Tíminn - 24.01.1968, Blaðsíða 12
12
TÍMENN
NAUÐSYN H-UMFERÐAR
framnaiij ai si&o
í þriðja lagi Mt ég alls ekki á
Huimferðarbreytmguna sem al-
mennt geðþóttamál, þar sem
allir eiga að heiw að standa jafnt
eða svipað að vígi- Hér er um
að ræða talsvert afbrigðilegt sér
mál, sem að vissu marki vel má
flokkast undir fagmál eða ^ækni-
mál, sem öllum sé alls ekki hleyy-
andi að til að dæma. Umbúðalaus
sannleikurinn erlsá, að allur al
menningur í landinu hefir sára-
lítið vit á þeim og fjölmargir alls
ekkert.
Ég sá í dagblöðum í gær og í
fyrradag, að tveir þekktustu odd-
vitar vin-strimeennskunnar í um-
Sveina meista ra-
mót íslands
Sveinameistaramót íslands inm
anhúss v-erður haldið sunnudag-
inn 4. febrúar að Reykholti, Borg
arfirði.
Keppt verður í eftirtöldum
greinum:
Bástökk )
Þrístökk ) Án atrenu
Lamgstökk )
Hástökk með atr-ennu.
Þátttökutilkynningar berist fyr
ir 31. janúar til Vilhjálms Einars
sonar, skólastjóra, Reykholti.
ferðinni utanþings. þeir Ingvi
mmn Guðmundsson, formaður
FÍV, og djákni hans, Daníel gamli
Pálsson, telja að þjóðaratkvæða-
greiðsla hér ætti „að geta orðið
ráðgefandi fyrir þingið, alveg
eins og hún var það á sínum tíma
í Sviþjóð“. Ójá, við ættum að
kaupa slíka „ráðgjöf“ miklu fé
og fyrirhöifn! Þjóðþingið sænska
— Rikisdagen — samþykkti nefni
lega þvert ofan í þjóðaratkvæði
og „sterkan þjóðarvilja“ — 83%
,yá sínum tíma“ — að taka upp H-
umferð! Við hér á landi erum þeg-
ar búnir að gera á þingræðislegan
hátt það sama og Svíarnir gerðu,
og spöruðum okkur „ráðgjöfina"
og það held ég að hafi verði al-
veg rétt, ef'tir atvikum. Að vísu
segja þeir kumpánar, að enn meiri
þörf sé þjóðaratkvæðagreiðslu
hér, „vegna legu landsins sem
eyland" (sic!), eins og þeir báð-!
ir sameiginlega komast að orði í j
ritsmíðinni sinni. Öllum viti-
bomum mönnuim ætti þó að vera
Ijóst, hver reginfirra þetta gamal-
dags eyjarkjaftæði er.
Ég hefi kannske mörgum f-rem
ur átt kost á því að hlusta á af- f
stöðu landa minna til H-umflerðar»
málsins, vegna nokkurrar sérstöðu, j
sem ég hefi notið. Ég verð því j
miður að segja það, að heildar-
reynsla mín í þessu efni er sú, að
ég veigra mér við að velja henni
opinberlega orð við hæfi. En til
Úrvals finnskar rafhlöSur
Stál og plasf fyrir Transistorfæki,
segulbönd, leikföng, tannbursta —
og vasaljós.
Heildsölubirgðir jafnan fyrir-
liggjandi.
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F.
Skólavörðustíg 3 — sími 17975—76.
Félag járn-
iðnaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn föstudaginn 26. janúar 1968
kl. 8,30, í samkomusal Landssmiðjunnar.
DAGSKRÁ:
1. Félagsmál
2. Atvinnumál
3. Önnur mál
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
ÚTIBÚSSTJÚRI
Viljum ráða útibússtjóra við útibú vort í Varma-
hlíð, sem væntanlega tekur til starfa í apríl-
mánuði n.k. Ný íbúð á staðnum. Skriflegar um-
sóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og kaup-
kröfur, sendist oss fyrir 15. febr. n.k.
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA, Sauðárkróki.
