Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 6
6 Fyrir afteins kr. 68.500.oo getift þér fengift staftlafta eldhúsinnréttingu I 2—4 herbergja Ibúftir, meft öllu tll- heyrandi — passa I flestar blokkaribúftir, Innifaliö i verftinu er: £ eldhúsinnrétting, klædd vönduftu plasti, efri pg neftri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). © ísskápur, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaft. 0uppþvottavél, (Sink-a*matic) 'ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og aft auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). © eldarvélasamstæða meft 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtizku hjálpartæki. ^ lofthreinsari, sem meft nýrri aftferft heldur eld- húsinu lausu vift reyk óg lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Ef stöftluft innrétting hentar yftur ekki gerum vift yftur fast verfttilboft á hlutfallslegu verfti. Cerum ókeypis verfttilboft I eldhúsinnréttingar f ný og gömul hús. Höfum einnig fafaskápai staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIÐSLllSKlLMÁLAR - KIRKJUHVOLI REYKJAVlK S I M I 2 17.18 ca. 500 ferm., óskast sem fyrst handa Heyrnleys- ingjaskólanum. SKÓLASTJÓRINN. JÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Hnausakot í Miðfirði Vestur-Húnavatns- sýslu, er til sölu. Nánari upplýsingar gefa undir- ritaðir: INGÓLFUR GUÐNASON, Hvammstanga. Sími 95-1310. MARINÓ HELGASON, Drápuhlíð 3, Rvík. Sími 16981 og 24320. jQ/t 4/ RAFTÆKJADEILD — HAFNARSTRÆTI 23 SÍMI 18395 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 23. aprfl 1968. Jón Hallvarosson hæstaréttarBögmaður fajddur 18. maí 1899. dáinn 13. apríl 1968. Þeg-ar mér barst hið skyndilega fráfal'l Jóns Hdllvarðssonar, hrí., þá fannst mér þetta ekki getað átt sér stað, að hann væri horfinn — dáinn, é,g sem hitti hann fyrir nokkrum dögum, glaðan og frísk an. Svona er þetta-líf. Við erum sífellt á ferðalagi, en síðasta ferð in vill oft koma að okkux óvörum. Þannig var það nú. Við Jón Hallvarðsson höfum verið vinir frá því að víð vorum ungir drengir vestur á Snæfells nesi, óaðsikiljanlegir, eftir því sém aðstæður leyfðu. Ég man eftir því, þegar ég sá hann fyrst, það var við kirkju að Mikiaholti, mér vár starsýnt á þennan glæsilega pilt, og við tókum tal saman og mæltumst þegar til vináttu að fornum sið. Að við höfðum ekki sést fyrr, var, að foreldrar hans voru nýflutt að Fáskrúðarbakka í Miklaholts’hreppi, flutt frá Skut- ulsey í Hraunhreppi.Þau voru Hall varður Einvarðsson og Sigríður Jónsdóttir, mjög glæsileg hjón svo af bar og atorku manneskjur. Það var ekkert sérstakt, þótt út af þessum foreldrum kæmu efnileg börn, er urðu þjóðkunn. Eftir það hittumst við Jón öðru hvoru, eins og gerist, þar til fermingarár okkar, þá kom hann til spurninga, sem kallað var undirbúningsvika til fermingu, þá gátum við verið saman heima hjá mér á Stóra- Hrauni. Fermdir vorum við að Miklahoilti og stóðum hlið við hlið við altarið, ég smár vexti, en hann hár og glæslegur, nú vorum við að stíga skrefið frá æsku til þroska, eins og sagt var. Tíminn leið áfram. Jón fór í Flens borgarskóla og síðan í Mennta- skóla og Háskóla og tók öll próf með