Tíminn - 19.04.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 19. aprO 1968 I HEIMSFRETTUN I leit að morðingja í gær, fimmtudag, hafði bandaríska alríkislögreglan sent úx handtökuslkipun á mann að nafni Eric Starvo Galt, sem síðustu dagana hefur vakið furðu margra, enda verið eins konar huldumaður. Full- yrti FBI, að Galt hafi, ásamt bróður sínum, gert samsæri um að myrða Dr. Martin Luth er King, sem lézt 4. apríl s. 1. af völdum skotsiárs á hálsi. Sendi FBI einnig út mynd af Starvo Galt, taldi hann vopnað an og hættuilegan, og bað því fólik að fara að öill-u með gát. Hvort lögreglan er í þann veginn að handtaka morðingja Kings eða ek'ki skal elkkert um sagt, né heldur hvort aðeins tveir bræður standi að þeim verícnaði. Um það eru upplýs ingar of litlar, þegar þetta er ritað. Hins vegar verður reynt hér á eftir að greina frá þróun málsins frá því King var myrt ur 4. apríl s. 1. — þ. e. rann- sókn miorðsins í þann rúma hálfa mánuð, sem síðan er lið inn. Samsæri Bandarísk lögregluyfirvöld, með Ramsey Glark, dómsmála- ráðherra í broddi fylkingar. fullyrtu svo til strax eftir morð ið á Dr. Martin Luther King, fimmtudaginn 4. apríl. að allt benti til þess að um einn glæpa mann væri að ræða; þótt Ijóst væri. að morðið hefði verið mjög vel skipulagt, þá væri ebkert sem benti til þess að fleiri en einn maður hefði kom ið þar nálægt. Þótt þetta hafi þar til í gær verið hin opinbera afstaða lögreglunnar, sem að öðru leyti hefur verið mjög spar söm á upplýsingar um miálið síðustu dagana, þá þótti fljótt einna líklegast. að einbver sarntök stæðu að baiki morðinu, og að morðinginn hafi jafnVel verið atvinnumað- ur —þ. e. leigumorðingi. Einn ig þykir mega ráða af líkum. að hann hafi haft aðstoðar- mann eða aðstoðarmenn í Memphis, þar sem King var myrtur, sem gerðu honum kleift að komast undan, Þótt lögreglan hafi gefið lít ið upp um rannsókn málsins, hafa blaðamenn reynt að grafa upp allt möguilegt í sambandi við morðið og leitina að morð fngjanum, en í dag er rúmur hálfur mánuður síðan morðið var framið. Undankoman Það, sem einna furðulegast þykir í sambandi við morðið — af mörgu furðulegu — er und- an'koma morðingjans, en hún þykir benda til þess að hann hafi haft aðstoðarmenn. Skotið, sem haefði Dr, King var hleypt af um kl. 18.01 á fimmtudaginn 4. apríl sam- kvæmt staðartíma. Lögreglan fullyrti strax, að skotið hefði verið úr baðherbergi á bakhlið gistiheimiilis við næstu götu samliggjandi Lorraine Motel, þar sem Dr. King bjó. Tæpri mínútu eftir morðið sást síðan maður, sem talinn er vera morðinginn, koma T. h. mynd af hluta þeirrar hliðar gistiheimilisins, sem snýr að Lorr aine Motel. Gluggi morðingjans er sá þriðji frá vinstr. Á stærri myndinni sjást svalirnar, þar sem King stóð. Myndin er tekin meðaðdráttarlinsu út um baðherbergisgluggan í gistiheimilinu. hlaupandi út úr gistiheimilinu. Hann hljóp til vinstrj eftir gangstéttinni, en stanzaði þó í smáskoti rétt hjá dyrunum til að losa sig við riffil og tösku sína- Fór maðurinn síðan inn í hvítan Mustang-bíl, sem lagt var við gangstéttina, og ók í burtu. Þetta gerðist um einni mín útu eftir morðið. Nú virðist aftur á móti, sem annar hvítur Mustang hafi verið staðsettur við þessa götu — til hægri við dyrnar —og hafi honum verið efkið af stað um 15 mínútum