Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 6
ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR LAUGARDAGUR 23. marz 1968. Frumvarpið um breytingar á útgjöldum fjáriaga tii 2. umræðu GLÖGGT DÆMI UM NGUL REIÐINA OG STJORNLEYSIÐ Frumivarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á útgjöldum ríkis- ins frá því, sem þau höfðu verið áikveðm og áættuð, er fjárlaga- frumivarpið var samþykkt í desem- ber, var til annarrar umræðu í neðri deild í gær. Matthías Á. Mathiesen mælti fyrir áliti meiri hluta fjárhagsnefndar, sem lagði til að frumtvarpið yrði samþykkt irœr óbreytt. Vilhjáimur Hjálmars soci mælti fyrir áliti 1. minnihluta (V.H. og Magnés H. Gíslasoin), sem mælir ekki gegn samþykkt frumvarpsins en leggur fram 'breytingar tillög u r. Vilhjálmur Hjálmarsson benti m. a. á, að í frumvarpinu séu ákvæði um að þessi og þessi liög númer þetta og þetta skuii breytast í samræmi við það, sem segir í frumvarpinu án þess nokikuð sé tekið til um orðalag eða hvað skuli niður falla úr gildiandi lö'gum. Er þetta með öllu óhæft og óviðunandi lög- gjafarstarf, sem ekki verður séð að fáist. með nokkru móti staðiat og leggur miinnihlutinn m. a. til að ákvæði þessa efnis verði felld niður úr frumvarpinu. Þá leggur minnihlutinn til að 8. grein frum- varpsins orðist svo: „Rjíkisstjórninni er heimilt að fela Laadnámi ríkisinis að hafa forgöngu um, að komið verði upp í tilraunaskyni og í samvinnu við búnað’arsamböndin heyköggla- og fóðurbirgðamiðstöðvum á 3—4 stöðum á Norður- og Austurlandi og verja til undirbúningis slífcra framkvœmda hluta af því fé, sem Landniámi ríkisins er veitt á fjár- lögum fyrir árið H968, skv. lögum ck. 75 frá 1062“. Vilhjálimur Hj'álmarsson flutti ítarlega ræðu fyrir nefndarálitinu en áiitið er svohljióðandi: Bjargráðafrumvörp rífcisstjórn- arinnar á Alþingi því, er nú situr, eru þegar orðin býsna miörg og ærið sundurleit. Þetta síðasta er um spiarnað í rífcisrekstri. Þegar fjárlög voru afgreidd frá Aliþiinigi skömmu fyrir jól, var þiingheimi tjáð, að gætt hefði ver- ið ráðdeildar og sparnaðar til hins ýtrasta. Nú, tæpum þrem mánuð- um síðar, kemur á dagiinn, að „spara“ mátti 200 milljónir á fjiár lögunum — að dómi ríkisstjórnar innar sjálfrar. Það virðist vera orðinn fastur liður í stjórnaraðgerðum núver- andi ríkisstjórnar að breyta meiru og mimna einstökum liðum fjár- lag’a þegar í upphafi fjárlagaárs. Þarínig eiga menn nú stöðugt yfir höfði sér, að þær fjárveitingar, sem samþykktár eru á jólaföstu, verði dregnar til baka á útmánuð- um. Þetta er vægast sagt mjög óheppiteg þróun. En hún speglar glögglega þá ringulreið og það stjórnleysi, sem í vaxandi mæli auðikennir ' valdaferil ciúverandi rífcjsstjórnar. Útþensla ríkisbáknsins hefur aldrei verið hrikalegri en í tið þessarar rikisstjórnar. Það mætti því kalla tíðindi, ef nú væri raun verulega brotið blað og boðuð stefnuibreyting í þessum efnum. En áður en því er slegið föstu, að svo sé, mun ráðlegra að athuga „sparnaðar“-frumivarpið nokkru nlánar. Siámlfcvæímt 1. gr. frumvarpsins á að „spara“ 138 milijóinir króna á 30 Liðum fjárlaga. Af þeirri fjár hæð nemur skertur stuðningur við sjávarútveginn 45 milljónum. og mun mörgurn sýnast, að hér sé dregið við drýgstu mjólkurbú'na til lítilla hagsbóta fyrir búskapimn í heild. Sumar sparnaðartillögur samkv. I. gr. virðast næsta lauslega und- irbyggðar, svo sem tölul. 5, rekst- ur sfcóla, og tölul. 14 og 16, um mat sjávarafurða. Aðrar sýnast óundirbúnar með öllu, sbr. tölul. 