ágætum, enda ástundunarsam ur og stórgáfaður. Á þessum skóla- árum hans vorum við mikið sam- an hér í Reykjavík, ég var hér oft tímum saman við ýmis <störf. Og alltaf heldur tíminn áfram, við urðum búandi menn, og sóttum hvorn annan heim, það var ánægju legt að koma á heimili þeirra hjóna, bæði í Stykkishólmi, er hann var þar sýslumaður og eins hér í Reykjavík, enda með afbrigð um gestrisinn, og eins að hlusta á húsbóndann þylja kvæði og sögur af sínum mikla andans krafti, enda sjálfur skáldmæltur vel, en fór því miður dult með það. Það var því ekkert sérstakt, þótt faðir minn Árni Þórarinsson væri hrifinn, að fá Jón i heimsókn, og koma til hans. Það voru sólskins- tímar í lífi föður míns. Við fjöl- skyldan erum i mikilli þakkar- skuld við hinn framliðna vin okk ar, hvað hann var góður við aldraða foreldra okkar, hann dáði þau, hvar sem hann kom, bæði lífs og liðin. Ég minnist þess, er hann kom til Sigurðar bróður míns, að dánarbeði föður okkar, og þegar öllu var lokið, snéri hann sér undan og viknaði, þetta er alltaf stórt og alvarlegt augna Mik fyrir aðstendendur. Því er það okkur minnisstætt, að sjá þá vinsemd er lýsti sér hjá vini okk- ar allra. Þannig var hans innri maður, þessi glæsilegi maður. hár og höfðinglegur, skapstór og strangur á stundum, en jafnframt mildur, kærleiksríkur og mátti ekkert aumt sjá og sást stundum lítt fyrir að gera öðrum gott, þannig var hann. Ég mun alltaf minnast hans sem göfugmennis, og koma mér í bug orð hins ís- lenzka bisikups, er sagði um fóstra sinn, „jafnan þegar ég heyri góðs manns getið, kemur mér hann í hug.“ Ég lít í anda liðna tíð, þegar ég hugsa um allar samverustundir okkar Jóns, þá eru margar minningar, sem koma í hugann, ég minnist þess, þegar við vorum saman á ferða- lagi, hann var hestamaður, átti mjög góða hesta og var hann tignarlegur, þegar hann var kom- inn á bak gæðingi sínum- Þegar ég kom til hans í Stykkishólm fylgdi hann i ér oftast að svo köl'l uðu „Grettistaki". Þarna við „Grettistak". sem minnti á hina frægu söguhetju, Gretti töluðu við um söguleg og önnur efni. Jór, var dulrænn maður dreymdi oft mjög merkilega drauma, en því miður skráði ég þá ekki, því oft er það, að við höldum að ekkert liggi á, en nú er þessi sagnaþuilur farinn frá okkur og með honum mikill fjársjóður, er aldrei verður bættur. Jón unni mjög sveitinni sinni bæði vestur á Snæfellsmesi og á Mýrum, þar sem hann var fædijur og sleit fyrstu barnsskónum og þar var hans seinasta ganga, því á jörð sinni Seljum dó hann. Hann fór þangað fyrir páska eins og hann hafði oft gert á undanförnum árum og við vinir hans bjuggumst við honum aftur eins og emdranær, glöðum og endurnærðum. Jón og frú Ólöf Bjarnadóttir áttu fjögur börn, þau eru Baldur cand. phil, Bjarni Bragi hagfræðingur, Sigriður stúdent og Svava, er þau misstu 16 ára dð aldri, með af- brigðum falleg og vel gefin stúlka, og var það mikil sorg fyrir þau foreldrana, að missa hana, og það sár býst ég við, að hafi seint gróið hjá þeim. Jón var með afbrigðum barngóður, vildi alitaf vera að gleðja börn þar sem hann kom. Jón var trúmaður. trúði á annað líf og kom með rök að því í gegnum ýmislegt, er fyrir