Tíminn - 09.02.1968, Side 13

Tíminn - 09.02.1968, Side 13
FOSTUDAGUR 9. febrúar 1968 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 Frá íþrottahátíð Vogaskólans að Hálogalandi í gær: — og kennarar unnu 15:12. — í knattspyrn- unni unnu stúlkur drengina með 4:3. Það ríkti mikil og góð stemmn- ing að gamla Hálogalandi í gær, þegar Vogaskólinn hélt 3ju íþrótta hátíð sína. Áhorfendapallarnir voru þéttskipaðir og fylgdust nem endur spenntir með skemmtilegri keppni. Hápunktur mótsins var keppni nemenda og keninara skól- ans í handknattleik, en kennara- liðið, skipað mörgum þekktum kempum, sýndi mikla yfirburði og sigraði 15:12. Það var fyrst og fremst takt- iskur vartn'arlei'kur, sem færði kennurum sigurinn. Taktiikiin byiggðist fyrist og fremst á tvekn- ur briimibrjóitum, Þórði B. Sigiurðs sy.ni, hinuim kunna slieggjukaistiara ag ritstjióra íþróttatoiliaðsins með meiru, en hann lék í stöðu mið- varðar. Kaamust niemendur samt aem áður framhjá honum, var erf- iðasta raumin eftir, þvií að í marki kennara stóð Guðmundur Þórar- inisson, þjíálfari ÍR —: og var ekki auðhlaupið fyrir nemendur að finna simugu. í sióknararmi Skennara voru margir léttari lei'k- menn, þar á meðal Einar Ánna- son, knatitspymumaðuir úr Fram og Einar Gíslason, hlaupari úr KR, Ég held að óhætt sé að futlyrða, að þetta kenmaralið sé eitthvert það hezta, sem fram hefur komið Ihin síðari ár. Kennumum gekk ekki eins vel í körfutoolta, en á þeirn véttvangi uinmu nemendur 10:6. Auk þessara leikja fór fram knattspyrnukeppmi á milli sitúlkna og drengja og neyndust; stúlkurnar sterkari að- ilinn og unnu 4:3. Þá fór fram leifcur á. miili Menntaskólans í 'Haimrahlíð og Vogaskóta í 'hand- knattlieik og vainm sá fyrrneifndi, 1I5:1i2. Eins og fyrr ségir, er þetta í þriðja sinn, sem Vogaskólinn gengst fyrir íþróttahátíð. Það fer að verða fastur liður hjá flgiri skólum að efna til slíkra hátíða einu sinni á ári. Minna má á, að Menntaskólinn í Reýkjavík hefur gert það á nokkrum undanförnum árum við siauknar vinsældir — og sömu sögu er að segja um Verzlunarskóiánn. Fer vel á slíku, eri innán skólanhá eru jafnan margir íþróttamenn og sumir hverjir mjög góðir. Þakka ber framlag kennara, sem sýnt hafa þessu stuðning, ekkigsízt með þvl að tefla fram keppnisliðum gegn nemendum. Kunna nemendur vel að meta slíkt. Hér á siðunni bintum við nokkr ar myndir frá hinni vel'heppnuðu iþróttahlátiíð Vogaskóla, sem íþróttanefnd sfcólamis í sá um, en Iformaður henmar er Gurauar Jó- hannsson. — alf. Hi5 frækna kennaralið Vogaskóla, sem bar sigur úr býlum í handknattleikskepninni. Fremri röð frá vinstri; Kristján Guðmundsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Gíslason, Einar Árnason, Sigurður Georgsson. Aftari rö8: Ingólfur Guðmundsson, Þórður B, Sigurðsson, Guðmundur Þórarinsson, Sveinbjörn Finnsson (aldursforseti, 65 ára) og Guðni Guðnason. (Tímamynd: Gunnar) Snörp sókn kennara. Það er Kristján Guðmundsson, sem svífur f teignum. Markvörður nemenda, Lúðvík Halt fórsson, gerir heiðarlega tilraun til að verja. Á miðri myndinni sést Einar Árnason, kennari. Leikur kennara og nemenda hófst friðsamlega. Hér afhenda nemendur kennurum rósir í upphafi leiks. Fremstur er Þórður B. Sigurðsson. *wmwiniii»( -1 ■/■i > f ; / > :>•■ f $ ' ' • Stúlkurnar fremst á myndinni reyndust fremri piltunum, sem standa fyrir aftan þær, í knattspyrnunni. Hún skallar glæsilega, þessi fallega dama, og piltarnir h>rfa hugfangnir á.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.