Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1968, Blaðsíða 7
rw. 7 T »n r ry ,» y, y LAUGARDAGUR 23. marz 1968. * - • >- » » ■ • •*> /; >y v; VETTVANGUR ,v, ■ ,y ■!,■>, • TÍMINN 'P/K' l) ' 'jrT'ijmjpik ___________7 PALL LYÐSSON: Heyrt og séð á þingi Norðurlanciaráðs í Ósló Dagana 17. til 24. febrúar dvaldist undirritaður í Osló, og fylgdist þar með störfum Norð urlandaráðs sem óheyrnarfull- tnúi Sambands ungra Framsóknar manna. Sá siður mun fyrir nokkru upp tekinn, að gefa fulltrúum frá æskulýffssam tökum stj órnmála- flokkanna kost á því að fylgjast með störfum ráðsins, og notuðu æstouilýðssamtök állra fiokkanna sér þessa aðstöðu nú. Ferðafélagar rnínir voru þeir Jón E. Ragnars son lögfræðingur frá Sam'bandi ungra Sjíálíflstæðiismanna, Karl Steinar Guðnason kennari í Kefla vík frá Sambandi ungra jafnaðar manna og Ólafur Einarsson stud. mag. frá Æskulýðsfylkingunni Nutum við í öllu ágætrar fyrir greiðslu skrifstofustjóra Alþingis, Friðjóms Sigurðssonar, sem mér finnst skyit að þakka hér. Norð u.rlandaráðsm en n héðan fóru utan þann 15. febrúar, en við þessir æsku'lýðsfull Irúar kom um til Noregs þann 16. Hér skulu ekki raikin á neinn hátt störf 16. þings Norðurlandaráðls. Ályktanir þess um stofnun e'ldfjallarannsókn arstöðvar á íslandi eru þegar kunnar. Þá var einnig tekið með miklum skilningi á vandkvæðum íslendinga við sérmenntun náms- manna sinna, og ákveðið að greiða þar enn um sinn götu okkar. Von- brigði vekja aftur á móti tök Norðúrlandaráðs á umsó'kn Fær- eyinga um aðild að ráðinu, og viðhorf þjóðanna til Loftleiða- málsins er erfitt að skilja hér heima. Því furðulegra er að ræða við Skandinava um þessa úlfa- kreppu, og kynnast þeirri skoðun þeirra, að þegar hafi verið geng ið allt of langt til sátta. Eru þeir á sinn hátt jafn undrandi yfir því, að Loftleiðir líta ekki enn við þeim kostaboðum sem þeir bera fram. Við setningu þingsins laugardag inn 16. var efnt til borðbalds á Hótel Bristol, þar sem flestir þing mennirnir bjuggu, og að kvöldi sama dags bauð Oslóbor.g til mik illar móttökuathafnar í Ráðhús- inu. Ég lét mig vanta bæði þessi skipti; hafði í leiðinni komið við í Staifangri og dvalið þar yfir nótt. Það var ekki fyrr en á sunnudags morgun, sem mér gafst fyrst færi á að fylgjast með störfum þings ins. Þá voru fundastörf komin í fullan gang, og íslendingar búnir að koma sér upp hálfgerðri ný- lendu í miatsal Stórþingsins norska. Sá salur kom við sögu strax á mánudag, er það fréttist út um öll Norðurlönd, að bjórkjall arinn þar hefði tæmzt. Kenndu fréttamenn Dönum um, og mun persónugervingur danskra öl- drykkjumanna Per Hækkerup. fyrr utanríikisráðherra h'afa ráðið þar nokkru um. Þingfulltrúunum var öllum boð ið í norskf þióðleikbúsið á •nm' dagskvöldið. Þar var sýnt leikrit Ibsens, Fruen fra havet, eitt af hinurn litt þekktari leikritum hans,_ og reyndist þetta ágæt sýn ing. Á mánudagsmorgun var öllum æsku'lýðsfulltrúunum stefnt sam an til umræðufundar eða „semin ars“ í ýmsum norrænum vanda- málum. Stóð seminar þetta yfir fyrrihluta dags á mánudag og mónudaginn töluðu þeir Emil Vindsetmo rílkisritari um ,,Norð urlönd og Efnahagsfoandatagið" og Rolf Roem Nielsen