Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. aprfl 1968. 7 TIMINN Framleiðslusjóður landbúnaðarins Ásgeir Bjarnason mælti í s.l. viku fyrir frumvarpi því er hann flytur ásarnt Piáli Þorsteinssyni um Framleiðslusjóð landlbúnaðar- ins, sem áður hefur verið gerð ítarleg grein fyrir hér í blað- inu. Samkvæmt frumvarpinu skal stofna sjóð með 60 milljón króna framlagi úr ríðissjóði á þessu ári sem ríkisstjórninni er heimilt að taka að láni. Iflutverk sjóðsins skal vera að veita framleiðendum landbúnaðarafurða fjárhagslegan stuðning í formi lána eða fram- laga til liækkunar á framleiðslu kostnaði eða til anmarra aðgerða er stuðli að því, að bændur fái notið hliðstæðra kjara og aðrar vinnandi stéttir. Tilefnið til flutn ings þessa frumvarps er synjun landbúnaðarráðherra og stjórnar- flokkamna um að koma til móts við beiðni Sfcéttarsamibaods bænda um aðsfcoð og fyrirgreiðslu vegna hins alvarlega ástands sem nú ríkir í landbúnaðinum og hve mikið vantar á að bændur fái það grundvallarverð fyrir afurðir sínar, sem þeir eiga að fá sam- bvæmt núverandi verðkerfi, sem enginn hefur hrósað sér eins mik ið af og talið rós í sínu hnapipa- gati, en Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra. Vegna þessarar symijunar ríkisstjórnarininar neyddist framleiðsluráð landbún- áðarins eins og kunnugt er að leggja á nýtt verðjöfnunargjald á kjöt og mjól'k, þar sem verðkerf- ið var gersamlega sprungið, þótt raunin væri sú, að bændur fengju miklu lægra verð ákveðið fyrir afurðir sínar í haust, en vera ætti ef allt hefði verið með felldu um úrsikurð yfirdóms. Tekjulægsta stéttin Með frumvarpi þeirra Ásgeirs og Páls fylgdi ítarleg greinargerð um þróun landbúnaðarmálanna undanfarin misseri og þar eru einoig rakin bréfaskipti Stéttar sambamdsins við ríkisstjórn og þiogflokka um þessi mál. Þykir mér rétt að birta þessa greinar- gerð í heild en hún varpar glöggu ljósi á þróun þessara mála. í greinargerðinni segir: Flutningsmenn þessa frv. líta svo á, að fjárhagserfiðleikar bændastéttarinnar séu nú slikir, að lábyrgðarhluti sé fyrir Alþingi að ljúka fundum án þess að taka þau mál til meðferðar. Flutnin-gsmenn vekja sérstaka athygli á þvd, að verkefni þau, er fyrir Alþingi liggja, og mat hluta alþingismanna á mikilvægi þeirra hljóta, ef allt er með felldu að ráða lengd þingtímans hverju sinni. Árið 1066 lækkuðu tekjur bænda verulega. En tekjur allra annarra starfshópa jukust mikið, og verðlag fór ört hækkandi. Árferði var óhagstætt landbún- aði 1067, og var augljóst, þegar leið á árið, að hagur bænda færi enn versnandi með stórauknum tilkoisfcnaði. Búvöruverð var ákveðið með úrskurði 1. desember og hækkaði um 0.23%. Geogislækkun reið yfir um þær mundir. Bændasamtökin höfðu s.l. haust forgöngu um útvegun nokkurs lánsfjár til fóðurbætiskaúpa í kal sveitum, og búvöruverð hæ'kkaði um 3% frá áramótum vegna hækk ana á rekstrarvörum. En hvort tvieggja hrökk skammt til að mæta vetrarhörkum og verðlagshækkun um. Forustumenn bænda áttu marga viðræðufuindi með iandbún aðarráðherra, einkum síðari hluta árs, og ieituðu stuðnings ríkis- valdsins í einu eða öðru formi. Ályktun Stéttarsam- bands bænda Á aukafundi Stéttarsambands bænda, 7. og 