Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 2
2 TÍMINN LAUGARDAGUR 23. marz 1968. / Spyrlar og spurðir HíSi^ •! • m W i' i | «ti i í Al . lilí SJONVARPIÐ Sjálfsagt hefur reynt mjög á iþollrifin í frétt-afóiki sjón.varps í verkfailinu, er engin blöð komu út og ýmislegt hefur tor- veldað fréttaöflun. Ekki verður annað sagt en að fréttastofan hafi staðizt þessa raun með prýði og verkfallsfréttir þær og viðtöl, sem sjónvarpið flutti þessar vikur voru einkar skii- merkileg og laus við hlu^ drægni, en það er erfitt að túílka málstað beggja áðila og halla á hvorugan. Eitt var þgð fréttaviðtal í verkfallsvikunuim, sem af öðr- um bar. Það var, er Magnús Bjarnifreðsson ræddi við Magn- ús Jónsson fjiármálaráðherra um sparnaðarfrumvarpið svo- kallaða. Þeir stóðu sig báðir ágætlega nafnarnir, en einfcum var gaman af ísmeygilegum spurningum fréttamannsins, sem komiu ráðherranum stund- urn greinilega á óvart, m. a. er hamn spurði um hina svo- nefndu risnu ráðherra, bitlinga nefndir o. fl. Það er mikil list að vera góð- ur spyrjandi. Hann verður að fcunna að spyrja hnyttilega og leiða hinn spurða fimlega að kjarnanum, þótt hann sé kannski viðfcvæmur. En um- fram allt má hann efcki vera ósvífinn og frekur, heldur verð ur hann að ljá spurningum sín- um hinn rétta blæ og tón. Þessa list kann Magnús Bjarn- freðsson ágætlega, og þó að í spurningum bans felist gjarnan broddur, s^m erfitt er að kom- ast framhjá, verða þær aldrei ilifcvittnislegar, heldur eru þær þannig fram sagðar, að maður hefur gaman af. Aðrir spyrj- endur hj'á sjónvarpinu ná þessu efcki alveg, en Eiður Guðnason er reyndar að verða prýðilegur líka og mörg viðtöl hans, eink- um í seinni . tíð, hafa verið ágæt, en hann er stundum ekki nógu áfcveðinn og snöggur. Sjónvarpsleikrit — Muhir og minjar Fyrir mokkru sýndi sjónvarp- ið leikritið Romm handa Rósa- lind eftir Jöfcul Jakobsson, fyrsta leikritið, sem samið er gagngert fyrir sjónvarp hér á landi. Ég er nú efcki nógu vel að mér til að vita, hvort semja á sjónvarpsleikritið öðruvísi en önnur leikrit, en heldur var þett’a nú lítið afrek bæði frá bókmenntalegu og tæfcnilegu sjónarmiði. Efnisþráðurinn var nánast enginn. Humm og jæja á víxl, og myndin sem höfundur brá þarna upp af lifi aldraða skósmiðsins og bæfcluðu stúlk- unnar var harla óraunsönn, enda þótt báðir leikendur gerðu sitt bezta til að gæöa þessi lih lausu^hlutverk lífi. Og það er eins og tæfcnideildin hafi enn ekki gert sér ljósa þá mögu- leifca, sem myndatökuvélarnar búa yfir og gera kleift við upp- töfcu leilkrita, því að upptakah var ósköp svipuð því, sem tíðk ast þegar tekin eru upp leik- rit á þröngu og takmörkuðu sviði. Þetta lærist sjálfsagt með aukinni reynslu, en hitt er verra, að fyrsta leikritið, sem okkar snjalli leiikritaihöfundur Jöfcull Jakobsson gerir fyrir sjónvarp skuli hafa verið eins lólegt og raun bar vitni. S. 1. laugardagskvöld flutti dr. Kristján Eldjárn þátt sinn Muni og minjar, og var hann sérlega góður að vanda. Gera má ráð fyrir, að dr. Kristján flytji ekki fleiri þœtti í sjón- varpið a. m. k. ekki í bráð, þar eð hann hefur áfcveðið að gefa kost á sér i forsetakosningun- um n. k., en það þykir efcki hlýða að frambjóðandi láti ljós sitt mi'kið skína í útvaripi og sjónvarpi fyrir kosningar nema þá.