Tíminn - 24.01.1968, Síða 2

Tíminn - 24.01.1968, Síða 2
Y*" *M MIÐVIKUDAGUR 24. janúar 19«8. ÓLAFUR RAGIiAR GRÍMSSON Undirstöður þjóðarauðs Án blómlegra og framsæk- inna atvinnuvega mun auður hinnar íslenzku þjóðar aldrei vaxa né afkoma hennar verða örugg og farsæl- Hafið, orka landisins, gróðursæld moldarinn ar ásamt verklhæfni fólksins hljóta um langa framtíð að vera frumhvatar allra raun- hæfra framfara og þróun höf uðatvianuve'gainna að feta í sér hinar varanlegu undirstöður þjóðarauðs. Stytrkleiki og þol slíikra undirstaða er fyrst og fremst háð þ^irri rækt, sem lögð er í langtíma uppbyggingu þessara greina. Herji sífelldir stundarerfiðleikar á aðalat- vinnuveg þjóðarinnar og fari öll starfsorka forsjármanna þeirra í bráðabirgðalausnir, út- vegun gálgafrests, munu ræt- urnar fúna fyrr en varir ag grunnurinn splundrast. Án framsýnni og mikilvirkrar upp byggingar og endurnýjunar aðalatvinnuveganna munu und irstöður þjóðarauðsins aldrei veita þá hagsæld, sem íslenzkri þjóð er nauðsynlegt, eigi lands menn að una glaðir við sinn hluit. Undirbúniiingur og fram- kvæimd stórvirkra umbóta í framleiðsluháttum höfuðnt- vinnuveganna mega ekki farast fyrir í önn bráðabirgðalausna sífelldra stundarerfiðlei'ka. Á undanförnum árum hafa íslendingar keppzt við að telja sjálfum sér trú um, að engin þjóð stæði þeim tæknilega á sporði í sjávarútvegi og fisk vinnsiliu. Við værum á þe'ssu sviði einskonar ofurmenni, sem ávallt væru í fremstu víglínu i notkun nýrra véla og fram- leiðsluhátta- Því miður er þessi goðsögn um ágæti okkar sjálfra í ósamræmi við veruleikann. Að frátalinni nýtingu fáeinna tækja við síldveiðar höfum við sífellt verið að dragast aftur úr tækni- og vísindabylting- unni í sjávarútveginum. Dags kynni af framleiðsluaðfferðum helztu samkeppnisiþjóða okkar. veiðum þeirra og vinnslu nægja til að vekja afdráttar • laust athyigli á þessari stað reynd. Jafnvel forsætisráðherr ann hrekkur við í skyndiheim sókn til fiskstöðvar í Hamborg, þegar hann sér hina gífurlegu tæknivæðingu. Eigi sjávarút- vegurinn að vera áfram megin þáttur í efnahagslegri velsæld þjóðarinnar, eins og óhjiákvæmi legt er, verður á næstu árum að gera risaátak í skipulagðri endurnýjun veiðitækni og framleiðsluhátta. Draga verður saman í eina áætlun allar rann sóknir og framkvæmdir, sem stuðlað geta að frambúðarupp byggingu þessarar grundvallar atvinnuigreinar. Mikilvægt skref í átt til var anlegra umbóta væri, að sam tök útvegs og fiskvinnslu reistu undir forystu ríkisvaldsins stór vinka og nýtízkulega veiði-, framleiðslu- og rannsóknarstöð. Höifuðverkefni hennar væri skipulagt brautryðjenda og endurnýjunarstarf í notkun nýrra skipa, véla og vininisluiað- ferða. Hún væri skipuð vísinda lega þjálfuðu starfsliði, ásamt mönnum með raunhæffa reynslu á þessum sviðum og safnaði í einn stað vitneskju um þróun erlendis, kannaði hag nýtt gffldd henniar við íslenzkar aðstæður og ynni að sjálfstæð- um rannsóknum. Þau tæki og aðferðir, sem vel gæfust í þess ari endurnýjunarmiðstöð sjávar útveigsins væru síðan á skipu- legan hátt tekin í notkun af hin um mikla fjölda sjálffstæðra framleiðenda. Hún myndi reyna mismunandi bátastærðir fyrir hinar ýmsu veiðar og reka í byrjun verksmiðjuskip. Fiski rannsóknir myndu á eðlilegan hátt tengjast starfsemi hennar og smáitit og smátt gæti hún haft forgöngu um heildarskipulagn ingu veiðanna kringum ísland. Slík skipulagning verður æ brýnni með ári hverju bæði vegna fiskistofna og hagkvœmr ar nýtin.gar flota og fiskvinnslu stöðva með tilliti til stærðar, tegundar og staðsetningar. Þótt óvissa verði avallt ríkur þátt ur í íslenzkuim sjávarútvegi, mó draga til muna úr henni með rannsóknum og skipulögð um aðgerðum. Þjálfun starfs- liðs o,g stjór-nenda í þeissari undirstöðuatvinnugrein er svo mikilvæg fyrir gæðaframleiðslu Framhald á bls- 12. GRÖÐUR OG GARÐAR Litið til Alpafjalla — „Dónó líðuir fram gruigg- ug og grá, ég get ekki sam- þyktot að hún sé Wá“--------------- Hin fagra, bláa Dóná hefur lenigi verið lofisungin. Kancnski heifur hún fyrir æfialöngu átt það lof skilið, en fjanri fer því, að svo sé mú. Nei, árn- ar í hinum láglendu, þéttbýlu iöndum hafa fyrir lönigu spifflzt af alls konar úrgangi. En bjiartar lindir streyma fram í fjöluinum þar, eims og hér heiima. — Láglendið í sölum Alpafj'alla /er víða frjósamt með ökrum, enigjum og aldin- görðum. Byggðin miklu þétt- ari