forstjóri um „Norðurlönd og Fríverzlunar bandalagið (EFTA)“ Þriðijudags morguninn var aðeeins eitt erindi flutt. Thor Störe forstjóri tók fyrir umræðuefnið: Har vi et nordiisik alternativ? Fjallaði liann um sameiginleg markaðsvandamál allra Norðurlanda, og ræddi þann möguleika, að þessi lönd hefðu sameiginlega möguleika á að velja Páll Lýðsson sér markaðslönd. M. a. kom fram í erindi Störe, að allnokkuð hef- urverið um samruna sænskra, norskra og danskra fyrirtækja í sömu grein til/ þess að styrkja markaðsaðstöðu þeirra í fjarlæg ari löndum. Eftir erindin urðu hinar fjörugustu umræður, og virtist mér, að Norðmenn gleyptu ekki við Efnahagsbandalaginu hljóðalaust, a.m.k. á það sér ekki eindregna málsvara hjá Vinstri flokknum, og að maður tali nú ekki um SF flokk Finns Gustav sens. Um unga miðflokkamenn á Norðurlöndum. Tvo æskulýðsfulltrúa frá öðrum löndum hafði ég hitt áður, Jobn Dale frá Sen'terungdommens lands forbund — Æskulýðssambandi norskra miðflokksins, og Halle Jörn Hansen, sem var fulltrúi Noregs unge venstre. Komu þeir báðir út til íslands, er síðasta landsþing S. U. F. var háð í Reykjavík. Báðir munu þeir menn gagnmenntaðir, Dale hefur ný- lokið prófi í hagfræði, en Ilansen er ráðunautur við norsíku utan- ríkismá'lastofnunina. Ég verð að játa, að dönsku full trúunum kynntist ég lítið, en þeim mun betur þeim sænsku. Fyrstan skal ég nefna Rune Johanson frá Stokkhólmi. Hann var þó ekki hægt að telja til æskulýðsfulltrúanna, þótt ungur sé: hann er framkvæmdastjóri Norræna félagsins í Svíþjóð, og þess vegna staddur í Osló. Rune Johanson hefur verið framarlega í Centerns Ungdomsforbund í Svíþjóð, Æskulýðssambandi sæmska miðfk>kk<sins. Fulltrúi Centerns uingdomsforb. var hins vegar Ifans Ingvar Jonsson, ný- kjörinn varaformaðiur sambands- ins. Hann er nú bankamaður í Ástrop, efnilegur og viðfelildinn maður, sem ber þá persónu, að,ég sé hann fyrir mér i leiðtogahópi þess flokks, er fram líða stundir. Einnig náði ég sambandi við fulltrúa Sænska þjóðarflokksins, Karl Joihan Westholm, sem er stúdent í Uppsölum. Sá flokkur telur sig „liberal“ eða frjálslynd an, og myndi vera sam'loka við norska vinstri flokkinn. Þeir eru 'í harðri andstöðu um sumt við Miðflokkanna, keppa um líkt fylgi en þó mijm liberölu floikkarnir heldiur halla sér að kjósendum í bæjum en dreifbýli. Finnsk flokka skipun er líklega líkari þeirri ís- lenzku. Þar taldi ég okkur Fram sóknarmönnum bæði Jukka Juurela blaðamann frá Centerpar tiets ungdomsiforbund og Par Stenback frá Svensk ungdom, .æskulýðssambandi sænska flokks ins þar, sem er miðflokkur. Sten báck nemur hagfræði, og var greinilega mjög fær í utanríkis máluim og markaðsmálum. Telur samband hans um 5 þús. félaga, en Æsku'lýðssamband finnska mið flokksins telur um 60 þúsund fé- laga, og mun vera eitt stærsta æskulýðissamband stjórnmála- flokka á Norðurlöndum. Munur'nn á miðflokkunum og v'nstri flokkunuin. Mámudagskvöldið 19. febrúar bauð íslenzka sendiráðið í Osló til kvöldverðar í búst'að sendi- herra úti í Bygdöy. Þar voru nonskir stjórnmálamenn, m. a. Per Borten forsætisráðherra, sem sagði fáein vel valin orð við borð haldið. Hann taldi sig liafa sann- frétt, að