Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 16
fll>\ 1111111 Mllll Þriöjudagur 16. jan. 1990 Glæpur bróður mins var að segja sannleikann Ungur ísraelsmadur í heimsókn í Reykjauík til aö fá stuöning vid aö fá bróöur sinn leystan úr fangelsi í ísrael Me'ir Vanúnú í snjónum í Reykjavik í gærdag. ( kvöld talar hann á fundi sem haldinn verður á Hótel Borg til stuðnings bróður hans, sem situr í ísraelskri prísund fyrir það eitt að segja sannleikann sem allir þó vissu. Á sunnudag verða haldnir tónleikar til stuðnings fanganum i Langholtskirkju. I þrjú og hálft ár hafa vökul augu vídeómynda- véla gætt ísraelsmanns- ins Mordechai Vanúnú. Ljós logar í fangaklefa hans allan sólarhringinn þar sem honum er haldið í algjörri einangrun frá heiminum. Aðeins einu sinni í mánuði fær hann stutta heimsókn nánustu ættingja en að öðru ieyti er hann í algjörri ein- angrun í búri sínu. Hver er glæpur Mordechai Vanúnú? Glæpur hans var að segja sannleikann. í þessu tilfelli vildi hins vegar svo illa til aö sannleikurinn var leynd- armál ísraelstjórnar, það að ísraelsmenn framleiddu kjarnorkuvopn. „ísraelsk stjórnvöld hafa ýmsar ástæður fyrir því að vilja Almenningur kynnist Hóskólnnum Það verður mikið um að vera í byggingum á vestan- verðri Háskólalóðinni á morgun, sunnudag. Þá verð- ur ,,opið hús“ hjá Háskólan- um og deildir skólans og starfsemi kynnt almenningi. I Þjóðarbókhlöðu gefst fólki kostur á að kynnast öllum deildum skólans ásamt 22 sérskólum landsins. Þar hefur verið komið upp einum fimmtíu kynningarbásum þar sem líflegar kynningar fara fram. Vísindastörf Há- skólans verða kynnt í eigin húsakynnum verkfræðideild- ar og raunvísindadeildar. Kynningin á Háskólanum fer í raun öll fram á samfelldu svæði á háskólalóðinni, þ.e. vestan Suðurgötu. VEORID í DAG Þykknar upp sunnanlands að morgni laugardags með hægt vaxandi aust- anátt, víða verður hvasst með snjókomu og skaf- renningi syðst á landinu, en talsvert hægara og úr- komulítið i öðrum lands- hlutum. Á sunnudag er gert ráð fyrir austan og norðaustan átt um land allt. Snjókoma eða él á við og dreif norðan- og aust- anlands, en úrkomulaust á suðvesturlandi. ekki viðurkenna kjarn- orkuvopnaframleiðslu sína þó umheimurinn hafi lengi vitað af henni. Þá hafa Vest- urlandaþjóðir sínar ástæð- ur fyrir því að taka þátt í laumuspilinu. Ein ástæðan er sú að ef tilvist kjarnorku- vopna ísraelsmanna væri opinberlega viðurkennd ættu Bandaríkjamenn erf- itt með að halda áfram að veita ísraelsmönnum hern- aðar og efnahagsaðstoð vegna laga sem banna að slík aðstoð sé veitt löndum sem framleiða kjarnorku- vopn." sagði Me'ir Vanúnú bróður Mordechai. Hann er nú staddur hér á landi og dvelur hjá vina- fólki í Fossvogshverfi í Reykjavík og ætlar að kynna málstað bróöur síns. Me’ir féllst á að segja blaða- manni Alþýðublaðsins sögu bróður síns í gær. Mordechai Vanúnú starf- aði sem tæknimaður við kjarnorkuver í Dímona í Negev-eyðimörkinni í Isra- el. Honum var ásamt mörg- um fleirum sagt upp störf- um 1985. Haustið '86 kom- ust blaðamenn The Sunday Times í London á snoðir um að Mordechai ætti myndir í fórum sínum frá Dimona og gæti þar með endanlega fært sönnur á að ísraelsmenn framleiddu kjarnorkuvopn. Mordechai féllst á að veita blaðinu við- tal og fá þeim myndirnar til birtingar. Viðtalið var tekið og fastmælum bundið að greinin skyldi birtast 28 september ’86. En greinin birtist ekki þann dag. Mor- dechai varð hræddur og óttaðist aðgerðir ísraelsku leyniþjónustunnar. Nokkrum dögum fyrr hafði