Tíminn - 11.04.1968, Blaðsíða 1
BLAÐ II
ÉfWWW
í
L
! I
\
mm m
RÆTT VIÐ
SIGURÐ BJÖRNS-
SON Á
KVlSKERJUM
Blcsaklettur í Öræfum.
í nábýli við
jökla og sanda
Fróðleiksfýsn hefur lönguin
bórt sterkasta aðalsmerk; ok>
ar íslendinga, og enda þótt
vmislegt glepji nú um fyrir
okkur, og margt verði annað
til dægradvalar en aður fyrri,
höfum við enn sem áður á-
huga á að viita sem mest úr
sögu lands og þjóðar. Ýmsar
góðar heimildir eigum við f-á
liðnum dögum, sem varpa ljósi
á það líf, sem hér var 'ifað,
en ef menu vilja kafa dýpra,
hrökkva þær stundum skammt,
og myndirnar sem þær gefa
verða ekki nægilega skýr-
ar. Bn úr þessu geta vissulega
góðar hendur bætt og með því
að tína saman tiltækilegan
fróðleik, skráðar heimildir,
munnmælasagnir og ýmislegt
fleira og samræma innan á-
kveðins ramma, má skýra
myndina að miklum mun, svo
að hún verði jafnvel allt að
Ijóslifandi.
Nú hafa Austur-Skaftfell-
ingar tekið sig til, og fengið
fróða sýslumga sína til að safna
heimildum og atriðum úr sögu
sýslunnar í bók. Er efnisöfl-
un lokið, og vonir standa til,
að bókin komi út á næsta ári.
Það er Siguirður Björnsson frá
Kvískerjum í Öræfum, sem
fenginn hefur verið til þess að
safna samam efni úr Öræfa-
sveitinmi, og þar sem hann átti
leið hér um borgina fyrir
skömmu þótti okkur ekki úr
vegi, að fá hann til að skýra
lesendum Tímans dálítið frá
þessu starfi, og fá hjá honum
brot úr sögu sveitarinnar
milli sanda.
— Er fjallað um ákveðið
skeið í sögu byggðanna, eða
er hún tekin frá öndverðu?
—• Við höfum tekið saman
efni um upphaf byggðanma og
elatu sagnir, en einkum er
það tímabilið frá 1800—1960,
sem um er að ræða.
— Er það að einhverju sér-
stöku tilefni, sem þessi
samantekt er gerð?
—• Tilefnið er ekki annað
en það, að fólk fýsir að fá
meiri vitneskju um þessar
byggðir frá fornum tímum og
þróuin þeirra og umróti síð-
ustu tíma. >að eru til ýmsar
heimiildir, tíundaskrár, kirkju-
bækur o.fl., en fremur er þetta
nú suindurlaus fróðleikur og
þurfti mikillar athugunar við.
Ég hef í þessari samantekt
einnig stuðzt nokkuð við forn-
bréifasöfn og þau gögn önnur,
sem ég vissi að voru til um
Öræfasveitina, og þá hef ég
tekið saman nokkrar murnn-
mælasagnir frá fyrri tímum.
Úr þessu hef ég leitazt við að
myinda heild, sem ætti að
sýna hver þróunin hefur verið
í höfuðdráttum í Öræfasveit-
inni.
í fornurn skjölum er Öræfa-
sveitin nefnd Hérað og hefur
gi-einilega verið allmikil og
góð sveit, og landskostir ágæt-
ir. Það hefur jafnan þótt helzti
ókostur sveitarinnar sem og
annarra í Auistur-Ska'ftafells-
sýslu, að höfin hefur engin
verið nema í Hornafirði, og
hún þó hvergi nærri góð í
fyrri tíð. En í upphafi bygAða
hefur verið allt öðruvísi um-
horfs í Öræfasveitinni en nú
er. Breytingar í náttúrunni
hafa orðið geysimiklar, og
sveitin hefur orðið fyrir miki-
um skakkaföllum af völdum
máttúruihamfara. Það sannast
ekki sízt á sögu Öræfasveitar-
innar, að það eru öngvar ýkj-
ur hjá honum doktor Sigurði
Þórarinssyni, að hér á landi
geta orðið meiri breytingar í
náttúrunni á einu ári en á
þúsund árum erlendis.
Sigurður Björnsson
Breiðamerkursandur hefur
verið miklu minni, þegar land
byggðist, en hann er nú, eða
um 10 km, í hæsta lagi á
breiddina, og Sfceiðarársandur
liefur verið allt öðruvísi en
nú er. Fyrsta breytingin í
sueitinni hefur sennilega orð-
ið í hlaupi í Skeiðará á önJ-
verðri 14. öld, en um það eru
heimildir mjög óljósar, en par
greinir svo frá, að eigur Jökul-
fellskirkju hafi verið lagðar
til Núpstaöarkirkju, þ. e.