í framboðsþáttum. Munu ef- -Laust fjölmargir sakna Krist- jiáns úr sjónvarpinu, því að hann er einn af fáum, sem kann að koma fram í sjónvarpi, gerir öll viðfamgsefni skemmti- leg með ljúfri og þægjlegri framkomu sinni og lifandi frá- sögn. Vonandi verður þessum þóttum þó áfram haldið, þótt hann verði frá að hverfa, aðrir umsjónarmenn þáttarims hafa eimnig gert góða hluti, og enda þótt þeir standi Kristjáni eng- an veginn á sporði, væri mikll misskilningur að fella þættina Munir og minjar út af hinni alltof fáskrúðugu dagskrá sjón varpsims. Fréttadeild og aðrar deildir Þættir Markúsar Arnar Ant- onssonar frá Vesturiheimi hafa verið verulega fróðlegir og góðir. Sá síðasti var þó efcki eims s'kemmtilegur og hinn, sem fjailaði um íslendinga- byggðir vestra, en góður samt. Eins hafa Öræfaþættir Magnús ar Bjarnfreðssonar verið snotr- ir og vel gerðir og það hefur sýnt sig í þessum þáttum, að sjónvarpsmenn eru fuillfærir um að gera góða dagskrárþætti. En hvernig væri að leyfa öðr- úm að spreyta sig á þessu en fréttamöninunum, sem maður skyldi ætla, að nóg hefðu á sinni könnu. Það er ekki rétt að tefila stöðugt fram sömu mönnunum, þótt góðir séu, þvi að skiljanlega vill fólk stund- um flá að sjá ný andlit, ný vinmuibrögð og aðra fjöibreytni. Hlvernig er eiginlegia með þær deildir sjiónvarpsins, sem heita t. a. m. fræðsludeild og skemmtideild. Að mínum dómi láta þær alltof lítið til sín tafca, hvað innient efni áhrærir, og það er varla svó, að maður hafi séð framan í þá ágætu menn, sem við þær starfa. Þótt frétta- memnirnir séu kannski betri, 'jafnvel mifclu betri, má ekki skella of miklu á þá, hvorki þeirra vegpa né annarra. Tónlistarþættir Egils FriS- leifssonar í barnaþætti sjón- varpsins eru skínandi góðir og mættu gjarnan vera oftar. Mynd þessi er tekin af böm- um í Öldutúnsskóla í Hafnar- firði, þar sem Egill kennir söng. Að lolfcum ætla ég að fara nofckrum orðum um sáðasta Brenmidepil, sem var að mím- um dómi og margra fleiri sá langbezti sem þegar hefur komið. Formið á honum var reglulega skemmtilegt og fleira mætti sjáifsagt gera í svipuð- um dúr. Borgarstjóri stóð sig mjög vel í þessu spurningaflóði en sumir spyrjendur hefðu mátt vera betri. Guði-ún Egiison. UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR LDGREGLAN í REYKJAViK Verndii börnin í umferðinni Nú er tækifærið fyrir foreldra til að hefja skipulcga umferðar fræðslu barna sinna. Athuganir á barnaslysum 1967 sýna. að af þeim 59 börn- um, sem slösuðust það ár í um ferðinnj í Reykjaví'k, voru 36 börn á aldrinum 2—6 ára, þ. e. undir skólaskyldualdri. Þessar tölur sýna, að yngstu borgar- arnir, börn á aldrinum 2—6 ára, eiga við erfiðleika að stríða í umferðinni, og að sjálf sögðu eru erfiðleikar barnanna' mestir. er þau eru lát'in vera eftirlitslaus á götum úti, við umferðina eða iiafnvel í