Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 23. aprfl 1968. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikværadastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími; 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. ÁskriftargjaW kr. 120.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eimt. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Saltsíldarskatturinn Það var tá'knrænt fyrir störf ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna á nýloknu Alþingi, að seinasta málið, sem þingið afgreiddi, var hækkun útflutningsgjalds á saltsíld. Allt frá því að þingið kom saman snemma í októ- ber, var stjórnin að leggja nýjar og nýjar skattatillögur fyrir þingið. Aldrei reyndist þó nóg komið. Með þessum nýja síldarskatti er verulega lækkað verð til síldarsaltenda og sjómanna, ein'kum þó hinna síðarnefndu. Stjórninni var bent á, að allt væri í óvissu með síldarsöltunina á komandi sumri. Einkum gerði Jón Skaftason þetta í ítarlegri ræðu, sem hann hélt við 2. umræðu málsins í neðri deild. Jón vitnaði m.a. í mót- mæli síldarútvegsnefndar, en þar kom fram, að Norð- menn styrktu síldarsöltunina hjá sér á síðastliðnu ári. Styrkurinn, sem þeir greiddu nam 240 kr. ísl., ,miðað við núverandi gengi, á hverja tunnu. Vafalaust er, að Norðmenn munu ekki greiða lægri uppbætur á þessu ári. Hér verða útflytjendur hins vegar að greiða 160 —210 kr. í útflutningsgjald af hverri tunnu eftir að hinn nýji skattur er kominn til framkvæmda. Hér verður aðstöðumunur hjá norskum og íslenzkum saltsíldarfram- leiðendum hvorki meira né minna en 400—450 kr. á hverja tunnu, þeim síðarnefndu í óhag. Þetta er glöggt dæmi um, hvernig ríkisstjórnin býr allt öðru vísi og verr að framleiðendum en gert er í nágrannalöndunum. f Síldarútvegsnefnd eiga sæti fulltrúar frá samtökum sjómanna, útgerðarmanna og síldarsaltenda, auk þriggja þingkjörinna fulltrúa. Allir voru þessir fulltrúar sammála um að mótmæla saltsíldarskattinum og telja hann stór- hættulegan viðkomandi atvinnugrein. En ríkisstjórnin og flokkar hennar létu sér samt ekki segjast. Skattlagningin er höfuðúrræði þeirra. Margt bendir til, að erfiðlega geti gengið að koma sMveiðiflotanum á veiðar á þann veg, að framleiðendur og sjómenn geti unað því, sem boðað er. Þessi nýi skattur ríkisstjórnarinnar mun síður en svo greiða fyrir því. Góður sjónvarpsfundur \ Síðastliðið föstudagskvöld mætti Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins á blaðamannafundi 1 sjón- varpinu. Um margt var þessi blaðamannafundur sá bezti, sem hefur verið 1 sjónvarpinu, og líkastur því, sem þekk- ist annars staðar. Flestir þeirra, sem áður hafa svarað spurningum á blaðamannafundum, hafa valið þann kost að svara með löngum ræðuhöldum og blaðamenn því lítið getað spurt þá. Þeirri aðferð hafa þeir t.d. beitt Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason. Fundirnir hafa því orðið dauflegir og leiðinlegir. Ólafur svaraði hins vegar í stuttu og ssýru máli. Blaðamennirnir gátu því komið að mörgum spurningum og varð fundurinn því miklu fjörlegri en áhorfendur hafa áður átt að venjast. Óhætt er jafnframt að segja, að fundurinn hafi orðið mjög hagstæður hinum nýja formanni Framsóknarflokks- ins. Hin glöggu svör hans báru þekkingu hans, yfirsýn og festu, gotí vitni. Og þau sýndu einnig, að hann á tii að bera þann léttleika, sem stjórnmálamenn verða einnig að hafa, ef stjórnmálabaráttan á að vera meira en þvarg og karp. TÍMINN Ásgeir Bjarnason, aiþm. Sumarmál - þinglausnir Allharður vetur er senn að baki. Framundan er vorið, sem jafnan hefur mikil áhrif á af- komu bænda. Veturinn, sem er að