en á íslandi og stendur víða þorp við þorp. — Humall blæðir sums staðar húshliðar á íslandi til skrauts. En þanna sjást stórir humlagarðar mjög einkienniliegir. Staurar eru reknir niður í akrana og vef- ur humallinn sig um þá og litar jðgræna. Humilafcollairnir eru hagnýttir til ölgerðar. — Lág fjöll eru vaxin skógi upp á efstu brúnir. — „Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö“, stendur í æfintýrinu alfcunna. Þetta „sj'öffjallialand“ er í Þýzka landi og telja íslenzkir ferða- mienn þau litlu hærri en Öskju hlíðina, svo vel getur barn gengið yfir þ.au. — Þegar upp í hlíðar Alpafjalla kemur, tek- u,r brátt við skógur, laufskóg- ur allvíða neðan til, en síðan barrsfcógur og ef.st fjalljurta- beltið, þar sem fjöilin eru há. Það er enn haft í séli sums staðar. Á sumum sveitabæjum sá ég myndir af múrmeldýri. Það lifir hátt til fjialla og ligg- ur í dvala allt að 8 mánuði. Ymsar j.uirtir, sem ræktaðar eru til skrauts í görðum á ís- landi, vaxa villtar í dalhlíðum Alpanna. Þaðan eru líka berg- rósin og rauðblaðarósin runn- ar. Og þegar ferðalangair spyrja um „Alpablómið", þá er átt við alpafíffffl (Edelwieiss), ein hann dafnar vel í sbein- hæðum hér á landi, grár og loðinn, líkt og fjandafæla. — Það eru ótrúleg umskipti að fara frá dalgrundum Alpanna mieð hveitiökirum og jafnvel maís, og halda upp í gegnum skógiabeltið upp í háfjöllin. Suims staðar er hægt að kom- ast þetita á svipstundu ' mieð „himniastrætó" eða svifkláf. Fara margir til og frá vinnu á þenman hátt ofan úr fjöll- um niður á láglendi og skóla- börn nota „lyftu.nia" á vetr- um. — Vorblómaskrúði AIp- anna er við brugðið. Möng blóm eru þar sérliega litfögur og minaa á holta- og mela- blóm hér heimia. í fjallabyggð- um Alpanna er niáittúrufegurð mikil, vötn, dalir, skógarhlíðar og gnæfandi fjöll. Húsin mörg með sérkennilegu sniði, þorp á dalgrundunum og einstök býli og sumarhús víða uppi í hlíðum. Veðurbitnir bændur vinna í görðum sínum og hirða hey siitt, kýr hvarvetma á beit. Fcrðamenn á hverju strái — amiedskir, þýzkir, franiskir o. fl. þjóða í alls konar búning- um reika um, skoða náttúr- una og þjóðlífið og taka ógrynni af myndum, t. d. af fólki við útivinnu, helzt við bæi sína með fjöllin í baksýn, Marg'ir bændur lifa að nokkru leyti á fyrirgreiðslu við ferða- mienn. Jarðir munu dýrar og þó margar ærið erfiðar til bú- refcsturs þarna í fjallabyggð- unum. Víða mun aðeins 10— 20% af ræktaða landinu filatt og varla helmingur hæfur fyrir drábtarvélavininiu. Hiitt liggur í bratta og verður þar að notast við handverkfæri. Leigja og allmiargir þetta erfiða land und ir sumarhús og hús til afnota fyrir ferðamjenn. Mikill hluti feirðamaninastrau'msins leitar einmitt til fjallaihéraðanna. Teilja t. d. Svisslendingiar að tveir af hverjum þremur gisti þar og kannski eins margir hjá bændum og öðrum, sem hafa herbergi tffl leigu og á hótelum og veitingastöðum. Gefur þetta mörgum bændum drjúgar auka tekjur. En þeir þurf.a þó mik- ið á sig að leggja að sinna bæði búskap og ferðaimönnum og mun vinnutíminn oft æði langur, einkum á sumrin. Minna er að gera við búin á veturna og þá gerast sumir . bændur gestgjafar skíðafólks, skíðafcennárar og leiðsögu- menn, en skíðasport er miikið í fjöllunum á vetrum. Má víða sjá ruddar gieilar í skógar- breikkum ætlaðar skíðafólki. — Mjög mikið grænmeti, mjólk, kjöt o. fl. matvæli selja bænd- ur bæði beint tffl ferðamannta og tffl veitingastaða. Ferða- miannastraumuirinn ásamt iðn- aðarmiðstöðvum stuðlar nokfc- uð að því að halda fólki í sveit- unum. Þó flytja margir til borg.anna þar eins og hér og alls staðar yfirgefa ungu sitúlk urmar fyrst sveitina og sækja í fjölmennið. En ferðamenn- irnir sækjast eftir hinu gamla, sérkennilegum húsum og hús- gögnum og vilja kynnast gömi um vinnubrögðum og venjum. Þernur og þjónar í þjóðbún- Fjallabóndi ingum öi*wa mjög aðsókn að veitingahúsum. Ferðamanna- straumurimn gefur bekjur og flýtir fyrir ýmsum breyfiimgum en kemur líka losi á sumt fiólk sveLbanna, sem eirir ekki leng- ur heima og leitar vinnu í veit ingahúsunum eða flytur tffl borganna. En hugurinn flýgur oft til sveitanna, sbr orð þjórns ins, sém sat úti á svölum yeit- ingah'úss í kvöldkyrrðinni: Kvölda tekur, kvikna ljósin, kúnum laingar heim í fjásin — dagur er af lofti liðinn, laumast ugla á næturmiðin. Ing. Dav.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.