Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. mars 1990 5 Kroníka vikunnar ,,Hún Jóhanna Sigurdardóttir þyrfti að fá tœkifœri til aö segja frá vid- talstímunum í ráöuneytinu. Par komast fœrri ad en vilja. Langflestir hafa rataö í fjárhagslegar hörmungar. Lokatilraun er gerö til aö spyrja ráöherrann hvort hann kunni einhver rád . . . “ Efnahagsumræðan Þörfin á nýju gildismati Ég hitti mann í leikfimi fyrr í þessari viku. Hann varð gjaldþrota fyrir nokkru, missti allt sitt. Hann var reiður og ásakaði stjórnmála- menn um ábyrgðarleysi og kæruleysi við mótun peningamálastefnu. ,,Það er helv . . . verðbólgan, lánskjaravísitalan og okur- vaxtastefnan sem kom mér á kné og er að hirða aleiguna af hundruðum ef ekki þús- undum lslendinga. Sjáðu nauðungarupp- boöin í DV!“ Þessi maður sagði mér sögu af ungum hjónum með þrjú börn, sem voru svo ,,vit- laus" að byrja að byggja fyrir fjórum árum. Þau eru hætt að kveikja Ijós á kvöldin, sím- inn er búinn að vera lokaður í marga mánuði og biltíkin er falin langt frá húsinu. Þau hafa byrgt gluggana í sjónvarpsherberginu svo birtan frá sjónvarpstækinu berist ekki út. Astæðan fyrir þessari sérkennilegu hegðun er einföld. Þau eru að fela sig fyrir inn- heimtumönnum ríkis og lánastofnana. Þetta eru síðustu viðbrögð þeirra vegna yfirvof- andi gjaldþrots. Þessi ungu hjón gerðu áætlanir áður en þau hófu smíði hússins. Þau skipulögðu allt og reiknuðu út og að dæmið gengi upp. En þau reiknuðu ekki með þeim stökkbreyting- um sem urðu á peningamarkaðnum. Fjög- urra ára strit bar engan árangur. Innan fárra vikna munu þau standa uppi slipp og snauð, fátækari en þau voru fyrir fjórum árum þeg- ar byrjað var að grafa grunn hússins. A borðum okkar þingmanna liggur á hverjum degi fjöldi minnisblaða með dæm- um af þessu tagi. Þar eru nöfn fólks sem hef- ur leitaö til okkar um aðstoð vegna fjárhags- erfiðleika. Það er mikil óhamingja skrifuð á þessa miða. Hún Jóhanna Siguröardóttir þyrfti að fá tækifæri til að segja frá viðtals- tímunum í ráðuneytinu. Þar komast færri að en vilja. Langflestir hafa ratað í fjárhagslegar hörmungar. Lokatilraun er gerð til að spyrja ráðherrann hvort hann kunni einhver ráð. Að stela Eg hef stundum sagt, að áður en verð- trygging fjárskuldbindinga var ákveðin, stal mín kynslóð sparifénu frá gamla fólkinu. Nú hefur þetta snúist við. Nú hirðum við eign- irnar af unga fólkinu. Einhver stærstu mistök sem stjórnvöld hafa gert í marga áratugi var að gefa vextina algjörlega frjálsa, án þess að setja þak á vaxtahækkanir og án þess að heimila erlendum lánastofnunum að keppa við innlendar lánastofnanir, bjóða lánsfé með vöxtum sem voru innan skynsamlegra marka. Með vaxtafrelsinu upphófst sam- keppni ríkissjóðs, banka og verðbréfafyrir- tækja um fjármagnið með þeim afleiðingum að vaxtastigið varð himinhátt. En afleiðingarnar urðu margþættari. Háir vextir höfðu mikil áhrif til hækkunar verð- bólgu. Verðlag þjónustu- og versiunaríyrir- tækja hækkaði til mikilla muna og jók verð- bólgu. Fyrirtæki sem skulduðu vegna fjár- festinga urðu að ná í aukið fjármagn og það var gert með verðhækkunum á vöru og þjónustu. Þá fór af stað gífurleg fjármagnstil- færsla, sem ekki sér fyrir endann á. Þeir sem áttu fjármagn fyrir, þegar vaxtafrelsið komst á, fóru skyndilega að mala gull. Þeir hafa auðgast meira en dæmi eru til. Um leið hall- aði verulega undan fæti hjá almennu launa- fólki og ungu fólki sem var að reyna að koma undir sig fótunum með því að fjárfesta í eigin húsnæði. — Afleiðingarnar blasa hvarvetna við. Efnahagsmálaumræöan Margir hagfróðir menn hafa réttlætt þessa peningamálaþróun með því að benda á of- fjárfestingar fyrirtækja og einstaklinga. Og það er vissulega rétt að nauðsynlegt var að stöðva það fjárfestingaæði sem gripið hafði um sig. Og það er líka rétt að kominn var tími til að þjóðin gengi í gegnum hreinsunareld á þessu sviði. En því miður breyttist hreinsun- areldurinn í eldsvoða sem