eftir morðið. Þar sem lögreglan var fjöl menn í kringum Lorraine Motel fókk hún skjótt tilkynningu um hvíta Mustanginn, og sendi hún þá út tilkynningu til allra lögreglubifreiða að leita að þessum bíl, jafnframt því sem vegatálmanir skyldu settar upp. En kl. 18.35 kom tilkynning á lögreglubylgjunni um miik inn eltingarleik um götur Memphis í norðurátt. Var þetta sögð tilkynning frá „lögreglu bíl 160“. Sköimmu síðar var tilkynnt, að b'lár Pontiac tæki einnig þátt í eltingarleiknum. Voru stöðugar sendingar á lög reglubylgjunni fram til kl. 18.47 um eltingarleikinn, en þá var skýrt frá því að einhver í Mnstanginum væri að skjóta á Pontiacinn. Þannig endaði útsendingin frá „bíl 160“. Lögreglumaður- inn, sem var á vakt í bíl 160 á þessum tíma, hefur neit að að segja eiitt eða neitt um málið. Aftur á móti hafði blað eitt í Memphis, ,.Tbft Commerc' ial Appeal“, það eftir honum noikkrum dögum eftir morðið, að hann hefði ekki séð neinn hvítan Mustang, og því engan slí'kan bil elt. Eftix því, sem blaðamenn hafa helzt getað fundið út, mun lögreglumaðurinn, R. W. Brad shaw, sennilega einungis hafa komið áfram skilaboðum, sem heyrðust í útvarpi í bifreið há skólanema nokkurs — en í Memphis geta flestir eða allir hlustað á lögreglubylgjuna. Senditæki lögreglubíla — og annarra bíla, sem hafa slík tæki, — eru stuttdræg, og þvi herma fréttir að það hafi vak ið athygli háskólanemans, að 'þótt bílarnir, sem í eltingar- leiknum áttu að vera, væru komnir út úr borginni, þá var sendingin á bylgjunni alltaf jafn sterk. Virðist því ljóst, að sendandinn hafi alilan tímann verið í miðborginni, og tilgang ur hans verið að villa um fyrir lögreglunni. Það tókst líka í a. m. k. 15 mínútur. Bifreiðar. sem sendar höfðu verið til ann arra borgarhluta, voru sendar til norðurenda borgarinnar til þess að taka þátt í „eltingar- . leiknum". Allt bendir nú til þess, að á meðan hafi morðinginn ekið út úr borginni á öðrum stað og sennilega komizt til Atlanta í Georgíu, heimaborg dr. Kings, sem er um 400 mílur frá Mem- phis. Þar var nefnilega tekinn fimmtudaginn 11. apríl hvítur Mustang, sem lögreglan mun telja sennilegt að morðinginn hafi notað. En hann var skilinn eftir í Atlanta um 13 klst eftir morðið. En við fund bifreið- arinnar komst lögreglan á slóð dularfulls manns, sem lítið er vitað um, en sem gæti verið morðinginn. Eric Starvo Galt Það kom fljótlega í ljós, að eigandi Mustangsins nefndist Eric Starvo Galt. Gaf lögregl an út tilkynningu fimmtudag- inn 11. apríl — á skírdag — þess efnis að hún vildi fá að tala við Galt, sem væri um 175 pund að þyngd, bláeygður og brúnhærðúr, fæddur 20. júlí 1931, þ. e. 36 ára að aldri. Er talið, að lögreglan hafi fengið þessar upplýsingar úr ökusikírteini Galts. , En fljótlega kom í Ijós, að Galt þessi var hinn dularfyllsti, og sennilegt talið að það væri ekki hans raunverulega nafn. Galt þessi stakk fyrst upp kollinum, svo vitað sé, í Birm ingham í Alabama, þegar hann labbaði ,inn í gistiiheim- ilið „The Economy Grill and Roorns" 6. ágúst 1967. Þar bjó hann til 7. október s. 1 Síðan hefur enginn séð hann svo vit að sé til. Nokkuð er vitað um gerðir Galts í Birmingham. T. d., að 30. ágúst 1967 keypti hann hvítan Mustang og greiddi hann út í hönd. Fékk bifreiðin einkennisstafina 1-38993, en þeir ''voru á Mustanginum, er fannst í Atlanta. Er þvi öruggt, að um sama bíl er að ræða. Einnig er vitað, að Galt tók ökupróf 6. september 1967 í Alabama. 