Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 2
f (' c» • - o , r.r «< II ,f'Í a- C r- I :C' 2 Laugardagur 10. mars 1990 MPYÐUBiea Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. ELDISFISKUR Á RÍKISSPENANUM Umræðan um ríkisrekstur og ríkisábyrgðir skýtur alltaf annað slagið upp kollinum. Þegar þau mál eru rædd eru menn og flokkar oft ósamkvæmir sjálfum sér. Almennt má segja að hlut- verk ríkisins í atvinnurekstri sé illa skilgreint og hvaða verkefni það á að láta til sín taka. Hörð- ustu talsmenn gegn ríkisrekstri og ríkisafskiptum í atvinnulífinu eru oft á sama tíma harðastir í kröfugerðarpólitík á hendur rík- isvaldinu. Þessir menn heimta gjarna ríkisábyrgðir, ríkisstyrki og ríkisvernd gegn samkeppni á sama tíma og þeir lofa athafna- frelsi einstaklingsins og bölva af- skiptum ríkisvaldsins. Sjálfstæð- isflokkurinn er dæmigerður hentistefnuflokkur að þessu leytinu til og svo komið að jafn- vel Alþýðubandalagið er harð- ara gegn afskiptum og ábyrgð- um ríkisins á rekstri einstaklinga og fyrirtækja en hann. Alþýðuflokkurinn hefur barist lengi fyrir því að skarpari skil verði gerð á milli hlutverks ríkis- ins í atvinnulífinu annars vegar og hlutverki fyrirtækja og ein- staklinga hins vegar. Að fylgja til að gera hreinum línum í þeim efnum er oft á tíðum erfitt og óvinsælt. Það kostar hugrekki að láta fyrirtæki fara á hausinn þegar út í óefni er komið en smæð þjóðfélagsins og vinaog fjölskyldutengsl eru mjög sterk og því oft gripið til björgunarað- gerða á kostað skattborgaranna þegar svo stendur á. Sama stað- an kemur oft upp vegna hreppa- pólitíkur en þingmenn, margir hverjir, telja sig, að því er virðist, skuldbundna til að halda upp hvaða skussarekstri sem er í sínu kjördæmi. Slíkt kemur að- eins í veg fyrir að þeir sem hæf- astir eru til atvinnurekstrar fái það svigrúm sem eðlilegt er á sama tíma og vonlausum rekstri er haldið gangandi. Með þessu er einnig verið að tryggja úr- kynjaðan fjölskyldurekstur. í gegnum tíðina hefur Fram- sóknarflokkurinn verið harðasti málsvari ríkisafskipta og Al- þýðubandalagið verið þar skammt undan. Þessir flokkar hafa að því leytinu til verið sam- kvæmir sjálfum sér að það er sú stefna sem þeir hafa lengst af boðað. Hins vegar er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn virðist æ ofan í æ harðasti stuðningsað- ili ríkisafskipta í reynd, þvert á það sem flokkurinn boðar. Hjal hans um frelsi og ábyrgð ein- staklingsins verður hjómið eitt þegar hann trekk í trekk styður aukin afskipti ríkisvaldsins af at- vinnurekstri eða að ríkið ábyrg- ist áhætturekstur einstaklinga og fyrirtækja. Nýjasta dæmið um tvöfeldni Sjálfstæðisflokks- ins í þessum efnum er þegar hann styður, eða fulltrúar hans í fjárhags- og viðskiptanefnd Al- þingis, að auka ríkisábyrgðir á lánum til fiskeldis. Þar hlaupa þeir á tillögu eins þingmanns Framsóknarflokksins sem sjálf- ur stendur i fiskeldi og er raunar talsmaður fiskeldismanna. Til- laga þingmannsins er skiljanleg með tilliti til hans eigin hags- muna en ófyrirleitin engu að siður. Hvort stuðningur Sjálf- stæðisflokksins sé sprottinn af pólitískum loddaraleik eða hug- sjón skal ósagt látið en flokkur sem sýnir slíkt ístöðu- og ábyrg- aðarleysi er ekki traustvekjandi. “að er kominn tími til að þjóð- in átti sig á því að það gengur ekki til lengdar að leyfa einsták- lingum að leika sér með al- mannafé og þegar þeir hafa só- að þvi öllu eða glutrað út úr höndunum á sér, að þá sé seilst í vasa hins almenna skattgreið- anda til að borga fyrir vitleys- una. Það verður að útrýma þeim hugsunarhætti margra atvinnu- rekenda að vænlegasta útgerðin sé að gera út á skattpeninga al- mennings í gegnum ríkissjóð. Það hafa alla tíð verið til fullt af konum og körlum sem hafa get- að stundað atvinnurekstur af djörfung og myndarskap. Þó sveiflur hafi orðið á afkomu- möguleikum einstakra atvinnu- greina eins og t.d. útgerð og verslun hafa alla tíð verið ein- staklingar í stakk búnir að standa slíkt af sér. Ríkisábyrgð á gullleitarævintýrinu á Skeiðar- ársandi er talandi dæmi um það ábyrgðarleysi og forkastanleg vinnubrögð sem Alþingi hefur sýnt af sér. Við skulum vona að slík vinnubrögð séu liðin tíð. ÖNNUR SJÓNARMIÐ FÁTT átt hefur verið meira rætt manna á meðal að