Tíminn - 13.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.01.1968, Blaðsíða 14
14 TÍMINN LAUGARDAGUR 13. janóar 1968. Dæmdir í þrælkun Frambald af Ms. 1 til alimenninigsátitsins í heimin- um. í yfirlýsingunni kröfðust þau þess að dómurinn væri lýstur ó- merkur og sakborningar Mtin laus. en þess í stað komið í kring nýj- um, sanngjðrnum réttarhöldum yfir þeim, þar sem erlendir frétta menn og lögfræðingar fengju að vera viðstaddir. Þau Litvinov og frú Daniel segja, að dómurinn brjóti í bága við einföldustu meg inatriði sovézks réttartfars. Dóm- arinn, ákærandinn og fólk í saln- um ,sem var sérstaklega va'lið til þess arna, tóku höndum saman um að gera réttarhöldin að skrípa leik, og þau Ginsburg, Galanskov, Dobrovolsky og Lasjkova höfðu aldrei minnstu von um óhlutdræga málsmeðferð. segir í skjalinu. „Réttarfar af þessu tagi ætti ekki að vera hugsanlegt á tuttugustu öld, áheyrendur voru allir öryggis lögreglumenn og gæðingar flokks ins, og hrópuðu i sífellu móðganir og svívirðingar til sakborninga, gripu fram í fyrir þeim og trufl- uðu gang réttarhaldanna á alla lund“. Að vísu fengu þau Litvinov og frú Daniel ekki að vera við- stödd réttarhöldin fremur en aðr- ir, en einstöku ættingjum sakborn inga var leyft að líta þar inn fyrir dyr, og hafa þau upplýsing- ar sínar um framganig mála frá þeim. í dag deildu þau út afriti af skjali þessu meðal erlendra bíaða manna. Stjórnmáilafréttaritarar í Moskvu telja mjög líkleg.t að þetta tiltæki þeirra dragi dilk á eftir sér. og komi fyrir dómstóla Sovét ríkjanna, á sama hátt og mál Daniels og Sinjavsky. Buskovsky- málið í fyrrahaust og nú réttar- höldin yfir fjórmenningunum. Norski lögfræðingurinn Ingjald Sörheim, sem fór til Moskvu á vegum alþjóðlega lögfræðingasam bandsins til að kynna sér réttar- höldin, fékk eins og fyrri daginn, ekki að stíga inn fyrir dyr í dóm salnum. Hann verður þó áfram í Moskvu um hríð, til viðræðna við sovézka kollega sína. Þrátt fyrir tuttugu stiga frost var mikill mannfjöldi saman kom inn fyrir utan dómshúsið í dag, eða um tvö hundruð manns, til að bíða úrskurðar réttarins. Tugir vina og vandamanna sakborning- anna voru í þeim hópi, auk erlendra blaðaimanna. sem voru mjög fjöl- mennir. í dyrum byggingarinnar stóð röð lögreglumanna. og óei.n- kennisbúnir öryggislögreglumenn tóku Ijósmyndir, með aðstoð leift urljósa, af hverjum þeim sem kom út úr byggingunni og gaf sig á tal við erlenda fréttamenn. Þetta hefur lögreglan gert samvizkusam lega hvern einasta dag réttarhald f fremstu röð mannfjöldans stóðu fjórar ungar stúlkur, og héldu þær á nellikuvöndum sem þær gáfu verjendunum. Þeir voru fjórir talsins, Kaminsjaka, Solotu tsjin, Srvirsky og Arija, og tóku fegins hendi við blómunum, og þökkuðu fyrir, en vörðust að segja nokkuð frekar. Af hálfu hins opinbera hefur ekkert verið sagt um réttarhöldin. freanur en þau væru ekki til, og bæði sovézku blöðin og fréttastof an Tass hafa ekki minnzt einu orði á þau. Öll voru sakborningarnir fundin sek