þess nú að passa mig á því, sem
mér hættir kannske slundum til;
að taka heldur d'júpt í árinni, læt
ég mér nægja að segja það, að
viðhorf margs þessa blessaða fólks
— skyldra og vandalausra — er
sannarlega ekiki upp á marga fiska
frá vitrænu sjónarmiði. Og að ætla
sér að hlíta dómi slíks fólks í þessu
máli . . . það gæfi ég ekki mikið
fyrir. Drottinn minn dýri!
Eitt af því. sem atbyglisvert er
í umræddu máli, og þráfaldlega
hefir komið fram — og auðvitað er
innlegg í hina fátæklegu greinar-
gerð þingmannanna 5 — er fram-
hjáiga-nga ýmissa forystumanna bif
reiðastjóra — og bifreiðaeigenda-
félaga gagnvart félagsanönnum,
þegar hinir fyrrnefndu voru
spurðir álits um upptöku H-um
ferðar og gáfu sín svör, sem
undantekningarlaust voru með-
mælt breytingunni. Nú tel ég, að
á allan hiátt hefði verið bæði
eðlilegt og æskilegt að ræða þetta
mál í viðkomandi félögum, til upp
lýsingar og fræðslu, sem áreiðan
lega hefði leitt til víðtækara fylg-
is við málið. Hins vegar hefði
samþykkt eða mótmæli slíkra
funda ekki breytt neinu um það,
hvað rétt er að gera. Og það vil
ég að komi skýrt fram, að ekiki
nær nokkurri átt að vilja nú allt
í einu gera umrædda forystu-
menn ómerka orða sinna og telja
þá ekki hafa vit á málinu til
jafns við óbreytta félagsmenn al-
mennt. Það er harla ótrúlegt, að
þeir menn, sem árum og í sumurn
tilfellum áratugum saman hafa
sökum yfirburða sinan að dómi fé-
lagsmannanna sjálfra þótt sjálf-
sagðir til forystu, bregðist nú
allt í einu, þegar taka skal á-
kvörðun um svo örlagaríkt sér-
mál stéttarinnar og almennings,
sem hér er um að ræða. Van-
traust á forgöngumenn og stjórn
ir félaga bifreiðaeigenda og bif-
reiðastjóra eru því harla léttvæg
rök í máli þessu.
í framihaldi af þessu er vert að
minna á, að furðul'egt má það
heita, að svo að segja allir þekkt
ir embættis- og trúnaðarmenn
hins opinbera og frjálsra félags-
samtaka í landinu, í um-
ferðarmálum, eru yfirlýstir H-
umferðarsinnar á sama tírna og
heil hersing síðborinna umferðar
málagarpa rís upp til andstöðu við
Huimferð á hinum furðulegustu
„rökum“, talandi um allt, nema
það, sem skiptir verulegu máli. Ég
get ekki stillt mig um að nefna
nokkur fél. og opinberan umferða-
aðila, sem allir kannast við, og
lýst hafa ótvíræðu fylgi við upp-
töku H-umferðar, ýmist í gegnuim
stjúrnarsamþykktir eða ályktanir i
funda:
1. Slysavarnafélag fslands.
2. Varúð á vegum.
3. Félag íslenzkra bifreðiaeigenda
4. Bindindisfélag ökumanna.
5. Landssamband vörubifreiða-
stjóra.
6. Klúbbarnir ÖRUGGUR
AKSTUR.
7. Umferðarnefnd Rey'kjavíkur.
Hvað sýnir þetta? Hver svari svo
sem hann hefir vit og dómgreind
til. En ég fyrir mitt leyti öfunda
ekki þingm. 5 af því grugguga
„farvatni", sem þeir eru nú að
dorga í, og á helzt von á því —
þrátt fyrir allt — að lítil ánægja
og lítill fengur verði hlutskipti
þeirra áður en líkur. Um dóm sög
unnar efast ég ekki.
Ég vona svo, að þegar löggjafar
samkunda þjóðarinnar sezt nú aft
ur á rökstóla að lokinni jólahvíld
landsfeðranna, verði eitt fyrsta
verk hennar áð ganga hreinlega
milli bols og höfuðs á frestunar
frumvarpi þeirra 5-m-enninganna.
Það eitt sæmir!
