Alþýðublaðið - 14.09.1990, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 14.09.1990, Qupperneq 9
Föstudagur 14. sept. 1990 9 Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur sýnir eina af mörgum sprung- um í veggjum safnsins. Þjódminjasafn: Endur- byggt fyrir milljónir Byggingarnefnd sú sem Svav- ar Gestsson skipaði í apríl 1989 og ber að fjalla um byggingamál Þjóðminjasafnsins leggur til að húsnæði safnsins við Suðurgötu verði endurbætt og aukið. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði í þremur áföngum, taki 6 ár og kosti um 675 milljónir. Nefndin hefur skilað af sér grein- argerð þar sem aliítarlega er fjallað um framkvæmdina. Hjörleifur Stef- ánsson húsameistari var ráðinn til ráðgjafar um húsnæðismál safnsins árið 1986 og hefur hann unnið að áætlunargerðinni ásamt ýmsum tæknilegum ráðgjöfum. í nefndinni sitja Lilja Árnadóttir safnvörður, Maríanna Jónasdóttir viðskipta- fræðingur og Leifur Benediktsson verkfræðingur en hann er formaður hennar. Auk þess hefur Þór Magnús- son þjóðminjavörður starfað með nefndinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um húsnæðismál Þjóðminjasafnsins og víst er að umbóta er þörf. Húsið lekur og burðarþolsmæl- ingar hafa leitt í ljós ófullnægjandi niðurstöður. Sprungur eru víða í veggjum og mjög erfitt hefur reynst að viðhalda viðunandi hita- og ra- kastigi í húsinu. Auk alls þessa hefur pláss- og aðstöðuleysi þjakað starfs- menn safnsins og starfsemi þess. Aðkoma að safninu hefur heldur ekki verið til fyrirmyndar þannig að fatlaðir, aldraðir og sjúkir hafa átt í miklum erfileikum. Tillögur bygginganefndarinnar fela í sér miklar endurbætur og end- urskipulagningu hússins og að auki viðbyggingar. Meginþættir tillagnanna eru að gert verði við húsið að utan, þak, veggir og gluggar endurbættir. í öðru lagi verður innra skipulagi hússins breytt þannig að sýningar- salir verði á annarri og þriðju hæð, en innri starfsemi þess verði á fyrstu hæð og í turni. Auk þessa verður ný álma byggð til austurs út frá núver- andi inngangi safnsins. Þar verður anddyri með aðaldyrum mót suðri á jarðhæð en auk þess verður þar safnbúð en kaffistofa og móttaka skólabarna á annarri hæð. Einnig verður byggt nýtt stigahús með lyftu við suðurgafl hússins en það á að tengja sýningarsali annarr- ar og þriðju hæðar og jafnframt vera undankomuleið úr húsinu í neyðartilvikum en flóttaleiðir þegar hætta steðjar að vantar nú tilfinnan- lega í húsið. Stigahús þetta mun einnig veita húsinu styrk gegn jarð- skjálftum. Apple Macintosh tölvur á afsláttarverði Nú er komið að næstu afgreiðslu Apple Macintosh-tölvanna, skv, ríkissamningi Innkaupastofnunar ríkisins og Apple-umboðsins, sem veitir kennurum, nemendum á háskólastigi, nemendum V.Í., ríkisfyrirtækjum, ríkisstofnunum, sveitarfélögum landsins og starfsmönnum þeirra allt að 36% afslátt, Tilboðsverð Listaverð Afsl. Tilboðsverð: Listaverð: Afsl. Tölvur: Macintosh n samstæður frh.: Macintosh Plus lMB/ldrif 67.000 72.000 7% Macintosh IIci 4/40 Macintosh SE 1/40 130.000 150.900 14% Litskjár, skjástandur,st. lyklab. 435.104 618.700 29% Macintosh SE 1MB/2 FDHD 141.773 198.000 28% Macintosh Ilfx 4/80 Macintosh SE 2/40/1 FDHD 194.291 274.000 29% Litskjár, spjald, skjástand.,st. lyklab. 626.204 892.800 30% Macintosh SE/30 2/40 209.966 296.000 29% Macintosh SE/30 4/40 234.231 328.000 29% Macintosh Portable 1/40 273.534 386.000 29% Prentarar: Dæmi um Macintosh n samstæður: ImageWriter II 44.042 59.000 25% Macintosh IIcx 2/40 Personal LaserWriter SC 123.132 162.000 24% Sv/hv skjár, spjald, skjástand., st. lyklab. 358.945 509.000 29% Personal LaserWriter NT 188.545 254..000 26% Macintosh IIci 4/40 LaserWriter IINT 253.958 348000 27% Sv/hv skjár, skjástandur, st. lyklaborð 397.725 565.000 29% LaserWriter IINTX 291.337 402.000 28% Við vekjum sérstaka athygli á verði Macintosh Plus- og Macintosh SE-tölvanna, sem gildir aðeins á meðan birgðir endast, en sala á þeim tölvum hefur verið gífurleg undanfarnar vikur. Pantanirberist Birgi Guðjónssyni 1A í Innkaupastofnun ríkisins íyrir JL )% 5CUIvlliUvl )\J / Innkaupastofnun ríkisins Radíóbúðin hf. Apple-umboðið BOfQðrtÚnÍ 7, sími 26844 Sími: (91) 624 800 Skipholti 21,105 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.