8. febr. s.l., voru fjárhagsmál landbúnaðarins rædd. Nefnd fiimm fundarmanna ásamt stjórn Stéttarsambandsins gekk á fund forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra og skýrði á- stand og horf.ur og lagði fram sem viðræðtjigrundvöll ályktun fundarins, svo hljóðandi: „Vegna þess x ástands í iand- búnaðinum, sem skapazt hefur vegna nýafstaðinnar dómsniður- stöðu yfirnefndar í verðlagsmál um og aukinnar dýrtíðar af völd um gengisfelling-a, ákveður auka fu-ndir Stéttarsambands bænda febrúar 1068 að kjósa 5 menn til þess, ásamt stjórn Stéttarsam- bandsins, að ganga á fund ríkis- stjónnar íslands og bera fram m. a. eftirfarandi: 1. Að bændum verði tryggt grundvallarver'ð á fram- leiðslu yfirstandandi verð- lagsárs og á þær birgðir framileiðsiuvara, sem til voru við uipphaf iþess. 2. Að rekstrarlán til landbúnað- arins verði stóraukin. 3. Að lausaskuldum bænda verði breytt í föst lán með hóf- legum vöxtum. 4 Að gefin-n verði frestur á af- bo-rgun stofinlána í Búnaðar- banka íslands. 5. Að tilbúinn áburðui- verði greiddur niður á komandi vori, svo hann hækki ekki í verði frá því, sem var á fyrra ári. 6 Að felld verði brott gengis- trygging á stofnlánum vinnslustöðva og ræktumar- sambanda. 7 Að tollar af landbúnaðarvél- um og varahlutum til þeirra verði lækkaðir eða felldir ni'ð ur með öllu. 8 Að ríkisstjórnin verðbæti ull og gærur af framleiðslu verð- lagsársins 1-966—1967. 9. Að sett verði nú þegar reglu- gerð samkvæmt ákvæðum 45. gr. framleiðsl.uráðslaganna, sem kveði nánar á um frarn- kvæmd II. kafla laganina." Forsætisráðherra kvað rikis- stjórnina mundu íhuga málið vandlega og lagði til að stjórn Stéttarsambands bænda héldi á- fram viðræðum við landbúnaðar- ráðherra. Var það gert. Bréf til forsætis- ráðherra Hin-n 20. marz ritaði stjórn Stéttarsam-bandsins forsætisráð- herra: „Með tilvísun til viðtals stjórn- ar Stéttarsambands bænda, ásamt þar til kjörinn-i nefnd, við yður og land-búnaðarráðherra 8. febr. s.l. varðandi vandamál bændastétt arinnar og tillögur aukafundar Stéttarsambands- bænda, sem þá stóð yfii-, vil ég mælast til að fá svar rí'kisstjórnarinnar við því, hvort komið verði á móti bænda- stéttinni í einihverju þeirra atr- iða, sem um var rætt. iSérstakle-ga vil ég m-ælast til að fá svör varðandi 1., 5., og 8. lið í tillögum aukafundarins, s-em hér m-eð fylgja. Nauðsynlegt er að gera aðrar ráðst-afanir varðandi u-ppgjör á útflufcningsafurðum bænda, þegar úfcfilutnings-bætur þrýtur, annað- h-vort að stöðva útflutning eða ákveða mikla verðjöfn-un milli söluaðila og á þann hátt tryggja, að -hæ-gt verði að standá í skil- um m-eð afurðalánin í Seðlabanka Ásgeir Bjarnason — FramleiðsiusjóSur landbúnaðarins til að draga úr mestu erflðleikun- um sem bændastéttln á nú við að etja. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra — Synjaði algerlega um fyrir- greiðslu, þótt hið marglofaða verð- lagskerfi hans væri sprungið. íslands, um leið og uppgjöf út- flufcningsins fer f-ram. Boðað hefur verið til fundar í framleiðsluráði landbúuaðarin-s þriðjudaginn 26. þ.m. til að ræða þessi aivarlegu vandamál og taka um þau ákvarðanir. Áríðandi er að fá svar við m,álaleitan Stéttar- sam-bandsins fyrir þann tíma. 1 Virðingarfyllst, f h. stjórnar Stéttarsamb. bænda, Guninar Guðbjartsspn.