hann bar, bæði í vöku og draumi, ann ars var ekki hans vani að tala um sjálfan sig. Ég mun ekki rekja hér ætt Jóns Hallvarðssonar eða prófafrek og stöður. það verður gert af öðrum. Þessar fáu línur eru þakkarorð til hans frá mér og fjölskyldu minni. fvrir alla hans tryysð við okkur. Ég er þakklátur skaparan um fyrir að gefa mér þennan góða vin, sem hvorki hraði tímans né önnur öfl gátu breytt og einnig fært mér heim sanninn um það, að vinátta, sem byggð er á sönnum skilningi, fyrirbyggir alla tor- tryggni, sem oft vill verða til vin slita. Ég votta fjölsikyldu hans sam úð mína og fjölskyldu minnar. Hafðu þökk fyrir aillt og allt. Þórarinn Árnason. t Á laugardaginn 3. apríl s. 1. andaðist vestur á Seljum í Mýra- sýslu, Jón Hallvarðsson, hæsta- réttarlögmaður, tæpra sjötíu ára að aldri. Hann var fæddur í Hítar nesi í Snæfellsnessýslu 11. maí 1899. Foreldrar hans voru hjónin Hallvarður Einvarðsson bóndi í Hítarnesi og kona hans, Sigríður Jónsdóttir frá Skipihyl á Mýrum. Síðar fluttist Hallvarður að Skut ulsey í Mýrasýslu og enn síðar að Fáskrúðarbakka í Snæfelllsnes- sýslu, og dvaldi Jón þar til þroskaára. Og þaðan hóf hann sína skólagöngu, sem var um margt hinn glæsilegasti ferill, svo sem vænta mátti, því Jón var bráð gjör og búinn miklu andlegu at- gervi, til náms og starfia. Hvar sem Jón fór var eftir honum tekið, hann var mikill að vallarsýn og hinn vörpulegasti. Daginn áður en Jón Halvarðs- son fór vestur á Mýrar, en það var á skírdag s. 1., hittumst við á förnum vegi hér í bænum og ræddum saman um dag og veg. Jón var þá eins og raunar alltaf, glaður og reifur og hugsaði gott til ferðarinnar, sem hann hafði þá ákveðið. Á eignarjörð sinni Seljum á Mýrum vestur undi hann vel og notaði því flestar frístundir sinar til dvalar þar. Gekk um gróna jörð og hugði að varpi. Lagði net fydr silung eða hélt á veiði stöng. Var auðfundið að dvölin í sveitinni voru honum miklar ánægjuist'undir, var og tóðförult á þær heimaslóðir. Og þó fæddur væri á Snæfellsnesi, nakti hann á Mýrar niður ættir sínar og kunni á góð skil. Hann var barn ísl. sveita í þess orðs beztu merkingu. Jón Hallvarðsson var um skeið sýslumaður Snæfellinga og þótti röggsamt yfirvald, var og afkasta maður að hverju sem hann gekk, glöggur og skyggn á eðli mála. Kemur mér í hug í þessu sam- bandi löngu liðin atburður, þá er Jón hafði nýlokið embættisprófi, sem lýsir glöggt hver lagamaður hann var. Var þessa atburðar get- ið í blöðum á þeim tíma, svo fleirum en mér hefur þótt nokk- urs um vert,. Þannig bar atvik þetta að, að Jón hafði tekið að sér að flytja mál fyrir rétti, og var það hans fyrsta mál, og átti í þvi við að etja kunnan og reynd an lögfræðing, sem meðal ann- ar var þekktur að því, að taka til flutnings einungis þau mál, er hann taldi, við grandvara athug un, skýlaust unnin. Var á þeim árum og er vafalaust enn, nokk- ur metnaður um.að vinna málin en tapa þeim ekki. Eru mér enn í minni orðræður manna um dirfsku þessa unga lögfræðings, að hasla sér völl til sigurs gegn hinum reynda lögmanni. Því svo fór, að Jón Hallvarðsson vann málið og þótti þetta, svo sem það Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.