1©, liöggæzla. En um þann lið segir í athugasemd, að „ákveðin niðurstaða liggur ekki enn fyrir um það, hvernig hagað verði niðurskurði hins al- memna löggæzlufcostnaðar“. Undir 25. og 26. tölulið er lagt til að hætta að reifcna pósti og síma þótonun fyrir framfcvæmd or- lofslaga og laga um skylduspamað. Með því á að „spara“ rúmar 8 mil'ljónir! Sér þó hver maður, að hér er um hreint sýningaratriði að ræða, þar sem póstur og sími er rikisstofnun, rekin í beinum tengslum við ríkissjóð, og breyt- ing á rekstrarafikomu þeirrar stofnunar kemur þegar í stað fram í afkomu ríkissjóðs. í 2. gr. frv. er lagt til að fella miður fjárveitingu til menntaskól- ainna, 25,6 millj. kr., og til Land- 'spítalans 37 millj. Jafnframt á að heimila ríkisstjórninni að afla láns fjár til þessara framkvæmda. Er þetta í samræmi við ýmsar fyrri tiltektir stjórnarfliokkanna, að ýta sem mestu á undan sér af kostn- aði við framfcvæmdir rí'fcisinis. Hliðstæð ákvæði er að finma í 1. gr„ t. d. varðandi kostnað við framkvæmd laga um hægri umferð. Þar á að „spana“ 18,4 ! millj. með þvi að heimila lántöku. | í frumvarpinu er lagt til, að i fræðslumiálaskrifstofan, fjá-rmála- • eftirlit skóla og fræðsliumyndasafn i rífcisins sfculi verða deildir í • mienintamálaráðuneytinu og að íþróttafulltrúi og bókafulltrúi verði starfsmenn sama ráðuneytis. Einmig er lagt til að gerbreyta ákvæðum laga um námsstjóra. Að dómi 1. minnihluta fjárhagsinefnd- ar er bér fjallað um þýðingarmikla Fimmtugur í dag: Magnús H Gíslason bóndi á Frostastöðum Magnús H. Gíslason, bóndi á Frostastöðum í Skagafirði er fimmtugur í dag. Hann er fæddur að Frostastöðum 23. marz 1918, sonur Gísla Magniússonar og konu hans Guðrúnar Sveinsdótt- ur. Hann fluttist á barnsaldri með foreldrum sínum að Eyhildarholti Oig ólst þar upp, átti þar heima til 1947, er hann fluttist aftur að Frostast., og reisti þar bú. Þang- að fluttust og þrír bræður bans, og hafa þeir fjórir haft þar með sér félagsbú að nofckru leyti, þann ig að þeir stunda heyöflun sam- an en eiga hver sinn bústofn, en að sjálfsögðu hafa þeir með sér mœrgvíslega samvinnu um hirðingu hans og önnur bústörf. Magnús var í bændaskólanum á Hólum einn vetur og einnig um tíma í Samvinnuskólanuim. Þegar Garðyrkjusikólinn að Reykjum í Ölfusi var stofnaður var Magnús í fyrsta nemendiahópnum þar, stundaði þar nám í tvö ár og lauk þaðan prófi 1957 Um þriggja ára skeið frá því í ágúst 1958 til 1960 var Magnús blaðamaður við Tímann, þó ekki samfleytt og skrifaði um stjórn miál ag annaðist oft þingfréttir. Heima í héraði hefur Magnús tekið mikinn þátt i félagsmálum og gegnt margvíslegum trúnaðar störfum. Hann hefur t. d. uqnið lengi og vel að söngmálum,’ enda söngmaður góður og söngfróður vel, enda er hann nú söngstjóri karlakórs í heimasveit sinni. Magnús er greindur vel svo sem hann á kyn til, ritfær í bezta lagi og ræðumaður ágsetur. Hann hef ur lengi unnið ötullega í félags- málum Framsóknarmanna í hér- aði sínu og kjördæmi. Við síðustu Alþingiskosningar var hann í fimmta sæti á lista flokksins og hefur nú síðasta mánuðinn setið á Alþingi sem varaþingmaður Norð urlandskjördæmis vestra. Magnús er vinsæll maður í bezta lagi enda drengur ágætur, hrókur fagnaðar í kujningjiaihópi buiffljúfur í sarr’niotum. tillögu- góður, og hin ánægjulegasti sam- starfsmaður. Magnús er kvæntur Jóhönnu Þórarinsdóttur frá Ríp í Skaga- firði. Ég sendi Magnúsi og fjölskyldu hans hinar beztu afmælisóskir og þakkir fyrir samstarf og ágæt kynni. — AK. Lífs er för hans fráleitt dökk fær að mæta ýmsum kvöðum mjög á skiiið margra þökk Magnús bóndi á Frostastöðum. V.K.G. þætti menntam'ála þjóðarinnar á gersamlega ótilhlýðilegan hátt. Pr'æðslU'málaskrifstofan er t. d. g'ömul og gróin stofnun. í við- komandi löggj'öf er fjallað um mörg veigamikil framfcvæmdaat- riði fræðslumálamna. Hér er lagt til að fella að fuliu úr gildi lög ni. 35/1030, uim fræðslumál’a- stjórn, áin þess að nofckuð komi í staðinn — nema ákvæðið um, að Fræðslumálaskrifstofan skuli vera deild í menntaimálaráðuneyti'nu. Vel má vera. að full börf sé á þvi að endurskoða og bi«yta til- hög.un yfirstjórnai fræðslumála. En þau vinmuibrögð, sem hér eru PramhalO a ois .5 2. 