Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 14
/
14
TÍMINN
LAUGARDAGUR 23. marz 1968.
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
M. s. Esia
fer vestur um land til fsa-
fjarðar 29. þ.m. Vörumótta'ka
á mánudag og þriðjudag til
Patreksfjarðar. Tálknafjarðar,
BMdiudals, Þingeyrar, Plateyrar,
Suðureyrar og ísafjarðar.
M.s. Blikur
fer austur um land til Raufar
hafnar 29. þ.m. Vörumóttaka
mánudag og þriðjudag til
Breiðdalsivíkur Stöðvarfjarðar. 1
Páskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð-
*r, Eskifjarðar, .Norðfjarðar
Seyðisfjarðar Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar. Þórshafnar og
Raufarhafnar.
M/s Heriólfur
fer vestur um land til Akur
eyrar 1. apríl. Vör,-rióttaka
þriðjudag og miðvikudag tit
Bolungavíkur, Ingólfsfjarðar,
Norðurfjarðar, Djúpavíkur. —
Hólmavíkur, Hvammstanga.
B'lönduóss, Skagastrandar, Sauð
árkróks. Siglufjarðar, Ólafsvík
ur og Akureyrar.
M.c Her25u)<pei8
fer til Vestmannaeyja, Horna
fjarðar og Djúpavogs 3. apríl.
M ^s Es;a
fer páskaferð 10. apríl vestur
um til Akureyraf. Tökum far
miðapantanir frá og með laug
ardegi 23. þ.m.
Jón Grétar Sigurðsson
HéraSsdómslögmaður ,
Austurstræti 6
Simi 18783.
SNJÓFLÓÐ
Pramhalfl aí bls. 1.
kaf í snjó eða þyrlazt upp í byl-
inn.
í fjárhúsuuum voru um 150
kindur. Fólk dreif þegar að af
næstu bæjum, en sveitin er ein-
angruð vggna veðurs og snjóa.
Var unnið að þvi í allan dag 1
bli'ndbyl og mannhæðarháum laus
um snjó að grafa kindurnar úr
fönn. Hafði 25 kindum verið
bjargað lifandi í kvöld, en þær
voru mjög þjakaðar.. Er búizt við,
að hinar séu flestar eða allar dauð
ar.
Mjög erfitt var fyrir fólk að
komast að fjárhúsunum. Lá við
að helzta ráðið væri hreinlega að
skríða í lausum s'njónum.
Á sama tíma og snjóflóðið féll
á fjárhúsisn á Lækjarbakka féll
snjóflóð á Reyni. Gil mikið er
Kominn fram
Drengurinn s/sm saknað var í
gær, er nú kominn í leitirnar,
heill á húfi. Hann heitir Kristján
Kristjánsson, og er þrettán ára
gamall. Ekkert hafði spurzt til
Kristjáns síðan á fimmtudags-
morgunn.
fyrir ofam bæinn og fylltist það
allt af snjó, en flóðið náði niður
á túnið milli fjárhúsanna og
íbúðarhússins á Reyni. Varð því
ekkert aif þessu flóði.
Síðar í dag, á meðan fólk var
önnum kafið við að grafa fé úr
fönn á Lækjarbakka, bárust frétt- j
ir af snjóflóði á bænum Éfri-
Presthúsum, sem eru austan við
Reyni við ráetur Reynisfjalls. jEng
inn veit með vissu hvenær þetln
snjóflóð féll. Fjárhúsin sjást ekki
frá íbúðarhúisinu, og auk þess var
slíkur blindibylur. að aðeins sást
nokkra metra út um glugga. Var
það af tilviljun, að einn heimilis-
manna var utan dyra, og sá hann
hvar járnplötur fuku fyrir vind-
inum. Var íarið að athuga fjár-1
húsin og h'löðuna og voru þau þá
undir snjóflóði. V'ar þar svipað
umhorfe og á Lækjarbakka, en
snjóflóðið hafði farið niður fyrir
veginn. í fjárhúsunum voru um
100 fjár. og sáust kindur, lifandi
og dauðar, í snjóflóðinu. Fólk
dreif þegar að og reyndi að bjarga
þeim kindum, sem lifandi voru.
Var enn unnið að því um kvöld-
matarleytið, þrátt fyrir versta veð
ur.
Á Efri-Prest'húsum hefur ekki
komið snjóflóð í marga manns-
aldra að þvi er fólk veit bezt.
Bóndi þar er Guðjón Guðmuods
son.
