Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 10. mars 1990 Brúðkaupsmyndin af þeim Mikhail og Raisu. Sagan segir að þegar Gorbat- sjov fyrst sá Raisu hafi það verið á dansleik þar sem hún var að dansa við einhvern slána. Gorbatsjov hló þegar hann sá stærðarmuninn, gekk að hinu dansandi pari og bað leyfist að dansa við stúlkuna. eftir það varð ekki aftur snúið. Gorbatsjov með Reagan 1987, eftir vel heppnaðan leiðtogafund þeirra i Washington. Þegar Reagan komst til valda sagðist hann ætla að koma fram af fulltri hörku við Sovétmenn en þegar Úkraínumaðurinn komst til valda, varð jafnvel gamli Holly wood-leikarinn að játa sig sigraðan. Leiðtogi Sovétríkjanna hafði jafnvel enn meiri persónutöfra en kollegi hans i vestrt. Sem var áreiðanlega í fyrsta skipta eftir stríð. heila er réttnefni. Þetta braut hon- um leið í háskólann í Moskvu sem annars var eingöngu setinn af börnum fordekraðrar yfirstéttar í Moskvu, flokksgæðingabörn í miklum meirihluta. Gorbatsjov átti engan að, hann var bóndason- ur, forfeður hans höfðu áður verið stimplaðir sem óvinir ríkisins og héraðið hafði notið góðs af her- setu Þjóðverja í seinni heimsstyrj- öldinni. Hann leit á flokkinn sem föður sinn og móður og 19 ára lét hann innrita sig sem frambjóð- anda. Hann var kommúnisti, Len- ín var hetja hans og átrúnaðargoð og til að feta i fótspor hans ákvað Gorbatsjov að læra lögfræöi, rétt eins og Lenín hafði gert á sínum tíma. En það var í lögfræðinni sem hann rakst í fyrsta skipti á muninn á hugmyndafræðinni og hinum kalda veruleika hins miðstýrða kommúníska kerfis. Þá byrjaði hann fyrir alvöru að efast um gildi þess kerfis sem við lýði var. Háskólaárin Einn samstúdenta Gorbatsjovs sagði síðar að þrátt fyrir lögfræði- bækurnar sem lesnar voru í laga- deildinni hefði Stalín verði helsti lærifaðirinn. Það var ekkert til sem hét opnar umræður milli nemenda og kennara þeirra, þrátt fyrir að þeir legðu stund á löggjöf annarra þjóða en Sovétríkjanna. Námið fólst einkum í endalausum utanbókarlærdómi. Einhverju sinni þegar einn kennarinn las upphátt úr verki Stalíns fyrir nem- endurna stóð Gorbatsjov þó upp og sagði við kennarann að nem- endurnir væru læsir sjálfir. Ef hann hefði ekki annað að segja væri betra að hann þegði. Það bar þó ekki mikið á Gorbat- sjov á fyrstu árum hans í Moskvu- háskóla, utan hvað hann þótti fast- ur fyrir í rökræðum og raunsær í skoðunum. Hann varð þó kosinn formaður kommúnistasamtak- anna innan lagadeildarinnar þeg- ar á leið og þá fór um leið að kveða að honum. Herbergi hans á stúdentagarðinum varð vettvang- ur fyrir næturfundi þar sem ungir menn ræddu stjórnmál og hug- myndafræði og þó þeir væru allir meira og minna tengdir flokknum var margt þar sagt sem hefði get- að kostað þá fangelsisvist. Þar vakti Gorbatsjov athygli fyrir að hafa mikla stjórn á sér, hann beitti sjálfan sig járnaga í umræðunum, rétt eins og í náminu. Hæfileiki sem hann hefur alltaf haft. Full- komin sjálfsstjórn. Utan einu sinni. Og það var þegar hann hitti Raisu Maximovu. Raisa Maximova Með Raisu hefst nýr kafli í lífi Gorbatsjovs. Menn segja að hann hafi alist upp hjá sterkri konu sem móðir hans var og hafi þörf fyrir slíka. Hvað sem þeirri kenningu líður þá varð Gorbatsjov ólíkur sjálfum sér eftir að hafa hitt Raisu í fyrsta sinn — hann eigraði um há- skólalóðina og gat ekki á heilum sér tekið. Til allrar hamingju fyrir hann þá þýddist Rpisa þennan þéttvaxna Ukraínumann, sá í hon- um mann sem virkilega gæti orðið að einhverju. Sjálf var hún náms- maður með afbrigðum, glæsileg, nett