um að hafa dreift áróðri fjand samlegum Sovétríkjunum, og þar með brotið sjötugustu grein þar- lendra refsiilaga. Galanskov hlaut einnig dóm fyrir ólöglegt gjald- eyrisbrask, þar eð han.n kvað hafa tekið við greiðslum frá NTS, „A1 þjóðlega verkamannasambandinu“ sem er samtök rússneskra úblaga, og eru aðalstöðvar þeirra í Vestur Þýzkalandi. Mark og mið þess fé- lagsskapar er að steypa Sovét- stjórninni frá völdum. f kvöld var enn óljóst hvort dómum yrði áfrýjað eða hvort hægt væri að áfrýja honum á ann að borð. Eins og áður er sagt verður Vera Lasjkova að líkind um látin laus eftir vikutíma. þar eð hún hefur setið í fangelsi tæpt ár og því afplánað dóm sinn. Þeir örfáu vandamenn hinna á-i kærðu. sem fengu að vera við- j stödd réttarhöldin, gengu út úr| byggingunni klukkan sex í kvöld. Meðal þeirra var unnusta Gins- burg og grét hún sáran, en móðir hans sem var í fylgd með henni, lét ekki á sér sjá nein merki geðs hræringar. Eiginkona Galanskovs leit út fyrir að hafa fengið tauga áfaill og studdu sonur Duniels rit höfundar og dr. Pavel Litvinov VSNNINGS- NÚMER Á SUNNUDAG Á sunnudaginn er róðgert að birta vinningsnúmerin í happ- drætti Framsóknarflokksins, en það hefur ekki verið hægt til þessa, þar sem ekki hefur enn verið gengið frá skilagreinum fyrir heimsenda miða. Þeir, sem enn eiga eftir að gera skil, eru beðnir að gera það nú þeg- ar á skrifstofu happdrættisins, Hringbraut 30, sími 2-44-80. hana inn í bifreið og óku brott. Ekki kom til uppþota og óeirða af neinu tagi fyrir utan dómshús- ið. Þegar fréttamenn spurðu konu Daniels nánar um mótmæilaskjalið sivaraði hún þreytulega: „Þetta var allt sem unnt var að gera, og í okkar valdi stóð“. KRAG Framhald af Ms. 1 stjóm, sem íhaldsmenn Vinstri flokkurinn og Róttækir vinstri menn eigi aðild að. Er stefnt að því. að þessir fiokkar fái hreinan meirihluta í þinginu, og geti þainnig myndað meiri hlutastjóirn. Br ekki ólíklegt, að Poul Hartling, formaður Vinstri flokksins, yrði for- sætisráðherra sllikrar stjórnar. En segja miá, að jiafnóvíst sé að þessir flokkar fái hreinan meirihluta, og að sósíalista- flokkarnir fái slíka aðstöðu til stjórnarmynduiniar (þ. e. án Vinstrisósíalista). Jafnaðarmenn munu, haldi þeir nokkurn veginn velli, eink um leyta fyrri sér hjá Rót tækum vimstri mönnum — en þessir flokkar hafa áður starf að saman. Fái þeir tveir hrein an meirihluta, er stjórnar- myndun þeirra á milli ekki ó sennileg. Aftur á móti er ó- sennilegt, að þeLr fái þann meirihluta er til þarf. Niels Westerby, leiðtogi Frjálslyinda miðflokksins, er fyrir nokkru klofnaði út úr Vinstri flokknum, telur ó- sennilegt að fylkingarnar tvær — íhaldsmenn, Vinstrimenm og Róttækir annars végar og Jafnaðarmenn og Sósíalistíski þjóðarflokkurinn hins vegar — nái meirihluta. Því telur hann, að flokksbrot sitt muni fá lykilaðstöðu varðandi stj'órnarmyndun. Westerby er talsmaður sam steypustjórnar Jafnaðarmanna, Vinstri flokksiins og íhalds- flokksins. en frekar ólíklegt er að slík stjórn