Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 21. apríl 1968 TIMINN 5 Bifreiðaskattarnir renni til veganna Tóm'as Þ. Jónsson, Reykja- baikka, hefur sent Landfara eft iríarandi bréf, sem skrifað er sjötta þessa mánaðar: „Hvað eiga íslenzkir öku- menn lengi að þola af ríkis- sjóði rán og svik og alls óvið- unandi vegi? Tæplega mikið lengur. Á undanförnum árum hafa verið fduttar inn þúsundir nýrra bifreiða og hafa þær skap að ríkisisjóði milljónir, jafnvel hundruð milljóna í tekjur ár hvert. Eh hvað fá ökumenn í stað- inn? Jú, nýja skatta og alls ó- viðunandi végi. Og enn finnst ráðamönnum ebki nóg mjólkað úr sjóðum bíleigenda, sem reyndar eru rýrir og uppurðir. Nýtt frum- varp, sem tekur af bíleigendum um 100 milljónir í ár og enn þá meira næsta ár, er nú fyrir Alþingi. Eæmi mér elkki á ó- vart þótt það væri ætlað til að skapa ríkissjóði nýjar tekj- ur en ekki vegasjóði og ætti þá hélzt að nota þetta fé til að vega upp á móti mdnnkandi tekjum vegna tollalagafrum- varpsins svo nefnda, sem reynd ar lítið hefur valdið lækkunum á vörum til almennings enn sem komið er. Ef ég festi kaup á einka- bifreið á fcr. 250.000.00 þá tek ur rikissjóður þrjá fimmtu, eða 150.000.00 krónur. Þar að auki stór upphæðir í ýmis konar sköttum. Ætla má að ríkissjóð ur hafi um 600 millj. kr. í tekj ur á ári af bílainnflutningi auk annarra gjalda af rekstrarvör um ti'l bíla þar við bætist þunga skattur, aðflutningsgjöld af benzíni, gúmígjald og fleira. í staðinn fá ökumenn ófæra vegi vegna þess að ríkissjóður ver þessum miilljónum til annars en lagfæringa á vegakerfinu. Þessir fjármunir mestallir renna beint í botnlausa hít ríkisins og þá sennilega í lek an ríkiskassanri, en þaðan síast þeir í ýmsan óarðbæran rekstur eða gufa hreinlega upp í verðbólgu og óðadýrtíð. Samtök ökumanna Ef 'hins vega allir skattar af bílum og umferðinni færu beint í vegina hefðu íslendingar beztu þjóðvegi í heimi (miðað við fólksfjölda). Ekkert getur stöðvað þessa þróun nema öflug samtök öku manna, sjálfra. Það er enginn að sjá eftir þessum peningum, EF þeir færu alilir í skynsamlega vega gerð en ekki í botnlausan rík iskassann. Ökumenn, hvar sem þið er uð á landinu. Tökum höndum saman og stöðvum þessa þró- un. Þvingum ríkissjóð til að láta allt það fé, sem tekið er af bílunum og umferðinni, til að það verði látið renna qskipt í vegakerfið til endurbóta og nýbygginga. Ef til vill væri hægt að grípa til þess ráðs, að ENGINN borg- aði þungaskatt eða önnur bíla gjöld í vor tiil að knýja þetta fram. Það er ekkert nema samstaða og harka sem getur komið vitinu fyrir einsýna vald hafa. Ökumenn stöndum saman, fram til sigurs fyrir þessu nauð synjamiáli allra íslenzkra veg- farenda. Þá er hér bréf frá „Fjár- manni af Melratokasléttu." „Það er gott til að výta að Dýraverndunarfélag íslands hefur komið mörgu góðu til leiðar í samibandi viö betri meðferð á skepnum., og veitti ekki af, en hvenær ætlar það að gera að lögum, að fé sé ekki rúið að haustinu til, og láta þá menn sæta refsingu er það gera. Það er ljótt að sjá Þegar farið er um sveitir landsins á sumardegi, í sól- ríkum hitadögum, að fé í al- ullu hímir í moldarbörðum og undir steinum í forsælu og blás andi af hita og vanlíðan, og þetta er í sveitunum sem féð er ekki rúið á vorinu heldur látið ganga í ullipni, allt sum arið og fram til haustsins. Og þó að það væru sumir ir bændur, sem villdu ná fé sínu saman til rúnings, þá geta þeir það ekki, fyrir á- troðningi fjár annarra manna, og þeir sem vilja trassaskapinn og rýja ekki verða ofsareiðir og segja hvern fjandann þeir séu að þvælast í fénu og þvæla lömbunum undan. En vel að merkja það koma ekki síður undanvillingar á haustin þó hætt sé að rýja að vorinu til. Það er slæmt að vita Bændur bera sig illa yfir því, hve þeir hafi litlar tekjur af búum sínum, og þetta getur rétt verið. En það má lika spyrja, halda þeir ölu eins vel til baga af búum sínum og þeir geta? Til dæmis mætti spyrja, hvað tapa þeir bændur mörg um þúsundum á ullinni, sem rýja ekki á vorin, og gætu fengið um 2 kíló af ull af hverri kind á vorin fyrsta flotoks, en á haustin þurfa þeir af fimm kindum í sama magn, þá sam an runna í þófabendla og upp- þurr og sauðfitulaus. Er það forsvaranlegt? Að fara að rýja féð í sept ember, október og jafnvel í nóvember á haustin þegar orðið er allra veðra von jafnvel stórhríðar. Og kindin er með svo gisna og óþétta ull, ný rú in að hún þolir ekki bleytu án þess að blotna fljótt í gegn, og kæmi svo frost í alt saman hvernig haldið þið að kind- unum líði? Þó tekur út yfir all an hátt, að það er sums staðar þar sem þessi haustrúningur er, að féð er látið ganga úti allan veturinn án þess að