Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 10. mars 1990 ÆSIFREGNASÍÐAN HANDBOLTI: íslenska handboltalandsliöinu hefur gengið upp og of- an í Heimsmeistarakeppninni í Tékkóslóvakíu. Hinsvegar brá til betri vegar gegn Austur-Þjóðverjum þegar sr. Pálmi Matthíasson hélt stutta messu í búningsklefanum fyrir leikinn. Ef myndin prentast vel má sjá sr. Pálma biðja fyrir úrslitum í leik íslands og Frakklands en það gerði hann utandyra til að ná náttúrulegu sambandi við almætt- ið. Ljósmyndir: Auöunn J. Kúld yngri SALTFISKÚTFLUTNINGUR: Hart hefur verið deilt um það hver á að hafa leyfi til að flytja út saltfisk og hver ekki. Harðar deilur hafa orðið milli sjálfstæðra fiskútflytjenda og SÍF, en myndin sýnir rökræður þessara aðila. Til vinstri á myndinni er sjálfstæður fiskverkandi en fulltrúi SÍF hlýðir á mál hans. Að fundi loknum vildu aðilar ekkert láta eftir sér hafa annað en að fundurinn hefði verið gagnlegur og mál- efnalegur. LEKTORSRAUNIR: Sem kunnugt er hefur dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson átt í úti- stöðum við rás 2, vegna þess að rásin vill ekki kaupa af honum pistla, á meðan hann flytur sömuleiðis pistla í aðrar útvarpsstöðvar. Hér má sjá rannsóknarlögreglumann á heimili dr. Hannesar eftir að þrotist^°fði ysr;* þstrinn/^n talið ar^aA síarfSfRénn rásar- innar hafi verið þar að verki og verið að leita að segulbandsupptökum að pistlum Hann- esar fyrir Bylgjuna. KLÁMFARALDUR: Konur gegn klámi hafa verið óhræddar við að berja á dreifingar- og söluaðilum kláms á undanförnum vikum. Hafa þær farið sem logi yfir akur kláms á ís- landi. í harðbakkann sló þó þegar þær ætluðu að gera aðsúg að manni nokkrum sem sksmmti ser viö kiámspólu á heimili sínu. Hann brást hinn versti við og lét hendúr skipta. Allt fór þó vel að lokum, sættir náðust í málinu og Konur gegn klámi fóru heilar heim. Maðurinn lofaði bót og betrun. Ekki er talið vonlaust að hann geti staðið við það, jafnvel þó hér sé um venjulegan karlmann að ræða. Góða heSgi! Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Góða helgi! Málverkasýningar og aörar áhugaverðar myndasýningar Karólína Lárusdóttir opnar sýningu í Lista- salnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardag- inn 10. mars kl. 14—16. Karólína er fædd í Reykjavík áriö 1944. Hún nam viö Ruskin School og Art i Oxford 1965—67, síðan í Barking College of Art 1980 undir hand- leiöslu Harry Eccleston. í september á síö- ast liðnu ári fékk hún Dicks and Greenbury verölaunin fyrir mynd sína „Biö" á Haust- sýningu Painter-Etchers í Bankside Gallery í London. Á sýningunni veröa vantslitamynd- ir og dúkristur, en þetta er þrettánda einka- sýning hennar. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10—18 og frá kl. 14-^18 um helgar. Henni lýkur 28. mars. Á Kjarvalsstöðum eru eins og vanalega nokkrar áhugaveröar sýningar í gangi. Laug- ardaginn 10. mars opnar Guöjón Bjarnason sýningu í austursal og austurforsal. Á sýn- ingunni eru áttatíu málverk og skúlptúrar unnin í tré og striga, í Bandaríkjunum og hér- lendis á síöastliönu ári. Guöjón er fæddur Reykvíkingur og hefur m.a. lagt stund á nám í arkitektúr við Rhode Island Scohll If Design í Providence í Nýja Englandi. Hann lauk BFA gráöu 1983 og B.Arch. ári seinna. Áriö 1987 lauk hann meistaragráðu í myndlist og skúlptúr viö School of Visual Art í New York. Þetta er önnur einkasýning Guöjóns hér á landi, en hann hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga á síöast liönum árum í Bandaríkjun- um. Sýningin er opin daglega til 25. mars. í vestursal stendur enn yfir sýining á form- leysisverkum úr safni Rijs, sem er eitt stærsta einkasafn í Noregi. Í vesturforsal eru til sýnis myndir eftir Svavar Guönason í eigu Reykjavíkurborgar. Kjarvalsstaöir eru opnir daglega frá kl. 11.00—18.00. Nú um þessar mundir sýnir Ásgeir Smári nýjar olíu og vatnslitamyndir í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 og um helgar frá kl. 14.00—18.00, henni lýkur 20. mars. í Hafnarborg í HafnarfirÖi stendur yfir samsýningin NONAGINTA og þátttakendur eru m.a. Eiríkur Smith, Daði Guöbjörnsson, Ómar Stefánsson. Sýningin er opin frá kl. 14.00—19.00 alla daga nema þriöjudaga. Art-Hún hópurinn hefur opnaö myndlist- arsýningu í hinum nýju og glæsilegu húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur og Skák- sambands íslands viö Faxafen. Art-Hún hópurinn samanstendur af fimm myndlist- armönnum sem hafa allir vinnustofur á sama stað að Stangarhyl 7 í Reykjavík og reka þar jafnframt