ s fundinum. þurfa a«* tilkynna það vara- manni sínum og skrif’ stofu Framsóknarflokks 'ns Reykjavík með næg- urr tyrirvara Sími skrif stofunnar er 2-44-80. Skattaframtöl í Reykjavík og nágrenni, annast skattframtal fyrir einstaklinga og ársuppgjör og skattframta) fyrir smærri fyrirtæki. Upplýsingasími 20396 dag lega kl. 18—19. SÍMI 19092 og 18966 Til le'9u liprir, nýir sendiferðabílar. Heimasími 52286.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.