Reykjavík, 19.1. 1968.
Baldvin Þ. Kristjönsson.
MIÐVIKUDAGUR 24. janúar 1968.
Undirstöður þjóðarauðs -
Framhald af bls 2.
að undrun sætir, hve vanrækt
hún hefur verið. Enginn raun
verulegur fiskiðnaðarskóli er
til í landinu né er skipulega
reynt að senda menn erlendis
til náms. Einnig sk-ortir raun
verulega kennslu í sjálfum fisk
veiðunuim. Hér er brýn nauð
syn úr að bæta. Víðtæk könnun
á mörkuðum erlendis yrði enn-
fremur ásamt kynningu á ís-
lenzkum afurðum að vera í
samvirkandi tenslum við endur
nýjunina í sjálfum fiiskiðnaðin-
um. Efnahagsstofnun útvegs og
fiiskiðnaðar yrðu sjálfsagður
hluti hi-nar nýju miðstöðvar
og myndi hún vinna að sérstök
um framkvæmdaáætlunum þess
arar atvinnugreinar í samræmi
við heildaráæitl'Uin þjóðarbú'sins.
jafnihliða því á fyrstu árum að
stuðla að raunverulegu sam-
starfi eða samruna hinna fjöl-
mörgu f iskiðnaðarfyrirtækj a,
sem staðsett eru í sama byggð
arlagi og æði mörg eiga til-
veru sína meir að þak-ka póli-
tízku-m valdasjónarmiðum en
efnahagslegu m-ati. íslendingar
verða að gera sér þess ljósa
grein nú þegar, að á síðasta
áratu.g hafa erlendis orðið gíf
urlegar framfarir á öllum svið
um sjávárútvegs og fiskiðnaðar
með helztu samkeppnisþjóðum
okkar. Þær hafa tekið í notkun
mörg stórvirk og sjálfvirk fram
leiðslutæki, sem auka til muna
aifköst og verðmæti framleiðsl
unnar jafnhliða því, að þær
hafa varið stórfé i grundvallar
og hagnýtar rannsóknir, til að
byggja á frekari framþróun.
Til að viðbalda sessi okkar
meðal helztu fiskveiðiþjóða
heims þarf stórvægilegt og
skipulegt átak allra hlutaðeig
andi aðila. Deilur um stundar
gróða mega ekki villa mönn
urn sýn og sundra kröftum, því
að hér er of mikið í húfi, fram
tíðarheill og hagsæld þjóðar
innar.
Jafnhliða stórsókn í sjávar-
útvegi og fiskvinnslu verður
iðnvæðing þjóðarinnar að efl-
ast á sem flestum sviðum, bæði
þeim, sem fyrir eru og öðrum
nýjum. Frumskilyrði þess, að
henni verði farsællega fram
haldið er, að í upphafi aðgerða
séu gerðar ítariegar rannsókn-
ir á þeim möguleikum, sem nátt
úra landsins og verkkunnátta
þjóðarinnar bjóða upp á og
vandlegur samanburður gerður
á hinum miaingvíslegu nýju iðn-
greinum, sem húgisanlegar eru.
Engin slík iðnvæðingaráætlun
hefur verið gerð- Allt tal um
stóriðjutíma að loknum ál-
framtovæmidum er marklaus
orðaflaumur, þar eð engin
grundvallaráform um íslenzka
■ efnahagsþróun lágu að baki ál-
ákvarðananna. Eigi hinar ýmsu
tilraunir einstaklinga og félaga
til iðnþróuinar ekki að reynaist
meiri ,og minni fjármunasóun
og ístöðulítil ævintýramennska,
verður hið \fyrsta að se-mja í
samráði við samtök iðnaðarins
og innlenda og erlenda sér-
fræðinga raunverulega iðnvæð-
ingiaráætíun. Slík áætlun þarf
að fela í sér forgangsröðuu
þeirra eldri iðngreina sem
mesta þróunarmöguleika hafa
bæði með tilliti til innlends og
erlends markaðar og ítarlegar
tillögur um framkvæmdaað'gerð
ir í þessum greinum til að auka
samkeppnishæfni þeiira til
muna á stuttum tíma. ítarlegar
rannsóknir á kostum og göllum
ýmissa nýrra iðngreina með
tillti til íslenzkra aðstæðna og'
möguleika þeirra hverrar um
sig til að geta af sér hliðar-
greinar, sem myndu avdra fjöl
breytni íslenzks iðnaðar, væru
óhjáikvæmilegur undanfari iðn
væðingaráætlunar, sem síðan
fæli sjálf í sér ákveðin fram
kvæmdaáform þeirra greina,
sem hagstæðastar væru taldar
í þessu tilliti. Tillögur um stað
setningu og stærð hinna ýmsu
iðnfyrirtækja væru nauðsynleg
ur þáttur iðnvæðingaráætlunar
til að fyrirbyggja margveríknað
í framleiðsluigetu og hindra of
mikla dreifingu iðnþróunar.