“ . | ;ifv j Svar landbúnaðar- ráðherra. Þessu bréfi svaraði landibúnað- arráðherra 23. marz: „Sem svar við bréfi, dags. 20. þ.m. skal þetta tekið fram: Um þau atriði er greinir í 1., 5., og 8.' tölulið í tillögum auka- fundar Stéttarsambandsins, skal tekið fram, að ríkissj'óður hefur ekki fé aflögu til þess að verða við þessum óskum Stéttar- sambandsins. Að því er varðar tillöguna í 2. tölulið er þess að geta, að sam- kvæmt útreikningu-m Hagstofunn ar er mjög óhagstætt fyrir ríkis- sjóð að greiða niður áburðarverð. Hims vegar er í athugun, bvort unnt sé að auka rekstrarlán til bænda til að auðvelda þeim kaup á áburði á næsta vori. Landib.ráðuneytið, 23. marz 1968. Ingólfur Jónsson.“ Bréf til þingflokkanna Þgar rí'kisstjórnin hafði þann ig synjað síðustu málaleitan Stétt- arsambandsin-s, án þes-s að hre-yfa nýj-um hugmyndum til lausnar vandanum að ei-mhverju leyti, þá ritaði stjórn Stéttarssmbands bænda þingflokkunum fjórum ít- arleg-t bréf, dags. 29. marz, og fór fram á það, að þeir tækju mál þessi til meðferðar. Bréfið er svohiljóðandi: „Reykjavík, 29. m-arz 1968. Stjórn Stéttarsambands bænda h-efur ákveðið að snú-a sér til allr-a þingflokka á Alþingi með ósk um aðstoð þeirra til úrlausn- ar á fjárhagserfiðleikum hænda- stéttarinnar. Á aukafundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var í Bænda- höllinni dagana 7. og 8. febr. 1968, var rætt um þessa erfið- leika, sem eru til komnir af eftiL farandi ástæðum: 1. Vegn-a óhagstæðs úrskurðar um verðlag á s.l. hausti mið- að við framleiðslukostnað. 2 Vegna stóraukims tilkostnaðar vi$ búrekstur í vetur, sökum harðinda og heyskorts víða u-m 1-and. 3 Vegna óhagstæðrar markaðs- þróunar erlendis að undan förn-u, lækkaðs verðs og sölu- tregðu á ull og gærum, lok- unar á sal'tkjötsmarkaði í Nor egi ojfl. 4 Vegna stórhækkaðs fram- leiðslukostnaðar í kjölfar ný- afstaðinn-ar gen-gis-breytingar. A-f þessum ástæðum öll-um eru þegar mi'klir fjárhagserfiðleikar hjá mörgum bændum og munu þó fara vaxandi. þega-r líður á sum- arið, og það er augljóst nú þeg, ar, að hætta er á, að allstór hluti bændastéttarinnar geti ekki keypt áburð á koma-ndi vori. Af því kynni að leiða, að sá hluti stétt- arinn-ar mundi flosn-a upp og flytja til þéttbýlisins og keppa um vinn-u og húsnæði þar. Og mundi slík þróu-n vafalau-st auka ? vandamál, sem fy-rir eru á því -viði. Fyrirsjáanlegt er, að útflutn- L'ngsu-p-pbætur þær, sem ríkissjóð- ur greiðir á útfluttar land'búnað- arvörur skv. 12. gr. lag-a n-r. 101 frá 8. des. 1966, duga ekki til, að framleiðendu-r búvöru fái fullt verðla-gsgrundvallarverð á yfir- standandi ári og vantar veru-lega mikið á það. Ti] viðbótar við aðr- air og áður greindar ástæður munu bændur verða fyrÍT veru legu fjárhagstjóni af þessum sök- um. Au'kafundur Stéttarsambands bænda í vetur samþykkti tillögur til úrlaus-nar á fjárhagserfiðleik- u-m. bænda og sendast þær hér með, svo og skýrsla Hagstofu ís- lan-ds um tekjuskiptingu atvinnu- stéttanna árið 1966. Stjórn Stéttarsambandsins ósk ar þess. að þingflokkarnir taki höndum saman um að fi-nna þá lausn, sem tryggir að kjör bænda verði ekki að