Tíminn - 09.02.1968, Síða 7

Tíminn - 09.02.1968, Síða 7
FÖSTUDAGUR 9. febrúar 1968. TIMINN ripa- rækt á Islandi Ólafur E. Sfcefánsson starfar sem ráðunautur um nautgripa nækt lijá Búnaðarfélagi fslands. Ólafur lauk prófi í búvísindum frá Edinborgarháskóla árið 1947. Hann var ráðunautur hjá Samibandi nautgriparæktarfé- laga Borgarfjarðar 1947—1949 og hjá Búnaðarsambandi Kjal- arnesþings 1949—1951, en frá ársbyrjun 1952 hefur hann ver ið starfsmaður Búnaðarfélags- ins, og haft umsjón metj allri nautgriparæktarstarfsemi þess. Blaðamaður hélt nýlega á fund Ólafs á skrifstofu hans í Bændahöllinni í því skyni að fræðast um starf hans, tók hann þeirri málpleitan fúslega. — f hverju er starf þitt eink mn fólgið, Ólafur? — Hjá Búnaðarfélagi fslands starfa tveir nautgriparæktar- ráðunautar, Jóhannes Eiríksson og ég. Starf okkar er fyrst og fremst að leiðbeina bændúm um allt land um ræktun, fóðr- un og hirðingu nautgripa og ýmislegt annað þar að lútandi. Við JÖhannes vinnum báðir að sömu verkefnum. Þó annast Jóhannes frekar leiðbeiningar um mjaltir, mjaltavélar og fjós byggingar. Báðir veitum við leiðheiningar um fóðrun, hirð- ingu og kynbætur. Reynum við að vinna að því eftir mætti, að sem mestar mjólkurafurðir fáist eftir hverja einstaka kú. Starfinu fylgja mikil ferða- lög. Nautgripasýningar eru haldnar árlega, sitt árið i hverj um landsfjórðungi, og eru ráðunautar Búnaðarfélagsins formenn dómnefnda. Einnig sækjum við fundi nautgripa- ræktarfélaga og almenna bændafundi. Ennfremur flytj- um við erindi í útvarp. Útgáfustarfsemi, ritstörf og skrifstofustörf eru og mikill hluti starfsins. Við vinnum úr skýrslum þeim, sem félagar í nautgriiparæktarfélögum halda um gripi sína og afurðir þeirra og ritum síðan greinar um nið urstöðu þeirrar úrvinnslu. sem birtast síðan í Búnaðarritinu og Frey. Þá þarf að annast bréfaskriftir og skýrslugerðir til stofnana erlendis. Úr því að ég minntist á naut griparætarfélög vil ég taka það fram, að þau gegna afarmikil- vægu hlutverki fyrir íslenzka nautgriparækt. Afurðaskýrslur eru haldnar yfir rúmlega 40% af mjólkufkiim á íslandi. og verða þannig til ómetanlegar heimildir að vinna úr. Vil ég eindregið hvetja bændur til aukins skýrsluhálds. — Var ekki kúm fækkað í landinu eftir að smjörfjallið hlóðst upp? — Nautgripum fækkaði um á að gizka 5000 frá áramótum 1965—66 fram á haust 1966, en ekki tel éf að það hafi verið af völdum smjörfjallsins.\held ur frekar vegna lítils heyfengs sumarið 1966 og ennfremur vegna innviktunargjaldsins af mjólk, sem tekið var þá um tíma. — Hvað um kjötframleiðsl- una? — íslenzkar kýr eru af mjólkurkyni með tiltölulega lítil hold miðað við beztu kjöt- kyn. Og er kjötframleiðsla af þeim tiltölulega lítið atriði. Aðalatriðið er og verður að mínu áliti mjólkurframleiðslan, En engu að síður álít ég, að kjötframleiðsla af nautgripum hér á landi geti orðið mikil- vægt atriði í nautsriparækt. — Er ekki holdanautarækt til dæmis í Gunnarsliolti og víðar? — Jú, í Gunnarsholti eru um 300 gripir, þá eru einnig víðar holdanaut og síðast en ekki sízt er talsvert um nautgripi und an íslenzkum kúm og holda- nautum. — Er rétt að það standi holdanautaræktinni fyrir þrif- um, að ekki er leyfilegt að flytja inn sæði, að holdánauta stofn okkar sé að úrkynjast? — Innflutningur á nautgrip- um er bannaður og innflutn- ingur á sæði hefur ekki verið leyfður. Þó er landbúnaðar- ráðuneytinu heimilt að flytja inn sæði úr nautum af Gallo- way-kyni í einangrunarstöð, ef Búnaðarfélag íslands mælir með því, og yfirdýralæknir sam þykkir. En holdanaut okkar eru af því kyni. Þetta hefur enn ekki fengizt þrátt fyrir með- mæli Búnaðarfélags íslands, og því hefur ríkið enin ekki lagt í kostnað við að koma upp einangrunarstöð. Aukin tækni í sambandi við djúpfrystingu sæðis veitir þó von til nokk- urrar bjartsýni í þessum mál- um. Ég tel að við okkar að- stæður ætti