Mönnum ber saman um, að önn
ur eins snjókoma hafi ekki sézt
þar um slóðir. Smávægileg snjó-
flóð hafa oft komið úr Reynis-
fjalli, en aldrei eins mikil og
nú. Hafa bændúmir á Lækjar-
bakka og Efri-Presthúsum orðið
fyrir geysimiklu tjóni.
ÁLAFOSS
framhald af bls 3.
pakningar af ýmsum gerðum,
og var þá í byrjun einkum
stuðst við þær algengu eldri
gerðir af lopapeysum og
munstur þeirra sem eru reynd
ar sígild. En óskir komu fram,
um meiri fjölbreytni og var
reynt að verða við þeim ósk-
um. en án árangurs.
Var þá komið fram með þá
ágætu hugmynd að efna til sam
keppni í munsturgerð og nýj-
ungum úr hespulopa.
Prjónasamkeppnin hófst síð-
an í janúarlok og var lokið
1 .marz s.l. Vegna þess ástands
sem rikt hefur s.l. 2 vikurnar
hefur okkur ekki tekizt fyr en
nú að tilkynna úrslitin og af-
henda verðlaunin.
Þessi fyrsta keppni hefur gef-
ið góða raun bæði með þátt-
tökufjölda nær 160 aðila, og
þeim mörgu, fállegu og snilld-
arlega vel gerðu peysum, sem
bárust. Okkur er ljóst. að til
slíkrar samkeppni er nauðsyn-
legt að efna árlega. og mun
I að öllu óbreyttu verða efnt til
nýrrar keppni í janúar 1969,
og er því tilefni til að hefja
nú þegar undirbúning að nýj-
ungum fyrir þá keppni.
Hespulopi verður nú frá
apríllokum framleiddur í 24 lit
um, 7 sauðalitum og 17 efna-
litlum. og leyfum við okkur
hér með að senda yður okkar
nýja litakort. Þar sem við vinn
um að því að útbúa peysupakkn
ingar fyrir erlendian markað,
má búast við því, að litasam-
setningar í skemmtileg og auð
veld mynstur komi.til með að
vera hátt metin í næstu keppni.
Nýjar peysu-uppskriftir verða
þá að öllum líkindum prentað-
ar í 3—4 litum, svo að litasam
setning fer auðsjáanlega að
hafa mikla úrslitaþýðingu á
fegurð og mat þess. sem prjón
að eða heklað er úr hespu-
lopa.
Erlendir ferðamenn kaupa
hér annað tveggja eða bæði,
gæruskinn og lopapeysur og
rúmar 40 þúsund lopapeyslir
voru fluttar út á s.'l. ári. fyrir
um það bil 20 milljónir króna.
Þetta magn er auðvelt að fimm
falda. Með því að þessi
skemmtilega handavinna að
prjóna lopapeysu verði skyldu
nám stúlkna í unglingaskólum,
og að seffi flestar kohur læri
að prjóna. sem ætti að vera
almennt stolt allra gjafvaxta
meyja þá á þessi sérstæða hand
iðn eftir að aukast og verða
vörumerki á menningu okkar
og elju.
í dómnefndinni voru Haukur
Gunwfrsson, Elísabet Waage.
Gerður Hjörleifsdóttir og Sig-
rúri Stefánsdóttir.
Verðlaunapeysunum verður
stillt út til sýnis í verzlún Ála-
foss í Bankastræti og einnig
nokkrum öðrum prjónavörum
sem bárust.
NOVOTNY
Framhalo af bls. 1.
slóvakíu. Tékikneska fréttastof
an Ceteka sagði í dag, að aðal-
ástæðan fyrir afsögn Novotnys
væri heilsubrestur. Á hinn bóg
inn sagði Cernik, varaforsætis-
ráðherra, í dag, að æðsta ráð
fl'Okksins hefði beðið Novotmy
um að láta af embætti, og
hann hefði orðið við því.
Novotny er 63 ára gamall.
Hann varð aðalritari Kommún
istaflokksins 1'953 og forseti
varð hann 1®'57. í janúarmán-
uði síðastliðnum var honum
bolað frá aðalritaraembættinu
og síðan þá hefur hann háð
vonlausa baráttu fyrir óbreytt
um og íhaldssömum stjórnar-
háttum. Ilann einangraði sig
sersamlega í forsetahöllinn.i í
Prag, og fylgismenn hans
týndu smám saman tölunni.
