Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1968, Blaðsíða 3
ÞKIÐJUDAGUR 23. apríl 1968. TIMINN Neytendasamtökin 15 ára FB-Reykjavík, sunnudag. Nú eru liðin 15 ár frá stofn un Neytendásamtakanna. Þótt undarlegt megi virðast, eru íslenzku samtökin þriðju elztu í heiminum, en þegar Alþjóða sam'band Neytendasamtaka var stofnað fyrir 8 árum var full trúum skipað til sætis eftir stofnaldri samtaka þeirra, og kom þietta þá í ljós. Nú er verið að senda út tvö tölublöð Neytendablaðsins til félagsmanna, en brátt kemur út stórt rit í tilefni afmælis- ins. í afmælisritinu verður rak iji saga samtakanna og starf semi þeirra. Félagsmenn eru nú um 5000—6000 talsins, en þrátt fyrir það að margir bætist við týnast aðrir af ým=um ástæð um, aðallega þó vegna breyttra heimilisfanga, og vanrækslu um að tiilkynna slíkt. Á síðasta ári var breytt aðferðinni við félagaöflunina, og tekið upp á að „hnippa kurteislega í neyt endur og spyrja þá um áhuga þeirra á að gerast félagar.“ Undirtektir munu hafa verið mjög góðar og fjölgaði íélags- mönnum um hátt á annað þús und. Háskólafyrirlestur Prófessor Seve Ljungman frá Stokkhólmsháskóla flytur tvo fyrirlestra í boði lagadeildar Háskólans þriðjudag 23. apríi og föstudag 26. apríl kl. 5,30 báða dagana í 1. kennslustofu. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um raunhæf úrlausnaratriði á sviði höfundarréttar, en hinn síðarnefndi um nokkur atriði á sviði einkaleyfislaga og lög gjafar um ólögmæta verzlunar háttu. Fyrirlestrarnir verða fluttir á saensku, og er Ölilum heimill aðgangur. DEDD B ÐBBBjs Q E G C t Ð Q ÐPj FAUNA 1968 komin út FB-Reykjavík, mánudag. Fauna 1968, fjölrituð bók með teikningum af kennurum og nemendum 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík veturinn 1967 til 1968 er kom in út. Sautján teiknarar hafa að þessu sinni séð um teikning arnar í Faunu. í bókinni eru 257 teikningar af bæði nemend um og kennurum. Bókin er seld í bókaverzlun KRON í Bankast.ræti og einnig í Menntaskólanum í löngu frí- mínútunum milli kl. 10.40 og 11 dag hvern. Myndin er af Einari Magnússyni rektor menntaskólans. Ferðastyrkir til USA Menntastofnuin Bandaríkj- annia á íslandi (Ftu'ltoriglht- stofnunin) veitir ferðastyrki I'slendiingum, sem fengið hafa inngöngu í háskóla eð'a aðrar æðri meinntastof.nianir í Banda ríkjunum á námsárinu 1968— 69. Styrkirnir nægjia fyrir ferða bostn.aði frá Reykj-awík til þeirr ar borgar, sem næst er við- komandi háskóla og heim aft- ur. Umsóknum fylgja afrit af skilrikjum fyirir því, að um- sækjanda hafi verið veitt inn- ganga í háskóla eða æðri menntastoflniun í Bandaríkjun um, og umsækjandi þarf að geta sýnt, að hann geti stað- ið strauim af kostmaði við nám sitt og dvöl ytra. Umsækjandi þarf að gan'ga undir sérstakt enskuipróf á skrifstofu stofn- unarinmar og sýna heiibrigðis- vottorð. Umsækjendur skulu vera íslenzkir rikisborgarar. Umisóknareýðublöð eru af- aflhent á skrifstofu stofnuniar- innar, Kirkjutorg 6, 3. hæð, og sendar í pósthólf nr. 1059, Reykjavík fyrir 8. mai n.k. Hver vill taka banda- rískan sumargest? Á þessu ári eru liðin rúm- lega 20 ár síðan Ameriean Field Servioe hóf að veita gagnfræða- og menntaskóla- nemum styi-ki til þess að stunda nám í Bandaríkjunum. Frá árinu 1957 hafa 164 ís- lenzkir unglingar farið til Bandaríkjanna á vegum AFS og firá 1001 hefur 21 bandarií.sk ur unglingur drvalið hér tvo mánuði að surnri til. A.F.S. á íslandi vill vekja áhuga íslenzkra fijölskyldna á, að einmitt núna er verið á höttum eftir fjölsfcyldum, er vilja taka bandaríska nemend- ur inn á heimili sín. Nemend- urnir eru bæði piltar og stúlk- ur á aldrinum 16—18 ára. Að- eins einn nemandi býr á hverju heimili. Þeir koma seint í júni og fara í lok ágúst- miánaðar. Viss skilyrði eru höfð í huga við val heimila: Fjölskyldan skal vera venjuleg, íslenzk fjöl skylda, og foreldrar bæði orð- in 3'5 ára. Á heimilinu sé uing- lingur á aldrinum 16—18 ára, að einhver tali ensku, og fram- ar öllu, að sumargesturinm finni, að hann sé velfcominn og litið verði á hanin sem einn af fjölskyldunni. Þeir nemendur, er fcoma hiingað, eru valdir úr hópi tuga þúsunda nemenda, er sækja um styrk þennan ár hvert, og geta þvi talizt úrval banda- rískra nemenda. Þær fjölskyldur á íslamdi, sem áihuga hafa á að taka bandarískan umgling inn á heimili sitt næsta sumar, hafi vimsamlegast samband við Jón Steinar Guðmundsson, Grund- argerði 8, sími 33941. Myndin er af þeim er hlutu styrkinn aS þessu sinni. ÞRÍR LEIKARAR HLJÓTA STYRK Á laugardag voru liðin 18 ár frá því Þjóðleikhúsið var vígt. Það kvþld var frums. leikr. Guðm mundar Kambans, Vér morðingj- ar. Að lokinni sýningu kvaddi, Þjóðleikhússtjóri Guðlaugur Rós- inkranz, sér hljóðs og veitti þrem ur af leikurum Þjóðleikihússins styrk úr Menningarsjóði leikhúss ins. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 18 árum á vígsludegi Þjóðl.hússins Þeir, sem hlutu styrk úr Menn- ingarsjóðnum að þessu sinni voru Kristbjörg Kjeld, en hún hefur nú starfað hjá Þjóðleikkhúsinu í 10 ár. Hún hefur farið með þrjú aðalhlutverk á þessu leikári. Stein unni í Galdra-Lofti, Víólu í Þrett- ándakvöldi og nú síðast Normu í Vér morðingjar. Þá hlaut Ævar Kvaran einnig styrkinn, en hann hefur verið fast ráðinn hjá Þjóðleikhúsinu frá byrjujj og mun hafa leikið þar fleiri hlutverk en nokkur annar eða alls nær því 100 hilutverk. Þriðji leikarinn sem hlaut styrk úr, Menningarsjóðnum, að þessu sinni var Benedikt Árnason. Nú eru liðin 10 ár frá því hann stjórn aði fyrsta leikritinu hjá Þjóðleik húsinu, en alls hefur hann stjórn að þar 21 leikxiti auk þess hefur hann leikið þar mörg hlutverk. Áður hafa 10 leikarar hlotið styrk úr Menningarsjóði Þjóðleik hússins. Styrkurinn er veittur í þeim tilgangi að leikarar geti afil að sér frekar menntunar í listgrein sinni. 3000 stórvinn- ingar hjá DAS Nýtt happdrættisár er að hefj ast hjá Happdrætti DAS og verð ur starfsemi þess með sama sniði og nú er, þ. e. verð óbreytt, kr. 75.00 á mánuði, og 3000 stórir vinningar frá kr. 5.000.00 upp í kr. 2.00(^000.00. Veitir happdrætt ið jafn marga mögulcika til stór- happs og bæði hin flokkahapp- drættin til samans, og er þó ó- dýrast, að því er forsvarsmenn DAS segja.' Verkefni þau, sem happdrættið vinnur að, að búa í haginn fyrir aldraða fólkið, fara ekki minnk andi þrátt fyrir byggingar und-an farinna ára, heldur vaxandi og kalla eftir frekari og örari fram kvæmdum. Um s. I. áramót var hópur hinina 67 ára og eldri um 1600 manns og sýnt er að um 10% þessa fólks þarf á Wlliheimilisvist að halda. Nú eru á öllu landinu 1050 ellivistarpláss og vantar því í dag um 500 ellivistarpláss og lað 5 árum liðnum um 300 til ] viðbótar. Bara í Hrafnistu einni j eru nú yfir 300 manns á biðlista Þessi hópur fólks, 65 ára og eldri, | fer hlutfallslega einna mest vax j andi með þjóðinni. Þetta sýnir glögglega þörfina fyrir örari framkvæmdum í bygg ingamálum aldraðra um allt land á næstu árum, en nýlega var lögun Byggingasjóðs aldraðs fólks breytt á þann/veg, að bygg ingar eliliheimila og ellideilda út um iand ættu aðgang að lánum úr þeim sjóði. En einu tekjur þess sjóðs eru 40% hagnaður Happ drættis DAS. Næstu verkefni Hrafnistu, þegar létt þffur verið á mestum skuld um og lóð lagfærð, eru byggingar lítilla sjálfstæðra ítoúða fyrir gömuí hjón, sem geta hugsað um- sig sjálf og sótt sinn mat í eldhús Hrafnistu. Er einnig mjög mikið spurt um þessar íbúðir og beðið eftir framkvæmdum. FB-Reykjavík, þriðjudag. Gefin hafa verið út tvö myntalbúm, sem ná yfir alla íslenzku myntina allt frá 1922 og fram á þetta ár. Myntalbúm þessi eru fram- leidd í Danmörku hjá fyrir tæki, sem gefið hefur út al- búm fyrir Danmörku, Græn land og ísland, en Frí- merkjamiðstöðin við Týs götu hefur fengið umboð fyr ir þau hér á landi. Fyrir árið 1944 voru gefinir út 40 peningar íslenzkir, en eftir þann tíma hafa komið út rúmlega 50 peningar. Fyrstu peningarnir komu árið 1922, en þeir síðustu voru slegnir árið 1967. í albúmunum er einnig rúm fyrir gullpeninginn af Jóni Sigurðssyni. Við hvern pening er ártal og einnig skýrt frá því í hvaða upp- lagi hann var sleginn. Geta menn því fengið nokkurn fróðleik úr albúminu. Nokkurt rúm er fyrir ó- slegna peninga, og er gert ráð fyrir, að albúmin ættu að nægja mönnum í næstu 8 til 10 ár. Þó mun ekki vera gert ráð fyrir nýju 10 króna myntinni, sem senn verður sef.t í umferð hér á landi, enda ekki verið gefið upp enn, hvernig hún lítur út. Albúmin kosta tvö sam an 495 krónur. Frímerkjamiðstöðin var ’ ára 4. apríil s. 1. og fóru eigendur þá út á nýja braut þ. e. sölu á myntalbúmum og handbókum og skrám um mynt almennt. Hefur lítið verið gert af slíku hérlendis til þessa. Verða til sölu í verzluninni m. a. erlendir minningapeningar, og pen- ingar gefnir út í ýmsu sam- bandi t. d. brúðkaupspening arnir dönsku. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.