nú vildi ísl. ríikisstjórn in sPara. Hann vonaði þó að 'hún stingi ekki „sparekniven“ niður í þetta glæsilega sendiráð í Osló: Það kynnu Norðmenn alls ekki að meta. Viðstaddir fslendingar vonuðu einnig að þetta væri ekki með síðus'tu móttökum íslenzks sendiíherra í Noregi, enda eru þau sendiherraihjónin Ástríður og Hans G. Andersen ágætir fulltrúar þjóðar sinnar úti í Noregi og stóðu að móttöku þessari með mikilli prýði. Þriðjudagskvöldið var ár'lað til þess, að norsku stjórnmálaflokk arnir næðu betra sambandi við sína menn í hinum löndunum. Nobkur vandi var o'kkur Fram- sóknarmönnum, hvort við skyldum heldur þiggja boð Vinstri flokks ins eða Miðflokksinis. Þáði ég boð hins síðarnefnda, og í ljós kom, að Ólafur Jóhannesson hafði eirinig veðjað á dreifbýlismenn, en látið Vinstri flokkinn eiga sig það sinnið. Kvöldverðarboð Miðflokks ins var haldið í húsakynnum kaupmannasamtaka Oslóborgar við Karls Jóhanns-igötu. Þar töl uðu undir borðum Trygve Bent erud, formaður Sambands norskra mjiólkurframleiðenda John Aust heim sem nú er formaður norska miðflokksins og Sukselainen sem fyrir skömmu var forsætisráðherra Finna. Mælti hann einkum til ungu m'annanna þeirra sem yzt sátu og fórst það vel. Hann þótt ist sjá þar sæti vel skipuð en þó væri fyrir mestu að þeir ættu eftir að færast innar eftir, og það væri aðalatriðið fyrir þessa flokka að skipa strax vel í neðstu sætin. Þá færi allt, vel í framtíð- inni. Ég reyndi að afla mér upplýs- inga um stöðu norsku miðflokk- anna, og einkum þeirra, sem styðj ast við bændur og aðra dreifbýlis menn Noregs. Norges Venstre og Miðflokkurinn munu um sumt áþekkir, meginhluti fylgis þeirra I Per Olof Sundman — aðeins 10 ára skáldferill færði honum verðlaunin. mundi rata yfir til Framsóknar- flokksins hér heima. Þeir byggja báðir á fólki utan af landsfoyggð inni. Þó er Miðflokkurinn siterkari meðal bænda. Vinstri flokkurinn hefur verið talinn klofinn á viss- an hátt. Þannig eru vinstri austan fjalls róttæikir, og þar er fremst ur í flokki, Helge Seip, hagfræði prófessor í Osló. Vinstri vestan fjatlis eru íhaldssamari, sannir full trúar bindindis, nýnorsku og heimatrúboðs, og þann arm styður Bent Röiseland, leiðtogi flokksins- Vinstri eru róttækir í utanrík ismálum og mjög tortryggnir gagn vart hverskyns bandalögum, hern aðar- og markaðskyns. Þar er Miðflokkurinn meira hægfara, en hins vegar geysi róttækur í dreif býlismálum. Getur hann þar helzt unnið með SF flokki Finns Gustafsens, en þann flokk á ég of erfitt með að skilgreeina. Vísa þar helzt til orða norsks kunningja míns, sem sagði, að SF væri bor inn upp af hálfgerðum útskúfunar lýð úr VerkamannaflOkknum, há- skólaprófessorum og „hippíum." Skáld, sem iðkar pólitíska menningarbaráttu. Það er þegar alkunnugt af fréttum að sænskur rithöfundur, Per Olof Sundman hlaut nú bók m en n taverðlau n Nor ður land aráðs Framhald á bls. 12. Frá kvöldboSi MiSfloklcsins norska. Lengst til vinstri er forsætisráSherrafrúin, Magnhild Borten, fiórSa er Kertu Saalasti frá Finnlandl, fyrr lcennslumálaráSherra, þá kemur Rune Johanson, Jukka Juurela greinarhöf- undur og John Dale. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.