Það er eðlilegt að hér mynd
ist líkt og í öðrum löndum iðn-
kjarnar: ákveðnir bæir sér-
hæfi sig í tiltekinni framleiðslu,
þar eð slíkt gæfi meiri mögu
lieika á stærri framleiðsluein-
ingum, ódýrari og samkeppnis
hæfari vöru. Án slíkra skipu-
lagðra og samræmdra vinnu-
bragða, sem felast í samnin'gu
og framkvæmd iðnvæðingar-
áætlunar, verða draumar um
öflugan og fjölbreyttan íslenzk
an iðnað aldrei að veruleika-
Vafasamt er, hvort notokur ís-
lenzk atvinnugrein hefur á und
anförnum áratugum tekið land
búnaðinum fram í skjótri og
almennri hagnýtingu nýjustu
tækni og víðtækri samvinnu
framleiðend-a á sviði vinnslu og
markaðsdreifingar, sem í senn
hefur lækkað kostnað til muna,
bætt gæði og aukið þjónustu
við neytendur. Breyttir sam-
gönguihœttir, fækkun 'fólks í
sveitum og tilkoma s-tórvirkra
véla hafa hins vegar nú gert
fyllilega tímabæra, ef ekki nauð
synlega, víðtæka samvinnu
bænda að sjálfri frumfram-
leiðslunni, heyöflun og hirð-
ingu búpenings. Slík sam-vinna
myndi fela í sér lausnir á meg
invandamálum landbúnaðarins
í nánustu fram-tíð: vandamálum
sem eru bæði félagisleg og efna
hagsleg. Það þarf að styrkja
stöðu sveitabyggðanna þannig
að æskufólk fyllist nýjum land
námshug jafnhliða því að fram
leiðsla afurða verði gerð fjöl
breyttari og ódýrari. Til að e-fla
sveitirnar þarf að stuðla að
myndun býlakjarna, sem skapa
skilyrði fyrir félagslegt líf og
verklega samhjálp, fjölbreytt
ari framleiðslu og notkun stór
virkra tækja. Einungis slík
byggðaþróun mun forða ís-
lenzkum landibúnaði frá að slig -
ast undan efnahagskröfum þjóð
arbúsins og félagslífskröfum
upprennandi kynslóðar. For-
ráðamenn bændasamtakanna
ættu hið fyrsta að ha-fa for-
göngu um ítarlega athugun á
mögul-eikum slíkrar byggð-aiþró-
unar, þa-r eð hún ein megnar að
skapa lífvænleg skilyrði fyrir
blómlegum landbúnaði á fs-
landi á næstu áratugum.
Hér að framan hafa verið
raktar fáeinar tillögur um
grundvallarþróun höfuðatyinnu
greina íslendinga, sjávarútveg,
iðnað og landbúnað. Um þær
verða sjálfsagt deildar m-eining
ar, enda er slíkt eðlilegt. Mark
miðið er hinsvegar það eitt að
vekja til umhugsunar um þá
einföldu staðreynd, að sífellt
stríð við stundarþrautir á kostn
að framtíðaruppbyggingar
sjálfra undirslaða þjóðarauðs-
ins getur fyrr en varir leitt
þjóðina út í óleysanlegt efna-
ha-gslegt þrot. Og þá mun lítils
vi-rði vort sjáifstæði.