Tíminn - 19.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.04.1968, Blaðsíða 3
I FÖSTUDAGUR 19. aprfl 1968 TÍMINN (Tímamynd; GE). Karlakórinn Þrestir í HafnarfirSi ásamf söngstióranum, Bókmenntakynning leik- félags Kópavogs N.k. miánudag 22. april kl. 21,00 mun Leikifél’ag KópaTOgs gangast fyrir bókmenntakynn- ingu í Félagsheimili Kópavogs. Að þessu sinni verður bók- mienntakynningin helguð Magn úsi heitnum Ásgeirssyni. skáldi. Þarf ekki að efa, að aðdáendur Magnúsar Ásgeirssonar muni fagna þessari kynningu á verk uim hans. Kynnir verður Ragn ar Jónsson, Jóhann Hjálmars son miun tala um skáldið, Krist inn Hallsson, óperusöngvari syngur, Ijóðalestur annast Bald vim Hal'ldórs'son, leikari og leikarar úr Leikfélagi Kópa- vogs, Magnús heitinn Ásgeirsson er áttunda sfcáldið, sem Leik félag Kóipavogs kynnir. Hin eru Matthías Joohumsson, Jó hann Sigurjón^son, Einar Bene diktsson, Jónas Hallgrímisson, Halldór Kiljan Laxnes og Davíð Stefánsson. Svo sem á öllum fyrri bók mienntakynningum Leikifélags Kópavogs, er aðgangur ókeypis og öllum heimiil. Kvikmyndasýning Germaníu Einn þekktasti leikari Þýzka lands síðustu áratugina, Gustaf Grúndgens andaðist fyrir fá- um áruim, og var hann þá leik hússtjóri í Hamlborg, og hafði borið hróður þess leifchúss víða um löndÁneð leik sínum og leikstjórn, Um hann hefur ver ið gerð kvikmynd, með sýnis- hornum af helztu hlutverkum hans. Verður hún sýnd á kvik myridaisýningu félagsins Germ anía á morgun, laugardag. Þar verða einnig sýndar myndir frá Hamtoorg. Ennfremur verða sýndar fr^tamiyndir frá því í janúar s. 1., m. a. frá ferð Kiesingers kanzlara til Indlands og Pak istan. Sýningin er í Nýja bíói og hefst kl. 2 -e. h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðn- usn. Þau koma fram á skemmtuninni. Karlakór Selfoss heldur söngskemmtun Karlakór Selfoss heldur söng skemmwn í Selfossbíói á sunnudaginn kl. 5. ‘Hanri syng ur bæði íslenzk og erlend lög, og m. a. frumflytur hann tvö ný lög eftir Pálmar Þ. Eyjólfs son á Stokksheyri. Söngstjóri kórsins er Einar Sigurðsson, og undirleikari Heimir Guðmunds son, en einsöng syngur einn af kórfélögunum, Hjalti Þórð arson. Karlakórinn hefur nú starfað í fjögur ár. Raddþjálf un kórsins hefur Einar Sturlu son séð um, bæði í fyrra og sl. vetur. Fóstruskemmtun í Austurbæjarbíói SJ-Reykjavík, miðvikudag. Um helgina efna barnfóstr ur og börn af barnaheimilun- um í Reykjavík til skemimtana, sem einkum eru ætiaðar yngsta aldursfilokknum. Þegar blaðamenn litu inn á æfingu hjá unga fóikinu í Austurbæjar bíói í dag var þar fjölanenni mikið og glatt á hjalla. Þar voru saman komin á milli 50 og 60 börn á aldrinum 3 til 5 ára, sem öll leika, dansa. og syngja eða leika aðrar listir á skemmtununum ásamt fóstrum og nemendum úr Fóstruskól- anum. Sikemmtiatriði verða margvís leg. M. a- fluttir söngleikir, leikrit, dangað, sungið, sagðar sögur, farið með þulur og kvæði. Þá koma krummahjón í heimsófcn, en eins og rrienn al mennt vita nýtur sú dýrategund sívaxandi vinsælda eftir til- komu sj'ónvarpskrumma. Á laugardag verður skemmt unin kl. 3 og síðan á sunnudag kl. 1,15, loks verður skemnjtun in endurtekin á sumardaginn fyrsta kl. 3. Aðgöngumiðar verða seldir á barnaheimilun um föstudag og laugardag og síðan við innganginn. Allur góði af skemmtunum um helgina rennur til Fóstrufé lags íslands, en skemmtunin á sumardaginn fyrsta verður ti’l styrktar Sumargjöf. Frönsk bóka- sýning í Bogasalnum SJ-Reyikjavíik, fimmtudag. Á morgun kl. 4 verður opnuð sýning á frönskum bókum í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Fransika sendiráðið stendur fyr ir sýningunni og mun franski sendiiherrann, Jean