Tíminn - 09.02.1968, Side 1
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
PASTEIGNASALAN
HÚS&EIGNIR
BANKASTRÆTI «
Símar 16637 — 18828.
IGÞ-Kcykjavík, fimmtudag.
Um hádegið í dag gekk frú
Rita Eddom inn til manns síns,
þar sem hann liggur í sjúkra
húsinu á ísafirði, og lokaði
hurðinni á eftir sér. Enginn er
til frásagnar um þennan fund
þeirra hjónanna. Eftir fimm
minútur gengu móðir og faðir
Harry Eddoms inn í herbergið,
ásamt bróður hans, en á hæla
þeim fóru blaðaljósmyndari og
tveir blaðamenn frá brezka
blaðinu Sun. Hópurinn stóð
við í tíu mínútur.
Þetta voru fagnaðarfundir
hjá fiölskyldunni. Frú Ritu
Eddpm hafði vöknað um augu.
Ekki svo að skilja að hún gréti.
Þvert á móti. Hún var bros
andi. Harry Eddotn hafði sezt
upp í rúminu. Hann var líka
brosandi. Þegar faðir hans
gekk inn sagði hann ósköp
venjulega, eins og hann væri
að hitta hann eftir dags fjar
vist: — Hvernig líður þér,
sonur. Harry Eddom sagði
með nokkurri álherzlu: Mér líð
ur mjög veL.Móðir Harrys tók
utan um son sinn og sagði:
It‘s good to se you, our Harry.
Þannig voru kveðjurnar,
sem allir vildu verðá vitni að-
Þær voru í sjálfu sér einfaldar
og ekki tíðindamiklar. Samt
sem áður hefðu fulltrúar millj
óna brezkra blaðalesenda og
sjónvarpsáihorfenda viljað gefa
mikið fyrir að fá að heyra þær.
Þeir stóðu fyrir utan sjúkrahús
ið og kröfðust inngöngu með
ýmsum hætti á meðan fjölskyld
an skiptist á hlýlegum orðum
inni í sjúkrastofunni.
.V-.V-. -\V- -.'v -.V..'
'•Vý.'.'..
wmrn
;
'VVVV: \.v.'' ..;
Sun World Copyright
Út af þessari mynd var barizt í Bretlandi, á Keflavíkurflugvelli, Hótel Sögu og sjúkrahúsinu á ísafirði. Hún var tekin um hádegið í
gær, þegar Rita Eddom og maður hennar Harry Eddom liittust í fyrsta sinn, eftir að Harry hafði með svo ótrúlegum hætti verið
heimtur úr helju. Það var brezka blaðið The Sun, sem kom á þessum sögulega fundi, en að launum fékk það eitt blaða mynd af at-
burðinum. Sun-einkaréttur.
Bændur vilja viðræður við
ríkíssfjórnina um ráðstafanir
EJ-Reykjavík, fimmtudag.
Um klukkan 22 í kvöld lauk
aukafundi Stéttarsamþands bænda.
í ályktunum þ'ngsins er úrskurði
meirihluta yfirnefndar um bú-
vöruverð harðlega mótmælt. Taldi
fundurinn, að afkomu fjölda
bænda sé stefnt í algert óefni og
þvi geti bændastéttin ekki unað.
* Fundurinn samþykkti að
kjósa 5 manna nefnd, er, ásaint
stjórn sambandsins, skuli ganea
á fund ríkisstjórnarinnar og
reyna að fá fram ymsai raðstai-
anir vegna landbúnaðarins.
Hér á eftir fara al.lar ályktag-
ir aukafundarins, en þær voru,
að uindaniskilinni ályktuninni um
sköhumtun og skattlagningu inn-
flutts kjarmfóðurs samþykk.tar
samhljóða. Sú tililaga var aftur á
móti samiþykfct mieð 24 atkvæðum
ge.gn sex.
\
Ályktunin uim verðlagninguna
bljóðar svo:
„Aufcafundur Stéttansamibands
bænda haldiinn í Bændahöllinni í
Reykjavík 7. febrúar 1068, telur
þann drátt, er varð á áfcvörðun
búvöruverðs á s. 1. hausti og
leiddi til þess að nýr verðlags-
grundivöliur var eigi gerður fyrr
en þrír mánuðir voru liðnir af
nýju verðlagsán. Þessi dráttur
olli sölufélögum bænda margvís-
le.guim óþægindum og erfiðleikum
og bændum sjélfuim beinu fjár-
hagistjóni.
Því mótmælir fundurinn harð-
lega úrskurði meirihluta yfir-
nefndar, þar sem að engu eru
höfð áfcvæði 4. gr. laga nr. 101
frá 8. des. 1066, um Framleiðslu-
ráð landhúnaðarins o. fl. En þar
er kveðið á um að þeir, er að
landbúnaði vinna, s-kuli hafa sam-
bærilegiar tekjur við aðrar vina-
andi stébtir. í únskurðiinum eru
einnig að engu höfð nýlega sett
ákvæði 2. málsgreiimar sömu laga-
grein’ar um ákvörðun á vinnutíma
bóndans og skylduliðs hans. í
þess stað er bændum og fjöLskyldu
liði þeirra ákveðið sameiginieg
Framhaid a ols l-i
kvölds, en kl. 8,30 í kvöld
munu nefndir hefja störf og
verður néfridarstörfum þaldið
áfram kl. 10—12 fyrir há-
degi á morgun, en fundi mið-
stjórnar framhaldið kl. 2 eftir
hádegi.
Aðalfundur miðstjórnar Fram-
séknarflokksins hefst í dag
Aðalfundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins hefst kl.
2 i dag í Framsóknarhúsinu
við Fríkirkjuveg.
Fundurinn hefst á yfirlits-
ræðu formanns, Eysteins
Jónssonar. Þá flytja skýrslurj
ritari flokksins, Helgi Bergs,
og gjaldkeri Sigurjón Guð-
mundsson, og Kristján Bene-
diktsson framkvæmdastjóri
Tímans gerir grein fyrir af-
komu blaðsins. Að þessum
skýrslum loknum hefjast al-
mennar umræður fram til