en stjórnsöm og ákveðin. Samband þeirra hefur alltaf verið samband tveggja jafningja og hún er helsti bandamaður hans í bar- áttunni fyrir breyttum Sovétríkj- um — og sumir segja hugmynda- fræðingur margra þeirra hug- mynda sem Gorbatsjov hefur sett fram í seinni tíð. Bakgrunnur Ra- isu er lokuð bók, margar sögur eru á kreiki. Hún á að hafa víðtæk sambönd inn í flokkinn, vera tengd hinum og þessum valda- mönnum frá fyrri tíð og jafnvel er óljóst hvaðan hún kemur í ríkinu. Það er ljóst að faðir hennar vann hjá Sovésku járnbrautunum en hinsvegar ber mönnum ekki sam- an um hvort hann var þar einfald- lega verkamaður ellegar hátt sett- ur. Líklegt verður þó að teljst að hið síðarnefnda sé réttara, í það minnsta var Raisa kennari Gorbat- sjovs í menningu og listum, svið sem alltaf hefur heillað hann mik- ið. Aftur út á landsbyggðina í einangrun Og svo drapst Stalín. En dauði Stalíns var engin frelsun fyrir Sov- étmenn — jafnvel ekki andstæð- inga hans því það var enginn til að koma í staðinn. Gorbatsjov var u.þ.b. að ljúka námi og hann hélt til skrifstofu saksóknarans í Moskvu og bað um vinnu. Honum var sagt að fara aftur til síns heima og reyna fyrir sér þar. Gorbatsjov var brugðið, seinna átti hann eftir að gera sér grein fyrir því að þetta var það besta sem fyrir hann gat komið. Ungu hjónin héldu til Stavropol, Gorbatsjov fékk vinnu hjá sak- sóknaranum í Stavropol en hætti því fljótlega og ákvað að veðja á framtíð innan flokksins. Hann var illa launaður og vegna þess að enginn valdsmaður var honum innan handar varð hann að byrja á botninum. Raisa hinsvegar fékk stöðu sem háskólakennari og þén- aði tvöfalt meira en eiginmaður- inn. Hún naut mikillar virðingar í starfi en einn af nemendum henn- ar var einmitt eiginmaðurinn sem sótti heimspekitíma hjá henni. Ra- isa vakti strax athygli fyrir að vilja ræða vandamálin opinberlega í háskólanum, á þann hátt var hún á undan Gorbatsjov í glasnost. Hún skrifaði lika merka ritgerð um bændaþjóðfélagið á þessum árum sem hún m.a. byggði á við- tölum við bændur og sýndi fram á kosti einstaklingsframtaksins og nauðsynlegt samhengi afkasta og launa. Þannig varð hún líka frum- kvöðull perestroiku, hugmyndar sem Gorbatsjov tók ástfóstri við en þagði um allt þar til hann varð leiðtogi kommúnistaflokksins 30 árum siðar. Þá stóðu hjónin á göt- um úti og ræddu við verkamenn- ina þar sem þau lögðu áherslu á það sem Raisa hafði áréttað í rit- gerð sinni fyrir löngu. Stalín fellur — Gorbatsjov fetar sig ofar Svo kom hin fræga afhjúpunar- ræða Krúsjovs. Gorbatsjov dáði Krúsjov fyrir pólitískt hugrekki. Hann var sjálfur á krossgötum. Af- leiðingar Stalínstímans urðu mönnum stöðugt Ijósari og það var næsta erfitt fyrir unga lög- fræðinga að viðhalda á sama tíma trú sinni á réttlæti laganna og trú á flokkinn. Gorbatsjov afneitaði Stalín og hóf leit að nýju átrúnað- argoði, einhverjum til að samsam- ast. Hann vann störf sín óaðfinn- anlega í Stavropol, hann leyndi öllum efasemdum sem hann hafði um réttmæti ákvarðana yfirvalda og fylgdi, trúr og tryggur, sínum yfirmönnum á hverjum tíma. Gor- batsjov var fljótlega umbunað fyr- ir verk sín, 29 ára gamall varð hann leiðtogi kommúnistaflokks- ins í sínu héraði og þá þegar varð hann handgenginn aðalritaranum í héraðinu, Fyodor Kulakov. Ku- lakov þessi var ákveðinn í að breyta héraðinu í afkastamikið landbúnaðarhérað og fékk við það góðan stuðning frá aðstoðar- manni sínum. Skömmu síðar var Gorbatsjov fengið það verkefni að hafa umsjón með því að draga efnilega unga menn til starfa