Lómagnúpskirkju, og má ætla,
að það hafi orðið vegna nátt-
úruhamfara. Árið 1362 gaus
Öræfajökuili og eftir það bar
sveitin aldrei sitt baír. Þá
fara 17 bæir í eyði, að því er
talið er, og ef til vill hafa
fleiri verið farnir í eyði vegna
Skeiðarárhlaupsins. Vitað er
um þrjá bæi vestam jökuls á
því svæði, sem Breiðamerkur-
sandurinn nær nú yfir. Hann
er þó ekki mótaður í sinn nú-
verandi mymd fyrr en um alda-
mótin 1700. Árið 1698 fer í
eyði býlið Breiðamörk, en það
er sama jörð og Breiðá þar sem
Flosi fékk Kára Sölmundar-
syini bústað eftir að sættir tók-
ust með þeim. Nú enda þótt
Njála sé ef til vill ekki svo
örugg sagnfræðiheimild, þarf
ekki að ætla höfundi hennar
þá smekkleysu að láta Flosa
fá Kára Breiðá til ábúðar, ef
þetta hefði ekfci verið vildar-
jörð á þeim tímum. Og gera
má ráð fyrir, að Breiðamörk
hafi verið allgott býli um 1S87,
því að þá á bóndinn þar í
málaferlum við Skálholtsbisk-
up út af rekaréttindum, og
það hefði hann vart vogað sér
ef hánn hefði ekki verið sæmi-
lega gildur. Sandurinn hét fyrr
um Breiðársandur, og svo er
að sjá, að nafn hans hafi
breytzt, er farið var að kalla
jörðina Breiðamörk.
— Og ekki hafa jöklarnir síð
ur tekið breytingum?
—• Jú, þeir hafa breytzt og
gengið fram. f jarðabók ís-
ieifs Einarssonar frá þessum
slóðum segir, að „byggð sé af
fyrir vötnum og jökli.“ í sókn-
arlýsingu séra Gisla Finmboga-
sonar til Árna Magnússonar
segir, að Breiðárfjall verði
varla notað til lambagöngu
lengur, því að þar girði nú
jökull í kring, og svipuð orð
viðhefur ísleifur Einarisson um
Hafrafell. Landnámsjörðin
Fjall fer snemma i eyði, og
gengur jökull yfir tættumar
um aldamótin 1700. Árið 1755
er sandurinn milli sævar og
jökuils 1—2 milur danskar um
Jökulsá eða hvergi minna en
um 7 km. á breidd og jökuli-
imn því fjær sjó við Jökulsá
en hann er nú, en víða ann-
ars staöar er fjarlægðim nú
meiri en þá var. Breiðamerkur
jökull virð'st hafa verið mjög
hár. Daniel Bruun skrifar 1
lýsingu sinni á Öræfasveitinni,
að Esjufjöll sjáist ekki af sand
imum fyrir jöklinum, en hann
læfckar nú og minnfcar ört og
svo mum halda áfram, ef tíð
kólnar ekfci til mifcilla muna.
Eftir því sem jöklamir
minnba, festast ámar í farvegn
um og ámar á þessurn slóð-
um eru allar komnar á lægstu
staðima eftir að hafa breytt
mjög um farvegi á umliðnum
öldum. Árið 1954 sameinuðust
Breiðá og Fjallsá og hafa nú
verið brúaðar í einu lagi, og
litlar líkur eru til þess áð þær
skipti sér aftur, nema jöfcull
gangi yfir. En nú sér maður
hiilla undir að svo geti orðið,
sem bóndi einn í Suðursveit
lét orð um falla á síðustu öld.
Það var verið að kvarta yfir
því, að vart væri búandi á Is-
landi, og þá sagði hann: —
Nú, það mætti gera allan
Breiðamerkursandinn að túni
ef fjármagn væri til.
— Hvað um íbúafjölda í Ör-
æfasveit?
— Um hann eru fáar tölur
til fyrr en um 1800. Árna
Maginússyni varð þess aldrei
auðið að koma þangað og fékk
þess í stað ísleif Einarsson til
að gera jarðahók fyrir sig, en
aðeins er nú til úrdráttur úr
henni. En frá 1800—1960
mun láta mjög nærri að meðal-
tal ibúafjölda sé 190 manns.
Það vantar nokkuð upp á, að
þeirri tölu sé náð um 1800,
en byggðin eykst síðan og
heldur svo áfram þar til árið
1900, em fólki hefur fækkað
nokkuð á semni árum. Af-
koma Öræfinga virðist frá önd
verðu hafa verið nokkuð sæmi
leg og helztu hlunnindi sveit
ariinmar hafa verið selveiði og
fuglatekja í Ingólfshöfða. Út-
ræði hefur verið nokkuð fyrr
á tím-um, en hefur aldrei get-
að talizt verulegt, enda hafa
róðrar frá þessum slóðum ver-
ið mikið hættuspil og oft urðu
miklir mannskaðar í þeitn
ferðum. Árið 1758 verður
þanna stórslys á sjó, og eftir
það er að sjá, að Öræfingar
treysti lítt á að sækja gull
grepiar Ægi. Hins vegar hljóp
oft fiskur á land, og var það
að sjálfsögðu mikil björg í bú.
Það er almennt talið, að af-
koma í Austur-Skaftafells.sýslu
hafi verið einna tryggust í Ör-
æfunum. Á síðasta áratugi 18.
aldar hefur þó verið talsverð
fátækt þar, sem gæti stafað af
völdum Síðueldanna óbeinlín-
is, þvi þótt Öræfingar
Framíhald á bls. 30.