Gallerí. Þessi sýning er sett á laggirnar í tengslum viö stórveldas- laginn og Búnaðarbankamótið, sem haldin eru í mars, í tilefni af þessum tímamótum hefur hluti sýingarinnar sérstaklega veriö til- einkaöur skáklistinni. Þaö andrúmsloft sem gjarnan myndast á mótum sem þessum er gert aö yrkisefni. Form og fletir taflborösins ígrundaöir og stílfæröir og spáö í hina miklu orustur og umbrot, sem eiga sér staö. Á sýn- ingunni eru skúlptúrverk, grafik og myndir unnar í kol, pastel og olíu. Aö Art-Hún standa fimm konur þær: Elínborg Guö- mundsdóttir, Erla B. Axelsdóttir, Helga Ár- manns, Margrét Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir. Sýningin er opin meöan á skákmótunum stendur. ÚR HUGARHEIMI nefnist sýning á verk- um fatlaðra í Listasafni ASÍ aö Grensásveg 16 og verður hún opnuð í dag 10. mars kl. 15.00. Forseti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir veröur heiöursgestur viö opnun sýn- ingarinnar og Menntamálaráöherra Svavar Gestsson ávarpar samkomuna. Það voru Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkja- bandalag íslands ákváðu að hefja leit að verkum fatlaðra. Leitað var til þeirra sem eru mikiö hamlaöir og skoöaö hvaö listsköpum hefur gert fyrir þá, m.a. sem tjáningarmiðill. Margir fatlaðir nota listræna tjáningu í myndum, máli eða á annan hátt, til þess aö tjá persónuleikann sem aö baki þeim býr. Áðgangur aö sýningunni veröur öllum heimill og aögangur ókeypis. Laugardaginn 10. mars kl. 15.00 verður opnuö sýning í anddyri Norræna hússins á teikningum eftir færeyska rithöfundinn og myndlistarmanninn William Heinesen. Sýn- inginn kemur frá Þórshöfn i Færeyjum. Willi- am hefur fengist viö skrautritun og bókalýs- ingar, gert andlitsmyndir og skopteikningar, málaö leiktjöld og veggskreytingar. Sýning- in stendur fram til 1. apríl og veröur opin daglega frá kl. 9—19, nema sunnudaga frá kl. 12—19. Gleöileikur og sonnettur eftir Shakespeare Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík hef- ur hafið sýningar á gleðileiknum „VINDSÓR KONURNAR KÁTU" eftir William Shake- speare í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Þetta er i fyrsta sinn sem verkiö er sett upp hérlendis og leikstjóri er Hlin Agnarsdóttir. Verkið er sýnt i Iðnó. Sunnudaginn 11. mars verður dagsskrá í Hafnarborg, Hafnarfirði Þar sem nokkrar af SONNETTUM SHAKESPEARE verða flutt- ar, bæði á frummálinu og i islenskri þýðingu Daníels Á. Danielssonar. Flytjendur eru Oli- ver Kentish sem flytur enska textann og Arnar Jónsson sem flytur islenska textann. Einnig mun verða flutt tónlist frá ENDUR- REISNARTÍMANUM. Flytjendur eru Ca- milla Söderberg, blokkflautuleikari, Ólöf S. Óskarsdóttir, er leikur á Viola da Gamba, og Snorri Örn Snorrason, lútuleikari. Dagskráin hefst kl. 20.30 og miðar verða seldir i Hafnarborg laugardag og summu- dag frá kl. 14—19. Virgill litli og Týnda teskeiðin Um siöustu helgi frumsýndi Leikfélag Kópavogs barnaleikritið VIRGIL LITLA eftir Ole Lund Kirkegaard, en hann hefur m.a. skrifað barnabækurnar: Fúsi froskagleypir, Gúmmi Tarsan og margar fleíri. Leikritið fjall- ar um þrjá krakka, þau Virgil litla, Tótu Siggu og Karl Emil. Þau finna falinn fjársjóð og átt- fættan, tvihöfða dreka sem borðar bara eld og prinsessur. Einnig fleiri áhugaverðar per- sónur s.s stork á leið í afmælisveislu og Gul- rót konung. Þessi sýning er sérstaklega ætl- uð yngstu kynslóðinni, en vissulega geta all- ir notið hennar. Sýningar eru á laugardögum og sunnudögum kl. 14.00. í gær frumsýndi Leikfélag Keflavikur i Fé- lagsbiói leikritið TÍNDU TESKEIÐINA eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Halldór Björnsson og leikmynd hannaði Jóhann S. Helgason. Alls taka um 20 manns þátt í sýn- ingunni og önnur sýning verður á morgun (11. mars). Útivist um helgina Á sunnudaginn 11. mars kl. 10.30, verður lagt af staö í Þórsmerkurgöngu frá Umferö- amíöstöö-bensínsölu. Gengið veröur gamla þjóöleiðin frá Reykjum í Ölfusi aö Fjalli. Síö- an verður gengiö um Hellisbrú aö hinni fornu lögferju hjá Laugardælum. Ef skilyröi veröa hagstæö Verður ferjaö yfir ána á gamla vaöinu meö aöstoö Slysavarnardeild- arinnar Tryggva. Þennan sama dag verður hægt aö taka þátt í skíðagöngu. Genginn veröur léttur hringur í nágrenni Jósefsdals. Brottför kl. 13.00 frá Umferðamiðstöði-bensínsölu. Fyrir skíöaáhugamenn er einnig upplagt að skella sér á skíði í Bláfjöll, Hlíðarfjall eöa einhvert annað, þaö aö segja ef veður leyfir. Góöa helgi!!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.