í flokknum og við það komst hann endanlega á beinu brautina innan flokksins. Kulakov var kennari Gorbatsjovs og Gorbatsjov hlust- aði vandlega á það sem hann hafði að segja. Það borgaði sig því skömmu fyrir fertugasta afmælis- dag Gorbatsjovs viðraði Kúlakov þá hugmynd að Gorbatsjov yrði eftirmaður hans. Þessi staða gerði að verkum að bóndasonurinn frá Privolnoye var kominn í hóp þeirra 100 héraðshöfðingja sem höfðu endanlegt vald um það hver stjórnaði landinu í raun. Stavropol-árin Næstum einn áratug, frá 1970—1978 var Gorbatsjov leið- togi Stavropol-héraðsins. Hann var ótrúlega vinsæll, alþýðlegur, til þess var tekið að hann var alltaf tilbúinn að ræða við fólk á götum úti, hann leyfði kirkjunni að starfa og sóttist eftir félagsskap lista- og vísindamanna. Það var algengt að skáld og listamenn væru sendir í útlegð til Stavropol og Gorbatsjov gerði sér far um að hitta þá þegar þeir komu þangað. Hann notaði tækifærið til að spyrja frétta frá Moskvu, „afhverju eru þeir að of- sækja Solzhenitsjin, hann er minn uppáhalds rithöfundur," spurði leiðtoginn skáldin sem urðu hvumsa við. Þessi valdamikli mað- ur vissi ekkert hvað var að gerast í Moskvu þrátt fyrir að hann ætti sæti í miðstjórninni. Fjarlægðin frá Moskvu hefur aldrei verið mæld í kílómetrum, heldur fyrst og fremst í öryggi. Því lengra frá Moskvu sem menn eru, þeim mun öruggari eru þeir fyrir miðstýringarvaldinu og þess lík- legra er að þeir geti gert eitthvað upp á eigin spýtur. Gorbatsjov naut nú þess sem hann áður hafði mislíkað, nefni- lega fjarlægðar Stavropol frá Moskvu. Hann setti fram tillögur í landbúnaðarmálum sem voru eins og blautur hanski í andlit strang- trúaðra kommúnista. Hann var sjálfur í forsvari og gerði landbún- aðinn og framleiðni hans að ásteytingarsteini við Moskvu, reifst við landbúnaðarráðherrann en að lokum komst hann ekki lengra þrátt fyrir stöðugan þrýst- ing. Hann vantaði fjármuni fyrir sáðkorni og fékk þá ekki. Hann spurði Kúlakov ráða sem sagði honum að þrýsta enn frekar á og Gorbatsjov ákvað að reyna að ná fundi Bresjnevs sjálfs. Aðalritarinn neitaði en á endanum fékk Gor- batsjov áheyrn og honum tókst að vinna aðalritarann á sitt band. Svo vel að alltaf þegar þeir hittust eftir það stríddi Bresjnev Gorbatsjov og spurði hann hvernig miðaði með landbúnaðarstórveldið sem hann væri að byggja upp. Ljóst er að að- alritarinn hreifst af hugmyndum Gorbatsjovs og hann naut þess seinna. Um leið naut hann þess að vera foringi í sínu héraði, hefði hann verið í Moskvu þá hefði hann líklegast aldrei náð jafn langt og raun hefur orðið á. Þar hefði hann aðeins orðið enn eitt andlitið í gríðarlegum fjölda ungra metnaðargjarnra manna sem engu fengu ráðið og engu frum- kvæði fengu beitt. Að veðja á réttan hest Bresjnev var æðs'i maður Sovét- ríkjanna í 18 ár, frá 1964—1982, einmitt þau ár sem Gorbatsjov var að klifra upp metorðastigann. Undir stjórn þess fyrrnefnda lifðu skjólstæðingar hans og æðstu menn ríkisins eins og konungar á meðan efnahag landsins hrakaði stöðugt og stærri og stærri hluta þjóðarframleiðslunnar var veitt til hernaðar. Spillingin á Bresjnev- tímabilinu var ótrúleg á kostnað framfara í landinu, segja má að ríkinu hafi hrakað jafn hratt og heilsu leiðtogans en honum hrak- aði jafnt og þétt allan ofanverðan áttunda áratuginn. Á ofanverðum áttunda áratugn- um var því Ijóst að finna þyrfti eft- irmann Bresjnevs og í kommún- istaflokknum voru tvær fylkingar sem börðust um völdin. Annars- vegar var það hópur manna í kringum Ándropov, yfirmann KGB, hinsvegar