Hann er fyrsti kommúnistaleið-
Úoginn, sem orðið hefur að
láta af völdum vegna opi-n:
skárra krafa frá blöðum, úl-
varpi, sjónvarpi og óbreyttum
fLofcksmönnum. Síðasta hálfa
mánuðinn hafa rösklega hundr
að flokksdeildafundir verið
haldnir víðs vegar í jandinu,
og bar hefur þess allS staðar
verið krafizt, að Novotny sepði
af sér embættinu.
ÍSINN
Framhald af bls. 16.
ísbreiða 3 sjómílur norður af
Hælavíkurbjargi. Minni ísbreið
ur vestar."
Horabjargsviti kl. 11: „All-
mikið íshrafl á siglingai-leið,
þó meira í austur. Frá vitan-
um sér í ísspöng í norðaust-
ur. Af gefnu tilefni skal bað
endurtekið, að tilfærsla issins
er það hröð, að þótt sielinga-
leið sé greið að morgni, þá
getur hún verið orðin ófær um
h'ádegi.“
Flusifélag íslamds um kl. 7:
„Samfelldur ís frá Scoresby-
sundi á Grænlandi að Horni,
7/10 að þéttleika."
Hornbjargsviti kl. 17: „Smá
ísspangir á allri siglingaleið
frá Hiorni austur fyrir Geirólfs
gn-úp og all mikill ís með
landinu eins langt og séð verð-
ur.“
Grímsey kl. 17: „300—400
metra breitt ísbelti landfast
austan til á eynni og ísspangir
á reki fram hjá eynni til suð-
vesturs. Skyggni 4—5 km. á
milli élja.“
Guðmundur Jónsson í Gríms
ey sagðj í viðtali við blaðið í
dag, að dimmviðri væri og því
lítið að sjá. Aftur á móti væri
hrafl að fara fram hjá við og
við. Væri þetta svipað og und-
anfarna vetur, að því að sér
virti'st. Væri þó erfitt að gera
sér grein fyrir ástandinu, en
það væri ekki alverlegt sem
stendur. Hraflið hefur verið
þarna á reki í 2—3 daga.
Vegma dimmviðris hefur
ekki verið hægt að fljúga til
Grímseyjar í langan tíma, og
bátar hafa ekki komist á sjó
fró Grímsey það sem af er
marzmiánuði. „Hér liggur allt
eiginlega niðri nema spila-
mennskan," sagðd Guðmuadur
og hló við.
BIAFRA
Framhald af bls. 16.
ins og gaf út nýja, til að Bi-
aframenn gætu ekki notað þá
peninga sem þeir áttu til
vopnakaupa. Lítur því ekki vel
út með gjaldeyrisviðskipti Bi-
aframanna. Eitt sinn gerðu þeir
tilraun til að senda flugvélar-
I farm af Nígeríupundnm til
/ Sviss og fá þeim skipt á ein-
hverjum þeim gj'aldeyri ■ sem
auðvelt væri að verzla fyrir.
Ekki tókst betur til en svo að
flugvélin sem er af DC-7 gerð
var að nauðlenda í nágrannarík
inu Togo og þar var farmurinn
gerður upptækur. Fyrir nokkr
um vikurn hóf Biafra eigin
peningaútgáfu en ólíklegt er
að sá gjaldmiðill hafi nokkra
tiltrú utan lýðveldisins.
Á þessu mó sjá að efcki er
auðvelt fyrir Biaframenn að
greiða fyrir innfluttan varning.
Um útflutning úr landinu er
varla að ræða að óbreyttu á-
standi. Herir Lagosstjórnarinn
ar loka leiðinni til sjávar og
ríki sem land'amæri eiga að
Biafra hvorki vilja né þora að
leyfa Ibourn flutninga yfir
landamærin.
Sendimaðurinn sem hér
var staddur ræddi við þá þrjá
aðila s.em sjá um útflutning
skreiðar frá slandi. Geta þeir
lítið fyrir hann gert og vilja
bankarnir hér eða viðskipta-
málaráðuneytið helzt ekkert
skipta sér af þessu máli. Hefur
verið mælzt til við þessa aðila
að beita sér fyrir að koma um
100 tonnum af skreið tU Bi-
afra og sýna með því vinar-
bragð þessum langbezta kaup
anda okkar til þessa. En erfitt
er að sýna þannig hug sinn
til Biafra. Ef Lagos vinnur
styrjöldina verða íslendingar
settir á svartan lista og hætt
við að ekki verði um meiri
skreiðarkaop Nigeríumanna að
ræða. Ef Bi'afra vinnur hins
vegar mætti búast við að þar
lendir mundu muna slíkt vinar
bragð og láta íslendinsa njóta
þess með vaxandi viðskiptum.
