Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 10. mars 1990 ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR FYRRÍ TÍMÁ Sigurlið Islands gegn Finnum í Reykjavík 1948 Aftari röö frá vinstri: Ólafur Hannesson (KR), Einar Halldórsson (Val), Sig. Ólafsson (Val), Ríkharöur Jónsson (Fram), Sveinn Helgason (Val), Ellert Sölvason (Val). Fremri röö: Sæm. Gíslason (Fram), Karl Guðmundsson (Fram), Herm. Hermannsson (Val), Hafsteinn Guömundsson (Val) og Gunnlaugur Lárusson (Víking). Mikil svartsýni fyrír fyrsta sigurleikinn Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjar- valsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita Iistamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísar- borg. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité. lnternationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Krarvalsstofu stutta greinar- gerð um störf sín. Hér meö er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1990 til 31. júlí 1991. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja1, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 6. apríl nk. Reykjavík, 9. mars 1990, Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. í þessum þáttum okkar um íþróttaviðburði fyrri tíma höfum við skýrt frá fyrsta lands- leiknum í knattspyrnu, gegn frændum okkar Dönum og einnig glæsisigrinum yfir Svíum 1951, en þá voru sænskir Olympíumeistarar. í dag ætlum við að fjalla lítillega um fyrsta landsleikssigurinn í knattspyrnu á Melavellinum 2. júlí 1948. Örn Eiðsson skrifar Öldudalur i knattspyrnunni Á þessum árum þ.e. 1946 til 1948 var knattspyrnan ekki í miklu áliti hér á landi. Margir voru þeirrar skoðunar, að íþróttin væri á lágu stigi og aðsókn að leikjum var í samræmi við það. Það voru aðeins þeir bjartsýnustu meðal stjórn- enda og leikmanna, sem héldu uppi áróðri fyrir knattspyrnu- íþróttina. í lok stríðsins voru aðdá- endur þessarar vinsælu íþrótta- greinar á þeirri skoðun, að íslensk knattspyrna væri á háu stigi! Já, skoðanir manna breytast oft á skömmum tíma. KSÍ gerir samning um landsleik við Finna Þó að gallhörðustu aðdáendur knattspyrnuíþróttarinnar gerðu allt til að hafa jákvæð og bætandi áhrif á hugarfar fólksins, gagnvart knattspyrnunni, virtist það lítil áhrif hafa. Fjölmiðlarnir höfðu allt á hornum sér og töldu, að íslensk knattspyrna væri a.m.k. 10 árum á eftir tímanum á því herrans ári 1948. — Ekki er hægt að segja, að það hafi verið uppörvandi fyrir hið nýstofnaða Knattspyrnusam- band íslands að ráðast í þennan landsleik, en teningnum var kast- aö og leikurinn ákveðinn. Þetta var þriðji landsleikur íslands, áður höfðum við tapað fyrir Dönum (0:3) 1946 og Norðmönnum (2:4) 1947. Stjórn KSÍ valdi landsliðs- nefnd vorið 1948 og nefndin réði síðan Skotann Joe Divine, þjálfara Vals, sem landsliðsþjálfara. Erfiður undirbúningur________ Landsliðsnefndin valdi 23 menn til æfinga, 19 úr Reykjavíkurfélög- unum og 4 frá Akranesi. Til stóð að velja menn frá Akureyri, en norðanmenn sáu sér ekki fært að koma suður og því varð ekkert úr þátttöku þeirra á æfingunum. Ákveðið hafði verið að æft skyldi tvisvar í viku fram að landsleikn- um, en slíkt tókst ekki, þar sem ekki fékkst aðstaða á Melavellin- um, en hann var eini almennilegi völlurinn í þá daga og upptekinn frá morgni til kvölds. Já, margt hefur breyst frá þessum tíma, þó alltaf sé hægt að kvarta og kveina. Eitt höfðu þó forystumenn og leik- menn nóg af, en það var þolin- mæði, bjartsýni og dugnaður. íslenska liðið lék vel Landsleikurinn fór síðan fram eins og ákveðið hafði verið og hér mættust ólík lið, það finnska hafði öll einkenni svokallaðrar miðevr- ópuknattspyrnu með stuttum og hröðum sendingum frá manni til manns, en íslenska vörnin var sterk eins og klettur í hafinu og hratt finnskum sóknarlotum jafn- hraðan. Knattmeðferð finnsku leikmannanna var þó snöggtum betri en okkar manna, sem bættu það upp og vel það með'miklum baráttuvilja. Finnska sóknin komst þó aldrei í verulega góð marktækifæri. Rikki skoraði bæði mörkin Leikaðferð íslenska liðsins var enskrar ættar, byggðist upp á löng- um spyrnum fram völlinn. Fyrra mark íslendinga kom, þegar 9 mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik og það var Ríkharður Jóns- son, sem skoraði og hann gerði einnig síðara markið eftir mistök finnsku varnarinnar. 2:0 sigur ís- lenska liðsins var fyllilega verð- skuldaður. — Við skulum ljúka þessari upprifjun á fyrsta lands- leikjasigri íslendinga í knatt- spyrnu með umsögn skoska þjálf- arans að leik loknum. ,,Ég er fullkomlega ánægður með drengina. Hver þeirra var all- an tímann á sínum stað, en gætti síns manns til fullnustu, alveg eins og ég hafði lagt fyrir þá. Sérhver þeirra sýndi fullkominn baráttu- vilja og sigurvilja allt til leiksloka, og síðustu mínúturnar voru besti kafli leiksins af íslendinga hálfu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.