3. 1. 2. 4. 5. 6. ★ Gísli Guðmundsson hefur nú endurflutt tillögu þá er Karl Kristj- ánsson flutti á síðasta Alþingi um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Tillagan og greinargerð ítarleg er henni fylgir er samhljóða tillögu Karls Kristjánssonar að því undanskildu að felldur er niður 6. tölulið- ur í tillögu og greiríargerð Karls um kosningaaldur, enda hefur sá töluliður þegar lilotið afgreiðslu á Alþingi. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að stofna til endurskoðunar á „stjórnarskrá lýð- veldisins íslands“ og fela ríkisstjórninni að skipa til þess níu menn samkvæmt tilnefningu eftirgreindra aðila: 1. Þingflokkarnir á Alþingi tilnefni fjóra, sinn manninn hver. Lagadeild Háskóla fslands tilnefni tvo menn. Hæstiréttur tilnefni þrjá menn og einn þeirra sem formann nefndarinnar. Nefndin taki m. a. sérstaklega til athugunar eftir- talin efnisatriði: Forsetaembættið. Hvort fyrirkomulag æðstu stjórnar íslands sé svo heppilegt sem það gæti verið, og hvaða skipan hennar mundi vera bezt við hæfi þjóðarinnar. Skipting Alþingis í deildir. Hvort hún sé ekki úrelt orðin og ein málstofa hagfelldari. Aðgreining löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Hvort ekki sé þörf skýrari ákvæða um þessa greiningu. Samskipti við önnur ríki. Nauðsyn ákvæða, er marki rétt ríkisstjórnar og Alþingis til samnmga við aðrar þjóðir. Þjóðaratkvæði. Ákvæði um, hvenær rétt sé eða skylt að láta fram fara þjóðar- kvæðagreiðslu — og hvað hún gildi. Kjördæmaskipun. Hvort ekki sé rétt að hreyta kjördæmaskipuninni á þá leið, að landinu öliu verði skipt í einmenningskjördæmi, þar sem aðal- menn og varamenn verði kosnir saman óhlutbundnum kosning- um, en uppbótarþingmenn engir. Þingflokkar. Hvort ekki sé þörf lagasetningar um skyldur og réttindi þing- flokka, þar sem þeir eiga rétt til uppbótarþingsæta skv. stjórn- arskránni. Ný skipting landsins í samtakaheildir. Hvort ekki sé æskilegt að taka inn í stjórnarskrána ákvæði um skiptingu landsins í fylki eða aðrar nrýjar samtakaheildir. er hafi sjálfstjórn í sérmálum, enda leiti nefndin um þetta álits sýslu- nefnda. bæjarstjórna, borgarstjórnar Reykjavíkur, fjórðungs- sambandn og Sambands ísl. sveitarfélaga. Nefndin ljúki störfum svo fljótt sem hún fær við komið og skili tillögum sínum til Alþingis. Kostnaður við nefndarstörfin greiðist úr ríkissjóði.“ ★ Fulltrúar Framsóknarflokksins í fjárveitinganefnd, Halldór E. Sig- urðsson, Ingvar Gíslason og Ágúst Þorvaldsson hafa lagt fram eftir- farairdi fyrii-spurnir til fjármálaráðherra varðandi ríkisábyrgðir og bifreiðaeign ríkisins: 1. Hve mikið hefur ríkisábyrgðasjðður greitt vegna ríkisáhyrgða á árinu 1967, fyrir hverja og hve mikið fyrir hvern aðila? Hvaða einstaklingar og fyrirtæki skulda ríkisábyrgðasjóði í árs- Iok 1967, og hver er skuld hvers um sig? Hver er bifreiðaeign ríkissjóðs, sérstofnana ríkisins og fyrir- tækja þess, sundurliðuð eftir tegundum og árgerðum? Hve margir og hverjir embættis- og sýslunarmenn ríkisins, sér- stofnana þess og fyrirtækja njóta þeirrar aðstöðu að hafa bif- reið til eigin nota, sem til þess er keypt og rekin fyrir opinbert fé? Hverjar regiur gilda um not og umráð bifreiða opinberra emb- ætta og stofnana utan venjulegs vinnutíma? Eru bifreiðar í eigu ríkisins og ríkisstofnana auðkenndar með einhverjum hætti, svo sem tíðkast um bifreiðar Reykjavikur- borgar? Hve margir og hverjir njóta bifreiðahlunninda í öðru formi af hálfu ríkisins, svo sem beinna fjárstyrkja til rekstrar einka- bifreiða sinna? 8. 2. 2. 4. 5. 6. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.