verði mynduð. Yrði þar um algjöra breytingu að ræða í dönskum stjórnmál um. Aftur á móti virðist nokkuð Ijóst, að nái enginm flokkur úr slitasigri í kosningunum 23. janúar, getur orðið erfitt um stjórnarmyndun, og jafnvel hugsanlegt að minnihlutastjórn verði áfram við völd. Það virð ast þó flestir vilja forðast, er svo að sjá að Danir vilji nú fá hreinar línur, og að annað hvort svonefndir borgaraflokk ar, eða vinstriflokkarnir, hljóti traustan meiirihluta í himu nýja þingi. RÁNSMÁL Framhald af bls. 16. maninanna hefur heldur haft neitt samband við sendiráðið áður, þótt þeir hafi dvalið nokk urn tíma í Danmörku, og þá náttúrlega ekki leitað þar að- stoðar vegna peningavandræða. Að himu leitimu, sagði amb assadorinn. að þegar málið kemur fyrir rétt má búast við að maðurinn þurfi túlk og einhverja aðra aðstoð, og þá verður það að sjálfsögðu látið í té, en ekki hefur komið til þess enniþá. Þótt mikið sé af íslending um í Kaupmanmahöfn, eru mjög fáir sem eru hér iðju • lausir á flækingi. Eru langflestir við nám eða vinnu. Sagði ambassadorinn að sem betur færi heyrði það til hreinna undamtekninga að ís lendingar þar i borg kæmust í kast við lögin, og að sendi ráðið þyrfti að hafa afskipti af misyndismönnum. anna. Systir okkar Kristín Sigurðardóttir, frá Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, Freyjugötu 7, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. janúar kl. 1,30 e. h. Halldór Sigurðardóttir, Lingný Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu samúð við andlát og jarðarför Valgerðar Jónsdóttur, Ökrum v/Nesveg. Anna G. Bjarnadóttir, Steinar Bjarnason, og aðstandendur. ASÍUINFLUENZA Framhald af bls. 16. þjónustustörf. Hjá rannsóknarstöðinni á Keld um fékk blaðið þær fregniir, að ekki væri að vænta öruggrar nið- urstöðu af ranmsóknunum þar fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. Em þær munu skera úr um, hvort umrædd sjúkdómstilfelli stafa af Asíuin'flúensuvei'ru. Farsóttir eins og sú, sem geis að hefur í Bandarikjunum, Bret lamdi og Danmörku að undan- förnu, ganga gjarman yfir á nokk urra ára fresti. En eitt einkenni iinflúensufaraldra er, að þeir, sem sýkjast eitt árið gera það mær aldrei næsta ár. SLYS VIÐ BÚRFELL OÓ-Reykjavík, föstudag. Bilstjóri í grjótflutningabíl slas aðist við Búrfell í morgun. Va.r hann fluttur þaðan í sjúkrabíl á slysavarðstofuna í Reykjavík. Slysið vildi til rétt fyrir há- degi. Mi'kil hálka var þarma og rákust tveir grjótflutningabilar á. Bilarnir fóru báðir út af veg inum við áreksturinn en ultu ekki. i Bilstjórinn á hinum bílnum meidd ist ekki. Ofnarnir sprungu í franska sendiráiinu HS-Œteykj'avík, föstudag. f kuldakastinu, sem gekk yfir landið á dögunum, lentu starfs- memn framiska sendiráðsins hér í Reykjavík í miklum erfiðleikum. Sendiráðið er til húsa að Tún- KRISTJÁN BJARNA- SON, VERKSTJÓRI, ÞINGEYRI, LÁTINN SE-Þingeyri, föstudag. f dag var jarðsunginn frá Þing- eyrarkirkju Kristján Bjarnasom verkstjóri í hraðfrystihúsi Kaup- félags