Alþýðublaðið - 14.09.1990, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Qupperneq 6
6 1 Föstudagur 14. sept. 1990 auðvitað að huga að öðrum verk- efnum á þessu sviði og er að því unnið á vegum iðnaðarráðuneyt- isins og Markaðsskrifstofu þess og Landsvirkjunar. Og snemmt er að spá nokkru um niðurstöðurnar en væntanlega munu afdrif Atlants- álsverkefnisins hafa þar sín áhrif. Ég vil líka nefna að ef af bygg- ingu nýs álvers verður hér á landi, mun styrking raforkukerfisins sem henni yrði samfara — meðal annars með 220 kV flutningslínum milli Fljótsdals og Akureyrar og Akureyrar og Hrauneyjarfoss — auka öryggi í raforkumálum á Norður- og Austurlandi og bæta möguleika á uppbyggingu fyrir- tækja sem nota mikla raforku. Þetta verður mikils virði í framtíð- inni. Framtak einstqkiinga En orkufrek stóriðja er ekki allsherjarlausn í atvinnumálum ís- lendinga. Það þarf að hyggja að mörgu fleiru. I því sambandi tel ég farsælast að stjórnvöld einbeiti sér að því að skapa almenna umgjörð um atvinnulífið þar sem framtak, dugnaður og forsjálni einstaklinga fá notið sín. Þessi umgjörð þarf að hvetja menn til fjárfestingar í þjóðhagslega arðbærum atvinnu- greinum og stuðla að sterkri sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Ég tel einnig eðlilegt að samstarf við erlenda aðila um uppbyggingu fyrirtækja í ýmsum atvinnugrein- um hér á landi verði aukið. Af þessum ástæðum hef ég meðal annars beitt mér fyrir umbótum á fjármagnsmarkaði og auknu frjálsræði í gjaldeyrismálum og varðandi fjármagnsflutninga milli íslands og annarra Ianda. Einmitt nú um mánaðamótin tók gildi ný reglugerð um gjaldeyrismál sem dregur úr þeim óþarfa mun sem gerður hefur verið á innlendum og erlendum viðskiptum, og það sem ekki er síður um vert, jafnar aðstöðumun sem verið hefur milli íslenskra fyrirtækja þar sem stór- fyrirtækin fyrir sunnan hafa löng- um búið við meira frjálsræði en önnur fyrirtæki. Viðskiptafrelsi er nefnilega ekki aðeins hagsmuna- mál heldur einnig jafnréttismál. Erlent iðnaðarsamstarf í þessu sambandi vil ég geta þess að iðnaðarráðuneytið hefur tekið þátt í umræðum sem fram hafa farið á liðnum vikum um sér- stakar aðgerðir til þess að greiða fyrir samstarfi innlendra og er- lendra aðila meðal annars á sviði iðnaðar ekki síst út um land. Sér- stakt verkefni af þessu tagi var rætt á fundi iðnráðgjafa landshlut- anna, fulltrúa ráðuneytisins, Byggðastofnunar og fleiri aðila á Húsavík nú fyrir skemmstu. Ef slíkt verkefni er nægilega vel skil- greint má vel ætla að alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki, eins og til dæmis Plant Location Internation- al sem er hluti af ráðgjafar- og end- urskoðunarfyrirtækinu Price Wat- erhouse, geti fundið erlenda aðila sem áhuga gætu haft og hentuðu vel til samstarfs um iðnaðarupp- byggingu hér á landi. Þá vil ég einnig geta þess, að meðan á heimsókn varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins, Martins Bange- manns, stóð um miðjan ágúst síð- astliðinn, ákváðum við að vinna að gerð samstarfssamnings milli íslands og bandalagsins um verk- efni á sviði iðnaðar- og orkumála. Slíkur samningur myndi einkum miða að því að kanna með hvaða hætti við getum hagnýtt orkulind- ir okkar til þess að leysa orku- og umhverfisvandamál í Evrópu og efla um leið atvinnuvegi Islend- inga. Sérstaklega verður fjallað um tvö verkefni, annars vegar út- flutning á raforku um sæstreng og hins vegar framleiðslu á vetni með raforku. Vetnisverkefnið gæti í framtíðinni gert okkur kleift að nýta innlenda orkugjafa einnig í samgöngum og sjávarútvegi. Ráð- gerður er fundur um þessi efni í Hamborg í næsta mánuði til að leggja á ráðin um framhaldið. Eg vil ennfremur nefna að ný- leg. /oru stjórnendur þýsku fyrir- tækiasamsteypunnar Thyssen hér auðvitað mestu máli en engu að síður er hægt að spara mikið fé og fyrirhöfn með nánu samstarfi við fyrirtæki sem hafa yfir markaðs- og tækniþekkingu að ráða og binda slíka aðila af beinni fjárfest- ingu í íslenskum fyrirtækjum. Loks vil ég nefna að í samning- um um nýtt álver hefur verið lögð sérstök áhersla á það að erlendu fyrirtækin láti vinna þróunar- og tækniverkefni hér á landi og stuðli þar með að aukinni reynslu og þekkingu Islendinga á því sviði. Samstarf eða_________________ sundurlyndi__________________ Það er mikið í húfi að sundur- lyndi í stjórnmálum og rígur milli landshluta komi ekki í veg fyrir að við nýtum kosti landsins alls þjóð- inni til farsældar. Við þurfum að nýta auðlindir lands og sjávar með almannaheill fyrir augum en ekki út frá þröngum byggðasjónarmið- um. Ég tel til dæmis mikilvægt að háhitasvæði og jarðlög Norður- lands verði nú vandlega könnuð með nýtingu þeirra í huga og mun leggja til að fé verði til þess veitt á' fjárlögum. Síðustu atburðir við Persaflóa hafa minnt okkur ræki- lega á það hversu mikilvægar orkulindir Iandsins eru, virkjaðar sem óvirkjaðar. Við íslendingar höfum alla möguleika til þess að njóta lífs- kjara eins og þau gerast best með öðrum þjóðum. Til þess að sá ár- angur náist þarf að vera sátt með þjóðinni í hinum veigamestu mál- um. Ég vona að okkur takist að feta þann veg. (Greinin er byggd á rœöu sem höfund- ur hélt nýuerið á Fjóröungsþingi Norð- lendinga á Sauöárkróki). á landi. Thyssen-samsteypan er meðal stærstu málmiðnaðarfyrir- tækja í heiminum. Forstjórinn og fylgdarlið hans heimsóttu ýmsa aðila til að kynnast möguleikum sem við getum boðið upp á eink- um með tilliti til álsteypu. Meðal annars heimsóttu þeir Akureyri. Samstarf við slíka aðila er einmitt fýsilegur kostur til að komast inn á hinn stóra Evrópumarkað. Frumkvæði i fjarvinnslu Oft hefur verið á það bent að ný tækni í boðskiptum og tölvunotk- un opni nýja möguleika. Bent hef- ur verið á það að hægt sé að stunda margs konar tölvuvinnslu hvar sem er á landinu og erlendis þekkjum við mörg dæmi þess að sett séu upp svokölluð fjarvinnslu- ver eða fjarvinnslustofur í strjál- býli, þar sem menn vinna við tölv- ur sínar og geta notið kosta strjál- býlisins án þess að tapa með öllu því verkefnavali sem þéttbýlið hefur upp á að bjóða. Sem dæmi um verkefni sem unnin eru í slíkri fjarvinnslu má nefna símaskrár og margskonar viðskiptaskrár svo og ýmiss konar tölvuskráning og gagnavinnsla á vegum hins opin- bera. Þannig hafa Norðmenn t.d. sameinað fyrirtækjaskrá sína hjá stofnun, sem sett hefur verið á fót í smábæ, þaðan sem hún þjónar öllu landinu. Þróunin hefur verið hægari hér á landi, en nú um nokkura ára skeið hafa þó áhugamenn unnið að undirbúningi að stofnun fjar- vinnslustofa. Nýlega var fjarvinnslustofan Orðtak stofnuð á Hvammstanga og mér er það sérstök ánægja að skýra frá því að nýlega undirritaði ég ásamt forráðamönnum fyrir- tækisins, á skrifstofu fyrirtækisins á Hvammstanga, samning milli viðskiptaráðuneytisins og Orðtaks um tölvuskráningu hlutafélaga- skrárinnar. Vænti ég þess að þar sé aðeins um upphafið að meiri verk- efnum að ræða og er nú t.d. verið að kanna það hjá stofnunum iðn- aðarráðuneytisins hvar sé að finna verkefni af þessu tagi hjá þeim. Ég hef lagt fyrir allar stofnanir í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytunum að leita að slíkum fjarvinnsluverk- efnum sem leysa má úti um land og mun gera tillögur um fjárveit- ingar þeirra vegna á næstu fjárlög- um. Varðandi iðnþróun hér á landi skiptir frumkvæði innlendra aðila vsk w VSRÐISAUKASKATTS TILIBUÐARBYGGJENDA w irðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðslan nærtil: • Vinnu manna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa. • Vinnu manna við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði. Endurgreiðslu fá þeir sem byggja á eigin kostnað íbúðarhúsnæði sem ætlað er til sölu eða eigin nota á eigin lóð eða leigulóð. Sækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem lögheimili umsækjandans er. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging íbúðarhúsnæðis til eigin nota. /»thygli skal vakin á því að um- sækjandi verður að geta lagt fram umbeð- in gögn, t.d. sölureikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil vegna nýbyggingar og verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl o.s.frv. Umsókn skal berast skattstjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Uppgjörstímabil vegna endurbóta eða viðhalds er aldrei styttra en almanaksár. Umsókn skal berast skattstjóra eigi síðar en 15. janúar árið eftir að endurbætur eða viðhald áttu sér stað. Nánari upplýsingar veita RSK og skatt- stjórar um land allt. UpPIlrðvSu&attS' veg^a RSK RÍKISSKATTSTJÓR!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.