Áður on borgarastyrjöldin í
Nigeríu hófst og íslendingar
képptust við-að framleiða eins
mikið af skreið og hægt var
skiptust markaðir þannig, að
Ítalía keypti 20% heildarfram-
leiðslunnar af skreið 80% fóru
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og
útför föður míns, tengdaföður og afa,
Björns Einarssonar,
Neistastöðum.
Margrét Björnsdóttir,
Sigurður Björgvinsson og börn.
til Nigeríu og skiptist þannig
að 10% fóru til Lagos og 70%
til Biafra, hefur þessi hlutfalls
tala haldizt' um um það bil
fimmtán ára skeið.
En íslendingar virðast ekk-
ert geta gert fyrir Biaframenn
í skreiðarmálum og fór sendi-
maðurinn þaðan frá íslandi án
þess að hafa fengið nein vil-
yrði fyrir skreið héðan.
Sagði hann áður en hann
hélt héðan að hann væri viiss
um að Biaframenn mundu
vinna sigur ,og berðust þeir
fyrir tilveru sinni því tapi þeir
fyrir Lagoshernum muni Iboar
ekki þurfa um skeinur að
binda. En þótt Biaframenn hafi
mjög erfiða aðstöðu vegna ein
angrunar og að engin erlend
ríkisstjórn fæst til að viður-
kenna lýðveldi þeirra, lítur
sízt betur út fyrir Lagosstjóm
inni sem er orðinn algjörlega
peningalaus og hefur ausið út
öllum varasjóðum sínum til
vopnakaupa. Nota þeir til dæm
is MIG orruistuþotur gegn Bi-
aframönnum og eru flugmenn
irnir egypzkir málaliðar. Hafa
þeir eytt óhemju í henferðir
gegn Biafra en Iboiarnir halda
enn velli. Erlendir fréttamenn
sem komizt hafa til Biafra ný-
leg» bera að baráttuþrek þar
lendra manna sé mjög rnikið
og þótt þeir séu mum verr
voprium búnir en Lagosher-
mennirnir eiga í fullu tré við
þá.
Þótt Biaframenn vilji kaupa
skreið af íslendingum er ekki
hungursneyð í landdnu. Þar
eru framleidd mikil matvæli
en þau eru einhliða, eða að
langmestu leyti ávextir og vilja
þarlendir fana að flá eitthvað til
bragðbætis öðru hverju, en
skreið hefur löngum verið
lostæti í þessum heimshluta,
en Ibóarnir verða enn um sinn
að éta banana í flest mál og
er það líklega einhver minnsta
fórnin sem þeir verða að færa
í sjálfstæðisbaróttu sinni
ROSTUNGAR
Framhald af bls. 3.
Síðan Náttúrugripasafnið var
stofnað árið 1889, hefur það
eignazt nokkurt safn rostungs-
beina, sem fundizt hafa í jörðu
hér á landi. MeginMuti þessiara
beina hefur fundizt við Faxa-
flóa og Breiðafjörð en einnig
hafa fundizt rostungsleifar á
nokkrum stöðum á Vestfjörð-
um og á Ströndum og á einum
stað norður í Fljótum. Um aðra
fundarstaði rostungsbeina hér
er mér ekki kunnugt. Það er
óhætt að fullyrða, að mikill
meiri hluti þeirra rostungs-
beina, -sem hér hafa fundizt,
séu frá því fyrlr landnám fs-
lands, og sum eru áreiðanlega
miklu eldri. f Reykjavík og á
Akranesi hafa þá fundizt rost-
ungsbein sem eru með verks-
ummerkjum eftir menn, enda
er vitað að rostungar voru áður
mun tíðari við íéland en nú.
Hauskúpa sú, sem Sigurvin
Einarsson hefur fært Náttúru-
fræðistofnuninni, er þriðja rost
ungshauskúpan með báðum
höggtönnum. sem stofnunin
eignast. Hinar tvær fundust í
Reykjavik. önnur í höfninni en
hin í tjörninni. Báðar Reykja-
víkurhauskúpurnar eru úr
gömlum brimlum. Þess má geta
að bað er þó hvorki lengd né
gildleiki höggtannanna. sem
sker úr um kynið. heldur
breidd höfuðkúpunnar að fram
an. Fjórða heillega höfuðkúp-
an fannst i Breiðuvík í Vestur
Barðastrandasýslu og var hún
gefin safninu af Bergsveirrl
Skúlasyni. í hana vantar þó
aðra höggtönnina.