Tíminn - 19.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.04.1968, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. apríl 1968 TIMINN & 1> filliís Otgefandi: FRAMS0KNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsspn Ritstjórar- Pórarinn Þórarinsson íábi Andrés Kristjáhsson lón Belgason og Indriðl G. Þorsteinsson Kulltrú) ritstjórnar- Tómas Karlsson Ang- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skrlfstofm t Eddu húslnu simar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastrætl 7 Af- greiðslusimi' 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 120 00 á mán Innanlands — í lausasölu kT 7 00 eint - Prentsmiðjan EDDA b. f. Endurreisn atvinnuvega í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðunum rakti Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflo'kksins, hrakfalla- sögu ríkisstjórnarinnar og benti á, að aldrei hefði getu- leysi ríkisstjórnarinnar til að ráða fram úr málefnum þjóðarinnar orðið ljósara en nú þegar harðnað hefði nokkuð í ári. Þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið undanfarið, gengislækkunin með öllum sínum tilbrigð- «m, mótsögnum og hliðarsporum eru táknrænar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Um höfuðviðfangsefnið nú sagði Ólafur m.a.: „Það þarf að breyta um stefnu gagnvart undirstöðu- atvinnuvegunum. Það þarf að koma þeim í það horf, að þeir geti starfað og byggt sig upp með eðlilegum hætti. Það þarf að draga úr fjármagns'kostnaði þeirra, einkan- lega með því að stórlækka vexti af stofnlánum þeirra og rekstrarlánum. Það þarf einnig að létta af þeim ýms- um opinberum gjöldum, sem á þá hefur verið hlaðið að undanförnu, og þeir fá ekki undir risið. Það þarf að fullnægja lánsfjárþörf þeirra með eðlilegri hætti en átt hefur sér stað á allra síðustu árum. Einkanlega þarf að gefa þeim kost á sérstökum lánum til hagræðingar og framleiðniaukningar en á því sviði er umbóta þörf í ýmsum atvinnugreinum. Þá þarf og að taka ýmsa þjón- ustustarfsemi við undirstöðuatvinnuvegina til gagngerr- ar endurskoðunar. Þar er áreiðanlega hægt að koma við margvíslegri hagræðingu. Það er enginn vafi, að með þeim hætti má spara undirstöðuatvinnuvegunum veru- legar fjárhæðir. Ég nefni t. d. bankakerfið, olíudreif- inguna og tryggingarnar. Hvaða vit er í öllum banka- byggingunum og bankaútibúunum. Halda menn að þetta kosti ekki neitt? Og ætli væri ekki hægt að spara eitthvað í mannahaldi, ef bankar væru sameinaðir? Ætli það ýæri ekki hægt að koma við hagræðingu í olíudreifing- unni. Mörgum sýnist það. Tryggingar eru sagðar hér miklu dýrari en annars staðar. Sjálfsagt liggja til þess eðlilegar orsakir. En það er samt vissulega ástæða til að athuga þau mál. Sjálfsagt má hér einnig nefna ýmsa viðgerðarþjónustu. Líklegt er, að þar mætti koma við ýmissi hagræðingu. Með þeim ráðstöfunum, sem hér hafa verið nefndar, má eflaust stórbæta aðstöðu atvinnu- veganna. En hækkun framleiðslukostnaðar er ekki nema önnur hliðin. Hins þarf einnig að gæta, að gera útflutn- ingsafurðirnar sem verðmætastar. Þess vegna þarf m. a. að leggja ríka og vaxandi áherzlu á vöruvöndun og gæða- eftirlit. Einnig þarf að sinna markaðsleit og markaðs- könnun með allt öðrum hætti en hingað til. Framsóknarflokkurinn telur að taka þurfi upp stjórn í