hann kynnst konu á götu í London. Þegar Mor- dechai tók að ókyrrast hvatti hún hann eindregið til að flýja með sér til Ítalíu þar sem hún sagðist geta komið honum í samband við fjölmiðla. Þegar til Rómar var komið tóku þau á leigu litla íbúð. Daginn eftir komuna til Rómar réð- ust útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar inn í íbúðina. Þeir yfirbuguðu Mordechai, svæfðu hann og smygluðu honum i böndum til ísraels án mót- mæla ítalskra stjórnvalda. Konan reyndist vera út- sendari leyniþjónustunnar. „Ekkert sást eða heyrðist til bróður míns vikum sam- an. Fjölskyldan vissi ekkert hvað af honum hafði orðið, við vorum jafnvel farin að halda að hann hefði verið myrtur.” Það var ekki fyrr en bróðir minn var færður til réttarhalda mörgum mánuðum síðar að honum tókst að koma skilaboðum til okkar með þvi að rétta fram lófann þar sem hann hafði skrifað: „Mér var rænt í Róm.” Ljósmyndir af lófa bróður míns birtust á forsiðum margra heimsblaða en við- brögð stjórnvalda á Vestur- löndum létu á sér standa. Réttarhöldin yfir Morde- chai fóru fram með mikilli leynd. Jafnvel gluggar rétt- arsalarins voru byrgðir þannig að hvorki mætti sjá inn eða út. „Bróðir minn var dæmdur áður en réttar- höldin hófust,” segir Me’ir. „Hann var úthrópaður sem óvinur ísraelsku þjóðarinn- ar, þó allt sem hann gerði hafi verið að koma upplýs- ingum á framfæri sem á Vesturlöndum þykja sjálf- sagðar. Jafnvel saksóknari ríkisins sagði opinberlega að sýkna eða sakleysi skipti hér ekki máli heldur það að bróöir minn fengi dóm.” „Ég varð fyrir vonbrigð- um með viðbrögð Vestur- landa, í orði kveðnu segjast þau berjast fyrir mannrétt- indum, en þegar að því kemur að standa vörð um rétt einstaklinga gerist ekk- ert.” Ég hef ferðast um heim- inn til að kynna málstað Mordechai og vinna mál- stað hans fylgi. „Ég hef áhyggjur af and- legri og líkamlegri heilsu bróður míns við þær ómanneskjulegu aðstæður sem hann býr. Með því að þrýsta á ísraelsk stjórnvöld má ef til vill stytta fangelsis- vist hans, en það tekur tíma og þangað til held ég áfram aö berjast.” Fólk Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri fær það hlutverk að verða fyrsti ráðuneytisstjóri nýstofn- aðs umhverfisráðuneytis, eða þar til sú staða verður formlega veitt. Hallgrím- ur mun stjórna Hagstof- unni meðfram nýja starf- inu . . . ★ Tölvutæknin ryður sér braut inn á öll svið þjóð- lífsins, — jafnvel bændur landsins eru farnir að nýta sér möguleika tölv- anna. í blaðinu Norður- slóð á Dalvík er þannig sagt frá því að Búnaðar- samband Eyjafjarðar gekkst nýlega fyrir tölvu- námskeiði. Um 20 þátt- takendur voru á nám- skeiði Æuars Hjartarson- ar, búfræðiráðunauts . . . ★ Konur hafa stofnað sinn Kiwanisklúbb, Hörpu. Soffía Jacobsen er forseti klúbbsins, en með henni starfa í stjórn þær Þyrí Marta Baldursdóttir, Edda Þorsteinsdóttir, Svava Björg Gísladóttir og Auöur Jacobsen. Kon- urnar hafa þegar tekið til við ýmis mannúðarstörf, — fyrsta verkefni þeirra verður aö styðja við bak- ið á Elínu Birnu Haröar- dóttur, sem beðið hefur í London í mánuð að fá grætt í sig nýtt hjarta . . .' ★ I stærsta tímariti Svíþjóð- ar, Vár bostad, sjáum viö að ung íslensk kona er starfandi blaðamaður. Hún heitir María Arna- dóttir, mun vera Akureyr- ingur og gift kona í Stokk- hólmi. I síðasta blaði segir María skemmtilega frá miðaldra heilsu„frikum" sem hafa það áhugamál að baða sig í ískaldri vök og fara þess á milli í óguð- lega heitt sánabað . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.