undanförnu en staðsetning hugsanlegs nýs álvers. Sýnist þar sitt hverjum, en Ijóst hef- ur orðið á síðustu dögum að Eyja- fjörður kemur æ sterkar til greina sem helsti möguleikinn. Eyfirðingar eru að vonum ánægðir en þeir hafa lengi, a.m.k. margir hverjir, barist fyrir því að fá álver við fjörðinn af margvíslegum ástæðum. Lítum á brot úr grein Tómasar Inga Olrich, menntaskólakennara á Akureyri, um málið sem birtist í Morgunblað- inu nýverið. Tómas segir þar m.a.: „Aðstæður til þéttbýlismynd- unar í Eyjafirði eru með því besta sem þekkist á þessu landi. í næsta nágrenni við Akureyri, innan 25 km fjarlægðar frá bæn- um, er eitt allra gjöfulasta land- búnaðarhérað landsins, þar sem haldið er aftur af bændum með öllum ráðum, af því þeir hafa ekki nógu stórt markaðssvæði, og mega ekki spreyta sig á stærsta markaði landsins, á höfðuborgarsvæðinu. Þetta landbúnaðarsvæði þar sem að- drættir og flutningaieiðir eru þær stystu á landinu, gæti stór- aukið framleiðslu sína án þess að auka fjárfestingu. Ég hef einnig þá trú að með betri nýt- ingu þessa gjöfula héraðs, mætti lækka búvöruverð. Hafnarað- stæður í Eyjafirði eru með því besta sem þekkist hér á landi. Samgöngur eru tryggar. Á Akur- eyri er gömul og gróin iðnaðar- hefð og þar er þróttmikil verk- menntun. Það þarf því mikla sjónhverfingamenn til að sann- færa þjóðina um að aðstæður séu ekki góðar til að efla byggð í Eyjafirði með því að reisa þar ál- ver. Álversmálinu má líkja við vatnaskil í byggðamálunum. Heykist menn á því að velja því stað í Eyjafirði verður komið af stað skriðu, sem ekki verður stöðvuð." VÍKJUM þá að skemmtilegri en dá- lítið annarlegri ritdeilu. Þannig ku vera mál með vexti að hinn þekkti lektor og greinarhöfundur Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt því fram í Morgunbiaðinu að hann hefði ekki fengið að lesa pistil í Ríkisút- varpið Rás 2, sem hann hefði þó ver- ið búinn að semja um flutning á. Pistillinn fjallaði víst um þaö hversu Davíð Oddsson væri góður maður og gegn og heldur Hannes því fram að bannið hafi komið til af pólitísk- um ástæðum. Við þetta vill yfirmað- ur Rásar 2, útvarpsmaðurinn Stefán Jón Hafstein, ekki kannast og svar- ar hann Hannesi í grein í sama Hannes Hólmsteinn: Segist ekki mega flytja pistla sína á rás 2 af pólit- iskum ástæóum. blaði. Þar bendir Stefán á þá reglu að það sé ósiður að flytja pistla, eða skrifa, í marga fjölmiðla um sama og segir m.a.: „Hr. ritstj. Vegna greinarinnar sem dr. Hannes birtir verð ég að upplýsa að ég hef aldrei heyrt jafn mikinn fagnaðarhljóm í orð- unum „þú ert að reka mig!“ pg þegar ég talaði við hann. Ég hygg líka að vottar að samtali okkar skömmu síðar á ristjórn Stefán Jón: Þetta er bull hjá Hannesi. Hefur aöeins meö að gera framboð og eftirspurn. rásar 2 geti staðfest fölskva- lausa ánægju og tilhlökkun með það að geta nú borið á forstöðu- mann rásarinnar að hafa „mein- að“ sér að flytja pistil. Raunar var dr. Hannes svo vinsamlegur að þakka forstöðumanninum fyrir hugrekkið! Sem er algjör- lega óverðskuldað hrós. Hvers vegna? Vegna þess að forstöðu- maðurinn var ekki að segja dr. Hannesi annað en það að um hann giltu sömu reglur og alla aðra! Píslarvættið er ímyndun, fögnuðurinn tilefnislaus.“ Síðan ítrekar Stefán Jón tilboð sitt til Hannesar um að flytja pistla í morgunútvarp Rásar 2 og víkur þar m.a. að sambandi framboðs og eftir- spurnar: „Á máli sem dr. Hannes ætti að skilja heitir þetta að nú sé of- framboð á útvarpsmarkaðinum af dægurmálapistlum dr. Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Að tímabundinn samdráttur á framboði gæti aukið gildi þeirra sem útvarpsefnis. Þetta er skilj- anlega lítið gleðiefni fyrir dr. Hannes. Með svona sannleika hlaupa menn ekki klagandi í Moggann. Svona sögur segja menn ekki glaðbeittir á götum og torgum hverjum sem nennir að hlýða. Sem von er. Lítið púður í því. Að lokum þetta: tilboð mitt til dr. Hannesar stendur enn. Og svo er honum auðvitað frjálst, hvenær sem er, eins og öllum öðrum, að koma á framfæri skoðunum sínum í hlustenda- þjónustu rásar 2 ...“ Þar hefur dr. Hannes það. Hann er vara sem offramboð er af — því nennir enginn að kaupa hann, hvað þá hlusta á það sem hann hefur að segja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.