frekast, að flytja inn Golloway-kynið. Annars álít ég að talsverðs misskilnings gæti í sambandi við holdanautarækt hér á landi. Hér er ekki um að ræða stórar útigangshjarðir. Kjöt af slík- um gripum yrði aldrei gott. Þessa gripi verður að hafa á K@’ jotj URA- OG SKARTGRIPAVERZL K0RNELÍUS J0NSS0N SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 - SÍMI: 18S88 Jón Grófar Siqurðsson rteraðsdómslögmaSur fVusturstræti 6 Slmi 18783. húsi og gefa þeim. Ég tel held- ur ekki, að stórar hjarðir eigi mikla framtíð fyrir sér á flest- um jörðum. Heppilegast held ég yrði fyrir bændur að sæða íslenzkar kýr við holdanaut- um. Af þessum blendi-ngum gæti komið afbragðs kjöt, að vísu ekki eins gott og bezta erlen.t holdanautakjöt, en gott engu að síður ef fóðrun og ödl meðferð yrði í góðu lagi og áfallalaus. Þá hefur vantað mikið á að nógu gott kálfakjöt fengist t verzlunum hér að undamförnu. Úr þessu er auðveldlega hægt að bæta. Kálfum er slátrað mjög ungum, en með því að láta þá verða nokkurra mán- aða, allt upp í árs gamla, má breyta lélegu kjöti í úrvals- kjöt. Þó er sá galli á, að kjöt þetta þolir ekki frystingu, því yrði magnið af alikálfakjöti að haldast í hendur við eftirspurn ina á hverjum tíma. En suma kálfa mætti láta verða eldri og framleiða af þeim ungneyta kjöt. — Flestar húsmæður munu sammála um að það sé hreint happdrætti að kaupa nautakjöt í verzlunum hér. Getur þú sagt mér nokkuð um það mál? — Nýjar kjötmatsreglur taka væntanlega gildi á þessu ári og verður kjötið þá flokkað meira eftir gæðum en verið hefur. Það verður ugglaust mikil bót fyrir neytendurna. Bezt væri að allt kjöt í verzl- unum væri merkt, bæði hvaða teguind, aldursfiokkur og hvar af skepnunni það væri, auk gæðaflokks. — Eru einhverjar fleiri nýj- ungar væntanlegar á þínu sviði, Ólafur? — Áætlað er að reisa á næst- unni djúpfrystingarstöð fyrir sæði. Verða þá sæðingarstöðv- arnar fjórar, sem fyrir eru í landinu væntanlega lagðar nið ur, en dreifingarstöðvum hins vegar fjölgað. — Hvað er það helzt sem mælir með sæðingu fremur en að notast við eldri aðferðir? — Þannig má fá margfalt fleiri kálfa undan góðum og reyndum nautum en ella. Þann ig fengu á milli 14 og 15 hundr Ólafur E. Stefánsson Rætt við Ólaf E. Stefánsson, ráðunaut, um kúa-búskap, mjólkurafurðir, íslenzkt nautakjöt og sitthvað fleira uð kýr sæðingu frá einu og sama nautinu árið 1966 ,og sjö önnur afbragðsnaut voru notuð hvert um sig við sæðingu 1000 kúa. Slíkt væri að sjálfsögðu ekki hægt með eldri aðferð- um. Bændur telja líka mikið hagræði að fá þessa þjónustu og losna við nautahald. Nær 70% kúa í landinu fá nú sæð ingu frá sæðingarstöðvunum. — Hve mikil er annars mjólk urframleiðslan núna? — Undanfarin tvö ár hefur hún verið rétt yfir 100 millj. kílógrömm, sem kom til mjólk urbúa hvort ár. — Gefst ekki lítill tími til rannsóknarstarfa og annarra stærri verkefna meðfram þessu umfangsmikla leiðþeiningar. starfi? — Jú, þau bíða. En samt sem áður er unnið úr nauðsyn legustu gögnum vegna af- kvæmarannsókna, svo ávallt sé ■hægt að velja beztu nautin til kynbóta. Afurðir hverrar einstakrar kýr hafa aukizt að mun. Og erum við ánægðir með þann árangur, sem orðið hefur að starfi bænda á því sviði. Vil ég eindregið mæla með. að bænd ur leggi nú aukna áherzlu á kynbætur, en þær v<iu naut- griparæktinni mikil lyftistöng. Undirstaða að kynbótum er skýrsiuihald og skoðun grip- anna. Og eins og ég hef áður sagt- legg ég mikla áherzlu á gagnsemi skýrslugerða fyrir nautgriparæktlna. sj- T Nú er rétti tíminn tii að athuga rafgeyminn. SONNAK RAFGEYIVIAR — JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU — Yfir 20 mismunandi tegundir 6 og 12 v. jafnan fyrirliggjandi — 12 mán ábyrgS. ViSgerða- og ábyrgðarþjónusta SÖNNAK-raf geyma er í Dugguvogi 21. Sími 33155. S M Y R I L L, Laugavegi 170, Sími 12260.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.