koma í hús og sett á lítið fóður, kind in verður að bjarga sér sjállf. Ég veit lítoa að það er ekki hægt að ná öllu fénu til rún- ings að vorinu til, en það er þó gerð heiðarleg tilraun til þess og verður aldrei margt eftir ef samsmölun er góð og samstillt ur vilji til þess frá ö'llum að- iljum. Mér finnst að ef ekki væri rúið að vorinu tl, sem ætti að vera skylda, sem ekki væri frá vitoið, þá megi ekki rýja fyrr en farið er að húsa á haustin. Og þar sem féð er látið ganga úti allan veturinn, þá megi ekki rýja það að haustinu til, bara stytta ullina að neðan, láta að- al ullina vera kyrra til næsta vors og taka hana þá. Ytra reif ið á að rýja um sauðfourðinn eða áður en fénu er sleppt. Svo er ektoi nema einstaka maður sem kann að rýja að haustinu ti'l, því að það verður að fylgja gömlu ulirini eins nærri og hægt er, en ekki klippa lengst inn í nýju ullina, svo kannske sjáist í beran bjórinn eins og stundum kemur fyrir. Svo vonast ég til að Dýra- verndunarfélagið taki þetta mál til athugunar, sem hér hefur verið lýst“ SÖNNAK RÆSIR BÍLINN Einnig traktorinn og bátinn — JAFNGÓÐIR ÞEIM BEZTU — Yfir 30 mism. stærSir. 6 og 12 volta. — jafnan fyrirliggjandi, eSa útvegaSir meS stuttum fyrir* vara. — 12 mánaSa ábyrgS. — ViSgerSa- og ábyrgSarþjónusta SÖNNAK-raf geyma er f Dugguvogi 21. Simi 33155. SMYRILL, Laugavegi 170, Sfmi 12260. SKARTGRIPIR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — • SIGMAR & PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Sími 21355, og Laugavegi 70. Sími 24910 JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun ! Fleiri og fleiri nota ohns- S Manville glerullareinangrun- ina með álpappanum. Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4“ J-M glerul og 214 frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappir með! Sendum um iand allt — afnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 — Simi 10600« Akureyri: Glerárgötu 26. Sími 21344. Á VÍÐAVANGI Til heiðurs Þingvöllum Þingvellir eru helgasti stað- ur þjóðarinnar, af því að þar var Alþingi háð. Þar hafa gerzt mikilvægustu atburðir þjóðar- sögunnar og þar eru minnis- merki þjóðarinnar um sigur drengskapar, friðar og löghelgi yfir vígaöld. Alþingi telur sér svo skylt að varðveita helgi Þingvalla, að það hefur sett yfir hana sérstaka gæzlunefnd. Þegar menn koma á Þingvöll ætlast sú nefnd til þess — svo og þjóðin öll, að menn sýni sinn betri mann eftir megni í umgengni um þennan við- kvæma helgidóm þjóðarinnar og sýni minningu staðarins fulla virðingu. Fyrir nokkru varð Þingvalla nefnd á að brjóta af sér gegn Þingvöllum og fremja verk, sem er sama eðlis og þau spjöll, sem öðrum eru þar bönn uð. Þar hjó sá, er settur var til þess að hlífa. Spjöllin, sem nefndin framdi, voru þau að leyfa sumarbústaði á því landi ríkisins, sem að staðháttum til- heyrir þjóðgarðinum, þótt ekki sé inrian núverandi Þingvalla- girðingar. Þetta hefur verið fordæmt mjög að verðlelkum. Náttúruverndarráð lét þetta mál til sín taka sem vonlegt var og sendi Alþingi mótmæli gegn þessari ráðstöfun Þing- vallanefndar. Formaður Nátt- úruvemdarráðs heitir Birgir Kjaran. Hann greiddi atkvæði með og studdi skelegglega mót mæli ráðsins. Þessi sami mað- ur á sæti á Alþingi. Þegar til- laga er flutt þar til þess að fullgilda andmæli Náttúru- verndarráðs, greiðir þessi sami Birgir Kjaran atkvæði gegn henni. Með tlllögunni í Náttúru vemdarráði en á mót' henni á Alþingi. Menn geta svo dæmt um það sjálfir, hvort svona um gengni við málefni sýni minn- ingu Þingvalla nógu mikla virðingu. Kreppir að einka- rekstrinum Einar Sigurðsson lætur meðal annars svo um mælt 1 pistli sínum Úr verinu í Morgun- blaðinu s.I. sunnudag: „Það er ekki vandi að sjá fyrir þróun einkarekstursins á íslandi með sama áframhaldi, hvergi slakað á skattlagningu þess opinbera, hvort heldur bæjar eða ríkis, nema síður sé, samfara stórminnkandi tekjum atvinnurekenda. Það hlýtur að halda áfram að dragast sam- an hjá fjölda fyrirtækja og sum hreinlega neyðast til að loka. Það fer eftir því ,hve löng og hörð núverandi kreppa verð ur. Sums staðar hagar þannig til, að sveitarfélagið eða ríkið verður að taka við atvinnu- rekstrinum, þegar einstakling- urinn gefst upp. Sveitarfélögin taka nú eitt af öðru við rekstri frystihúsa og útgerð fiskiskipa og ýmsum öðrum atvinnu- rekstri í landinu. Þau - hafa opna leið til þess að brúa bilið milli útgjalda óg tekna im-ð álagningu útsvara. Vonlaust er fyrir einstaklinga að keppa við slíkan rekstur. En hætt er við, að slík röskun geti leitt af sér aðra og meiri röskun í þjóð- félaginu en menn gera sér al- mennt grein fyrir í dag".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.