fylgjendur Bresjnevs með hugmyndafræð- inginn Suslov sem aðalmann. Hann hafði áður gegnt stöðunni sem Gorbatsjov gengdi en komist til metorða undir Stalín meö því hreinsa markvisst burtu alla sína keppinauta, einkum með fangels- unum. Gorbatsjov þurfti enn á ný að gera upp við sig hvoru megin veggjar hann vildi vera. Hann var enn sem fyrr metnaðargjarn og vildi ná hærra en nú reið á að veðja á réttan hest. Eða þá báða. Og það gerði hann. Hann bar mikla virðingu fyrir Andropov og talaði aldrei illa um hann eða verk hans. Gorbatsjov lýsti Andropov síðar á þann veg að hann hefði í raun og veru aldrei verið neinn leyniþjónustumaður, miklu frem- ur stjórnmálamaður sem hefði haft það markmið að leysa upp Bresjnevveldið. En Gorbatsjov gætti þess jafnframt vel að rækja sambandið við Suslov. Andropov kemur Gorbatsjov til valda__________ Gorbatsjov og Kúlakov settu fram hugmyndir um breytt land- búnaðarskipulag á 7da áratugn- um, því var afar vel tekið, reyndar svo vel að Bresjnev sæmdi Kú- lakov æðstu orðu Sovétríkjanna fyrir vikið. Raddir þess efnis að Kúlakov yrði eftirmaður Bresjnevs fóru að heyrast og læri- sveinn Kúlakovs, Gorbatsjov, átt- aði sig skyndilega á því að hann var að komast í innsta hring, hann stóð í leiðtogahópnum miðjum í Kreml en tilefnið var ekki skemmtilegt. Kúlakov lést skyndi- lega og Gorbatsjov fékk það óskemmtilega hlutverk að tala yf- ir beinum hans. Ræðan varð lítt eftirminnileg enda var Gorbatsjov í krísu. Fráfall Kúlakovs gat gert að verkum að öll hans vinna yrði fyr- ir bí. En þá kom Andropov til sögunn- ar og tók Gorbatsjov að sér og eftir að Andropov hafði komið á fundi milli þeirra Bresjnevs og Gor- batjovs var lýðnum gert það heyr- inkunnugt að héraðshöfðinginn frá Stavropol hafði verið valinn rit- ari æðsta ráðsins. Hann var loks- ins á leið til Moskvu á nýjan leik eftir að hafa leikið tveimur skjöld- um til fjölda ára, haldið bæði Bresjnev og Andropov góðum, bjarndýrum sem hefðu annars átt næsta auðvelt með að kremja hann á milli sín, eða hvor um sig ef því var að skipta. En annars var það hugmyndafræðingurinn Suslov sem endanlega tók ákvörð- unina um að kalla Gorbatsjov til Moskvu. Andropov var sem fyrr í heilögu stríði gegn spillingunni í Bresjnev klíkunni og fljótlega dó Suslov, skömmu síðar Bresjnev. Árið var 1984 — Andropov tók við og Gorbatsjov varð næstráðandi. „Við verðum að breyta einhverju" Þeir félagar byrjuðu á hreinsun- um, ráku spillta embættismenn í tugatali. „Hjálpi mér, hvað þóttust þeir vera að gera,“ sagði Gorbat- sjov þegar hann sá ríkisreikning- inn fyrsta sinni, ,,ég ætti að fara aftur út á land strax," bætti hann við. Seinna orðaði hann þetta ná- kvæmar: „Fólkið krefst þess að stjórnmálamennirnir geri eitt- hvað." Andropov lagðist veikur innan árs eftir að hann tók við embætti og hann veitti Gorbatsjov umboð til að stjórna ríkinu í fjar- veru sinni. Gorbatsjov hitti þá fyrsta sinni forsætisráðherrann, Tikhonov og í þrjá klukkutíma sátu þeir og ræddu efnahagsmál ríkisins. Gorbatsjov var brugðið og á endanum gat hann aðeins sagt. „Hefjumst handa við tækni- væðingu. Við verðum að breyta einhverju." Þegar Andropov dó tók Chernenko við, síðasta hrygla gömlu valdaklíkunnar var val hans sem aðalritara kallað. En Chernenko dó fljótlega og þá loks- ins hafði Gorbatsjov náð mark- miði sínu, hann var orðinn leið- togi lands síns. Byggt á Vanity Fair og ævisögu Gor- batsjovs, sem skrifuð er af ritstjórurn vikuritsins Time; Gorbachev, An Inti- mate Biography.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.