Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. mars 1990 13 Þingmál vikunnar ffl É I 1. Í i I • uitli ÖJ ffl LÍ3 tD cb tö Frumvörp Frumvarp sem felur í sér frest- un á gjalddaga bifreiðagjalds til 1. apríl 1990 vegna gjaldtímabilsins 1. janúar til 30. júní. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um brottfall laga og lagaákvæða. Felur í sér að fella úr gildi ýmis lög sem þykja úrelt og óþörf. Stjórnarfrumvarp Frumvarp til fjáraukalaga sem er flutt til að afla nauðsynlegra heimilda til breytinga á útgjöldum ríkissjóðs í fjárlögum 1990 sem leiða af niðurstöðu nýgerðra kjara- samninga aðila vinnumarkaðar- ins annars vegar og ríkisins við BSRB hins vegar. Stjórnarfrumvarp Frumvarp um breytingu á lög- skráningu sjómanna sem felur í sér ótvíræðan rétt útgerðar og skipstjóra á minni bátum en 12 rúmlestir til lögskráningar. Flm: Guðmundur Agústsson Frumvarp um breytingu á húsaleigusamningum þar sem leigusala atvinnuhúsnæðis er óheimilt að nýta húsnæði til sams- konar starfsemis og þar var stund- uð ef telja má víst að leigutaki hafi með starfsemi sinni skapað hinu leigða viöskiptavild og leigusali hafi hafnað ósk leigutaka um framlengingu leigumálans eða gerð nýs leigumála. Flm: Guðmundur Agústsson Frumvarp um skipan presta- kalla og prófastsdæma pg um starfsmenn þjóðkirkju Islands. M.a. lagt til að Reykjavík verði tvö biskupsdæmi. Stjórnarfrumvarp Frumvarp til laga um breytingu á Landsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands sem gerir þá að hlutafélögum. Flm: Þorsteinn Pálsson og fleiri Þingsalyktanir Tillaga um könnun á endingu og slitþoli steinefna til vegagerðar og að iðnaðarráðherra verði falið að láta fara fram samanburðar- rannsókn þess eðlis. Flm: Eiður Guðnason I vikunni talaði Sighvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar, fyrir frumvarpi sem hann og allir fulltrúar fjárveitinganefndar i neðri deild flytja. Frumvarpiö gengur út á það að leggja af vald fjármálaráðherra til að ráð- stafa fjármunum ríkisins án samþykkis þingsins. Það er mál sem allir virðast sammála um hvar svo sem þeir standa í flokki. Fjármáiaráðherra hefur tekið undir þær megintillögur í tillögum sem hann hefur sjálfur kynnt um úrbætur við fjármálastjórn ríkisins. Á myndinni hér að ofan fær fjármálaráðherra orð í eyra frá formanni fjárveit- inganefndar. , 9Opið husu Háskóla íslands á morgfun 11. mars frá kl. 13.00—18.00 ,,Opið hús í byggingu 1. Jarðfratðahús faustan Suðurgötu) 2. Loftskeytastöðin 3. VR III 4. VR I 5. VR II 6. Tæknigarður Veitingastofan i Tæknigarði 7. Vetrarhöll 8. Raunvisindastofnun 9. Háskólabíó* HASKOLABIO: *Kynning á nýjum fyrirlestrar- og sýningarsölum salur 4 kl. 14.00 Kvikmynda- sýning i hoði fyrir fullorðna (Hálendingurinn) ■ ar i'yr >>örn: Salur 3 kl. 14.00 kvikniynda- sýning i hoði fyrir hörn (Flakkararnir) I anddyri kl. 13.15 og kl. 16.(K) söngur og brúðuleikhús á vegum nemenda i Fósturskóla íslands. Dagskrá i Þóðarbókhlöðu Kynning á öllum deildum Háskólans, 22 sérskólum, ýmsum stofnunum Háskólans og ýmsurn þjónustu stofnunum stúdenta. Háskólabókasafn kynnir starfsemi sina i tilefni af 50 ára afmæli safnsins. Nemendur listaskólanna og Háskólakórinn sjá gestum fyrir hipum ýmsu listviðhurðum. Kaffi á könnunni i hoði Félagsstofnunar stúdenta Tillaga um að fela ríkisstjórn- inni að gefa gjaldeyrisviðskipti frjáls í samræmi við alþjóðlega þróun í þeim efnum og að ríkis- stjórnin falli frá sérstökum fyrir- vara sem gerður var af íslands hálfu við efnahagsáætlun Norður- landa 1989-1992. Flm: Þorsteinn Pálsson og fleiri Tillaga um að fela sjávarútvegs- ráðherra að undirbúa löggjöf sem það í sér að útgerðarfyrirtæki séu skylduð til að gera sjómönn- um kleift að hirða allan undirmáls- fisk. Flm: Svanfríður Jónasdóttir Tillaga um að fela umhverfis- ráðherra aö láta kanna hve mikið fellur til árlega af endurnýtanleg- um pappír og með hvaða hætti væri unnt að safna honum skipu- lega saman og endurnýta. Flm: Svanfriður Jónasdóttir Fyrirspurnir Til menntamálaráðherra um hvort hann hyggist leggja fram frumvarp til úrbóta í dagvistar- málum barna á yfirstandandi þingi. Frá Sigríði Lillý Baldursdóttur Til fjármálaráðherra um hver hafi verið ferða- og risnukostnað- ur ráðuneyta frá og með árinu 1984 til og með árinu 1989. Frá Málmfríði Sigurðardóttur Til heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra um hve margir einstaklingar fengu niðurfellingu á afnotagjaldi Ríkisútvarpsins sl. þrjú ár vegna óskertra tekjutrygg- ingar og eftir hvaða reglum hafi verið farið við ákvörðun niðurfell- ingar. Frá Þórhildi Þorleifsdóttur Til fjármálaráðherra um frest skattstjóra til að úrskurða kærur. Frá Guðmundi Ágústssyni Til fjármálaráðherra um greiðslu vaxta af ofgreiddum sköttum og hvort gjaldendur þurfi að óska sérstaklega eftir því að fá slika vexti greidda. Frá Guðmundi Ágústssýni Til menntamálaráðherra um tekjutap Ríkisútvarpsins vegna niðurfellingar afnotagjalda. Frá Þórhildi Þorleifsdóttur Til viðskiptaráðherra um hagsmunaárekstra í stjórnum pen- ingastofnana ríkisins og hvernig eftirliti ráðuneytisins sé háttað. Frá Þórhildi Þorleifsdóttur Til samgönguráðherra um reglugerð um leigubifreiðar og hvort tekið sé af skarið um það hvað telst til fólksflutninga og hvað til vöruflutninga. Frá Guðmundi Ágústssyni EVRÓPA AKUREYRINGAR UPPLÝSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ EES Utanríkisráðuneytid heldur upplýsingafund um við- ræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) í Alþýðuhúsinu á Akureyri, þriðjudaginn 13. mars, kl. 21.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Upplýsingadeild.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.