Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 10. mars 1990 STÓRVELDASLAGURIREYKJAVÍK Sovéska sveitin Sovéska skákliðið í stór- veldaslagnum er ekki skipað neinum aukvisum. Meðal- skor skákmeistaranna á stigatöflunni er 2613 stig. Að sjálfsögðu kemst enginn i þetta tið sem ekki hefur stórmeístaranafnbót. Aðeins tveír af aðalmönnunum hafa minna en 2600 stig. Það er til marks um yfir- buröi sovéska liðsins að Al- exey Dreev sem teflir á 10 borði hefur 2605 stig, 5 stigum meira en Agdestein sem teflir á 1. borði fyrir norrænu sveitina. Hærri að stigum en tíundaborðsmað- urinn sovéski eru tveir Bret- ar og einn Bandaríkjamaður. Öldungurinn í liði Sovét- manna er Lev Polugajevski sem staðið hefur í fremstu röð í marga áratugi. Tvo sterkustu skákmenn Sovét- ríkjanna vantar hins vegar í þetta lið. Hvorki heims- meistarinn Kasparov né for- veri hans Karpov eru með. Heimsmeístarinn er að tefla æfingaeinvígi við Danann Curt Hansen og Karpov tefl- ir um þessar mundir við Timman um réttinn til að skora á Kasparov. Þessi tvö einvígi valda raunar nokurri veikingu á skáksveit Noröur- landanna því að bæði Ulf Andersson sem er aðstoð- armaður Timmans og Curt Hansen ættu vissulega heima í norrænu sveitinni. 1. Artur Yusupov h«fur 2615 Elostig. Þessi stigatala skipar honum raunar aðeins i 10 sæti á sovéska stigalistanum. Yusu- pov er fædtlur 13. febrúar 1960 og er því nyorðinn þritugur. Hann varð alþjóðlegur meistari árið 1978 og stormeístari 1979. 2. Vassily Ivanchuk hefur 2665 Elostig og er þar meö stígahæstí maður mótsins. Hann er í þriðja sæti á sov- éska listanum. Ivanchuk er fæddur 16 mars 1969 og verð- ur þvi 21 árs næsta sunnudag. Hann varö alþjóðlegur meistari 1987 og stórmeistari 1988. 4. Andrei Sokolov hefur 2585 Elostig. Hann er fæddur 20. mars 1963 og verður því 27 ára eftir rúma viku. Sokolov varð al þjóðlegur meistari 1982 og stórmeistari 1984. 5. Mikhail Gurevich hefur 2645 Elostig. Hann er fæddur 22. febrúar 1959. Hann varð alþjóðlegur meistari 1984 og stór- meistari 1986 6 Sergey Dolmatov hefur 2620 Elostig. Hann er fæddur 20. febrúar 1959. Dol- matov varö alþjóðleg- ur meistari 1978 og stórmeistari 1981. 7. Zurab Azmay- parashvili hefur 2610 Elostig. Hann er fæddur 16. mars 1960. Azmaypar- ashvili varð alþjóðleg- ur meistari 1984 og stórmeistari 1988. 10. Alexey Dreev hefur 2605 Elostig. Hann er fæddur 30. janúar 1969 og er því rótt orðinn 21 árs. Dreev ávann sór bæði alþjóðlegan meistara- titil og stórmeistara- titil á síðasta ári. Vereslav S. Eíngorn 1. varamaður Sovét- manna, hefur 2570 Elostig. Hann er fædd- ur 23. nóvember 1956. Eingorn varð alþjóð- legur meistari 1984 og stórmeistari 1986. Sergey Makarichev 2. varamaður sovéska liösins, hefur 2510 Elo- stig. Hann er fæddur 17. nóvember 1953. Makarichev varð al- þjóðlegur meistari 1974 og stórmeistari 1976. 