Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. aprfl 1968. TIMINN 11 Unglingur hér í bænum var í Bretavinnu á hernámsárunum. Þegár m'ótSir hans var eitt sinn aS líta eftir vinnufötum hans, varð henni að orði: „Hvernig stendur á því dreng ur minn, að það slitnar aðeins nassinn úr buxunum þínum við vinnuna? Veiztu nofckuð hvað ég gerði við vindilinn minn? Kaupmaður hér í borginni, útlendur að uppruna, sendi fyr ir nokkrum árum þáverandi forsætisráðhei'ra afmælis- sikeyii. Hann óskaði eftir, að skrif stofustúlka hans orðaði skeyt- ið. Þar sem kaupmaður var í- þróttamaður vildi hann hafa skeytið í íþróttastfl. Stúlkan sendi etfirfarandi skeyti. — Til hamingju með að vera bominn upp á efsta tindinn, og góða ferð niður. Dani, Norðmaður og íslend- ingur sátu saman og voru að tala um veizlu, sem nýlega hafði verið haldin. — Hvað var að borða, spurði Daninn. — Hvað var þar að drekka, spurði Norðmaðurinn. — Hvað var mikið drukkið þar, spurði fslendingurinn. Lási kokkur var einhverju sinni á skipi, sem hreppti vont veður. Þá varð honum að orði. Almáttugur minn! Skipið er að farast, og ég ekki búinn að þvo upp. Kaupmaður einn á Akureyri var mesta ljúfmenni og þótti gott í staupinu. Einu sinni var hann á heim leið vel slompaður, og heyrist hann þá tauta fyrir munni aér, þegar hann gekk upp tröppurn ar. — Aldrei finnur maður það eins vel óful'lur eins og fullur, hvað það er gott að koma ó- fullur heim til Valgerðar. SLKMMUR ÖG PÖSS Eftirfarandi spil kom fyrir í heimsmeistarakeppninni í leik Bandaríkjanna og Eng- lands. A Á63 V 2 4 ÁDG5 * ÁKG95 A D8 A 952 V KG1073 V 854 4 8764 4 10 * D6 * 1087432 \ A KG1074 V ÁD96 4 K932 * -------- Ensku spilararnir í N/S kom ust í sjö spaða og það þarf talsverða heppni til að vinna það spiL Vestur spilaði tígli, sem Suður vann á drottn ingu. Hann spilaði nú spaða ás og svínaði spaða gosa. Vest ur vann á gosann og spilaði meiri tígli, sem Austur tromp aði. Bandaríkjamenn unnu því 200. Við hitt borðið spiluðu Bandaríkjamenn sex spaða og þar kom einnig út tígull, en þar sem spilarinn n var í sex spöðum tók hann á tvo hæstu í tromplitnum, til að forðast að tígull væri trompaður. Þeg ar drottningin féll spilaði hann gosanum og fékk alla 13 slagi. Skýringar: Lárétt: 1 Ráðrík 5 Forfeður 7 Draug 9 Sverta 11 Tveir eins 12 Tónn 13 Svei 15 Á flík 16 Þjálfa 18 Vökvaílát. Krossgáta Nr. 4 Lóðrétt: 1 Hefur lifað lengst 2 Lærdómur 3 Guð dómur 4 Tímabils 6 Bunka. 8 Borðhalds 10 Strák 14 Hamingjusöm 15 Lærði 17 Tónn. Ráðning á gátu nr. 3. Lárétt: 1 Dálkur 5 Ell 7 Nös 9 Lóm 11 Kr. 12 LI 13 U/na 15 Kið 16 Fró 18 Glóp- ur. Lóðrétt: 1 Dunkur 2 Les 3 Kl. 4 Ull 6 Smiður 8 Örn. 10 Óli 14 Afl 15 Kóp 17 Ró. 37 næg ástæða til að vona, að Al- bert frændi kotni ekki í of marg- ar eftirlitsferðir að ári. 1)7. KAPITULL Theo fær að vaka frameftlr. Já. Það var alveg í samræmi við öll óhöppin þennan dag, að úrið mitt hafði flýtt sér um tíu mánútur. Þar af leiddi, að ég flýtti mér niður í stofu, löngu áður en með þurfti. Hér rakst ég á forstjórann. Hann var einn. (Náttúrlega. Hvernig gat annað verið þennan óhappadag?) Hann þaut upp og ýtti til mín stóL (Hann leit út eins og hann óskaði, að hann gæti ýtt stóln- um og mér út um frönsku glugg- ana, út úr húsinu í eitt skipti fyrir öll og það strax. Og ham- ingjan veit, að ég tók undir þá ósk hans.) Ég settist. Svo kom það, sem ég með sjólfri mér er farin að kalla: ein af okkar sérstöku þögnum. En ég fann, að í kvöld gátu taugar mimar ekki þolað þögn. Etf hann vildi ekki segja neitt, þá varð ég að gera það, alveg sama, hvað það var. — En — en hve veðrið er logn mollulegt- Haldið þér ekki, að komi þrumuveður í nótt? Það