1. marz s. 1. óskaði hann eftir að fá annað eintak af ökuskírteininu, og sagði skyldu senda það til „The Econ omy Grill and Rooms“, þótt hann hefði ekki dvalið þar í marga mánuði. Galt lét skrá sig sem sjó- mann, atvinnulausan, er sam tök sjómanna hafa engar upp- lýsingar um mann með þessu nafni. Þá sagði hann einnig Peter Oherpes, forstjóra gisti heimilisins, og fleirum frá því hvar hann hefði unnið áður, og fleira persónuilegt, en athugan- ir lögreglunnar og blaðamanna haaf leitt í ljós, að um rangar upplýsingar var að ræða. Var talið sennilegast, að Galt væri ekki til nema sem dulnefni. Seint á miðvikudagskvöld gaf bandaríska alríkislögreglan aft ur á móti út handtökuskipun á Eric Starvo Galt, og lætur þann ig að því liggja að það sé hið rétta nafn hans, en auk þess hafi hann notað önnur nöfn, bæði John Willard eins og á gistiheimilinu í Memphis og nafnið Harvey Lowmeyer. Kúlan ónýt Kúlan, sem varð Dr. King að bana, er svo illa farip, að lögreglan hefur lítið gagn af henni við rannsókn málsins. Það er t. d. ekki hægt að sanna, hvort henni var skotið úr Remington riffli þeim, er fannst fyrir utan gisti- heimilið í Memphis. Nóg var aftur á móti af fingraförum og lófaförum bæði í herbergi nr. 5, þar sem morðinginn kom sér væntan- lega fyrir undir nafninu „John Willard", og í baðher- berginu. þar sem morðinginn mun hafa staðið þegar hann hleypti skotinu af. Aftur á móti fer svo margt fólk una staðinn, að erfitt er að segja hvorf einhver þessara fingra- fara eru eftir morðingjann. Lögreglan vinnur mjög að ýmsum tæknilegum atlhugun- um. M. a. hefur hún unnið að samanburði á jaxðveginum í kringum morðstaðinn og gisti heimilið og þeim jarðvegi, er fannst í Mustanginum í Atl- anta. Jafnframt vinnur lögreglan mjög að leitinni að Galt. Hef- ur leitin dreifzt um mörg rílki Bandaríkjanna, og náði jafnvel til Mexicó um tíma. Aftur á móti hefur strax koim ið gagnrýni fram á vinnubrögð um lögreglunnar i þessu máli, m. a- frá einum þingmanni. Maðurinn með grímuna Það er enn óvitað, hver maðurinn með grímuna, sem a. m. k. tveir menn töldu sig sjá hlaupa strax eftir morðið á milli Lorraine Motel og gisti heimilisins, þaðan sem skotið er talið hafa komið frá, raun verulega er. Annar þeirra sem mann þennan sá, var bíl- stjóri Dr. Kings. Þá er mörgum öðrum spurn- ingum ósvarað í sambandi við þetta morð. Sú stærsta er ein- faldlega, hvers vegna lögreglan gat ekki komið í veg fyrir morðið. Vegna hins hatursfulla andrúmslofts í borginni, voru 40—45 Memphis-lögreglumenn allt í kring um King þegar morðið var framið, og eins mik iM fjöldi alríkislögreglumanna FBI. Önnur spurning er, hvernig morðinginn vissi að Dr. King (Ivaldi í herbergi 306 í Loraine Motel. King hafði aðeins verið í þessu h-erberg í einn dag, þeg ar morðinginn kom sér fyrir I gistiheimilinu andspænis og leitaði þar að bezta staðnum til að myrða King. Ef King hefði verið í einhverju herbergjanna nær aðaldyrum mótelsins, þá hefði morðinginn ekki getað skotið hann út um baðherbergisgluggann. King var í Memphis einnig viku fyrir morðið. En þá dvaldi hann á öðru móteli, svo Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.