fjárfestingarmálum. Það skipulagsleysi, sem þar hefur ríkt að undanförnu, fær ekki staðizt. Það er þjóðarheild- inni of dýrt. Hitt er annað mál, að þar má ekki fara út 1 neina ofstjórn, svo sem átti sér stað á dögum fjárhags- ráðs, er menn voru sektaðir fyrir að nota sementslatta til að steypa garð við hús sín. En þá fóru aðrir með stjórn þeirra mála en Framsóknarmenn. Það þarf einnig að gæta meira hófs í innflutningi en að undanförnu. Þjóð- in hefur ekki efni á eins og nú er ástatt, að dýrmætum gjaldeyri sé sóað í hreinan óþarfa. Það verður að sporna við viðskiptahallanum áður «n við erum komnir alveg á kaf. Allir eru sammála um, að landbúnaður verði að njóta verndar og ekki eigi að leyfa innflutning land búnaðarvara. íslenzkur landbúnaður stæðist ekki slíka samkeppni Ég held. að hið sama eisi við um ýmsan inn- lendan iðnað. Hann getur ekki þrifizt,nema hann njóti verndar.“ af forsetaefnum republikana Samt er líklegt, að hægri menn hindri framboð hans. NBLSON Rockefeller fylkis- stj'óri í New York er farinn að þoka sér hægt og gætilega í étt til forsetaeuibættisins. Snemma í þessum mániuði myndaði hann kjarna starfs- liðs í kosningabaráttuinni. Hann ætlar að hefja opinberan ræðu- flutni.ng um þjóðmál almemnt á fundi ritstjóra dagblaðanna, sem haldinn er í Washington núna npp úr miðjum mánuðin- um, og lætur nú í það skína, að hann sé öruggur um sigur í kosninigunum sjálfum, ef hon um aðeins auðnist að fá sig út- nefndan sem frambjóðanda. Og þetta E3F er aht annað en hégómi, en ærinnar athygli er vert, að niánustu samstarfs- menn Roberts Kennedys öld- nmgaideildarþingimanns halda hinu sama fram. Þeir eru sann- færðir um, að Kennedy geti sigrað Nixon fyrrverandi vara- forseta, en ailt öðru máli gegni um Rockefeller, og margir áhuigamenn um stjórnmál virð- ast hallast á sömu sveif. EtNS og sakir standa er að- staða Rockefellers dálítið hjá- kátleg. Hann tekur eikki enn þátt í kapphlaupinu, en sígur öllu fremur afturábak inn í framtíðina. Mjög er nei'kvætt fyrir hanin að taka ekki enm þátt í framiboðsbaráttu. E.n hann treystdr á annmarikana, sem þeir Kennedy og Nixon eiga við að stríða. Hann huigsar sem svo, að verið geti að hinir tregari og íhaldssamari repu- blikanar taki þann kost að halla sér heldur að honum en að láta Nixon tapa fyrir Kennedy. Vitaskuid er ekki enn úr- hættis íyrir Rockefeller að ná þeirri aðstöðu, að úrslitin geti á honum oltið. Honum er nokk ur bagi að því að vera ekki með í prófkjörunium og reyna sig þar við Nixon. En Eisen- hower hershöfðinigi lét próf- kjöriin lönd og leið árið 1952 og kom ekki einu sinni heim fná Evrópu fyrr en í júní um sumarið. Eigi að síður t&kst honum að færa Republikana- floikknium heim eina sigurinn, sem hann hefur öðlazt í for- setakosningum um 36 ára skeið. AÐSTAÐA Rockefellers er furðulegust og mótsagnakennd- ust að þvi leyti, að hann hef- ur mi'klu meiri möguleika á að sameina þjóðina en flokkinn sinn og að sigra í kosningun- um sj'álfum en í baráttunni um tilnefninguna, Hann er til vinstri við meirihluta Repu- blikanaflokksins en til hægri við þá Humphrey varaforseta og Kennedy öldungadeildarþing mann. Samt er hann ekki svo langt til hægri að hann geti ekki vænzt öflugs stuðnings hinna framsæknari afla í báð- um flokkum, og einnig meðal þeirra, sem óháðir