var líka amnað þrumu- veður i aðsigi, en hann svaraði kurteisjega: — Jú, það er nokkuð heitt. Á ég að opna glugga? Hann stóð upp og gekk í áttina til hans. f sömu svifum kom lítið kvik- indi skríðandi undan Legubekkn- um. Það var Cariad. Hann hafði stóra, hvtfta silkislaufu um háls- inn. — Greyið Carriad, sagði ég og klappaði litla dýrinu, sem var o- venjulega rólegt. — Ein hve þú hefir fengið fína slaufu. Þú ert samt ekkert ánægður með hana, ha? Nú gat ekkert bjargað mér til lengdar að sitja og þvaðra við mállaust kvikindið. Ég varð að finna upp á einhverju öðru. Þess vegna notaði ég hundinn til að geta sagt eitthvað við húsbónda hans, sem virtist jafn mállaus. —Mig hefir allaf langað til að vita, hvaðan hann hefir feng- ið þetta undarlega nafn, sagði ég. — Hvað þýðir það? — Það er keltneskt, mælti for- stjórinn þurrlega, hann stóð enn úti við opinn gluggann. — Það þýðir elskhu'gi, — (Éyrst þér endilega viljið vita það, mátti skilja á málróm hans.) —Svo-o. . . .það er keltneskur rottuhundúr? — Já, við fengum hann ffá Wales. Frá Anglesey þar sem fjölskylda mín er stundum í sum- arfríinu, sagði forstjórinn. Það olli honum auðsýnilega erfiðis að tala. — Staðurinn heitir Port Cariad — höfn elskendanna. — Undarlegt nafn, sagði ég, og hugsaði eimungis um að halda sam talinu áfram. — En sumt fólk skírir allt á þennan hátt. (Ekki veit ég eiginlega, hvað ég meinti með þessari athugasemd, en ég hélt bara áfram.) — Er það nið- ur við sjó? — Hvað — já, það held ég. — O, já, vitanlega, hvað er ég að þvaðra. Hafnir eru náttúrlega alltaf, alltaf. . . Er það —er það faflegur staður? — Já, yndislegur. Ennþá er i ekki búið að eyðileggja hamn. Skínandi fallegur fjörður. Þögn. — Svo-o? Ó, segið mér frá hon- um. —• O já! Frá hverju á ég þá að segja? Þar eru tveir sumarbú- staðir. Og mikið af þyrnum og lyngi. — 0 — en yndislegt. Svo flýtti ég mér að bæta við, því ég fann, að nú lá við þögn. — Er þar ekki neitt meira? En áður en hann svaraði opn- uðust dyrnar. Forstjórinn vatt sér snögglega við, og er hann sá, hver það var, sagði hann í ósviknum vandlæti'ngartón: — Theo. Er ekki kominn tími til að þú farir að hátta? — Nei, því að ég ætla alls ekki að fara ,að hátta. Mér var leyft að vera - við kveldverðarborðið svona einu sinni, mælti barnið og kom sigri hrósandi til okkar. Hún var í hvtftum kjól, og fyrir neðan hann sáust langir fætur í rauð- gulum silkisokkum. — Ég spurði mömmu, hvort ég mætti það, og gamli, góði maðurinn (vesalings majórinn) mælti með þvi, og þá fékk ég leyfi. — Nancy, finnst þér hárið fara vel eins og ég setti það upp? Hún hafði bundið hvítu silki- bandi — af sömu gerð, sem grey- ið hann Oariad var svo hnugginn yfir, um stuttklipptu lokkana. — Hvað á þetta að þýða? Er það til þess að varna vitinu út- göngu, spurði bróðir hennar ön- ugur. En Theodora hristi bara gulu lokkana og svaraði, að majórinn hefði haldið, að hún væri sextán ára, og hún ætti að sitja við hl:ð hans, og nú skyldum við bara bíða róleg og sjá, hvaða óvænt- ur atburður gerðist yfir borðum. Þessi óvænti atburður — eða réttara sagt mörgu óvæntu at- burðir — birtust mér ekki strax með öllum stfnum ósköpum. f vel lýstri borðstofunni sátum við við kringlótt borð með skín- andi hvítu postulíni, silfurborð- búnaði og kristalsglösum. Á miðju borðinu var glerplata, greipt í silf ur, og á henni miðri stóð stór silfurbikar með áletrun, sem ég gat aðeins lesið nokkuð af, frá, þeim stað, sem ég sat: 19. .. 