líða, hefur verið gjafa- frekur og fóðurbætiskaup mun meiri en áður. Heyöflun s.I. sumar var allvíða miklum erfið leikum háð sakir kals í tún- um og lítillar grassprettu. Það Iætur að líkum, að búrekstur bænda hefur kostað mun meira nú en í meðalári. Hvað kom aftur á móti auknum kostnaði bænda? Það voru aðeins 0,23% samkvæmt úrskurði yfimefnd- ar, sem búvöruverð hækkaði til bænda á s.l. hausti. Frá ára- mótum hefur verðlagsgrund- völlur búvara hækkað um 3% vegna hækkana á rekstrarvör um, í sambandi við gengis- breytingu í nóvembermánuði s.l. Á sama tíma liggur þaö fyrir, að meðal brúttótekjur kvæntra bænda árið 1966 hafi LÆKKAÐ um 3% frá árinu 1965. Tekjur annarra stétta hækka á sama tíma frá 8,2% upp í 31%. Hér er mikill mun ur á, þar sem tekjur bænda LÆKKA á sama tíma og tekj- ur annarra HÆKKA. Það þarf engan að undra, þótt fjárhags- legir erfiðleikar geri vart við sig venju fremur hjá bændum. Það er margt, sem veldur þvi auk tíðarfarsins og vil ég minna á nokkur atriði, sem hvert fyrir sig hefur sitt að segja og í sameiningu veldur fjárhags- erfiðleikum bænda: 1. Ört vaxandi dýrtíð í landinu. 2. Of lág fjárfestingarlán í landbúnaði. 3. Of háir vextir stofnlána. 4. Lánstími of stuttur. 5. Sérstakur skattur á bænd ur vegna stofnlána. 6. Rekstrarlán landbúnaðar- ,ins allt of lítil. 7. Ekki farið að lögum við verðlagningu búvara á s.l. hausti. 8. Framleiðsla landbúnaðar- ins of mikil miðað við sölumöguleika innan- lands. 9. Útflutningur á landbún- aðarvörum er bændum ó- hagstæður, sakir þess Iága verðs, sem fæst erlendis. 10. Sölufyrirtæki bændanna skortir bæði fjárfesting- arlán og rekstrarfé. Ég minni á þessi atriði, af því að þau eru m.a. orsök þeirrar fjárbagskÞeppu, sem nú er í algleymingi. Það, sem mestu veldur er það, hversu ört verðbólgan hefur hlaðið ut an á sig og gleypt til sín fjár- magn. Ég efast ekki um það, að bændastéttinni eru þessi vanda mál vel Ijós og gerir sitt til að bæta úr erfiðleikunum. Hins vegar eru þær leiðir, sem leysa vandann, ekki þægilegar við- fangs og falla þær að nokkru samán við lausn ýmissa ann- arra vandamála. Bændur eru nú um sinn of háðir erlendum mörkuðum með hluta af framleiðslu sinni. Þess vegna er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að margar þjóð- ir eru í svipuðum vanda stadd- ar með sölu landbúnaðarvara. Dr. Hansliolt, sem er vara- formaður Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) og fer með mál- efni landbúnaðarins þar, hefur staðið í ströngu við að sam- ræma verðlag búvara innan bandalagslándanna. Aðalvanda- málið er offramleiðsla á mjólk og mjólkurvörum. Tillögur dr. Mansholts fólu í sér verðlækk- un á mjólk, fækkun mjólkur- kúa og fækkun þeirra búa, sem framleiða mjólk og hafa fáar kýr. Enn fremur voru tillögur um það að borga bændum kr. 14.250,00 fyrir hverja mjólkur- kú, sem þeir slátra og fækka, samhliða því sem borga átti vissa upphæð fyrir kálfaeldi, þar sem nokkur markaður var fyrir kjöt. Þá var rætt um sér- stakan skatt á smjörlíkisgerð úr jurtafeiti og á þann hátt örva smjörneyzlu og ná í leiðinni fjármagni sem að nokkru gæti staðið undir þeim breytingum á búrekstri, sem fyrirhugaður er og miðast við þarfir bandalagsþjóðanna. Þessi vandamál erlendis gefa til kynna, aé sölumöguleikar okkar erlendis eru mjög tak- markaðir. Þetta ber okkur að hafa í huga, þegar við horfum fram á veginn. Haldist kaup- geta þjóðarinnar óbreytt frá því, sem hún hefur verið og neyzluaukningin verði svipuð og að undanförnu, er ekki ástæða til að ætla annað en við þurfum fljótlega á þeim bú vörum að halda, sem við flytj- um út á óhagstæðu verði. Það virðist því