hefur rústað mörg byggðarlög, fyrirtæki og einstaklinga. Það sem hefði átt að vera eðlileg þróun breyttist í efnahagslega eyðimerkurgöngu sem knúði ríkisvaldið til björgunarað' rða sem þegar hafa kostað milljarða króna. Enginn stjórnmálamaður getur vikið sér undan ábyrgðinni á þessari þróun. Það var að lokum verkalýðshreyfingin og vinnuveit- endur sem knúðu fram loforð um breytingar í tengslum við kjarasamninga. Eftir er að sjá hvort staðið verður við þau loforð. Ýmislegt bendir til að svo verði ekki. í fréttabréfum verðbréfamarkaða má nú lesa greinar þar sem fróðir menn, með góðum rökum, spá fremur vaxtahækkun en vaxtalækkun. Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að mér finnst Alþýðuflokkurinn hafa verið alltof upptekinn af efnahagsmálaumræðunni, þ.e. tæknibrögðum efnahagsstjórnarinnar og ekki viljað horfast í augu við afleiðingarnar af þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Reynsl- an verður auðvitað að skera úr um það hvort árangurinn verður réttlætanlegur með tilliti til þeirra fórna sem færðar hafa verið. Al- þýðuflokkurinn, eins og aðrir stjórnmála- flokkar, boðuðu blóð og svita til að sigrast mætti á erfiðleikunum. En við verðum að -v@r« heiðar!eg og svara spummgurmirHvérp ir hafa svitnað? Við verðum einnig að gera gangskör að því að breyta þeirri þjóðfélagsmynd sem nú blasir við okkur. Þar vegur þyngst launamis- réttið hvort sem er á milli karla og kvenna eða stétta, og skila aftur því fjármagni sem færst hefur á fárra hendur og kristallast nú í fyrirtækjakaupaleikjum auöugra einstakl- inga, fyrirtækja og fjölskyldna sem hafa not- fært sér mistökin í peningamálastjórnun- inni. Með þessu er ég ekki að segja að það sé af hinu illa að einstaklingar og fyrirtæki efnist. En það er óeðlilegt ef það gerist vegna þess að leikreglurnar hafa verið rangar og ef gengið er miskunnarlaust á hlut og rétt annarra. Gildismatiö Efnahagslegar ófarir síðustu ára hafa haft jákvæð áhrif að einu leyti. Fjöldi fólks er far- inn að hugleiða hina flóknu spurningu um gildismat einstaklingsins. í hinum vestræna heimi hefur boðskapur síðustu áratuga verið eitthvað á þessa leið: • Við verðum að auka þjóðarframleiðsluna ár frá ári. • Við verðum að auka þjóðartekjur og neyslan verður að aukast. • Tæknin og framfarirnar gera almenningi lífið auðveldara og þægilegra. Síðan hafa framleiðendur og sölumenn þeirra unnið markvisst að því, og notað til þess gífurlega fjármuni, að telja almenningi trú um að lífsgæðastuðullinn verði að hækka og að það gerist ekki nema fólkið eignist allt sem þeim dettur í hug að framleiða. Þessari stefnu hefur verið fylgt fram án til- lits til þeirra skemmdarverka sem hún hefur haft í för með sér á náttúrunni og móður jörð. Allt er blóðmjólkað og umhverfið eitr- að. Fyrir þessa stefnu virðast Tnargir tilbúnir að fórna lífríki jarðarinnar og stefna í hættu lífi og heilsu jarðarbúa. Að vísu hafa ráöa- menn á Vesturlöndum verið að ranka viö sér en afturbatinn gengur hægt. Hér á landi hefur þessi stefna birst í ýmsum myndum. Steinsteypa hefur verið sá gullfót- ur sem þjóðin hefur treyst á. Við höfum byggt alltof stórt og eigum meira íbúðar- og atvinnuhúsnæði en við getum notað. Við höfum hælt okkur af því að vera fljót að til- einka okkur nýjungar. Það er að mörgu leyti vafasámur héiöur. Við hofum fjártesi öhóí- lega í bílum, tölvum, heimilistækjum, skip- um, vélum og margskonar munaði sem stendur ónotaður, engin verkefni eru fyrir, fer í geymslu og síðan á haugana. Eða hversu víða búa menn í alltof stórum húsum sem þeir hafa ekkert nema kostnað af, hve mikið eru tækin notuð, bílarnir eða skipin sem bundin eru við bryggju hálft árið? Það verðlur hver að spyrja Isjálfan sig hvort þægindin hafi aukist og þá væntanlega lífshamingjan. Staðreyndin er sú að fæstir hafa tíma til að njótá þess sem þeir hafa eign- ast vegna þrotlausrar vinnu til að geta greitt fyrir blessunina. Og því miður eru það börn- in sem mest