50 metra surn... 6. flok. ,. W. Wat.. . í bikarnum var vöndur af gul um, ilmandi blómum, og einn og einn lítill, hvítur lyngkvistur inn- an um. Greinar' af sama blómi voru ofnar í kring um fótstall- inn á fjórum smá líkneskjum af ástargyðjunum, sem réttu fram blómakörfur. Smám saman rann upp fyrir mér, hvað þessi skreyt- ing átti að þýða. Hún var ótví- ræð og áberandi brúðkaupsskreyt ing. Og um leið rann upp fyrir mér, hver staðið hafði fyrir þessu. Það var náttúrlega þetta undrabarn, hún Theodora, sem sat þanna og ljómaði öll yfir þessu snjallræði sínu. Það munu líka hafa verið henn ar saklausu hendur, sem stungu d hvern pentudúk liflum hálfút- sprungnum kvisti með hvtftri slaufu, og sem höfðu búið til skeifulíkön úr silfurpappír og stráð þeim yfir allan dúkinm og sem loks hafði látið hjartalaga krans úr rósablöðum í kring um diskinn minn. Reið sópaði ég þvtf sdðastnefnda niður í pentudúkinn í keltu mér. Ég varð að láta sem ég tæk? ekki ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 23. apríl. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13,00 Við viinn-jgmgj'j una: Tón leikar. 14.40 Við, sem heima sitj um. Ása Beck les smásögu eft ir D. H. Lawrence: „Morel fell- ur’ i ónáð“; Þorsteinn Helgason þýddi 15.00 Miðdegisútvarp. 16. 15 Veðurfregnir. Siðdegistónleik ar. 16.40 Fraimburðarkennsla í dönsku og ensku. 17.00 Fréttir. Við græna borðið. Hallur Sim onarson flytur bridgeþátt 17. 40 Útvarpssaga barnanna: „Mjöll* eftir Paul Gallico. Baldur Pálma son les þýðingu sína (2). 18.00 Tónleikar. 18.45 Veöurfregnir. Dagsikrá kvöldsins. 19 00 Fréttir. Tilkynningar. 19,30 Daglegt mál. Tryggvi Gíslason magister tal- ar. 19.35 Þáttur um atvinnumál. Eggert Jónsson hagfraeðingur flytur 19.55 Lög eftir Þórarin Jónsson tónskáld mánaðarins. 20. 16 Pósthólf 120 Guðmundur Jóns son les bréf frá hlustendum og svarar þeim. 20.40 Lög unga fólfcsins. Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind kynnir. 21.30 Útvarps- sagan: „Sonur minn, Sinfjötli“ eftir Guðmund Daníelsson. Höf undur flytur (4). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Stjórn- mál í Kanada. Benedikt Grön- dal alþingismaður flytur fyrra erindi sitt 22.40 „Facsimilic", ba'llettónlist eftir Leonard Bern stein Ftilharmoníusveitin í NY leifcur; höfundur stj. 23.00 Á hljóðbergi Basii Rathbone lcs Hrafninn og fleiri kvæði eftir Edgar AOan Poe. 23.30 Fróttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Miðvikudagur 24. apríl. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Við vinnuna: 14.40 Við, sem heima sitjum. Hildur Kalman les söguna „í straumi timans“ eftir Josefine Tey, þýdda af Sigfriði Nieljohn íusdóttir (13). 15.00 Miðdegisút- varp. 16.15 Veðurfregnir. Síðdeg istónleikar. 16 40 Framburðar- kennsla í esperanto og þýzku. 17.00 Fréttir. Endurtekið tón- listarefni. a. Erlingur Vigfússon syngur. (Áður útv á páskadag). b. Kammerkórinn syngur gömul sálmalög útsett af Róbert A. Ottóssyni og þrjú ensk pás'kalög: Ruth Magnússon stj. (Áður útv. á annan páskadag). 17.40 Litli barnatíminn Guðrún Bimir stjórnar þætti fyrir yngstu lilust enduma 18.00 Rödd ökumanns ins. 18.45 Veðurfregnir. Dagsfcrá kvöldsins. 19.00 Fréttir Tilfc. 19. 30 Daglegt mál Tryggvi Gíslason magister talar. 19.35 Hálftíminn í sumsjá Stefáns Jónssonar. 20. 05 Strengjakvartett nr. 4 i F- dúr (Ameríski kvartettinn) op. 86 eftir Dvorák Smetana kvart ettinn leikur 20.30 „Gaudeamus igitur“ Samfelld en þó sundur- leit dagskrá um stúdentaltí, flutt á vegum Stúdentafélags háskól- ans. 21.30 Píanósónata nr. 2 op. 64 eftir D Sjostakovitsj. Em il GUes leifcur 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Kvöldsagan: „Svipir dagsins og nótt“ eftir Thor Vilh.iálmsson Höf flytur (9) 22.35 Djassþáttur Ólafur Stephensen kynnir. 23.35 Frétt lr í stuttu máld. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.