réttmætt, eins og málum er nú háttað, að fara sér hægt í framleiðsluaukn- ingu. Alþingi hefur nýlega lokið störfum. Þegar hugleidd eru vandamál landbúnaðarins og störf þingsins, verður ekki með sanni sagt, að málefni bænda og vandamál þeirra hafi verið þar í hávegum höfð hjá ráð- andi öflum. Aðeins eitt a»ál, sem varðar hagsmuni bænda, sérstaklega, var afgreitt. Það var frumvarp búnaðarþings frá 1966 um breytta og bætta skip an á lögum um Bjargráðásjóð íslands. „Kalnefndin", sem skip uð var s.l. sumar, þrýsti á málið, þvi að á þann hátt þótti bezt henta að leysa fjárhags- vandræði fjölmargra bænda í þeim sveitum, þar sem túnin kólu. Mörg voru þau málefni bænda, sem enga afgreiðslu hlutu. Má þar til-nefna frv. um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán, aukið fjár- magn til veðdeildar Búnaðar- banka fslands og framleiðslu- sjóð landbúnaðarins m.m. Þótt veturinn, sem er að Irveðja, hafi verið stormasam- ur með hafís og fannkyngi, mega bændur ekki láta það marka stefnu landbúnaðarins í framtíðinni á annan hátt en þann að vera betur undir það búnir að mæta harðindum. Við þurfum að rækta meira og nota „bjargræðistímann“ vel. Bændur verða nú sem fyrr að vera minnugir þess, að „sam einaðir stöndum vér, en sundr aðir föllum vér“. Gleðilegt sumar. Ásgeir Bjarnason. ÞRIÐJUDAGSGREININ Athugasemd Þess hefur verið getið í Reykja- víkurblöðunum nú síðustu dag- ana, að nú muni vera á Mfi á ís- landi aðeins tveir menn. er séu barnabörn mainna, sem fæddir voru fyrir aldamótin 1800, þeir Axel Thorsteinsson rithöfundur og Þórður Benediktsson forseti S.f.B.S. Þetta er ekki rétt. Hygg ég að ef vel væri leitað mundi fimnast nokkurt hrafl barnabarna þeirra manna, sem sáu dagsins ljós fyrir nefnd aldamót. Hér verða nefnd tvö dæmi: 1. Magnús Pétursson, bóndi að Holti í A-Húnavatnssýsíu, f. 1789, d. 1887. Synir Margrétar dóttur hans og manns hennar Björns Gunnlaugssonar, síðast bónda að Múla í Línakradal, eru á lífi nú Guðmundur fyrrv. kaupmaður, Bjöm (frá Múla), bókbandsmeist- ari og Friðrik læknir, allir i Rvík. Synir Jóns Magnússonar, bónda að Umsvöllum í Þingi og víðar og konu hans, rngibjargatr Davíðs- dóttur, eru á lífi nú Helgi fyrr ráðsmaður í Engihiíð og Lárus Ólafur, mun nú verkamaður í ReykjaVík. Auk þess, ef til vill, tvær systur í Danmörku. Börn Björns Magnússonar, bónda að Syðra-Hóli á Skagaströnd og konu hans Maríu Ögmundsdóttur, eru á tífi nú Ólafur, fyrr bóndi að Syðra-Hóli, nú á Akureyri, Lárus, forstjóri á Akureyri. Jólianna hjúkrunarkona, Ögmundur, fyrr bóndi á Kálfshamri. síðar í Sand- gerði og Margrét, húsfreyja, nú í Höfðakaupstað. Börn Magnúsar Magnússonar síðast bónda að Hurðarbaki á Ás- um og konu hans, Kristínar Eiríks dóttur, eru á tífi Jón verkamaður í Reykjavik, Guðmundur, ókv. í Húnavatnssýslu, María, gift Sig- urði Elíassyni smið í Reykjavík og Sigríður, iðnverkakona á Akur- eyri. Samkvæmt þessu eru með vissu fjórtán barnabörn Magnúsar gamla í Holti á tífi nú.— Heim.: Magnús Björnsson: „Feðrrspor og fjöru- sprek“, svo og munnlegar upplýs- ingar frá Lárusi Bj'örnssyni. Ak- ureyri. II. Árni Sigurðsson, sem kenna ur var við Stokkhólma í Skagafirði f. 1791. d. 1871. Eitt hinna tuttugu og fjögurra barna. sem Ámi eign- aðist, ,rar Margrót Þórunn, sem giftist Sveini Gunnarssyni. bónda á Mælifellsá, sem flestir mun’j hafa heyrt getið. (feit ég efcki bet ur en að þrjár dætur þeirra hjóna séu á lífi nú og einn sonur Ólafur kaupm. í Reykjavík Ein þessara systra er Herzilía kennari, sem kemur alloft fram í Ríkisútvarpið Þá þykir mér ekki ótíklegt, að Framhald ó bls. 14. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.