mun lakari en an,n arra stétta, t. d. méð fjárstuðn- ingi af fé úr ríkissjóði til að létta af bændum halla af birgð- um útflutningsvara, sem til voru s.l. haust, og tryggja bændum úr- skurðað verðlagsgrundvallarverð á þessu ári, um leið og aðrar til- lögur Stéttarsambandsins yrðu teknar til vinsamlegrar yfirvegrn ar. En til að reyn-a að draga úr óhagkvæmri framleiðslu búvara eftirleiðis verði lögbundnar heim ildir til han-d’a fram-leiðsluráði landbú-naðarins, t.d. um: 1. Að d-raga úr framleiðslu bú- vöru í þétfcbýli m-eð þv-í t.d. að greið-a ek-ki útflutningsbætur til þeirra framleiðenda. En þeir framleiða n-ú ca. 7—10% kinda- kjötsin-s. 2. Að heimilt verði að skammta kjarnafóður og skattLeggja óhóf- lega n-otkun þess eða skattleggja allt kjarnifóður og nofca féð til verðjöfnunar eða ýmiss konar hagræðingar við búvörufram-leiðsl una. Að s-jálf'sögðu er stjórn Stétt- arsamibands bænda reiðubúin að ræða þessi mál við fulltrúa þin-g- flokkanna og t-aka nýjar hugmyn-d ir u-m lausn vandans til yfirveg- un’ar. Nauðsynlegt er að fiá svör þingflokkann-a við erindi þessu sem allra fyrst. . Með tilvis-un til aðgerða Al'þing is í vetur til stuðn-inigs sjávarút- veginum í þrengingum þeim, sem hann á við að etja, svo og yfir- lýsingar, sem gefin var við lausn nýafstaðinna verkfalla, um al- menna aðst-oð við atvinnuvegin'a, teljum við ekki ósann-g'jamt, að komið verði til móts við landbún aðinn n-ú til lausnar á erfiðleik- um hans. Virðing-arfyllst, f.h. stjórnar Stéttarsamb. bænda: G-unnar Guðbjartsson." Svör þingflokkanna Þingflokku-r Framsóknarmanna ræddi bréfið á fundi 2. apríl og ákvað að rita hinum flokknum á þessa leið: „Stjórn Stéttarsamibands bænda hefur með bréfi, dags. 29. marz s.l. snúið sér til þingflokk- anna með ósk um Sameiginlega aðstoð þeirra til úrlausnar á fjár- hagserfiðl-eikum bænda-stéttar- innar. Þingflokkur • Framsóknar- manna telur brýn-a nauðsyn bera til, að þitigflokkarnir ræðist við um úrlausnir í þessu vandamáli og kjósa til þess fulltrúa af sinni hálfu. Er það von hans, að aðrir flokkar geti á þá málsmeðf-erð f-allizt, og væntir svars þeirra hið allra fyrst-a, en augljóst er, að málið þolir nálega e-nga bið, þar sem finna þarf úrræði fyrix þitig- slit. Alþýðu-bandalagið tjáði for- manni þin-gflokksins, að það væri reiðubúið til viðræðna. En stjórn arflokkarnir neituðu báðir. Svar- bréf þeirra eru svo hljóð-andi: „Reykjavík, 9. apríl 1968. Sem -svar við bréfi yðar, dags. 2. apríl 1968, skal yður tjáð, að í dag hefur stjórn Stéttarsam- band-s bænda verið skrifað bréf þ-að, sem hér með fylgir samrit af. Bj-arni Benediktsson". „Reykjavík, 9. apríl 1968. Bréf stjórnar Stéttarsambands bæ-nda, dags. 29. marz s.l.. barst mér í hendur hinn 2. apríl s.l., og var það lagt fyrir næsta fund í þingflokki Sjálfstæðisman'n-a, sem haldinn v-ar hinn 8. a-príl s.l. Fu-ndarmenn voru sammála um, að sú málsmeðferð, sem stungið er u-pp á í bréfi, dags 29. marz. muni ekki auðvelda lausn þeirra vandamála bænda. sem þar um ræðir, enda er stjór-n Stéttarsam- bands bænda í sambandi við rík- isstjórnina um þau, og ríkis- stjórnin mun að sjálfsögðu veita Framhald a bls. lö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.