Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 1
MMDUBUBIB Laugardagur 10. mars 1990 39. tbl. 71. árg. Stórveldaslagur i skák sjá bls. 6 og V O Nenni ekki til Austur- rikis '92 — segir Jón Hjaltalín h'rá Andrési Mugnússyni, Alþýdublaöid, Prug: Formaður Handknattleiks- sambandsins var brattur í kvöld, þegar ég hitti hann að máli í íþróttahöllinni hér í borg. ,,Eg nenni ekki að fara til Austur- ríkis í b-keppni 1992, — það er helst að ég væri til í aö fara þangað sem ferðamaður," sagði Jón Hjaltalín. Um þær mundir sem lesendur Al- þýðublaðsins eru að lesa blaðið sitt, liggja úrslitin fyrir og hefur alþjóð fylgst með leiknum gegn Frökkum í beinni útsendingu eldsnemma morguns. Hér eru leikmenn og aðstandend- ur liðsins bjartsýnir í hófi, -en ákveðnir í að gera sitt besta. Ekki var búið að tilkynna liðið, sem leika átti, en óvíst var um Héðin Gilsson. ::::: milljóna dagsektum — eigendur bílageymslu- kjallara þráast uid aö opna fyrir bíla, — nýta húsnæöiö sem uörugeymslu Eigendur bílageymslukjallara að Laugavegi 118, Grettisgötu- megin, þ.e. í stórbyggingunni þar sem Egill Vilhjálmsson hf. starfaði áður, hafa þverskallast við að opna kjallarann til þeirra nota sem ætlast hefur verið til. Þess í stað er kjallarinn leigður út sem vöruskemma. Tveir bygginganefndarfulltrúar, Gissur Símonarson og Gunnar H. Gunnarsson, hafa lagt fram tillögu í nefndinni þar sem byggingafulltrú- anum er falið að innheimta dagsekt- ir, rúmlega 1,2 milljónir króna af eigendum húsnæðisins, allt þar til kjallarinn hefur verið opnaður til af- nota fyrir starfsfólk hússins eins og til var ætlast. Á fundi í bygginganefnd Reykja- víkur vorið 1988 var samþykkt að beita dagsektum, kr. 2.000 á dag þar til bílageymslan opnaði sem slík. Þessi samþykkt virðist þó fljótlega hafa gleymst, — þar til nú, að skrif- stofustjóra borgarverkfræðings og byggingafulltrúa er falið að athuga málið. Jafnframt var samþykkt á fundi bygginganefndar tillaga þeirra Giss- urar og Gunnars um að bygginga- fulltrúa yrði falið að gera skrá yfir bílastæði innanhúss, sem ekki hafa verið gerð eða eru notuð til annarra hluta en að vista bifreiðar og þannig gera bílastæðavandann í miðborg Reykjavíkur minni en hann er í dag. Viöskipta, ,vinur“ Áuöxtunar: Ætlar i mál við bankaeftirlitið — vegna adgerdarleysis eftirlitsins gagnvart fjármögnunarfyrirtækinu Einn af viðskipta„vin- um“Ávöxtunar hf. hyggst fara í mál við Bankaeftirlit Seðla- bankans vegna aðgerðaleysis þess um nokkurra mánaða skeið, þegar nánast allir töldu að maðkur væri í mysunni hjá fyrirtæki þessu. Telur maður- inn og lögmaður hans að með þessu aðgerðaleysi hafi Banka- eftirlitið skapað sér stórfellt fjárhagstjón. Maðurinn hefur farið fram á að fá gjafsókn í málinu og bíður þess nú hvort hann fær hana eða ekki. Umboðsmaður Alþingis hefur fjallað um mál mannsins og hefur komist að þeirri niðurstöðu að eft- irlitið beri ábyrgð í máli þessa manns og fleiri aðila sem treystu Ávöxtun fyrir vörslu peninga sinna. Bankaeftirlitið er að sjálf- sögðu á allt annarri skoðun í þessu máli og telur að ekki hafi verið ástæða til aðgerða gegn Ávöxtun hf. „Forsvarsmenn v Ávöxtunar komust upp með að féfletta al- menning meðan þeir opinberu að- ilar sem áttu lögum samkvæmt að fylgjast með starfsemi þessara fyr- irtækja vanræktu skyldu sína," sagði umræddur viðskiptavinur Ávöxtunar i samtali við Alþýðu- blaðið. Hann sagðist hafa átt 2,5 milljónir hjá fyrirtækinu en það voru peningar sem hann fékk þeg- ar hann neyddist til að selja bát sinn vegna slys sem hann lenti í. „Eg hef nú aðra skoðun á störfum opinberra starfsmanna en áður. Þeir eru með opin augu en sjá ekk- ert, eyru en heyra ekki, tala en þaö er lítið að marka það sem þeir segja."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.