Dýrfirðimga. Kristján va,r fæddur á Þingeyri árið 1909, og varð bráðkvaddur á heimili sínu 6. þ.m. Mikið fjölmenni var við útförina. götu 22, einmitt á því svæði, þar sem hitaveitan er hvað lélegust, iþegar einhverjir kuldar eru. Og í frosthörkunum skeði það að nær allir miðstöðvarofnar í húsiinu sprungu og auk þess leiðslur í veggjunum. Búið er í kjallara hússinis, en það lán var í óláni, að sendiráðið hefur á leigu íbúð i Barmahlíð fyrir sendiráðsritara. en þar sem enginm ritari er nú við sendiráðið gat fólkið flutt í þá íbúð til bráðabirgða. Hitaveitam var nær óvirk í sendiráðinu í mánaðartíma — en rafmagnsofnar keyptir til að hafa i hverju herbergi. Nú hefur ver- ið gert við skemmdimar að mestu en tjón var mjög mikið, eins og gefur að skilja, auk þeirra óþæg- inda. sem sendiráðsfólkið hefur átt við að stríða. BLAIBERG UÐUR ENNÞÁ VEL NTB-Höfðaiborg, föstudag. ; Philip Biaiiberg, „hjartamanni“ | í Höfðabor?. líður p'n .« ">*t’I oig engin merki sjást þss, að i líkami hans ætii að snúast gegn nýja hjartanu, sagði dr. Barmard sem stjórnaði aðgerðinmi, í við tali við fréttamenD'í dag. Hann sagði, að sjúklingurimn hefði smiávægileg særindi í hálsi j ein það væri ekkert alvarlegt á ferðum, aðeins lítilsháttar veiru smitun, og hann hefði ekki hita. „Blaiberg hefur góða matarlyst, en þó hefu,r hamn létzt ofurlítið, sagði Barnard, en það er mjög heppilegt því að holdafar hans var höfuðorsök þess að vessa- vökvimn myndaðist í krine um hjartað fyrir nokkrum dögum. Barnard sagði, að nú liði sjúklingnum „50— B0% betur" en áður en aðgerðin var gerð á honum, og með hverjum degi ykj ust líkur þess, að hanm næði full um bata. Blaiberg er himn hress asti, og getur nú setið nokkra stund í einu á rúmstokknum og raibbað við hjúkrunarkonur og lækma. í dag töluðu Bernard og aðstoð- armenn hans inn á hljómplötu. og lýstu einstökum atriðum aðgerð arinnar nákvæmlega. FyTirætlað er, að læknastúdentar um allan heim geti síðan eignazt plötuna og lært af henni. Tekjurnar af þessari útgáfustarfsemi renna til „Chris Barnard stofnunarinnar“, sem ver þeim til rannsókna á sviði læknavísindanna. í fréttatilkynningu Stanford sjúkrahússins í Kaliforniu sagði í dag, að stáliðnaðarmanninum Mike Kasperak liði nú betur, en nú eru sex dagar síðan nýtt hjarta var grætt í hann. í gærkveldi fékk hann í fyrsta skipti síðan aðgerðin var gerð, að fara fram úr rúm- inu. Hjúkrunarkonur studdu hann að stól í sjúkrastofunni o,g sat hann þar í stundarfjórðung og talaði við komu sína, sem kom í- heimsókn. Læknarnir eru þó ugg- andi um líf hans. því að þó hon- um líði bærilega nú. getur lifrar- og nýrnarsjúkdómur hans tekið sig upp, hvenær sem er og dregið hann til dauða. RAFVIRKJUN NýlagiUr og viðgerðir. — Sím.i 41871, — Þorvaldur Hafberg raívirkiameistari. Hemlaviðgerðir Rennurr bremsuskálar. — Slipum bremsudælur- Limum ð bremsuborða og aðrar almennar viðgerðir. HfcMLASTILLING H-F. Snðarvog: 14. Sími 30135.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.