henni. Þvi miður er allt of algengt að sjá börn að leik við götua eða vegi, hér í borg og reyndar víðast hvar á landinu. Til að ráða bót á, þarf að koma til samstillt átafc foreldra barná á þessum aldri og lögreglu. For- eldrarnir eru beztu leiðbeinend ur barnanna, og t. d. með því einu, að skapa gott fordæmi i umferjðinni, geta foreldrar lagt sitt af mörkum til að fækka barnasiysum og aia þörmiin upp í betri umferðarmenningu. Umferðamnefnd Reykjavikúr og lögregian í Reykjavik nafa nú gefið út leiðbeiningabæikling fyrir foreldra, þar sem foreldr- unum er leiðbeint við að kenna bönnum sínum að aðlagast um- ferðinni, ala börnin upp í um- ferðinni, kenna börnunum að forðast hættur umferðarinnar o. s. frv. Ber bæklingurinn heit ið: „Verndið börnin í umferð- inniA og verður dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu. Á fyrstu síðu hans er varpað fram spurningunni: Hvers vegna er börnunum svo hætt í umferð- inni? Þvi'er svarað svo, að flest umferðarslysin stafi af eigin framferði barnanna, Börnin stjórnist af skyndilegum hug- dettum. Forvitni þeirra leiði þau sífel'lt í nýjar áttir, börnin sfcynji ekki hættur umferðar- innar og gæti því ekki að sér sem skyldi. Bæklingnum er skipt í tvennt og er fjallað um hvorn hlutanm sjálfstætt. í kaflamum, sem ber heitið „Hvernig á ég að vernda barnið mitt?“ er t.'d. bent á hættur þær, sem götur eða vegir hafa i för með sér fyrir börnin, bví næst fcoma al- mennar leiðbeiningar varðandi yngstu börnim, hvermig þau eigi að komast ferða sinna, lögð er áherzla á, að þau séu í fylgd fuilorðinina og bent á nauðsyn þess, að börnunum sé kennd sérstök, fastákveðin leið, á leið þeirra til sfcóla eða dag- heimila, geti fullorðnir ekki fylgt barmmu. En stytzta leiðin er ekki óvallt sú hættuminnsta. í kaflanum „Hvemig á ég að ala bamið mitt upp í umferð- inni?“ er sagt m. a., að foreldr- ar skuli gera börnunum Ijósan voða umferðarinnar þegar á 2. —3. aldursári barnanna, og jafmframt skuli verklegar um- ferðaræfingar hefjast með börnunum þegar á 3. aldursári. Þá segir, að æfa skuii 5-^7 ára börn stig af stigi í því, að vera sjálfstæðir vegfarendur, en að reiðhjólakemnsla skudi eigi hefj ast fyrr en er börnin séu 7—9 ára, og þá skuli kennslan fara fram undir eftirliti. Efni bæklings þessa, sem er my.ndsk,'eyttur verður eigi rak ið frekar hér, enda varla fært í stuttu máli. Hér er um að ræða málefni, sem snertir hivern einasta þjóðfélagsþegn. Það er von umferðaryfirvalda. að foreldrar kynni sér efni bæklingsims rækilega, og hefji Nokkvr orð lil oupdrt og feðrt i borg og bæ. Wð segið ef til víll: — „Bömin mín eru nú svo varkár og g*ta ávallt að sér". Það er igitt, ef þið hafið búið vel < higinn. en reynslan sýnir, að ekki einu sinni börn á fynta jkólaakvlduári eru nargilega þroskuð til þess að koma fram tcm sjálfsueðir vegfarendur. og enn síður böm, sem ekki hafa enn bá ríáð skóbtskvldualdri. hið al'lra fyrsta skipulagða um- yngstu borgurunum, dýrmæt- ferðarfræðslu til aðstoðar ustu eign íslenzku þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.