3. Rafael A. Vaganjan hefur 2605 Elóstíg. Hann er fæddur 15 október 1951. Vaganj- an geröi sór lítið fyrir og náöi gráðum al- þjóðlegs meistar og stórmeistara í einu lagi. það var árið 1971. 8. Lev Polugaevski hefur 2610 Elostig. Hann er fæddur 20. nóvember 1934. Pol- ugaevski er öldungur- inn í sovéska liöinu enda búinn að vera í röð fremstu skák- manna heims i ára- tugi. Hann varö al- þjóðlegur meistari 1961 og stórmeistari 1962. 9. Vladimir B. Tukmakov hefur 2570 Elostig. Hann er fæddur 5. mars 1946. Hann varð alþjóðlegur meistari áriö 1970 og stór- meistári 1971. STÓRVELDASLAGUR Í REYKJAVÍK Bandmsska sveitin Að styrkleika er banda- ríska sveitin nálægt þeirri bresku. Meðalskákstigafjöldi þeírra manna sem skipa þessar sveitir er í báðum til- vikum nálægt 2550 Elostig- um. Þetta er talsvert hærra en stigameðaltal norrænu keppendanna. Sovéska sveitin er hins vegar miklu ofar ef reiknað er með þess- um hætti. Þótt Elostigin séu að mörgu leyti góð til síns brúks, þá segja þau ekki allt og úrslit ráðast af mörgum öðrum þáttum. Flestir munu þó þeirrar skoðunar að sov- éska sveitin muni að lokum standa uppi með sigurlaun- in svo sem venja er. Miðað við styrkleika stæði það híns vegar bandarísku sveit- inni næst að koma í veg fyr- ir það. Það er raunar athyglisvert að af þeim 11 skákmönnum sem skípa bandarísku sveit- ina eru 5 af sovéskum upp- runa. Þeirra á meðal er Bor- is F. Gulko sem teflir á 1. borði. 1. Boris F. Gulko hefur 2610 Elostig. Hann er fæddur 9. febrúar 1947. Gulko varð alþjóðlegur meistari 1974 og stór- meistari 1975. 2. Yasser Seírawan hefur 2595 Elostig. Hann er fæddur 24. mars 1960. Seirawan varö alþjóðlegur meistari 1978 og stór- meistari 1979. 3. John P. Fedorowicz hefur 2560 Elostig. Hann er fæddur 27. september 1958. Fe- dorowicz varö alþjóð- legur meistari 1978 og stórmeistari 1986. 4. Nick E. de Firmian hefur 2565 Eiostig. Hann er fæddur 26. júlí 1957. de Firmian varð alþjóðlegur meistari 1979 og stór- meistari 1986. 5 Larry M. Christiansen hefur 2560 Elostig. Hann er fæddur 27. júní 1956. Chírstiansen náði stórmeistarnafn- bót 1977. 6. Walter S. Browne hefur 2560 Elostig. Hann er fæddur 10. janúar 1949. Browne varö stórmeistari 1969. 7. Joel Benjamin hefur 2530 Elostig. Hann er fæddur 11. mars 1964 og verður þvi 26 ára á sunnudag- inn. Benjamin varð al- þjóölegur meistari 1980 og stórmeistari 1986. 8. Roman Dzindzichashvili hefur 2545 Elostig. Hann er fæddur 5 mai 1944. Dzindzichashvili varö alþjóðiegur meistari 1969 og stór- meistari 1977. 9. Dm'rtry Gurevich hefur 2470 Elostig. Hann er fæddur 11. september 1956 Hann varð aiþjóölegur meistari 1981 og stór- meistari 1983. 10. Alexandér V. Ivanov hefur 2520 Elostig. Hann er fæddur 1. maí 1956. Ivanov varð al- þjóðlegur mestari 1988. Stórmeistarinn Ana- toly Lein er varamaöur bandarísku sveitarinn- ar. Hann hefur 2485 Elostig. Lein er fædd- ur 28 mars 1931.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.