líða fyrir „lífsgæðin". Það er ekki að undra þótt stórir hópar uppvaxandi kyn- slóðar séu farnir að lýsa frati á framferði pabba og mömmu og þjóðfélagsins í heild. — i þessu sambndi hef ég ekki rætt um þá þjóð- félagshópa sem eru dæmdir frá kapphlaup- inu af margvíslegum ástæðum. Nú er ég ekki með þessum orðum mínum að segja að við eigum ekki að stefna að fram- förum og auknum þóðartekjum. Eg er hins vegar að reyna aö koma því til skila að fram- farir eigum við ekki að kaupa hvaða verði sem er. Hlutverk stjórnmálaflokkanna Sjóndeildarhringur íslensku stjórnmála- flokkanna er þröngur. Þeir hafa um of ein- blínt á fjárhgslega velferð en gleymt þörf og nauðsyn hvers manns fyrir eðlileg mannleg samskipti og fyrir það að hafa tíma til að vera til. Þessi mistök hafa sundrað stórfjölskyld- unni, hafið til vegs og virðingar hverskonar stofnanapólitík sem á að leysa vanda allra þeirra sem ekki geta verið þátttakendur í kapphlaupinu mikla; börn, gamalmenni, fatlaðir. Þjóð í lífsgæðakapphlaupi hefur ekki tíma til að sinna þessum þegnum sínum. Trúin á þaö að eitthvert efnahagsundur leysi allan vanda, hefur breyst í firringu og skelfingu hjá mörgu fólki. Þúsundir hefja leit að tilgangi með lífi sínu. Lífsgæðin hafa hvorki fært þeim ró eða öryggi. Staðreyndin er sú að maðurinn sjálfur og eðlilegar and- legar þarfir hans hafa gleymst. Þettá er nið- urstaða mjög margra sem nú eru á miðjum aldri, þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af skuldasúpunni, eru búnir að koma sér vel fyrir í veraldlegum skilningi, sitja einir eftir í stóru húsunum með öllum þægindunum og átta sig skyndilega á því þegar börnin eru farin að heiman að þeir hafa aldrei haft tíma til að sinna börnunum eða til annars en að strita. Það getur hver litið í eigin barm í þess- um efnum. Það er orðið tímabært að snúa þessari þró- un við, taka þátt í umræðunni um nýtt giidis- mat, reyna að meta til lífsgæða þau verð- mæti sem hafa orðið undir. Einn veigamesti þátturinn er húsnæðismálin og fráhvarf frá oftrú á séreignarstefnunni. Alþýðuflokkur- inn hefur, undir forystu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, reynt að koma öðrum stjórnmálflokk- um í skilning um að draga verður úr erfið- leikum ungs fólks við að komast í öruggt hús- næði. Það verður að auka framboð á leigu- húsnæði og húsnæði í kaupleigukerfi og Bú- setakerfi. Það er grundvallaratriði að ungt fólk þurfi ekki að eyða dýrmætustu árum sínum í skuldabasl og strit, sem gerir því ókleift að vera með og ala upp börn sín. Get- ur ekki verið að stór hluti af vandamálum unglinga, sem birtast m.a. í vímuefnanotkun ogofbeldi, megi rekja til tímaskorts foreldra? Eða hvað með hjónaskilnaði og upplausn heimila? Það verður að huga að fjöldamörgum öðrum þáttum sem snúa að velferð barna og unglinga, en hafa gjörsamlega gleymst í öllu fári efnahagsumræðunnar (sem flestir eru hættir aö skilja). Nýtt gildismat er nú til um- ræðu og krafan um endurmat á hinni eigin- legu velferð verður háværari. Ungt fólk er farið að spyrja nærgöngulla spurningu um framtíðina og um það hvort trúin á tæknina, endalausar efnahagslegar framfarir og fram- leiðniaukningu hafi ekki blindað okkur á grundvallarþarfir einstaklingsins. Það væri verðugt hlutverk fyrir Alþýðu- ílokkinn aö hafa frumkvæði að þessari um- ræðu á pólitískum vettvangi. Alþýðuílokkur- inn hefur stundum sótt hugmyndir til ann- arra jafnaðarmannaílokka í Vestur-Evrópu; ekki allar jafn skynsamlegar að vísu. En þar er þessi umræða um gildismat komin af stað. Ég tel að Alþýðuflokkurinn eigi ekki annan betri málstað að verja en þann sem byggir á lífsreglum bættra mannlegra samskiwt* * Og brotthvaríi írá þróun sem hótar náttúru- spjöllum og upplausn skynsamlegs líís- munsturs. Andleg afkoma einstaklinganna er ekki í fyrsta sæti nú um stundir. Arni Gunnarsson alþingismadur er höfundur Króníku Alþýdubladsins þessa vikuna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.