eru. Veigamestu meðmælin með Rockefeller — auk þeirrar trú- ar, að hann hafi möguleika á að lað? að sér nægilegt fylgi utan Repuiblikanaflokksins til þess að ná kosningu — er Nixon og Roikefeller reynsla hans og hin trausta fótfesta, sem hann hefur í New Yonk. Hann hefur tekizt á við hina tilfinnanlegu örðug- leika stórborganna í Bandaríkj- unum lengu-r en nokkur annar huigsanlegur frambjóðandi, nema ef vera skyldi Humiphrey varaforseti. ROOKEFEliLER nýtur miklu meiri hyHÍ en Ndxon meðal verkalýðsins og negranna og annarra minnihlutahópa. Hann hefur um fjórðung alinar haft reynislu af afskiptum af utan- ríikismálum og einkum málum, er snerta Mið- og Suður- Ameríku, eða allt síðan í heims styrjöldinm síðari að hann gegndi störfum sem aðstoðar- utanríkisráðherra. Þá hefur hann einnig sýnt og sannað, að hann kann þá list að laða að sér gáfum gædda og mikil- hæfa menn til opinfoerra starfa og láta sér haldast á þeim. Ekki stendur Rockefeller jafn föstum fótum og Nixon í Miðvesturríkjunum, fjalla- ríkjunum eða Suðurríkjuinum og hann er eitur í beinum íhaldsmannanna umihverfis GoHwater, þar sem þeir hafa ek'ki enn fyrirgefið honum nð hann snéri við þeim bakinu í kosninigunum árið 1964 En eins og sakir standa nú er hann talinn hafa góða mögu leika á að sigra í fjölmennustu fylkjunum, og enn hefir eng inn uinnið sigur í forsetakosn ingum og lotið lægra haldi bæði í New York og Kaliforn- íu, bar sem Nixon er ekki sérlega vinsæll, þrátt fyrir a!1 góð tengsl í báðum þessum ríkjum. MJÖG milkið veltur á, hvort Rockefeller fekst að fá mikinn fjöHa manna til að hlýða á þær ræður, sem hann er að búa sig undir að halds á næst umni, svo ög hvaða máiefni hann tekur til meðferðar í þeim. Megi verulega mark’a um hvað er hæst haft meðal þjöð arinnar, ætti hún að bregðast vel við umræðum um endur- mat og sættir. Ofbeldii og grimimdarverk undangeniginna tveggja ára virðist hafa knúið fram ósikir um aukna friðsemi í uimræðum, raunsanmari mark mið .erlendis en keppt hefur verið að og aukna mannúð við mörkutn stefnunnar í innan- landsmálum. í raun og sannleika veldur ófriðurinn erlendis og átökin í stórborgumum því, að fólki veitist erfitt að umbera harð- vítuga og þröngsýná flokkabar- áttu þar ofan á. Vandinn, sem þjóðin á nú við að stríða, er það alvariegur, að hanm krefst orku og hæfileika beggja flokka og allra meginafla meðal þjóð arinniar, og sérhver sá, sem sýnir fram á hæfni til að safna um sig virkuim meirihluta leið- toga á þessum sviðum, — eða með öðrum orðum að veita raun verulegri þjóðarstjórn forustu, — gæti enn komið til greina sem sigurvegári í forsetakosn- inguinum. SIGURGANGA McCarthys hingað til á rætur að rekja til þess, sem drepið var á hér á undam. Hann er rósamur og fer fram á endurmat og sættir. Það veldur honum mestum erf- iðleikum, að hann stendur hall- ast í stórborgunum, þar sem skorið verður úr um sigur eða tap í kosningunum. Höfuðstyrk ur R.ockefellers er eiinmitt fólg- inn í því, hve styrkum fótum hann stendur bar. Rockefeller er mjög seinn til að hefjast handa. Kerfi hans og skipulag er enn máttvana og hinir umbótasinnuðu ríkisstjór ar Repufolikanaflokksims eru ekki einu sinni enm farnir að styðja við bakið á honum svo Framhald á bls. 15. «1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.