Strauss tala við opnunina. Menntamálaráð herra og forseti Íslands verða einnig viðstaddir. Blaðamönum gafst í dag tæki færi til að sfcoða sýnimguna, sem þá var verið að setja upp. Þetta er fremur lítil sýning eða nofckur hundruð bækur. Leit- ast hefur verið við að gefa sem víðtækasta mynd af bóka gerð í Frakklandi. Mikið er af ódýrum en smekklegum útgóf um og einnig fallega gerðar, Framhald a bls 14. Franski sendiherrann á íslandi og franski sendikennarinn við Háskóla íslands á bókasýning- unni í Bogasalnum. Tímam.: GE MIKLAR FRAMKVÆMDIR A AKURFYRl VEGNA H-DAGS FB-iReykjavák, fimmtudag. Uindirbúningur að upptöku H- umferðar á Akureyri er nú í full- um gangi, og gengur vel, að sögn bæjarstjórans þar, Bjarna Einars- sonar. Vinnuflokkur bæjarins vinn ur að uppsetningu skilta, og þar að auki er verið að leggja nýja götu, sem á að auðvelda mjög alla umferð imn í bæinn, og beina henni um leið framhjá miðbæjar- kjarnanum. Þessari gatnagerð á að vera lokið á H-dag. Þegar fcomið er inn til Akur- eyrar að norðan hefur verið ekið eftir Gilerárgötu og siðan beygt inn í Geislagötu hjá skrifistofu- byggingu bæjarins. Nú verður þes'sari leið loikað, og í staðkm ver'ður ekið éftir Glerárg'ötuinni beint niður að sjö, og niður að höfnimni og út á stórt bílastæði, sem er hjá BiSO. Þai- verður smá U'ppfyllinig, sem bætt hefur verið við Torfun'e'Sibryggjuna, og ekið verður eftir, en þaðan inn á Skipagötu og eftir hemmi. Þar mun verða að rífa eitt hús, Verkamanna skýlið, svö að hægt sé að aka beint út úr Skipagötu og inm á bíliaistæði, sem er við POB, en af því verður efcið inn á uppfyll- ingu og af henni á Kosningaveg- inn svokal'l’aða, sem er hluti af Hafmarstræti. Með þessari gatna breytingu er umferðinmi b-eint frá miðbæjarkj arnanum sjáifum. Auk þessa verður nokkrum göt- um breytt í einstefnuakstursgötur Framhald á bls. 14. Samsöngvar Þrastaí Hafnarfirði Karlakórinn Þrestir í Haínarfirði efnir til samsöngs í Bæjarbíói í Hafnarfirði dagana 23., 24., 26, og 27. apríl n. k. Söngstjóri kórsins er Herbert Hriberschek Ágústsson, en hann hefur . stjórnað kórnum und anfarin þrjú ár. í k'órnum starfa nú 38 söng- menn og befur mikill áhugi verið ríkjamdi innan kórsins í vetur. Við raddæfingar hafa verið söngstjór anuim tiil aðstoðar þeir Rútur Hanm éssoh, hlj óðfæraleikari, og Sigurð ur Hallur Stefánsson. Undirleikari á. samsöngvunum verður Sikúli Halldórsson, tónskáld. Ennfremur munu félagar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands aðstoða. Á söngSkrá kórsins eru verk- efni eftir innlenda og erlenda höf unda, þar á meðal lagasyrpa úr amierískum söngileíkjum, sem Jan Moravek hefur tekið saiman og útsett sérs'taiklega fyrir kórinn. Einnig er þar syrpa ísLnzkra þjóð laga í útsetningu söngstjórans auk margra annarra vinsæila laga. Kórinn hefur alltaf átt fjölda styrifctarfólaga, sem hafa með nokkru fjárframlagi tryggt af- komu fcórsins, en þegið á móti tvo Framhald á bis. 14. Bylting í Sierra Leone NTB-Monrovía, fimmtudag. Herinn og lögreglan hrifs- uðu völdin í Sierra Leone á miðvikudagskvöld, og formað- ur og varaformaður þjóðarráðs ims hafa verið hnepptir í varð hald. Það voru ungir liðsforingj ar í herbúðum í útjarði Freé town, sem réðust gegn yfir- mönnurn sínum og náðu völd unum. Ófremdarástand kvað hafa skapast í svipinn, en ill- gerlegt er að fá fregnir úr landinu, því að símasambandið við London hefur verið rofið síðan á miðvikudagsfcvöld. Þó er vitað, að ungu liðsforingiarn ir hafa komið á „And-spilling arráði" sem, eins og nafnið gefur til kynna á að uppræta spillingaröflin. Formaður þjóðarráðsins var Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.